Morgunblaðið - 25.02.1999, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nauðsynlegt að bæta og samræma löggjöf um happdrætti
Sjálfstæðum aðila verði falin
sljórnsýsla happdrættismála
Vafasamt er talið
að að dómsmála-
ráðuneytið sé í stakk
búið til að sinna
eftirliti með happ-
drættum sem, að
mati nefndar um
framtíðarskipan
happdrættismála,
njóta ekki jafnræðis
að því er varðar leyf-
isgjöld og skatta.
Tekjur happdrætta á einu ári
milljónir kr.
1.873,9
Reikningtímabil DAS: 1.5.96-30.4.97
Reikningtimabil SlBS: 1.5.96-30.4.97
Reikningtímabil Isl getrauna: 1.7.96-30.6.97
Reikningtímabil ísl. getspár: 1.7.96-30.6.97
Reikningtímabil Isl. söfn.kassa: 1.1.97-31.12.97
Reíkningtímabil HHI: 1.1.97-31.12.97
Tekjur umfram gjöld -
Hreinar rekstrartekjur
1.094,0
1.148,3
864,6
DAS SÍBS íslenskar íslensk íslenskir Happdrætti
getraunir getspá söfn.kassar Háskólans
Skipting hreinna
rekstrartekna af
happdrættum
— Isl. getspá
ísl. getraunir 7%
Happdrætti
Háskólans
Isl. söfn.-
kassar
L
DAS 4%
SIBS 5%
NEFND um framtíðarskipan happ-
drættismála telur að margt megi
betur fara í skipan slíkrar starfsemi
hér á landi og íslendingar búi við
ófullkomna og ósamstæða löggjöf
um happdrættismálefni. Telur
nefndin að löggjöfm og ákvæði
hennar stangist að hluta til á og
nauðsynlegt sé að bæta úr, þannig
að til verði skýr lagagrundvöllur um
þessa umfangsmiklu starfsemi. Þá
leggur nefndin til að sjálfstæðum
aðila verði falin stjómsýsla happ-
drættismála.
Dómsmálaráðherra skipaði
nefndina í febrúar 1998 til þess að
semja frumdrög að mótun framtíð-
arstefnu í happdrættismálum. Fór
hún meðal annars yfír gildandi lög-
gjöf um happdrættisrekstur hér á
landi og ársskýrslur happdrættis-
fyrirtækja.
Nefndin telur afar brýnt að tekin
verði afstaða til þess hvaða megin-
sjónarmið skuli liggja til grundvall-
ar happdrættisstarfsemi í landinu.
Hún leggur til þrjár leiðir til heild-
arendurskipulagningar happdrætta
en tekur ekki afstöðu til þess hver
þeirra sé heppilegust. Leiðirnar
þrjár eru: að öll happdrætti verði
ríkisrekin, einkarekin, eða ýmist
ríkis- eða einkarekin.
Eftirliti almennt
ábótavant
Nefndin telur að helstu annmark-
ar á núverandi fyrirkomulagi séu að
lög um happdrætti séu komin til ára
sinna, löggjöfin sé ósamstæð og
ákvæði hennar stangist að sumu
leyti á, lagaramma vanti um sum
happdrætti og margskonar skylda
starfsemi. Einnig telur hún að nokk-
ur vafí kunni að leika á með hvaða
hætti gildandi lagareglum verður
beitt um happdrætti á Netinu.
Að mati nefndarinnar er eftirliti
almennt ábótavant en hafa beri í
huga að happdrætti sé margþætt og
viðkvæm starfsemi. Ný tækni hafí
rutt sér til rúms varðandi söluað-
ferðir, útdrátt og fleira. Telur hún
vafasamt að dómsmálaráðuneytið sé
í stakk búið til að sinna eftirlitinu
sem skyldi.
Að mati nefndarinnar njóta happ-
drættin ekki jafnræðis að því er
Andlát
HELGA JÓNÍNA
MAGNÚSDÓTTIR
HELGA Jónína Magn-
úsdóttir frá Blikastöð-
um lést miðvikudaginn
24. febrúar, 92 ára að
aldri. Hún var fædd að
Vesturhópshólum í V-
Húnavatnssýslu 18.
september 1906. For-
eldrar hennar voru
Þorlákur Magnús Þor-
láksson, bóndi þar, síð-
ar að Blikastöðum í
Mosfellssveit, og fyrri
kona hans, Marsibii
SiguiTÓs Jónsdóttir.
Helga var braut-
skráð frá Kvennaskól-
anum í Reykjavík 1924. Stundaði
verslunarnám við Köbmandsskolen
í Kaupmannahöfn 1930-1931, starf-
aði sem skrifstofustúlka hjá Mjólk-
urfélagi Reykjavíkur, Mjólkursam-
lagi Kjalarnesþings og Mjólkurstöð-
inni í Reykjavík 1931—41 og var
Húsfreyja að Blikastöðum í Mos-
fellssveit frá 1942.
Helga sat í stjórn Ungmennafé-
lagsins Aftureldingar í Mosfells-
sveit nokkur ár, var formaður
Kvenfélagasambands Gullbringu-
og Kjósarsýslu 1948-1964, í vara-
stjóm Kvenfélagasambands fslands
1953, síðan í aðalstjóm þess og for-
maður 1963-1971 og í aðalstjórn
Kvenfélagasambands Norðurlanda
sama tíma. í skóla-
nefnd Mosfellssveitar
1950-1958 og síðar for-
maður hennar 1977.
Kosin í hreppsnefnd
1954 og endurkosin
1958, var þá varaodd-
viti en tók við oddvita-
störfum í ágústmánuði.
Hún var síðasti oddviti
hreppsins sem hafði öll
störf á eigin hendi áður
en hreppurinn fékk
skrifstofu og sveitar-
stjóra.
Hún var í stjórn
Húsmæðrakennara-
skóla íslands í nokkur ár. Kosin í
Landsdóm af Alþingi 1969 til 6 ára
og endurkosin næsta tímabil. Helga
var sæmd fálkaorðu 1970 og Stór-
riddarakrossi 1976. Hún var einnig
sæmd gullmerki Húsmæðrafélaga-
sambands Svíþjóðar. Þá var hún
heiðursfélagi Kvenfélags Lágafells-
sóknar og Kvenfélagasambands ís-
lands.
Eftirlifandi eiginmaður Helgu er
Sigsteinn Pálsson, fæddur 16. febr-
úar 1905. Þau hjón, Helga og Sig-
steinn, bjuggu á Blikastöðum til
ársins 1992. Síðan hafa þau búið á
Hlaðhömrum í Mosfellsbæ. Börn
þeirra eru tvö, Magnús Sigsteins-
son og Kristín Sigsteinsdóttir.
varðar leyfisgjöld og skatta. Að
auki sé sumum happdrættum ekki
gert að skila skýrslum eða reikning-
um um reksturinn og heimildir til
að kæra úrskurði eftirlitsaðila til
æðra stjómvalds séu mismunandi
eftir einstökum happdrættum.
Gjöld á leyfíshafa og eftirlit
verði kostað af þeim
Löggjöf um happdrætti og skylda
starfsemi þarf að endurnýja og sam-
ræma að mati nefndarinnar. „Setja
þarf ítarleg heildarlög er taki á sam-
eiginlegum atriðum. Markmið ríkis-
valdsins þurfa að vera skýr, þannig
að fylgt sé einhverri meginlínu,"
segir í niðurstöðu nefndarinnar. Þá
er bent á að taka þurfi afstöðu til
þess, hvort og þá að hvaða marki ný
heildarlög skuli taka til þeirra happ-
drætta og skyldrar starfsemi, sem
ekki heyri undir gildandi lög. Einnig
þurfi að útfæra einstök happdrætti
nánar í reglugerðum og hafa beri í
huga að viðhorf til happdrætta og
skyldrar starfsemi hafi breyst á síð-
ustu ámm.
Nefndin leggur til að sjálfstæðum
aðila, sem býr yfir nægri fagþekk-
ingu, verði falin stjórnsýsla happ-
drættismála og skyldrar starfsemi.
Skuli sá aðili jafnframt hafa með
höndum virkt eftirlit með happ-
drættisstarfsemi og ákvarðanir
hans verði kæranlegar til dóms-
málaráðuneytisins. Einnig leggur
hún til að gjöld verði lögð á leyfis-
hafa eftir jafnræðissjónarmiðum og
eftirlit verði kostað af leyfishöfum.
Jafnframt verði aðilum sem starf-
rækja happdrætti gert að skila árs-
reikningum til eftirlitsaðila í sam-
ræmi við lög um ársreikninga.
Skattlagning
happdrætta?
Nefndin telur að skattlagning á
happdrætti sé pólitísk ákvörðun, en
jafnframt háð því hvaða meginsjón-
armið sé lagt til grundvallar happ-
drættisstarfsemi almennt, þ.e. ríkis-
rekstur, einkarekstur eða bæði rík-
is- og einkarekstur. Markmið skatt-
lagningar þurfi að vera skýr og
gæta beri jafnræðis bæði gagnvart
rekstraraðilum og viðskiptavinum
happdrætta.
Agóði af happdrættisstarfsemi er
margvíslegur, að mati nefndarinn-
ar, en felst einna helst í því að:
Þjóðfélagslegur ábati af happdrætt-
um er meiri en kostnaður, unnt er
að ná markmiðum um öflun fjár til
almannaheilla án opinbers rekstrar
en nýta þurfí betur kosti markaðar
og samkeppni. Nefndin telur ríkis-
rekstur, þar sem tekjur renna beint
í ríkissjóð, geta valdið óvissu og
sveiflum í úthlutun fjár en á móti
komi að tekjur einstakra aðila
sveiflist á markaðnum með tækni,
tísku og samkeppni. Tilkoma nýrra
aðila geti stækkað heildarmarkað-
inn en rýri sennilega að einhverju
leyti hlut þeirra sem fyrir eru.
Andlát
GUÐMUNDUR
ÓLAFSSON
GUÐMUNDUR Ólafs-
son heimilislæknir lézt
í Landspítalanum í
gærmorgun á 55. ald-
ursári. Banamein hans
var krabbamein.
Guðmundur Ólafs-
son fæddist á Bíldsfelli
í Grafningi 21. nóvem-
ber 1944, sonur hjón-
anna Ólafs Tómasson-
ar, viðskiptafræðings í
Reykjavík, og Þóru
Guðmundsdóttur hús-
móður.
Guðmundur varð
stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1964 og
lauk prófi frá læknadeild Háskóla
íslands árið 1972. Hann hlaut al-
mennt lækningaleyfi vorið 1977 og
starfaði víða um land sem læknir,
var m.a. héraðslæknir á Selfossi, á
Eyrarbakka og jafnframt fangelsis-
læknir á Litla-Hrauni um tíma.
Hann var aðstoðarlæknir á St. Jós-
efsspítala, skurðdeild,
og síðar á barnadeild.
Þá vann hann einnig á
Borgarspítala og Víf-
ilsstaðaspítala. Um
skeið vann hann á
Akureyri. Lengst af
starfaði hann að heim-
ilislækningum í
Reykjavík.
Guðmundur hélt til
sérnáms í Svíþjóð og
starfaði þá við St. Lars
sjúkrahúsið í Lundi og
varð síðar aðtoðaryfir-
læknir þar. Þá vann
hann einnig á Vást-
erviks-sjúki-ahúsinu og varð aðstoð-
aryfirlæknir þar 1980. Guðmundur
var einnig aðstoðarhéraðslæknir á
námsárum í Selfosshérði og Eski-
fjarðarhéraði.
Guðmundur Ólafsson eignaðist
þrjá syni í fyrra hjónabandi. Eftir-
lifandi eiginkona hans er Birna Vil-
hjálmsdóttir.
Opinber
heimsókn
*
forseta Is-
lands til
Póllands
FORSETI íslands, herra Ólafur
Ragnar Grímsson, hefur þegið boð
forseta Póllands, Aleksander Kwa-
sniewski, um að koma í opinbera
heimsókn til Póllands dagana
10.-13. mars nk. í fylgdarliði for-
seta íslands verða Dalla Ólafsdóttir,
dóttir hans, Halldór Asgrímsson ut-
anríkisráðherra og eiginkona hans,
Sigurjóna Sigurðardóttir, ráðuneyt-
isstjóri utanríkisráðuneytisins, for-
setaritari, sendiheira íslands í Pól-
landi og fleiri embættismenn.
Boð til forseta íslands um opin-
bera heimsókn til Póllands kom í
tengslum við umsókn landsins að
aðild að Atlantshafsbandalaginu og
nýja sýn þess á breyttum tímum í
Evrópu. Aðild Póllands að NATO
mun taka gildi á meðan á heimsókn-
inni stendur, 12. mars, og í aprfl
munu fulltrúar beggja landanna
taka þátt í leiðtogafundi Atlants-
hafsbandalagsins í Washington.
Pólland hefur einnig sótt um aðild
að Evrópusambandinu og yrðu þar
með aðili að Evrópska efnahags-
svæðinu.
I heimsókninni munu fara fram
viðræður forsetanna og sameigin-
legur fréttamannafundur þeirra. Þá
mun forseti íslands eiga viðræður
við forsætisráðhen-a Póllands og
einnig við forseta fulltrúadeildar og
öldungadeildar þingsins. Einnig
verður efnt til fundar um viðskipti
landanna í pólska verslunarráðinu.
Utanríkisráðuneytið og Útflunings-
ráð bjóða til viðskiptaráðstefnu og
móttöku fyrir viðskiptaaðila.
Viðskipti Islands og Póllands
hafa verið talsverð um árabil. I
heimsókn forseta íslands nú verður
sérstök áhersla lögð á að kynna ís-
lenska lýsið og af því tilefni mun
fyrirtækið Lýsi hf. efna til ráð-
stefnu með þátttöku fjölda pólskra
lyfsala og annarra aðila í heilbrigð-
isþjónustu í Póllandi þar sem fjallað
verður um hollustu og eiginleika
lýsisins. Einnig mun Lýsi hf. taka
þátt í vörusýningu sem forseti ís-
lands mun heimsækja.
í heimsókninni verður einnig lögð
áhersla á menningartengsl land-
anna og verður sérstaklega minnst
framlags hins merka pólska hljóm-
sveitarstjóra Bohdan Wodiezko til
íslensks tónlistarlífs en hann stjórn-
aði Sinfóníuhljómsveit íslands um
árabil og hafði margvísleg áhrif á
þróun nútímatónlistar á íslandi,
segir í fréttatilkynningu. Forseti ís-
lands mun einnig heimsækja sýn-
ingu um líf og verk Halldórs Kiljans
Laxness sem nú er í Varsjá og
skoða höggmynd Bertels Thorvald-
sens sem er í borginni.
--------------
Prófkjör Samfylkingar
á Vesturlandi
Fjórir í
framboði
FJÓRIR bjóða sig fram í prófkjör
Samfylkingar á Vesturlandi sem
fram fer 6. mars. Þetta eru Gísli S.
Einarsson alþingismaður og Hólm-
fríður Sveinsdóttir stjórnmálafræð-
ingur, sem bjóða sig fram fyrir
hönd Alþýðuflokksins, Jóhann Ar-
sælsson, fyrrverandi alþingismaður,
sem býður sig fram fýrir hönd Al-
þýðubandalagsins, og Dóra Líndal
Hjartardóttir tónmenntakennari,
en hún er í framboði fyrir Kvenna-
listann.
Kjósendur eiga að merkja við
einn til þrjá frambjóðendur. Aðeins
má merkja við einn frá hverjum
flokki. Þetta prófkjör er síðasta
prófkjör sem haldið verður fyrir al-
þingiskosningarnar í vor.