Morgunblaðið - 25.02.1999, Side 13

Morgunblaðið - 25.02.1999, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 13 FRÉTTIR LL um frumvarp til skaðabótalaga Enn ein tekju- tenging STJÓRNARFUNDUR Landssam- taka lífeyrissjóða gerir athugasemd- ir við ákvæði frumvarps til breytinga á skaðabótalögum um að örorkulíf- eyrir frá lífeyrissjóðum eigi að leiða af sér lægri bætur frá tryggingafé- lögunum. I ályktun fundarins segir að flest horfi til betri vegar í frumvarpinu, sem nú sé til umfjöllunar á Alþingi, og beri vissulega að fagna því þegar ríkjandi óréttlæti er lagfært. Hins vegar átelur stjórn LL harðlega að örorkulífeyrir frá lífeyrissjóðum eigi að leiða af sér lægri bætur frá tryggingafélögunum. Með því sé „búin til enn ein tekjutengingin á líf- eyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna. Fram til þessa hafa stjórnvöld spar- að almannatryggingum ómælda fjármuni með tekjutengingu bóta lifeyns lífeyrissjóðanna við bætur Trygg- ingastofnunar. Nú á hins vegar einnig að spara tryggingafélögunum hluta af þeim kostnaði sem réttmæt hækkun skaðabóta hefur óhjá- kvæmilega í för með sér, verði frumvarpið afgreitt óbreytt," segir í ályktun fundarins. Þá segir: „Of lengi hefur viðgeng- ist óréttlæti í garð sjóðfélaga lífeyr- issjóðanna hvað varðar tekjuteng- ingu við almannatryggingakerfið, en nú fyrst tekui' þó steininn úr, þegar lífeyrir frá lífeyrissjóðunum á einnig að hafa í för með sér lækkun á bót- um tryggingafélaga. Því er þessu ákvæði frumvarpsins mótmælt sér- staklega af stjórn LL. Stjórnin skor- ar á stjórnvöld að fella umrædd skerðingarákvæði burt úr frumvarp- inu,“ segir ennfremur. Skóflustunga að áhaldahúsi Morgunblaðið/Ásdís MAGNÚS Gunnarsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði, tók á mánu- dag fyrstu skóflustunguna að nýju áhaldahúsi Ilafnarfjarðar- bæjar. Ekki hefði verið auðvelt að nota handverkfæri til verksins, en frosin jörð var gröfunni lítil fyrirstaða. Samkeppnisráð telur að Tryggingastofnun eigi að taka þátt í sálfræðikostnaði Samkeppni hamlað milli sálfræðinga og geðlækna Samkeppnisráð hefur fundið að því að Tryggingastofnun ríkisins hafí ekki samið við klíníska sálfræðinga heldur aðeins geð- lækna um greiðsluþátttöku vegna kostnað- ar sjúkratryggðra. Segir ráðið að þetta takmarki samkeppni þeirra á milli og fari gegn markmiðum samkeppnislaga. SAMKEPPNISRÁÐ beinir þeim tilmælum til heilbrigðisráðuneytis- ins í nýlegum úrskurði að það beiti sér fyrir því að lagaheimildar sé aflað, ef nauðsyn ber til, svo að hægt sé að ganga til samninga við klíníska sálfræðinga um greiðslu- þátttöku Tryggingastofnunar í kostnaði sjúkratryggðra við heim- sókn til þeirra. Sálfræðifélag íslands leitaði til Samkeppnisstofnunar í október 1997 þar sem Tryggingastofnun taki þátt í kostnaði sjúklinga af geðlæknisþjónustu en sálfræðingar hafi ekki samning við stofnunina sem greiði því ekki hluta af út- gjöldum sjúklinga vegna sálfræði- þjónustu. Sálfræðingafélagið sagði að sálfræðingar og geðlæknar stunduðu að vissu marki sama sjúklingahóp. Enda þótt sálfræð- ingum sé ekki heimilt að ávísa lyfj- um beiti þeir að öðru leyti sömu meðferð, þ.e. samtalsmeðferð. Samkeppnisstaða sálfræðinga gagnvart geðlæknum sé því veru- lega skert vegna þess að kostnaður við geðlæknaþjónustu sé niður- greiddur en ekki kostnaður við þjónustu sálfræðinga. Með þessu taldi félagið að Tryggingastofnun stuðlaði að því að takmarka aðgang sálfræðinga að markaðnum, sem brjóti gegn samkeppnislögum. Sjúklingar sem leiti til sálfræðings greiði umtals- vert meira fyrir þá þjónust.u en fyr- ir sömu þjónustu hjá geðlækni. Þá þurfi sjúklingar oft að rjúfa með- ferð hjá sálfræðingi af fjárhagsá- stæðum og leita þá til geðlækna þar sem þeir þurfi jafnvel að hefja meðferð frá granni. Jafnframt gangi margir sjúklingar til geð- læknis, sem frekar kysu að leita til sálfræðinga, ef þeir gætu það af fjárhagslegum ástæðum. TR taldi laga- heimild skorta í umsögn Tryggingastofnunar um erindið kom m.a. fram að í lög- um um al m an n at ryggi n gar væri hvergi fjallað um að stofnunin ætti að greiða fyrir þjónustu sálfræð- inga og þar sem sálfræðingar séu ekki sérfræðilæknar hafi stofnunin ekki séð sér fært að semja við sál- fræðinga. I áliti Samkeppnisráðs segir að meginmunurinn á meðferð geð- lækna og klínískra sálfræðinga á sjúklingum felist í því að geðlækn- ar hafi heimild til að ávísa lyfjum en sálfræðingar ekki. I þeim tilvik- um sem sjúklingur þurfi á lyfjagjöf að halda þurfi læknir að koma að meðferð. Hvað varði annars konar meðferð á geðrænum sjúkdómum og vandamálum, s.s. kviðavanda- málum, vægari þunglyndisvanda- málum og samskiptaerfiðleikum, t.d. í fjölskyldu, muni klínískir sál- fræðingar og geðlæknar að veru- legu leyti beita sams konar úrræð- um og stunda jöfnum höndum sams konar sjúklinga og vinna oft saman í teymi með geðlæknum þar sem hver gangi í annars starf. Það sé því mat samkeppnisráðs að þessir tveir hópar séu að verulegu leyti á sama markaði í skilningi samkeppnislaga. Þá er vísað til þess að starfshóp- ur, sem skipaður var til að vinna að stefnumótun í málefnum geð- sjúkra, hafi lýst þeirri skoðun að mikil þörf sé fyrir sérfræðiþjón- ustu sálfræðinga og félagsráðgjafa og margir kjósi að sækja hana utan sjúkrahúsa. Eðlilegt hljóti að telj- ast að sjúkratryggingar taki þátt í greiðslu við sérfræðiþjónustu sál- fræðinga og félagsráðgjafa eins og við þjónustu geðlækna og annarra heilbrigðisstétta, enda taki hið op- inbera og tryggingafélög þátt í slíkum kostnaði í löndum Evrópu og Ameríku. Ekki samkeppnislegur jöfnuður Af þessu megi draga þá ályktun að þjónusta klínískra sálfræðinga og geðlækna sé sambærileg þegar kemur að meðferð sem ekki er lyfjatengd. „I þeim tilvikum sem sjúkratryggðir leita eftir meðferð, sem geðlæknar og klínískir sál- fræðingar geta jöfnum höndum innt af hendi, er augljóst að mis- munandi greiðsluþátttaka Trygg- ingastofnunar veldur því að ekki er samkeppnislegur jöfnuður með þessum tveimur hópum sérfræð- inga,“ segir í álitinu. „Greiðsluþátt- taka hins opinbera í kostnaði við meðferð hjá öðrum hópnum en ekki hinum er því til þess fallin að takmarka aðgang klínískra sál- fræðinga að þeim markaði sem bæði geðlæknar og klínískir sál- fræðingar starfa á. Það er grund- vallaratriði í samkeppnislögum að aðilar skuli standa sem jafnast að vígi á þeim markaði sem um ræðir og að þeir hafi sem jöfnust tæki- færi.“ Þá segir að Samkeppnisráð taki ekki afstöðu til þess hvort ákvæði almannatryggingalaga kveði á um það með óyggjandi hætti hvort unnt sé að óbreyttu að ganga til samninga um greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar í sálfræði- kostnaði sjúklinga. Hins vegar telji ráðið brýnt að heilbrigðisráðuneyt- ið beiti sér fyrir því að samkeppn- isstaða klínískra sálfræðinga gagn- vart geðlæknum verði bætt. Núverandi túlkun Trygginga- stofnunar á almannatryggingalög- um og lögum um heilbrigðisþjón- ustu feli í sér aðgangshindrun fyrir klíníska sálfræðinga að viðkomandi markaði og takmarki samkeppni milli þein-a og geðlækna. Formaður FIA um nýjan flugvöll Tefji ekki endurbætur „EG hef ekki kynnt mér sér- staklega þessar hugmyndir um nýjan flugvöll í Skerjafirði en ef þær verða til þess að tefja eða fresta nauðsynlegum end- urbótum á Reykjavíkurflugvelli þá eru þær slæmar,“ sagði Franz Ploder, nýkjörinn for- maður Félags íslenskra at- vinnuflugmanna, er hann var spiirður álits á þeim hugmynd- um að flytja Reykjavíkurflug- völl. Franz Ploder sagði það ekki aðalatriðið hvar flugvöllurinn væri heldur hitt að hann væri góður, það skipti höfuðmáli. Brýnt væri að ráðast nú þegar í endurbætur á Reykjavíkur- velli og hugmynd um nýjan flugvöll einhvern tíma í fram- tíðinni mætti ekki verða til þess að þeim yrði frestað. Franz benti líka á að núverandi flugvallarsvæði væri eitt mesta votlendis- og fuglasvæði höfuð- borgarinnar og ef taka ætti flugvöllinn undii- íbúðarbyggð yrði varla mikið eftir af því. Auglýslng um uppgrelðslu verötryggðra skuldabréfa útgefnum af Llnd hf. í 2. flokkl C 1993, þann 20. ágúst 1993. Landsbanki íslands hf. hefur ákvebiö að nýta sér uppgreiðslu- ákvæðl skuldabréfa 2. flokks C 1993 og greiða þau upp þann 15. mars nk. Bréfln eru bundln lánskjaravísltölu (nú neysluvöruvísitölu). Grunnviðmiðun verðtryggingar var 3307 stlg lánskjaravísitölu í ágúst 1993. Greiðslustaður skuldabréfanna er í afgreiðslu bankans að Laugavegl 77, 155 Reykjavík. Heimllt verður að framvísa skuldabréfum í öllum afgreiðslum bankans sem aðstoða munu við innlausnlna. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá bókhaldsdeild Viðskiptastofu Landsbankans á Laugavegi 77, 155 Reykjavík, eða í síma 560 3219. Reykjavík febrúar 1999 Landsbanki íslands Landsbanki íslands hf. - Viðskiptastofa Laugavegi 77, 155 Reykjavlk, sfmi 560 3100, bréfsfml 560 3199, www.landsbanki.ls

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.