Morgunblaðið - 25.02.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.02.1999, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Á sídustu mánuðum hafa sífellt fleiri gengið fram fyrir skjöldu til að minna stjórnmálamenn á afdrifaríkasta siðferðisvanda einnar ríkustu þjóðar veraldar Spástefna um fram- tíð íslenskrar byggð- ar á Sauðárkróki m - - Úr forystugrein Dags: „Aðeins lítið brot af öllum þeim milljörðum sem ríkissjóður hefur bætt við sig í skatttekjum á þessu ári og því næsta myndi duga til að gera hér nauðsynlegar úrbætur." Desember 1998. Úr forystugrein Morgunblaðsins: „í Ijósi réttsýni og sanngirni ertímabært, að ekki sé fastar að orði kveðið, að endurskoða stöðu öryrkja, sérstaklega þeirra sem urðu öryrkjar ungir." Desember 1998. • • S Oryrkjabandolag Islands Sauðárkróki - Nokkrar stofnanir og félög á Sauðárkróki gangast fyrir ráðstefnu sem haldin verður í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Norð- urlands vestra á Sauðárkróki föstudaginn 26. febrúar. Markmið spástefnunnar er að gefa þeim sem áhuga hafa á tæki- færi til að kynnast hugmyndum sérfræðinga um það hver framtíð íslenskrar byggðar er í alþjóða- samfélaginu og einnig að skoða Skagafjörð í ljósi fagþekkingar sinnar og vitneskju um samskonar þróun annars staðar. Þá er ekki síður ætlunin að hvetja til stefnu- mótunar á hinum ýmsu sviðum svo og að fræða og örva markvissa lif- andi umræðu um möguleika blóm- legs atvinnu- og mannlífs í Skaga- firði. Eftirtaldir verða framsögumenn: Bjarki Jóhannesson, forstöðumað- ur þróunarsviðs Byggðastofnunar, Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Oz, Fríður Finna Sigurðardóttir, nemandi FNV, Halldór Asgríms- son utanríkisráðherra, Hermann Guðjónsson, forstjóri Siglinga- stofnunar Islands, Ingimar Hans- son spáfræðingur, Jón Þórðarson, forstöðumaður sjávai-útvegsdeildar HA, María Hildur Maack, fræðslu- skrifstofunni Kríunni, og Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA. Að framsöguerindum loknum setjast fyrirlesarar að pallborði og svara fyrirspurnum en að því loknu gefst gestum tækifæri til að taka þátt í umræðum með stuttum ræð- um. I lok spástefnunnar, sem haldin er í tengslum við Frumkvöðladaga FNV og í samvinnu við Ræðuklúbb Sauðárkróks, verkalýðsfélögin Öld- una og Fram svo og Atvinnuþróun- arfélag og Þróunarsvið Byggða- stofnunar, verða meginatriði henn- ar dregin saman handa ráðstefnu- gestum. Líkn gaf milljón til Hraunbúða Vestmannaeyjum - Kvenfélagið Líkn í Vestmannaeyjum fagnaði 90 ára afmæli iyrir skömmu. Tilgangur félagsins er og hefur verið að hlynna að bágstöddum og sjúkum í Vest- mannaeyjum og rauði þráðurinn í starfinu hafa verið líknar- og mann- úðarmál. Ymiss konar fjáraflanir hafa verið í gangi vegna þeirra mála sem Líkn hefur látið sig varða, svo sem basar- ar, kaffisala, jólakortasala og fleira. í tilefni 90 ára afmælis félagsins ákváðu Líknarkonur að færa Hraunbúðum, dvalarheimili aldr- aðra í Eyjum, eina milljón til kaupa á búnaði í sjúkraþjálfunarherbergi heimilisins. Við sama tækifæri og Líknarkonur afhentu gjöfina afhenti Sjómannadagsráð Vestmannaeyja Hraunbúðum einnig að gjöf 300 þús- und krónur til búnaðarkaupa í sjúkraþjálfunarherbergið. ---------------- Opinn fundur um konur í stjórnmálum NEFND um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum efnir til opins kaffi- fundar fóstudagskvöldið 26. febrúar kl. 20 í Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði, 4. hæð. Umræðuefni er mikilvægi þess að auka hlut kvenna á Alþingi og staða kvenna í kjördæminu. Allir vel- komnir. SKRIFAÐ undir fjárniögnunaisarnkomulag vegna byggingar hót- elsins, f.v. Sigurlína Þórðardóttir og Friðgeir Baldursson, frá Landsbankanum, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður hótelstjórn- ar, Tryggvi Guðmundsson frá Icelandair Hotels og Eiríkur Ágústs- son, í stjórn hótelsins. kvæmda og einnig endurfjár- mögnun eldri Iána. Endurnýjun herbergja lýkur í apríl Arkitektar að nýbyggingu eru Hjördís Sigurgísladóttir og Dennis Jóhannsson, en Skúli Norðdal teiknaði herbergin. Guð- björg Magnúsdóttir innanhúss- arkitekt er að vinna að nýbygg- ingu og endurnýjun. Nesey hf.í Gnúpveijahreppi sér um jarð- vinnu, en JÁ verktakar hf. á Sel- fossi um uppsteypu hússins. Yms- ir aðrir verktakar koma að bygg- Kirkjukór í æfingabúðum Eyja- og Miklaholtshreppi - Kirkjukór Stykkishólmskirkju notaði sfðastliðna helgi til þess að þjálfa raddböndin frá morgni til kvölds. Farið var í æfinga- búðir í Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi, þar sem kórfélag- ar, undir sljórn Sigrúnar Jóns- dóttur kórstjóra, undu sér við sálmasöng og fagra tóna. ingunni, ýmist með útboðum eða samningum. Áætlað er að endurnýjun her- bergja ljúki í apríl, en ölium framkvæmdum um mitt sumar á þessu ári og hefur verið bókað í hótelið frá 1. júlí. Hótelið hefur verið leigt til Flugleiðahótela hf. sem mun sjá um rekstur hótels- ins og verður það einn hlekkur í keðjunni sem markaðssett er undir nafninu „Icelandair Hot- els“. Hótelstjóri hefur verið ráðin Edda Bjarnadóttir en yfirmat- reiðslumaður verður Hermann Isidórsson. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson FRÁ afhendingu gjafanna. Frá vinstri: Guðbjörg Ósk Jónsdóttir, for- maður Líknar, Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri, Lea Oddsdóttir, for- stöðumaður Hraunbúða, Sigurlaug Birna, dóttir Leu og Valmundur Valmundsson, frá Sjómannadagsráði. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elisdottu- Ellert B. Schram forseti ÍSÍ „ Verstur er þó hlutur öryrkj- anna, sem aldrei hafa beðið um sina örorku en eru háðir þeim smánarskammti sem hrekkur af borðum allsnægt- arinnar." Október 1998. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson FRÁ framkvæmdum við bygg- ingu nýja hótelsins á Flúðum. Endurnýjun og uppbygg- ing á Hóteli Flúðum Syðra-Langholti - Nú er verið að endurbyggja Hótel Flúðir, sem starfrækt hefur verið allt árið sem Edduhótel. Verið er að end- urnýja þau herbergi sem fyrir eru og bæta átta nýjum við. Auk þess er verið að byggja við hótel- ið, þar verður gestamóttaka, ásamt fundarsölum, eldhúsi og aðstöðu fyrir starfsfólk. Að loknum þessum endurbót- um verður hótelið 32 herbergi ásamt 80 manna veitingasal, hin glæsilegasta bygging á einni hæð og allt innangengt. Fram til þessa hefur veitingasala á liótel- inu verið í félagsheimilinu og í skólanum. Áætlaður byggingar- kostnaður er 95 milljónir króna. Helstu hluthafar hótelsins eru Flugleiðahótel hf., Hrunamanna- hreppur, Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands, með beinum eða óbeinum hætti og Búnaðarfélag Hrunamanna ásamt fjölda ein- staklinga og félaga sem eru aðil- ar að hótelinu frá fyrri tíð. Skrif- að hefur verið undir samning við Landsbanka íslands á Selfossi um fjármögnun þessara fram- LYNGVIK Fasteignasala - Síðumúla 33 ÍL. sími 588 9490 KAMBASEL RAÐHUS Nýkom- ið í sölu sérlega vel byggt og vandað 250 fm raðhús. Húsið stendur við opið svæði. 5 svefnherbergi. Stórt furuklætt baðstofuloft sem nýta má sem tómstundar- eða vinnuaðstöðu. Áhv. 4,0 m. (byggsj. og húsbréf). V. 14,7 m. (81014) SOGAVEGUR PARHUS Ný komið í sölu 135 fm parhús. Húsið er timburhús á steyptum grunni. Eignin þarfnast lagtæringar. Tvær ibúðir eru í húsinu. V. 11,2 m. (91015) EYJABAKKI 4RA Nýkomin í sölu mjög falleg og vönduð 113 fm íbúð á 2. hæð. Parket. Gestasnyrting. Þessi eign selst hratt. V. 7,6 m. (41016) STELKSHÓLAR 4RA + BÍL- SKÚR Nýkomin í sölu u.þ.b. 90 fm íbúð á 2. hæð ásamt 21 fm bílskúr. Nýleg eldhúsinnrétting. Parket. Áhv. 4,2 m. (húsbréf 5,1% vextir). V. 8,3 m. (4699) JÖKLAFOLD 2JA Nýkomin i sölu nýleg 60 fm íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýl- ishúsi. Frábær staðsetning. Áhv. 3,6 m. byggsj. og 0,6 m. húsbréf. V. 6,3 m. (3995).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.