Morgunblaðið - 25.02.1999, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Á sídustu mánuðum hafa sífellt fleiri gengið fram fyrir skjöldu
til að minna stjórnmálamenn á afdrifaríkasta siðferðisvanda
einnar ríkustu þjóðar veraldar
Spástefna um fram-
tíð íslenskrar byggð-
ar á Sauðárkróki
m - -
Úr forystugrein Dags:
„Aðeins lítið brot af öllum þeim milljörðum sem ríkissjóður hefur bætt
við sig í skatttekjum á þessu ári og því næsta myndi duga til að gera
hér nauðsynlegar úrbætur."
Desember 1998.
Úr forystugrein Morgunblaðsins:
„í Ijósi réttsýni og sanngirni ertímabært, að ekki sé fastar að orði
kveðið, að endurskoða stöðu öryrkja, sérstaklega þeirra
sem urðu öryrkjar ungir."
Desember 1998.
• • S
Oryrkjabandolag Islands
Sauðárkróki - Nokkrar stofnanir
og félög á Sauðárkróki gangast
fyrir ráðstefnu sem haldin verður í
hátíðarsal Fjölbrautaskóla Norð-
urlands vestra á Sauðárkróki
föstudaginn 26. febrúar.
Markmið spástefnunnar er að
gefa þeim sem áhuga hafa á tæki-
færi til að kynnast hugmyndum
sérfræðinga um það hver framtíð
íslenskrar byggðar er í alþjóða-
samfélaginu og einnig að skoða
Skagafjörð í ljósi fagþekkingar
sinnar og vitneskju um samskonar
þróun annars staðar. Þá er ekki
síður ætlunin að hvetja til stefnu-
mótunar á hinum ýmsu sviðum svo
og að fræða og örva markvissa lif-
andi umræðu um möguleika blóm-
legs atvinnu- og mannlífs í Skaga-
firði.
Eftirtaldir verða framsögumenn:
Bjarki Jóhannesson, forstöðumað-
ur þróunarsviðs Byggðastofnunar,
Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri
Oz, Fríður Finna Sigurðardóttir,
nemandi FNV, Halldór Asgríms-
son utanríkisráðherra, Hermann
Guðjónsson, forstjóri Siglinga-
stofnunar Islands, Ingimar Hans-
son spáfræðingur, Jón Þórðarson,
forstöðumaður sjávai-útvegsdeildar
HA, María Hildur Maack, fræðslu-
skrifstofunni Kríunni, og Þorsteinn
Gunnarsson, rektor HA.
Að framsöguerindum loknum
setjast fyrirlesarar að pallborði og
svara fyrirspurnum en að því loknu
gefst gestum tækifæri til að taka
þátt í umræðum með stuttum ræð-
um.
I lok spástefnunnar, sem haldin
er í tengslum við Frumkvöðladaga
FNV og í samvinnu við Ræðuklúbb
Sauðárkróks, verkalýðsfélögin Öld-
una og Fram svo og Atvinnuþróun-
arfélag og Þróunarsvið Byggða-
stofnunar, verða meginatriði henn-
ar dregin saman handa ráðstefnu-
gestum.
Líkn gaf
milljón til
Hraunbúða
Vestmannaeyjum - Kvenfélagið
Líkn í Vestmannaeyjum fagnaði 90
ára afmæli iyrir skömmu. Tilgangur
félagsins er og hefur verið að hlynna
að bágstöddum og sjúkum í Vest-
mannaeyjum og rauði þráðurinn í
starfinu hafa verið líknar- og mann-
úðarmál.
Ymiss konar fjáraflanir hafa verið
í gangi vegna þeirra mála sem Líkn
hefur látið sig varða, svo sem basar-
ar, kaffisala, jólakortasala og fleira.
í tilefni 90 ára afmælis félagsins
ákváðu Líknarkonur að færa
Hraunbúðum, dvalarheimili aldr-
aðra í Eyjum, eina milljón til kaupa
á búnaði í sjúkraþjálfunarherbergi
heimilisins. Við sama tækifæri og
Líknarkonur afhentu gjöfina afhenti
Sjómannadagsráð Vestmannaeyja
Hraunbúðum einnig að gjöf 300 þús-
und krónur til búnaðarkaupa í
sjúkraþjálfunarherbergið.
----------------
Opinn fundur
um konur í
stjórnmálum
NEFND um aukinn hlut kvenna í
stjórnmálum efnir til opins kaffi-
fundar fóstudagskvöldið 26. febrúar
kl. 20 í Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði,
4. hæð.
Umræðuefni er mikilvægi þess að
auka hlut kvenna á Alþingi og staða
kvenna í kjördæminu. Allir vel-
komnir.
SKRIFAÐ undir fjárniögnunaisarnkomulag vegna byggingar hót-
elsins, f.v. Sigurlína Þórðardóttir og Friðgeir Baldursson, frá
Landsbankanum, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður hótelstjórn-
ar, Tryggvi Guðmundsson frá Icelandair Hotels og Eiríkur Ágústs-
son, í stjórn hótelsins.
kvæmda og einnig endurfjár-
mögnun eldri Iána.
Endurnýjun herbergja
lýkur í apríl
Arkitektar að nýbyggingu eru
Hjördís Sigurgísladóttir og
Dennis Jóhannsson, en Skúli
Norðdal teiknaði herbergin. Guð-
björg Magnúsdóttir innanhúss-
arkitekt er að vinna að nýbygg-
ingu og endurnýjun. Nesey hf.í
Gnúpveijahreppi sér um jarð-
vinnu, en JÁ verktakar hf. á Sel-
fossi um uppsteypu hússins. Yms-
ir aðrir verktakar koma að bygg-
Kirkjukór í
æfingabúðum
Eyja- og Miklaholtshreppi -
Kirkjukór Stykkishólmskirkju
notaði sfðastliðna helgi til þess
að þjálfa raddböndin frá morgni
til kvölds. Farið var í æfinga-
búðir í Laugargerðisskóla á
Snæfellsnesi, þar sem kórfélag-
ar, undir sljórn Sigrúnar Jóns-
dóttur kórstjóra, undu sér við
sálmasöng og fagra tóna.
ingunni, ýmist með útboðum eða
samningum.
Áætlað er að endurnýjun her-
bergja ljúki í apríl, en ölium
framkvæmdum um mitt sumar á
þessu ári og hefur verið bókað í
hótelið frá 1. júlí. Hótelið hefur
verið leigt til Flugleiðahótela hf.
sem mun sjá um rekstur hótels-
ins og verður það einn hlekkur í
keðjunni sem markaðssett er
undir nafninu „Icelandair Hot-
els“. Hótelstjóri hefur verið ráðin
Edda Bjarnadóttir en yfirmat-
reiðslumaður verður Hermann
Isidórsson.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
FRÁ afhendingu gjafanna. Frá vinstri: Guðbjörg Ósk Jónsdóttir, for-
maður Líknar, Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri, Lea Oddsdóttir, for-
stöðumaður Hraunbúða, Sigurlaug Birna, dóttir Leu og Valmundur
Valmundsson, frá Sjómannadagsráði.
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elisdottu-
Ellert B. Schram
forseti ÍSÍ
„ Verstur er þó hlutur öryrkj-
anna, sem aldrei hafa beðið
um sina örorku en eru háðir
þeim smánarskammti sem
hrekkur af borðum allsnægt-
arinnar."
Október 1998.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
FRÁ framkvæmdum við bygg-
ingu nýja hótelsins á Flúðum.
Endurnýjun
og uppbygg-
ing á Hóteli
Flúðum
Syðra-Langholti - Nú er verið að
endurbyggja Hótel Flúðir, sem
starfrækt hefur verið allt árið
sem Edduhótel. Verið er að end-
urnýja þau herbergi sem fyrir
eru og bæta átta nýjum við. Auk
þess er verið að byggja við hótel-
ið, þar verður gestamóttaka,
ásamt fundarsölum, eldhúsi og
aðstöðu fyrir starfsfólk.
Að loknum þessum endurbót-
um verður hótelið 32 herbergi
ásamt 80 manna veitingasal, hin
glæsilegasta bygging á einni hæð
og allt innangengt. Fram til
þessa hefur veitingasala á liótel-
inu verið í félagsheimilinu og í
skólanum. Áætlaður byggingar-
kostnaður er 95 milljónir króna.
Helstu hluthafar hótelsins eru
Flugleiðahótel hf., Hrunamanna-
hreppur, Atvinnuþróunarsjóður
Suðurlands, með beinum eða
óbeinum hætti og Búnaðarfélag
Hrunamanna ásamt fjölda ein-
staklinga og félaga sem eru aðil-
ar að hótelinu frá fyrri tíð. Skrif-
að hefur verið undir samning við
Landsbanka íslands á Selfossi
um fjármögnun þessara fram-
LYNGVIK
Fasteignasala - Síðumúla 33 ÍL.
sími 588 9490
KAMBASEL RAÐHUS Nýkom-
ið í sölu sérlega vel byggt og vandað
250 fm raðhús. Húsið stendur við
opið svæði. 5 svefnherbergi. Stórt
furuklætt baðstofuloft sem nýta má
sem tómstundar- eða vinnuaðstöðu.
Áhv. 4,0 m. (byggsj. og húsbréf). V.
14,7 m. (81014)
SOGAVEGUR PARHUS Ný
komið í sölu 135 fm parhús. Húsið er
timburhús á steyptum grunni. Eignin
þarfnast lagtæringar. Tvær ibúðir eru í
húsinu. V. 11,2 m. (91015)
EYJABAKKI 4RA Nýkomin í sölu
mjög falleg og vönduð 113 fm íbúð á
2. hæð. Parket. Gestasnyrting. Þessi
eign selst hratt. V. 7,6 m. (41016)
STELKSHÓLAR 4RA + BÍL-
SKÚR Nýkomin í sölu u.þ.b. 90 fm
íbúð á 2. hæð ásamt 21 fm bílskúr.
Nýleg eldhúsinnrétting. Parket. Áhv.
4,2 m. (húsbréf 5,1% vextir). V. 8,3
m. (4699)
JÖKLAFOLD 2JA Nýkomin i sölu
nýleg 60 fm íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýl-
ishúsi. Frábær staðsetning. Áhv. 3,6 m.
byggsj. og 0,6 m. húsbréf. V. 6,3 m.
(3995).