Morgunblaðið - 25.02.1999, Side 19

Morgunblaðið - 25.02.1999, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 19 NEYTENDUR Morgunblaðið/Kristinn EIGENDUR Sjálfvals eru þau Einar Skagfjörð og Erla Sveinsdóttir. Með þeim á myndinni er matreiðslumaðurinn Guðni Kristmundsson. Nýtt Veitingastaður opnaður í Fjarðarkaupum Spurt og svarað um neytendamál Nýfallinn snjór skerpir liti teppanna NYLEGA var opnaður veitinga- staður inni í versluninni Fjarðar- kaupum í Hafnarfirði sem ber heit- ið Sjálfval - 5 réttir. Það eru hjónin Einar Skagfjörð og Erla Sveins- dóttir sem reka staðinn. „Við höfum komið nálægt svipuð- um rekstri áður þar sem við höfum nú í yfir tíu ár rekið Grillið sem sel- ur í verslanir ýmiskonar salöt og pastarétti. Upphafið að Grillinu var pítsugerð og ein tegund af hrásalati. I dag eru salattegundirnar orðnar 15, 8-10 pastaréttir fyrir salatbari ásamt grænmetisvinnslu,“ segir Erla. Eins og nafn staðarins ber með sér er boðið upp á að minnsta kosti fimm heita rétti á veitingastaðnum, ýmist fisk- og kjötrétti og auk hefðbundins heimilismatar er þar gjarnan að finna ítalska rétti og austurlenska. Þá er boðið upp á kaffi og heimabakaðar kökur og á fimmtudögum og fóstudögum er kaffíhlaðborð. Þau segja að viðtökurnar hafi verið góðar. „Við fáum til okkar um hundrað manns í mat í hádeginu og það er framar björtustu vonum svona strax í upphafi. Þetta er að- allega fólk í vinnu sem hefur verið að koma til okkar og síðan er það fjölskyldufólk sem borðar hjá okk- ur á föstudagskvöldum og kemur í kaffí.“ Gestir geta bæði borðað á staðn- um eða tekið matinn með sér. Hægt er að kaupa tilboð kokksins hverju sinni en sá réttur kostar 490 krónur. Þeir sem vilja geta keypt eftir vikt og þá er kílóið selt á 950 krónur. Þá er fólki boðið að velja sér af hlaðborði fyrir 790 krónur. Auk heitra rétta sem eru á boðstól- um er innifalin súpa, salat og drykkur. Kaffihlaðborðið kostar 590 krónur. HVERNIG á að hreinsa handofin austurlensk teppi? Er óæskilegt að ryksuga þau? Svar: Við ráðleggjum fólki að leita sérfræðiaðstoðar ef þarf að hreinsa teppin en bendum á ýmsar leiðir hvað varðar almenna um- hirðu teppanna", segir Sigurður Sigurðsson hjá Persíu. „Við bendum okkar viðskiptavin- um á að viðra handofin ullarteppi reglulega. Þegar nýfallin þurr snjór er yfir jörðu er síðan upplagt að velta ullarteppunum uppúr snjónum og banka þau. Við það er eins og litirnir skerpist og teppin verða fallegri. Þegar hreinsa á bletti úr handofnum mottum þarf að fara gætilega. Best er að reyna að vinna á blettum með vatni og þurrká það upp með pappírsþurrku eða bómullarklút en ekki nudda. Ef slíkar aðferðir duga ekki þá höfum við mælt með notkun grænsápu- blöndu því kemísk efni innihalda stundum bleikingarefni og eiga til að upplita teppin." Ami Svavarsson hjá Skúfi teppa- hreinsun segist byi-ja á því að ryk- suga teppin varlega þegar komið er með þau til hans. Hann notar helst mjög þunna blöndu af grænsápu við hreinsunina. Ámi hreinsar teppinn lóðrétt á vegg. Hann segir ekki gott að bleyta undirlagið ef um striga- grind er að ræða og því þarf að fara varlega í að ýfa teppið þegar sápan á að vinna á óhreinindum. Að lokum skolar hann teppin með þunnri blöndu af edikvatni. Sú blanda segir hann að skerpi og festi litinn. Hann segir nauðsynlegt að fara varlega í að ryksuga teppin. „Oft þola teppin illa ryksugun og það er miklu betra ráð að viðra teppin reglulega og hrista þau þá vel. - hér eru gæði á ferðinni Honda á íslandi • Vatnagörðum 24 • Simi 520 I 100 Opið virka daga kl.9-18 og kl. 12-16 á laugardögum Nýtt ár opnar þér nýjar leiðir. Þá borgar sig að velja sér farartæki sem gerir allar leiðir færar. Honda CR-V er vel búinn og sprækur sportjeppi á mjög hagstæðu verði sem gerir hann að hinum ákjósanlegasta ferðafélaga. Á þessu ári skalt þú setja þér háleitari markmið en nokkru sinni fyrr og ná þeim með nýjum Honda CR-V. i nnn Ur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.