Morgunblaðið - 25.02.1999, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Trefjar ehf. í Hafnarfírði hafa samið um sölu á um 50 trefjaplastbátum
Bátur á hálfs
mánaðar fresti
Mjög mikil sala er á trefjaplastbátum hjá Trefj-
um ehf. í Hafnarfírði og er um 18 mánaða bið eft-
ir bátum þó skipulagið geri ráð fyrir að bátur sé
afhentur á 10 vinnudaga fresti. Steinþór Guð-
bjartsson skoðaði verksmiðjuna, kynnti sér fram-
leiðsluna og ræddi við Högna Bergþórsson,
tæknilegan framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
TREFJAR ehf. hefur samið um sölu
á um 50 trefjaplastbátum á þessu ári
og fram yfír mitt næsta ár. Unnið er
við átta báta í einu og gengur skipu-
lagið út á það að afhenda bát á 10
vinnudaga fresti. Fyrirtækið fram-
leiðir þrjár stærðir og er mest selt af
6 tonna bátum og þá einkum innan-
lands en 10 og 12 tonna bátar hafa
aðallega verið seldir til útlanda.
Grunnverð ódýrustu tegundarinnar
er frá 10,5 milljónum króna fyrir bát
með haffærisskírteini og því ljóst að
um mikla veltu er að ræða.
Hófst með kaupum
á Cleopatra Cruises
Fyrirtækið er 22 ára gamalt, en
keypti bátagerðina Skel hf. 1979 og
hóf framleiðslu trillubáta undn- nafn-
inu Skel. 1994 keypti það breska fyr-
irtækið Cleopatra Cruises og í fram-
haldi hófst framleiðsla á umræddum
trefjaplastbátum.
„Breska fyrirtækið var þekkt í
skemmtibátaiðnaðinum og því var
ákveðið að halda nafninu á fískibát-
unum sem við höfðum hannað,“ sagði
Högni Bergþórsson, tæknilegur
framkvæmdastjóri Trefja, í samtali
við Verið, en bætti við að auðvelt
væri acl breyta bátunum í skemmti-
báta. „Á síðasta ári fórum við í um-
fangsmikla markaðssetningu í Evr-
ópu með sjö Öðrum fyrirtælgum. Að-
stoð frá Útflutningsráði og Nýsköp-
unarsjóði gerði það mögulegt og
metum við stuðninginn mjög mikils.
Skipið Vaya Con Dios af gerðinni
Cleopatra 33 var á ferðinni frá mars
fram í desember en við byrjuðum í
Belgíu og þaðan var siglt til Portú-
gals þar sem skipið var hluti af þjóð-
arbás íslands á Expósýningunni.
Þaðan var strandlengja Evrópu
þrædd og báturinn sýndur á um það
bil 50 stöðum en við tókum einnig
þátt í NorFish-sýningunni í Þránd-
heimi í Noregi í ágúst. Við fengum
Guðmund Kristjánsson, markaðs-
stjóra hjá Útflutningsráði, til að
sigla skipinu en við skipulögðum
ferðina í samráði við DNG Sjóvélar
og Borgarplast. Umboðsmenn þeirra
í Evrópu sáu um skipulagningu hver
á sínu svæði, völdu líklégustu hafn-
irnar og sáu um undirbúning sýn-
inga. Ferðin fékk mjög mikla um-
fjöllun og hafði mikU áhrif sem sést
best á sölunni og fyrirspurnunum."
Byijaði í Argentínu
Högni sagði að innanlands væri
mesta salan í 28 feta bátunum en
hinar stærðirnar, 33 feta (10 tonna)
og 38 feta (12 tonna), hefðu verið
kynntar erlendis. „Við höfum kynnt
bátana vel í Portúgal og á Bret-
landseyjum og finnum að við erum
með vöru sem hentar vel í Noregi þó
við höfum ekki selt þar ennþá. Þá
hafa verið fyrirspurnir frá Suður-
Ameríku, Rússlandi og fleiri löndum
en salan á Cleopatra bátunum hófst
með sölu sex 10 tonna báta til Ar-
gentínu 1997. Við smíðuðum þessa
báta á 100 dögum og höfum fylgst
mjög vel með þeim síðan en íslenskir
skipstjórar fóru með til Argentínu
og kenndu heimamönnum á bátana.
Það er mikilvægt atriði sem við
leggjum mikið upp úr alls staðar þar
sem við seljum."
Ekki ber mikið á fyrirtækinu í
Hafnarfírði en húsnæði þess er um
6.000 fermetrar auk um 15.000 fer-
metra útisvæðis. Framleiðsla smá-
bátanna er viðamest en gerð bað-
kara og sturtubotna úr akrýlplasti
kemur þar á eftir. „Fyrirtækið fram-
leiðir margar vörur og vöxturinn er
mikill en unnið er að aukinni deilda-
skiptingu því við höfum fullan hug á
að hafa eggin áfram í mörgum körf-
um. Við viljum ekki að meiri báta-
framleiðsla komi niður á annarri
framleiðslu. Skipulagningin gengur
út á að afhenda bát á 10 vinnudaga
fresti en við viljum auka þá fram-
leiðslugetu.“
Þegar gengið er um framleiðslu-
svæðið má m.a. sjá lítinn sex-æring.
„Þetta er hálfgert gæluverkefni hjá
okkur,“ sagði Högni. „Við seljum
þessa báta til Afríku og þeir eru al-
gjör bylting fyrir heimamenn. Þeir
HÖGNI Bergþórsson í sal fyrirtækisins þar sem framleiðsla bátanna fer fram. Morsunblaðlð/'Golli
Morgunblaðið/Golli
CLEOPATRA-báturinn Birta Dís VE 35 í Hafnarfjarðarhöfn. í lúkarnum er svefnrými fyrir þrjá fullvaxna
karlmenn auk eldunaraðstöðu.
eru á eintrjáningum, trjábolum sem
eru holaðir að innan, en þetta eru
eins og togarar í þeirra augum.“
Hittir í mark
Högni sagðist telja að ekki væri
völ á betri smábáti í þessum flokki.
„Salan sýnir að Cleopatra 28 er það
sem markaðurinn vill en vai'la er
gerður stálbátur í þessum stærðar-
flokki. Þetta er nýr bátur sem hittir í
mark en þegar komið er í 10 tonna
bát er um kvótabáta að ræða og er
sá markaður miklu minni fyrir okkur
hér heima. Það er líka ástæðan fyrir
því að við erum á fullu erlendis.
Sveiflurnar á markaðnum innan-
lands eru svo miklar að ekki er hægt
að byggja á honum. Hérna er þetta
þannig að menn eru yfirleitt að end-
urnýja gamlan bát og fá stærri og
hraðskreiðari bát í staðinn en er-
lendis eru menn í mörgum tilvikum
bara að fá sér nýjan bát.“
Þó stefnt sé að því að afhenda bát
á 10 vinnudaga fresti sagði Högni að
heildarframleiðslutími báts væri
mun lengri eða um þrír mánuðir.
„Samsvarandi tími vegna Cleopatra
38 er um fjórir mánuðir."
Hann sagði að eftirspurnin kæmi
ekki á óvart. „Við finnum það erlend-
is að við enim með góða vöru sem
uppfyllir þa fír sjómanna betur. Bát-
urinn gengm' hraf í., ber mikinn afla
miðað við stærð og virðist henta
markaðnum mjög vel. Við höfum selt
þessa báta búna fyrir línu og hand-
færi í samstarfi við DNG, en slíkar
veiðar eru mjög í tísku því um er að
ræða umhverfisvænar veiðar. Víða fá
menn með svona báta að veiða alls
staðar ólíkt tog- eða netaveiðum þar
sem algengt er að lokað sé fyrir slík-
ar veiðar á stórum svæðum. Sjó-
hæfni, kraftur og hraði eru einkunn-
arorð Cleopatra báta og þau segja
meira en mörg orð.“
Hampiðjutrolhn reynast vel
við Alaska og Nýja-Sj*áland
GÓÐUR árangur hefur náðst með
tvær gerðir trolla frá Hampiðjunni
við veiðar í öðrum heimsálfum að
undanfórnu. Craig Jensen, skipstjóri
á togaranum Doninator, aflaði 5.000
tonna af alaskaufsa í Gloriu 928 á
tveimur mánuðum og John Linton
hefur notað Champion-troll frá
Hampiðjunni með góðum árangri við
búraveiðar við Nýja-Sjáland. Þessar
upplýsingar koma fram í nýjasta
fréttabréfi Hampiðjunnar, Pokahorn-
inu, sem nú er að koma út.
„Við notuðum Champion-trollið al-
veg frá byrjun í þessum túr,“ segir
John Linton, skipstjóri á Amaltal Ex-
plorer, í samtali við Pokahornið. „Við
notuðum það bæði á nokkuð sléttum
botni og á hólafískirí, við veiðar á
búra og „oreo dory“. Trollið fiskaði
vel og alveg til samræmis við það sem
Aflaði 5.000
tonna á tveimur
mánuðum
við sáum á höfuðlínusónarnum.
Champion-trollið er eins og límt við
botninn sem skilar sér vel þegar
dregið er á mishæðóttum botni. Við
þurftum ekki að nota togspilin eins
mikið til að stjórna opnuninni á troll-
inu. Það kom jafnvel fyrir að ég
keyrði höfuðlínuhæð niður í einn
metra þegar trollið skreið upp úr
lægð án þess að festa og ekki þurfti
að bæta neitt um borð.
I stuttu máli er ég mjög ánægður
með trollið. Það stendur alveg fyrir
sínu, veiðarfærakostnaður hefur
minnkað og auðvelt er að bæta,
þannig að tafir eru í lágmarki,“ segir
Linton.
Craig Jensen er skipstjóri á Dom-
inator, 38 metra skuttogara. Hann
leggur upp hjá Trident Seafood á
Akutan í Alaska. Vertíðin sl. haust
var talin léleg. Miðað við þær aðstæð-
ur gekk mjög vel hjá Craig en hann
fiskaði um 5 þúsund tonn á tæpum
tveimur mánuðum og var skipið eitt
það aflahæsta í sínum flokki. Líklega
hefur hann verið um 40 daga á sjó.
Craig Jensen segir í samtali við
Pokahornið að fyrir það fyrsta líki
strákunum virkilega vel við trollið.
„Þetta er einfalt og gott troll. Lítið
ánetjast í það og auðvelt er að vinna
með það. Ef einhver fiskur var á slóð-
inni þá tók trollið hann. Þetta er besta
troll sem ég hef notað þegar lóðar við
botn,“ segir Jensen.
AMALTAL Explorer með gott hal á dekkinu