Morgunblaðið - 25.02.1999, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Rússar fagna áfangasamning,i í Kosovo-friðarviðræðunum
Kambouiliet, Belgrad. Reuters,
The Daily Telegraph.
Segja rússn-
eska ráðsnilld
hafa sigrað
RUSSAR fögnuðu í gaar ákaft
áfangasamkomulaginu sem náðist í
Kosovo-friðarviðræðunum í Ram-
bouillet í Frakklandi í fyrradag.
Fulltrúar stjómvalda í Moskvu
lýstu þyí yfir að samningurinn
markaði sigur fyrir rússneska ráð-
snilld og gerðu jafnframt lítið úr
sáttasemjurum Bandaríkjanna,
sögðu þá smátt og smátt hafa látið
sannfærast af rökum Rússa þess
efnis að hótanir um loftárásir á Ser-
bíu væru til óþurftar.
Serbar voru einnig sagðir fagna
niðurstöðunni en í þeirra augum
tókst Slobodan Milosevic, forseta
Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu
og Svartfjallalands, að koma í veg
fyrir loftárásir NATO án þess þó að
hafa gefið mikið eftir. „Niðurstöður
þessara viðræðna eru afar jákvæðar
fyrir Milosevic. Hann stóð fastur
fyrir og sagði „nei“ við tillögum
vesturveldanna en samt þarf hann
ekki að þola loftárásir eins og hafði
verið hótað,“ sagði heimildarmaður
The Daily Telegraph í Belgrad.
Fulltrúar Tengslahópsins lögðu
áherslu á að vopnahlé yrði að gilda í
Kosovo og að deilendur mættu síð-
an aftur til viðræðna 15. mars til að
leiða samningaviðræðumar til
lykta. í máli fréttaskýrenda í gær
mátti hins vegar greina efa um að
þetta tækist.
Samkomulag um ekki neitt?
Fréttaskýrendur vom flestir sam-
mála um að árangur úr viðræðunum
væri heldur rýr. Þrátt fyrir að vest-
urveldin hefðu framlengt upphafleg-
an frest, sem deilendum hafði verið
gefinn til að semja um frið, tókst
ekki að ráða málum til lykta og þótt
fulltrúar Tengslahópsins svokallaða
fullyrtu að áfangasamkomulagi
hefði verið náð þykir ljóst að enn á í
raun eftir að leysa erfiðustu ágrein-
ingsefnin. Serbar neita t.d. enn að
sætta sig við erlent herlið í Kosovo,
sem vesturveldin vilja að standi vörð
um frið, og ólíklegt er talið að Frels-
isher Kosovo (UCK, sem gengur
undir nafninu KLA á ensku) muni
afvopnast eins og þó er gerð krafa
um í samkomulaginu.
Jafnframt hafa Serbar krafist
þess að þótt Kosovo-Albanar hljóti
sjálfstjórn þá sé tryggt að Kosovo
verði áfram aðeins hérað í Serbíu en
ekki fullvalda ríki innan ríkjasam-
bands Júgóslavíu. Vilja þeir aukin-
heldur að í endanlegu samkomulagi
verði útilokaður sá möguleiki að
Kosovo hljóti sjálfstæði á næstu ár-
um. A sama hátt er óvíst hvort
UCK mun sætta sig við að gefa
draum sinn um sjálfstæði Kosovo
upp á bátinn.
Því er spáð að á næstu dögum
muni leiðtogar hófsamra Kosovo-
Albana og fulltrúar UCK deila hart
innbyrðis um samkomulagið. Þeir
fyrrnefndu munu sjá það sem skref
í átt að sjálfstæði en hinir síðar-
nefndu hafa hins vegar ávallt neitað
öllum málamiðlunum og gáfu yfir-
lýsingar Adems Demacis, eins
helsta leiðtoga UCK, í íyrrakvöld
ekki til kynna að breyting yrði á af-
stöðu þeirra.
Jack Straw, innanríkisráðherra Bretlands, segir dómskerfíð hafa brugðist
„Stofnanabundið kynþátta-
hatur og fagleg vanhæfni44
Lundúnir. The Daily Telegraph.
UMDEILD skýrsla um rannsókn
Lundúnalögreglunnar á morði
Stephens Lawrences, svarts ung-
lingspilts sem myrtur var árið 1993,
var birt í gær. Skýrslan er mjög
gagnrýnin á starfsaðferðir Lund-
únalögreglunnar og er fullyrt að
innan lögreglunnar sé um „stofn-
anabundið kynþáttahatur" að ræða.
Jaek Straw, innanríkisráðherra
Bretlands, sagði í kjölfar birtingar-
innar: „Grundvallarmistök eyði-
lögðu rannsóknina sem ekki er
hægt að afsaka". Lýsti hann einnig
yfir fullum stuðningi við Sir Paul
Condon, lögreglustjóra Lundúna-
lögreglunnar, sem undanfarið hefur
verið undir miklum þrýstingi að
segja af sér vegna málsins. Innihald
skýrslunnar olli gríðai’legum úlfa-
þyt í breskum fjölmiðlum, í kjölfar
lögbanns á útgáfu Daily Telegraph
á sunnudag, en blaðið hugðist birta
útdrátt úr skýrslunni. Hefur Jack
Straw legið undir miklu ámæli
vegna málsins.
I skýrslunni kemst höfundurinn
að þeirri niðurstöðu að „kynþátta-
Reuters
BRESKUR lögreglumaður á vakt fyrir utan Downing-stræti 10.
hatur og fagleg vanhæfni" sé meg-
inástæðan fyrir bágum vinnubrögð-
um lögreglunnar í Lawrence-málinu
sem hafi leitt til þess að fimm hvítir
menn, sem sterklega eru grunaðir
um morðið á Stephen Lawrence,
hafi ekki verið dæmdir sekir.
Skýrslan, sem beðið hefur verið
með eftirvæntingu mælir með um
70 úrbótum á starfsaðferðum lög-
reglunnar og breska dómskerfisins
svo fyrir kynþáttahatur megi kom-
ast. Skýrsluhöfundur leggur til að
sérstakar nefndir geti farið fram á
brottvikningu lögreglumanna sem
gerist sekir um kynþáttahatur.
Mælist hann til að ekki verði liðin
nein frávik frá reglunni.
Sir Paul Condon, lögreglustjóri
Lundúnalögreglunnar, bað, á
fréttamannfundi í gær, fjölskyldu
Stephens Lawrences innilega afsök-
unar á mistökum sem lögreglan
beri ábyrgð á. Sagðist hann sam-
þykkja að „stofnanabundið kyn-
þáttahatur" væri innan lögreglunn-
ar og að það yrði að uppræta með
öllum tiltækum ráðum.
Dómur Hæstaréttar Dana um stjórnarskrárbrot þingsins
Niðurstöðunni tekið með
auðmýkt og virðingu
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
„DOMUR Hæstaréttar er sögulegur og full-
komlega skýr og eindrægur fyrir okkur. Eg álít
að allir þingmenn eigi að lesa hann mjög vand-
lega,“ sagði Poul Nyrup Rasmussen forsætis-
ráðherra Dana er hann eftir fjögurra daga um-
hugsun rauf þögnina um nýlegan dóm í Hæsta-
rétti Dana er gekk gegn lögum, sem þingið setti
1996. Lögunum var beint gegn skólum Tvind-
samtakanna, sem eru gagnrýnd fyrir heilaþvott
og vafasöm vinnubrögð.
Viðbrögð Nyrups eru einkennandi fyrir við-
brögð danskra stjómmálamanna við dómunum,
en þau hafa einkennst af auðmýkt og virðingu
fyrir Hæstarétti. Jafnframt deila menn um hver
beri ábyrgðina á að lög, er dæmd voru stríða
gegn stjómarskránni, skyldu fara í gegnum
þingið. Niðurstaðan er almennt að þingið verði
að vera sjálfstæðara gagnvart stjóminni í
ákvörðunum sínum og taka ekki skoðanir henn-
ar góðar og gildar athugunarlaust.
Þó Nyrup væri auðmjúkur í garð Hæstarétt-
ar var hann hins vegar gagnrýninn á þá þing-
Þmgmenn hvattir til aö
fylgja eigin samvisku í
stað flokksaga
menn, sem í umræðunum undanfama daga hafa
reynt að þoka ábyrgðinni af löggjafarsamkund-
unni yfir á embættismenn dómsmálaráðuneytis-
ins. Nyrup benti eindregið á að embættismenn-
irnir væru aðeins ráðunautar og minnti á að þeir
hefðu í raun bent á, að hinar umræddu laga-
breytingar væm umdeilanlegar. „Stjómin og
Þjóðþingið bera skýra ábyrgð, sem ekki er hægt
að koma yfir á nokkum embættismann," sagði
Nymp. „Við stjómmálamennirnir vissum fullvel
hvað við voram að gera.“
Ymsar hugmyndir hafa komið fram um það
hvemig eigi að bregðast við niðurstöðum dóms-
ins. Nyrap sagði hins vegar að dómurinn sýndi
að kerfið væri gott eins og það væri. Hæstirétt-
ur væri sjálfstæður gagnvart löggjafarvaldi og
framkvæmdavaldi og sýndi með dómi sínum að
hann væri fyllilega fær um að standa við það
sjálfstæði.
Dómurinn brýning
til þingmanna
Dómurinn hefur einnig þótt mikil brýning til
þingmanna um að halda sjálfstæði sínu gagn-
vart stjórninni og taka ekki allt gott og gilt sem
þaðan komi, heldur með gagnrýnu hugarfari.
Minnt hefur verið á að þingið hafi sjálfstæðu
hlutverki að gegna, sem brýnt sé að það taki al-
varlega.
I áðurnefndu máli vora það einungis fáir
þingmenn, sem tóku sjálfstæða og gagnrýna af-
stöðu, meðan flestir fylgdu flokkslínunum og
þeirri almennu andúð, sem er í Danmörku á
Tvind-samtökunum. Málið þykir því einnig
áminning um, að þótt flokkarnir leggi í mörgum
málum þrýsting á þingmenn sína, eigi þeir fyrst
og fremst að fylgja eigin samvisku og skoðun-
um, ekki flokksaga.
14 falla
í óeirðum
í Indónesíu
TALIÐ er að 14 manns hafi
fallið í óeirðum í Indónesíu í
gær á milli hópa kristinna
manna og múslíma. Hermenn
skutu á mannfjöldann, sem
barðist með sveðjum, bensín-
sprengjum og bogum og örv-
um. Senda þurfti hersveitir til
borgarinnar Ambon til þess að
stilla til friðar. í Jakarta gi’ipu
stúdentar til mótmælaaðgerða
gegn stjórnvöldum eftir
tveggja mánaða hlé. Oku 800
námsmenn um höfuðborgina í
jeppum og langferðabifreiðum
og kröfðust þess að B.J. Ha-
bibie forseti segði af sér og
skipaði bráðabirgðastjórn þar
til gengið verður til kosninga í
landinu 7. júní nk.
Nýr ráðherra
yfír írönsku
leyniþjón-
ustuna
ÍRANSKA þingið hefur stað-
fest tilnefningu Mohammads
Khatami forseta um nýjan ráð-
herra leyniþjónustumála. Áður
en gengið var til atkvæða sagði
Khatami að leyniþjónustan
ætti að þjóna lýðræðinu og
frelsinu, en ekki taka sér
dómsvald og jafnvel vald böð-
ulsins. Hinn nýi ráðherra, Ali
Yunesi, hefur heitið því að
færa starfsemi leyniþjónust-
unnar til nútímalegra horfs í
takt við stefnu forsetans, sem
boðar lýðræðislegri stjómar-
hætti í Iran.
Talebanar
hitta bin Lad-
en að máli
FULLTRÚAR stjórnar tale-
bana í Afganistan hittu Osama
bin Laden, sem er eftirlýstur
fyrir sprengjutilræði við
bandarísk sendiráð í A-Afríku,
að máli nýverið að því er dag-
blaðið al-Hayat greindi frá.
Fundurinn er talinn merki um
betri samskipti bin Ladens og
talebana en stirt hefur verið á
milli þeirra að undanförnu.
Dagblaðið USA Today
greindi frá því í gær að leyni-
þjónustu Bandaríkjanna hefði
tekist frá því í september sl. að
koma í veg fyrir a.m.k. sjö til-
ræði sem bin Laden og menn
hans hefðu undirbúið gegn
stofnunum í eigu Bandaríkj-
anna á erlendri grandu.
Ræður frá
réttarhöldum
yfír Rauðu
kmerunum
HUN Sen, forsætisráðherra
Kambódíu, ítrekaði í gær þá
skoðun sína að ekki skyldi
draga höfuðpaura Rauðu
kmeranna fyrir dómstóla
vegna glæpa er framdir vora í
stjórnartíð þeirra, þ.s. slík
réttarhöld gætu stofnað friði
og stöðugleika í landinu í
hættu. Hun Sen er staddur í
Japan að beiðast alþjóðlegrar
fjárhagsaðstoðar, en stjórnir
ýmissa landa vilja ekki aðstoða
Kambódíu nema forystumenn
Rauðu kmeranna verði dregnir
fyrir rétt.