Morgunblaðið - 25.02.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.02.1999, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Sextán látnir og 29 saknað eftir snjóflóðið á austurríska Alpaþorpið Galtiir Sex manns sakn- að til viðbótar eft- ir nýtt snjóflóð Landeck. Reuters. STAÐFESTUR fjöldi látinna eftir snjóflóðið sem féll á austurríska skíðabæinn Galtiir á þriðjudag var í gær kominn í 16 manns og var 29 enn saknað. Síðdegis í gær féli nýtt snjóflóð, sem sagt var 200 m breitt og 10 m þykkt, á fjögur hús á milli bæjanna Galtiir og Ischgl og mun sex manns sem í þeim dvaldi vera saknað. Þremur var bjargað ómeiddum, að sögn lögreglustjór- ans á staðnum, en ein kona sem grafín var út fönninni var látin. Wendelin Weingartner, héraðs- stjóri Tíról, tilkynnti nýjustu töl- umar yfir látna og týnda í beinni út- sendingu í austurríska sjónvarpinu. Aðspurður, hvort satt væri að eng- inn hefði fundizt á lífi eftir að sér- þjálfað leitar- og björgunarlið kom til Galtúr snemma í gær, sagði Weingartner að það væri því miður reyndin. „En við vonumst þrátt fýr- ir það til að einhver kunni að vera á lífi í rústum húsanna," sagði hann. Austumískir fjölmiðlar greindu frá því að börn væru meðai hinna látnu sem og þeirra sem enn er saknað. Lögreglan sagði fólkið sem saknað er vera frá Þýzkalandi, Hollandi og Danmörku. Weingartner hafði áður skýrt frá því að 17 manns sem lentu í fyrra snjóflóðinu væru slasaðir, þar af sjö eða átta alvarlega. Bandaríkjaher sendi 10 herþyrlur frá herflugvelli í Giebelstadt í Þýzkalandi á vettvang í því skyni að hjálpa til við björgunarstörf. Þýzkar herþyrlur voru líka á leiðinni. Ekki var fullljóst um miðjan dag í gær hvort allir sem í Galtúr og nær- liggjandi vetrarorlofsstöðum dveldu yrðu fluttir á brott. Um 700 manns eru heimilisfastir í Galtúr og talið er að um 3.000 ferðamenn hafi verið þar þegar samgöngur til staðarins lömuðust vegna hinnar fádæma miklu snjókomu sem kyngt hefur yfir svæðið að undanfömu. Snjóflóðið á þriðjudag féll um kl. fjögur síðdegis, eða kl. þrjú að ís- lenzkum tíma. Það var um 5 m þykkt og plægði í gegn um þorpið af gífurlegum krafti. „Þetta var ekki snjór, þetta var eins og steypa,“ sagði hollenzkur ferðamaður í sjón- varpsviðtali. Viktor Klima, kanzlari Austurrik- is, flaug til Landeck í Tíról þaðan sem björgunaraðgerðum var stjórn- að. Hann sagði snjóflóðavarnir í Austurríki vera með því bezta sem þekktist en enginn hefði getað hindrað harmleikinn í Galtúr. Ástandið áfram slæmt í Sviss og Frakklandi í Sviss hækkaði staðfest tala lát- inna í snjóflóðum síðustu daga í níu í gær, þegar lík fjallabónda í Uri- sýslu var grafið úr rústum býlis hans. Svissneska lögi'eglan greindi frá því að leit stæði enn yfir að þremur frösnkum ferðamönnum, sem saknað er eftir snjóflóðið á skíðabæinn Evolene í Wallis-sýslu á sunnudag. Þar fórust að minnsta kosti sjö. Franska lögreglan sagði annan fjallgöngumannanna tveggja, sem bjargað var slösuðum úr Pýrenea- fjöllum, hafa látizt á sjúkrahúsi fá- einum tímum eftir að hann komst undir læknishendur. Maðurinn, sem var 26 ára, var í dái þegar hann fannst. Konan sem var með honum er 33 ára og var mikið kalin en er talin munu ná sér. Dramatísk tilraun til að finna með þyrlu þrjá aðra fjallaferða- menn, sem hafa hírzt í snjóhúsi í 3.000 m hæð í frönsku Ölpunum í meira en viku, brást hins vegar í gær. Snjóbyljir hafa dunið hver á fæt- ur öðrum á Vestur-Evrópu allan þennan mánuð, hlaðið upp meira fannfergi en elztu menn muna í Ölp- unum og valdið óvenjulegri snjó- flóðahrinu. Mannslífin nálgast nú sjötta tuginn, sem þetta vetrarríki hefur kostað, þar af um 20 í Frakk- landi. v Reuters I AUSTURRISKA vetrarorlofsbænuni Galtiir var í gær haldið áfram Ieit að fólki sem saknað er eftir snjóflóðið á þriðjudag. Annað snjóflóð féll á fjögur hús nærri bænum í gær. I • • Um 100.000 manns innilokaðir í fjallaþorpum í svissnesku Olpunum „Snjóflóða- hætta á aðal- götunni“ -segir Guðrún Berner-Vernharðsdóttir í bænum Göschenen úr Goms-dal í gær. Fólkið fékk læknisaðstoð og áfallahjálp þegar það lenti í þorpinu Fierz. Ferðamenn voru einnig fluttir með þyrlum frá Grindelwald. „Það mætti halda að ég byggi við flug- völl,“ sagði Anna Bima Fuhrer- Michelsen, sem býr á friðsömum stað við Interlaken á láglendinu fýr- ir neðan Grindelwald. „Þyrltu' eru stöðugt á ferð. Þeir sem vilja kom- ast frá Grindelwald verða að fylgj- ast með fréttum af ferðum í staðar- útvarpinu. Fólk hefur fengið númer og er flutt niður eftir þegar röðin kemur að því. Eg heyrði til dæmis áðan að númer 51 til 100 ættu að vera tilbúin eftir hádegi. En það getur breyst ef veðrið versnar og þyrlumar geta ekki flogið.“ Aka á eigin ábyrgð Flestir stærri vegir, sem eru lok- aðir, eru enn færir en snjóflóða- hættan við þá þykir of mikil til að hafa þá opna fyrir almenna umferð. ÞAÐ létti nægilega til í svissnesku Ölpunum fyrripartinn í gær til að unnt væri að flytja um 4.000 manns með þyrlum úr fjallaþorpum sem hafa verið einangruð í lengri eða skemmri tíma. Fjöldi fjallvega í öll- um hlutum landsins er ófær og leið- ir til þekktra ferðamannastaða eins og Davos, Kloster, Grindelwald, Adelboden og Zermatt eru lokaðar vegna snjóflóðahættu. Alls sitja um 100.000 manns föst í fjöllunum. Leitarmenn fundu í gær níunda fórnarlamb snjóflóðsins sem féll við bæinn Evolene í kantónunni Wallis á sunudag. Eins er enn leitað. Lík bónda sem fórst þegar snjóflóð lenti á húsi hans í kantónunni Uri á mánudag fannst einnig í gær. Hann hafði borist 300 metra með flóðinu. Ráðamenn í Goms-dal í kantón- unni Wallis lýstu yfir neyðarásatndi í gær. Þorpin þar eru nú vatns- og rafmagnslaus. Sex þyrlur, þar af þrjár af gerðinni Super Puma, voru til dæmis notaðar til að flytja 1304 Sr 1 jf? m i v i L1 LL Morgunblaðið/Guðrún Berner-Vernharðsdóttir. FRÁ Göschenen en þar mældist snjóhæðin 2,22 metrar í gær. Vöruflutningabílum hefur til dæmis verið hleypt upp í Grindelwald og Adelboden með matvæli. Bílstjór- arnir fara þó á eigin ábyrgð. Þeir aka með snjóflóðatæki um hálsinn svo að það sé auðveldara að finna þá ef þeir lenda í snjóflóði. Tækin gefa frá sér og lesa hljóðmerki og eru mikið notuð í Ölpunum. En vöru- flutningabílstjórar hafa ekki notað þau hingað til. Það er engin snjóflóðahætta þar sem Anna Birna býr. „Ég hef meiri áhyggjur af því þegar allur þessi snjór bráðnar. Það verður ekkert grín. Þá má búast við flóðbylgju í læknum sem rennur í gegnum bæ- inn.“ „Rosaleg vindhviða og hávaði“ Snjóflóðahættan er meiri í Göschenen, norðan við Gotthard- göngin, þar sem Guði'ún Berner- Vemharðsdóttir býr. Hún segist þó ekki vera hrædd. „Bærinn okkar er öruggur," sagði hún. Guðrún var að tala við tengda- móður sína í símann þegar snjóflóð féll við bæinn fyrr í þessari viku. „Þrýstingurinn var gífurlegur,“ sagði hún. „Það varð koldimmt eitt augnablik og símasambandið rofn- aði. Það kom rosaleg vindhviða og mikill hávaði. Snjórinn flæddi sem betur fer yfir óbyggt svæði og eng- um varð meint af. Það var búist við þessu snjóflóði og miklu fargi af okkur létt eftir að það féll.“ „Sjáum ekki annað en snjó“ Hraðbrautin upp til Göschenen hefur verið lokuð undanfarna daga. Hún er ein af helstu umferðaræðun- um milli Norðui'- og Suður-Evrópu „Aðalgatan í gegnum þorpið er einnig lokuð,“ sagði Guðrún. „Börn- in hafa verið í fríi vegna snjóflóð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.