Morgunblaðið - 25.02.1999, Síða 29

Morgunblaðið - 25.02.1999, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 29 LISTIR LITLI indíáninn Hiawatha var frumsköpun Charlies fyrir Disney. Chartie's pra&enmlan drawinfí of Bufgf Bunny FRUMSKISSA Charlies frá 1937 af Kalla kanínu fyrir Warner Brothers í Hollywood. Músin Sniffles, sem Charlie teiknaði fyrir Warner Brothers. CHARLIE Thorson var snillingur í þeim „krúttlega“ stfl sem kenndur er við Disney. BANGSADRENGURINN Punk- inhead. Ein vinsælasta barna- bókafígúran í Kanada á 6. ára- tugnum. Mjallhvítar og dverganna sjö, Litla indíánans Hiawatha, Elmers fíls og Oskarsverðlaunateiknimyndanna Gamla myllan og Frændinn úr sveitinni. í tveimur síðastnefndu myndunum mun Charlie hafa lagt til persónuhönnun flestra fígúranna sem þar birtast. Vandinn við að staðfesta höfundarverk Charlies stafar af því að hans er hvergi getið í höfundalista við myndirnar og hef- ur ekki fengist önnur skýring á því en sú að Walt Disney hafði þá stefnu að allt sem gert var í nafni hans var eign hans. íslensk fyrirmynd Mjallhvítar Charlie dró aldrei dul á andúð sína á Disney-fyrirtækinu og sagðist til að mynda vera höfundur persónu Mjallhvítar, fyrirmyndin hafí verið íslensk stúlka, Kristín Sölvadóttir, sem dvaldi um tíma í Winnipeg og Charlie varð heillaður af. Sagan um hina íslensku fyrirmynd Mjallhvítar Disneys hefur orðið býsna lífseig í STEFÁN Þórðarson og Sigríður Stefánsdóttir frá Ásakoti í Biskups- tungum í Winnipeg 1895. Fremstur drengjanna er Joe, þá Stephen, Charlie og John. íslendingabyggðum Kanada og verður varla endanlega skorið úr sannleiksgildi sögunnar úr þessu. Hæpið er þó að telja það fyrir áhrif Charlies að Disney-stíllinn varð allsráðandi þegar líða tók á fjórða áratuginn og aðrir framleiðendur gáfust upp á að halda í annars konar stfl; áhorfendur hreinlega höfnuðu honum. Áhrif Charlies voru fremur fólgin í því að hann kenndi mörgum í kringum sig hvernig teikna skyldi fígúrur í Disney-stílnum, enginn vai’ sagður betri í að teikna krúttlegar fígúrur en hann og sérstaklega var til þess tekið hvað honum tókst vel að teikna tilfinningaþrungin augu. Hjá Walt Disney var kjörorðið við sköpun teiknifígúra á þessum árum Hugsaðu um Krútt! (Think Cute!) og Krúttleiki (Cuteness) var leynt og ljóst stefna Disneys við gerð teiknimynda á 4. og 5. áratugnum. Charlie hélt krúttstílnum allt til loka ferils síns, og þótti á endanum gamaldags, önnur stflbrögð urðu of- aná þegar kom fram á 6. áratuginn. Keeko og Punkinhead Tími Charlies í veröld teiknimyndanna var í rauninni mjög stuttur, hann hóf störf hjá Disney 1934 og sjö árum síðar var hann hættur í bransanum, það sem eftir lifði starfsferils hans vann hann aðallega við myndskreytingar barnabóka og auglýsingagerð, fyrst í New York og síðar í Kanada. Þekktust slíkra bóka og margverð- launuð var sagan um indíánastrák- inn Keeko, en frá þessum tíma eru líka fígúrurnar Umferðarfíllinn El- mer sem hefur kennt kanadískum börnum umferðaiTeglurnar í nærri 50 ár og Punkinhead, bangsadreng- urinn sem varð gríðarlega vinsæll á sjötta áratugnum í Kanada. Jafn furðulegt og það nú er var Charlie Thorson ríkisfangslaus síðustu tutt- ugu ár ævi sinnar; hann hafði fengið KRISTIN Sölvadóttir sem Charlie sagði fyrirmyndina að Mjallhvít. tímabundinn bandarískan rík- isborgararétt til að fá atvinnuleyfí hjá Disney á sínum tíma, og þegar hann rann út var hann of stoltur til að sækja um kanadískan ríkisborg- ararétt að nýju. Þetta olli honum ómældum vandræðum því fyrir vik- ið gat hann ekki ferðast á milli Bandaríkjanna og Kanada, hann var hreinlega vegabréfslaus. Charles Thorson lést í Vancouver í Kanada 7. ágúst 1966 og lét eftir sig einn son, Stephen, sem býr í Winnipeg. Á legstein Charlies er letrað: Charles Gustav Thorson (Stefansson) 1890-1966. Here lies a Viking. Heimild: Cartoon Charlie eftir Gene Walsh. Great Plains Publications, Winnipeg, Manitoba, 1998.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.