Morgunblaðið - 25.02.1999, Síða 34

Morgunblaðið - 25.02.1999, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÐGERÐIR GEGN OFÞENSLU AÐGERÐIR Seðlabankans til að slá á þenslu í þjóðfélag- inu eru sjálfsagt nauðsynlegar svo langt, sem þær ná. Utlánaaukning lánastofnana á síðasta ári nam 31,2% og var mestur hluti aukningarinnar vegna endurlána erlends láns- fjár. Ráðstafanir Seðlabankans felast í því að hækka vexti um 0,4% í viðskiptum sínum við lánastofnanir. Auk þess hefur bankinn ákveðið að leggja lausafjárkvöð á þær og verður til- kynnt nánar um það næstu daga. Aðgerðirnar miða að því að hamla gegn miklum vexti innlendrar eftirspurnar, styrkja gjaldeyrisforðann, draga úr útlánaaukningu, svo og úr áhættu tengdri fjármögnun bankakerfisins. I tilkynningu bankans segir m.a.: „Við þau skilyrði, sem nú ríkja í þjóðarbúskapnum, sem einkennast af hárri nýt- ingu framleiðslugetu og litlu atvinnuleysi, gæti áframhald- andi mikill eftirspurnarvöxtur raskað þeim stöðugleika, sem hér hefur ríkt að undanförnu. Vöxtur peningastærða (svo!) og útlána gefur vísbendingu um undirliggjandi vöxt eftir- spurnar en kyndir um leið undir honum.“ Birgir Isleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, segir að að- gerðirnar séu fyrst og fremst varúðarráðstöfun til að auka aðhald í peningamálum, en ekki sé verið að bregðast við neinni stórhættu, sem Seðlabankinn sjái í augnablikinu. Hann hafi haldið uppi aðhaldssamri stefnu til að geta staðið við markmiðið um að halda verðbólgunni hér í skefjum og í þeim dúr, sem bankinn hafi stefnt að að hún yrði á þessu ári. A hinn bóginn stöndum við Islendingar frammi fyrir því, að tengslin á milli þess sem við gerum og þess sem gerist annars staðar eru orðin svo mikil, að ekki er hægt að horfa fram hjá því við aðgerðir af þessu tagi. Hvaða árangri hefur verið náð, ef vaxtahækkun Seðlabankans, og banka og spari- sjóða í kjölfarið, leiðir til þess að fyrirtæki taki í auknum mæli lán erlendis og gjaldeyrisinnstreymið af þeim sökum styrki gengi krónunnar, sem aftur leiði til vaxandi viðskipta- halla, þegar frá líður? Og hvaða áhrif hefur það, ef lausafjár- kvöðin, sem Seðlabankinn boðar, veikir samkeppnisstöðu ís- lenzku bankanna gagnvart erlendum og eykur þar með enn viðskipti við erlenda banka? Hver eru svör Seðlabankans við þessum athugasemdum, sem fram hafa komið hjá talsmönn- um og sérfræðingum bankanna? KOSO V O-VIÐRÆÐUM FRESTAÐ VIÐRÆÐUM um frið í Kosovo hefur nú verið frestað um þrjár vikur og enn ríkir mikil óvissa um hvort samkom- lag næst um framtíð héraðsins. Fagna ber því áfangasam- komulagi sem náðist á þriðjudag í Frakklandi þótt ljóst sé að enn fer því fjarri að friðurinn hafi verið tryggður. Til skamms tíma litið skiptir mestu að vopnahlé það sem Serbar og Kosovo-Albanir náðu samkomulagi um haldist. Hættan er sú að stríðandi fylkingar nýti það svigrúm sem nú hefur skapast í von um að geta bætt samningsstöðu sína. Til lengri tíma litið blasir við að það samkomulag sem nú liggur fyrir dugar hvergi eitt og sér til að koma í veg fyrir frekari átök í Kosovo. Þótt pólitísk markmið vesturveldanna og Rússa, sem miðlað hafa málum í deilunni, virðist flest hver ætla að verða að veruleika vekur áhyggjur að hernaðar- leg hlið málsins er enn óleyst. Serbar neita enn staðfastlega að heimila friðargæslusveitum að taka sér stöðu í Kosovo. Án slíks liðsafla er ólíklegt að samkomulag um frið haldist. Kosovo-Albanir sýndu mikla óbilgirni í viðræðunum og það var ekki fyrr en á síðustu stundu sem samningamenn þeirra gáfu eftir þá kröfu að kveðið yrði á um þjóðarat- kvæðagreiðslu um sjálfstæði Kosovo innan þriggja ára. Vit- að er að áköfustu þjóðernissinnarnir munu taka þessari eft- irgjöf þunglega. Reynist Kosovo-Albanir tilbúnir til að samþykkja fyrir- liggjandi samkomulagsdrög er ljóst að Serbar verða ein- angraðir í afstöðu sinni. Þeir munu því sæta vaxandi þrýst- ingi um að láta af andstöðu við að friðargæslulið verði sent til héraðsins. Að öðrum kosti vofa loftárásir NATO yfir Ser- bum til að þvinga þá til samkomulags. Næstu þrjár vikurnar munu að líkindum ráða úrslitum um framtíð Kosovo og þar með um stöðugleikann á þessu eld- fima svæði í austanverðri Evrópu. Skiptar skoðanir hjá bönkum og verðbréfafyrirtækjum i Nægir vart eii sér gegn þení Búnaðarbankinn hefur ákveðið að hækka óverðtryggða skulda- vexti og vexti Mark- aðsreiknings um 0,40 --------------7----- prósentustig. A fjár- málamarkaði heyrast efasemdaraddir um að aðgerðir Seðla- bankans í vaxtamálum dugi einar og sér til að hamla gegn þenslu og valda verulegri styrkingu krónunnar. Þá eru fyrirhugaðar reglur um lausafjár- skyldu umdeildar. ÚNAÐARBANKINN hef- ur ákveðið að hækka óverð- tryggða skuldavexti um 0,40 prósentustig frá og með næstu mánaðamótum í samræmi við vaxtahækkun Seðlabanka Islands. Jafnframt hækka vaxtakjör Mark- aðsreiknings um 0,40 prósentustig. I fréttatilkynningu frá Búnaðar- bankanum segir að fyrir liggi að vaxtamunur milli íslands og helstu viðskiptalanda hafí verið að aukast að undanförnu og sé nú, eftir vaxta- hækkun Seðlabankans, tæplega 4%. „Þetta er mesti munur milli inn- lendra og erlendra vaxta síðan fjár- magnsstreymi var gefið frjálst. Efna- hagslífíð ber nokkur einkenni þenslu og viðskiptahalli er töluverður. Við- skiptahallinn var 35 milljarðar á síð- asta ári og í ár er spáð miklum halla. Hallinn er meiri en svo að hann verði skýrður með tímabundnum áhrifum stóriðjuframkvæmda. Laun og kaup- máttur hafa hækkað meira hérlendis en í viðskiptalöndum. Verðbólga hef- ur hins vegar verið lítil, jafnvel minni en í þeim löndum sem við helst lítum tii og er hluti skýringarinnar hag- stæð gengisþróun. Gengi krónunnar hefur styrkst um 2,5% frá áramótum 1995-1996, á sama tíma og viðskipta- jöfnuður hefur farið frá því að vera jákvæður um þrjá milljarða á árinu 1995 í átta miiljarða halla á árunum 1996 og 1997 og síðan 35 milljarða halla á síðasta ári. Áætlaður hálli er einnig verulegur á þessu ári eins og áður sagði. Vaxtahækkunin nú styður við krónuna, en til lengri tíma litið verður ekki hjá því komist að ná jöfn- uði í utanríkisviðskiptum.“ Yfírlýstur tilgangur Búnaðarbank- ans með vaxtabreytingunum er að koma til móts við þá stefnu Seðlabankans að reyna að viðhalda stöðug- leikanum í efnahagslífinu og segist bankinn því kjósa að hækka útláns- vexti til samræmis við vaxtabreyting- ar Seðlabankans. „Jafnframt gerir bankinn að sinni ekki athugasemdir við væntanlegar lausafjárreglur, þar sem þær hvetja til ráðdeildar og var- kárni á markaði í anda þeirrar stefnu sem Búnaðarbankinn fylgir. Til lengri tíma litið vill bankinn hins veg- ar leggja áherslu á mikilvægi þess að íslenskum bönkum séu sköpuð þau skilyrði að þeir geti keppt á jafnrétt- isgrunni við erlenda banka. Mikil- vægt er að leikreglur á markaði og lagaumhverfi sé sambærilegt á ís- landi og í helstu viðskiptalöndum. Samkeppnisstaða íslenskra banka má ekki vera verri en erlendra keppi- nauta, vegna íþyngjandi reglna á inn- lendum markaði. Þetta á ekki síst við um lausafjár- og bindiskyldureglur Seðlabanka. Bankinn fylgist ávallt grannt með þróun verðlags, vaxtamála og láns- fjáreftirspurnar og byggir sínar vaxtaákvarðanir á aðstæðum hvers tíma, án þess þó að eltast við skamm- tímasveiflur. Bankinn kemur til með að fylgjast áfram með þróuninni á fjármagnsmarkaði og ef fram koma einhverjar þær breytingar, sem túlka má þannig að eðlilegt sé að endur- skoða vaxtakjör bankans, verðm- það skoðað hverju sinni,“ segir í fréttatil- kynningu Búnaðarbankans. Hamlar ein og sér ekki gegn þenslu Viðskiptastofa Landsbanka Is- lands hf. telur að hækkun Seðlabanka Islands á vöxtum í viðskiptum við lánastofnanir nægi ein og sér ekki til að hamla gegn þenslu hér á landi og muni tæplega valda verulegri styrk- ingu krónunnar. Rrónan muni þó að öðru jöfnu styrkjast til skamms tíma. Með þessari vaxtahækkun hafí Seðla- bankinn látið undan þrýstingi Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, sérfræðing- um OECD og sérfræð- ingum erlendra banka sem látið hafí í ljós þá skoðun að hækka beri skammtímavexti hér á landi til að koma í veg fyrir ofhitnun hagkerfisins. Viðskiptastofa Landsbankans bendir á það í markaðsyfirliti sínu í gær að til skamms tíma ætti gengi krónunnar að styrkjast vegna að- gerða Seðlabankans þar sem vaxta- munur sé nú orðinn tæp 4%. Fyrir- tæki, stofnanir og sveitarfélög muni auka enn við erlendar lántökur vegna þess vaxtahagi-æðis sem fylgi er- lendri fjármögnun umfram innlenda, og þessi þróun muni valda innstreymi á gjaldeyri og styðja við gengi krón- unnar. I öðru lagi ættu fjárfestar og fyrirtæki að líta á þessa vaxtahækk- un sem tækifæri til að opna skipta- samninga þar sem mótteknir séu inn- lendir vextir, annaðhvort verðtryggð- ir eða óverðtryggðir, en greiddir Li- bor-vextir, þ.e. millibankavextir í London. Opnun skiptasamninga styðji við gengi krónunnar þar sem um gjaldeyrisinnstreymi sé að ræða. Lánastofnunum séu þó takmörk sett við fjármögnun slíkra viðskipta, sér- staklega til skamms tíma. I markaðsyfírliti Landsbankans segir að ef fjárfestar hagnýti sér ekki mikinn vaxtamun sem nú blasi við mætti túlka þau viðbrögð sem minni tiltrú á íslensku krónunni. Því gæti það gerst að krónan styrkist ekki til skamms tíma. Vextir hér á landi séu nú í kringum 8% og það hljóti að telj- ast talsverður herkostnaður fyrir ís- lenskt hagkerfi að halda úti sjálf- stæðri mynt. „Til lengri tíma litið eru hins vegar talsverðar líkur á að gengi krónunnar veikist. Með auknum vaxtamun styrkist gengi krónunnar eins og bent er á hér að ofan. Innflutningur fer því vaxandi og viðskiptahallinn minnkar ekki á þessu ári, þvert á móti mun hann fara vaxandi. Til lengri tíma litið grefur mikill og við- varandi viðskiptahalli undan gengi krónunnar. Með styrkingu krónunn- ar tekst Seðlabankanum til skamms tíma að ná fram verðbólgumarkmið- um sínum, en sterk staða krónunnar veldur því að ódýr innflutningur streymir til landsins og hamlar gegn aukningu verðbólgu," segir í mark- aðsyfirlitinu. Lausafjárskyldan barn síns tíma Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort vextir verða hækkaðir hjá íslandsbanka en að sögn Vals Vals- sonar, bankastjóra Islandsbanka, verður ákvörðun tekin á næstunni. Valur segir vaxtahækkun á skamm- tímalánum ekki koma á óvart þar sem Seðlabankinn hefur um nokkurt skeið lýst áhyggjum af þenslu í efna- hagslífínu. Skammtímavextir banka og sparisjóða muni væntanlega hækka í kjölfarið í sama mæli. Gengi krónunn- ar gæti veikst til langs tíma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.