Morgunblaðið - 25.02.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 39
UMRÆÐAN
Afengisauglýsingar
og almannaheill
Bjórauglýsingar
vöktu töluverða athygli
þegar þær fóru að birt-
ast í innlendum fjölmiðl-
um sl. haust. Fram að
því höfðu menn ekki
velkst í vafa um að slík-
ar auglýsingar væru
bannaðar með lögum á
íslandi. Skyndilega
virtu innlendir bjór-
framleiðendur öll bönn
að vettugi og sögðu þau
brjóta í bága við önnur
lög um tjáningarfrelsi
og frjálsa samkeppni.
Nú er til meðferðar í
Hæstarétti mál um það
hvort ákvæði áfeng-
islaga um auglýsinga-
bann standist ákvæði stjómarskrár-
innar. A meðan úrskurðar er beðið er
ráð að rifja upp hvers vegna mörgum
hrýs hugur við afleiðingum þess að
leyfa áfengisauglýsingar.
Áhrif auglýsinga
Allir vita að auglýsingar hafa áhrif
og þess vegna verja þeir sem fram-
leiða og selja vöru ómældum
fjármunum til þeirra. Auglýsingar
hafa ekki síst áhrif á böm. Vart
talandi herma þau eftir auglýsingum
úr útvarpi og sjónvarpi án þess að
skilja þær. Börn era einmitt sá hópur
sem menn hafa mestar áhyggjur af í
sambandi við áfengisauglýsingar. Til
eru rannsóknir sem gefa til kynna að
slíkar auglýsingar hafi áhrif á hug-
myndir barna um áfengi og neyslu
þess. Vömnni er komið á framfæri
með skrýtlum og glansmyndum og
látið líta út íyrir að neysla áfengis sé
sjálfsögð og æskileg í daglegu lífi.
Þau greina ekki á milli fæðu og
nautnalyfs ef áfengi er auglýst rétt
eins og mjólk og það getur stuðlað að
því að þau byrji að neyta áfengis.
Niðurstöður könnunar Rannsóknar-
stofnunar uppeldis- og menntamála
frá 1997 á neyslumynstri ungs fólks
benda til þess að því yngri sem ung-
lingar em þegar þeir byrja að neyta
áfengis því alvarlegri séu vandamálin
sem áfengisneyslunni fylgja þegar
fram í sækir.
Afengisauglýsingar vora bannaðar
með lögum vegna þess að óhófleg
áfengisneysla er ekki heilsusamleg
og almennt álitið að
auglýsingar gætu aukið
almenna neyslu þess.
Réttur þeirra sem fram-
leiða og selja áfengi til
að auglýsa vöm á ekki
að ganga út yfir al-
mannaheill.
Framleiðendur bjórs
á íslandi telja bann við
áfengisauglýsingum
skerðingu á manm'étt-
indum, nánar tiltekið
tjáningarfrelsi og
frjálsri samkeppni. Þeir
halda því fram að áfeng-
isauglýsingar leiði ekki
endilega til meiri al-
mennrar áfengisneyslu
en geti aukið markaðs-
hlutdeild einnar tegundar á kostnað
annarrar. Auglýsingamar ná hins
vegar augum og eyrum miklu fleiri
en þeirra sem þegar neyta áfengis,
m.a. barna sem em ófær um að meta
Auglýsingabann
Markaðshyggja og
félagsleg ábyrgð, segir
Þorgerður Ragnars-
dóttir, eru þau sjónar-
mið sem tekist er á um.
skilaboð þeirra. Verði áfengisauglýs-
ingar leyfðar væri rétt að áfengis-
framleiðendur öxluðu þá ábyrgð að
greiða fyrir viðvömnarmerkingar á
áfengi líkt og skylt er að gera við
tóbak.
Umheimurinn
A það hefur verið bent að í upplýs-
ingaheimi nútímans sé tilgangslaust
að banna áfengisauglýsingar í inn-
lendum miðlum því erlendir miðlar
sem ná til landsins séu fullir af þeim.
Islendingar horfa hins vegar miklu
meira á íslenskar sjónvarpsrásir en
erlendar, ef marka má fjölmiðlakönn-
un Félagsvísindastofnunar Háskóla
íslands sl. haust. Lausleg athugun á
auglýsingum í erlendum tímaritum
leiddi í ljós að áfengisauglýsingar er
helst að finna í tímaritum ætluðum
fullorðnum með efni um mat, hátísku,
hýbýli og klám. Þær er ekki að finna í
tímaritum fyrir unglinga, teikni-
myndablöðum eða blöðum um bíla,
mótorhjól, tölvur, íþróttfr eða útivist.
Afengisauglýsingar eru því ekki í
þeim tímaritum sem ætla má að höfði
helst til unglinga.
Þeir sem vilja leyfa áfengisauglýs-
ingar segja að bann við áfengis-
auglýsingum sé hrein tímaskekkja og
byggist á viðhorfum sem séu á hröðu
undanhaldi á Vesturlöndum. Innan
Evrópusambandsins (ESB) er leyfi-
legt að auglýsa áfengi enda eru þar
voldug ríki sem teljast meðal helstu
vínræktarlanda heims. Skiljanlega
vilja þessi ríki selja þjóðarframleiðslu
sína, rétt eins og við viljum selja fisk.
Samt em ýmis höft á áfengisauglýs-
ingum í mörgum þessara landa. Á
Spáni er t.d. takmarkað hvenær og
hvaða áfengistegundir má auglýsa í
útvarpi og sjónvarpi. I Danmörku
em engar auglýsingai- í ríkisreknum
fjölmiðlum. I löndum utan ESB, t.d. í
Noregi, er bannað að auglýsa áfengi
og í BandaiTkjunum setja mörg ríki
strangar reglur um áfengisauglýs-
ingar. Samkvæmt upplýsingum frá
Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er
heildarneysla áfengis minni og um-
ferðarslys vegna ölvunaraksturs
sjaldgæfari í löndum þar sem áfeng-
isauglýsingar era bannaðar eða tak-
markaðar en í löndum þar sem engin
slík höft eru.
Ábyrg vímuvamastefna
Markaðshyggja og félagsleg
ábyrgð era þau sjónarmið sem tekist
er á um þegar aflétting banns við
áfengisauglýsingum er til umræðu.
Markaðsöflin sækja mjög á og fela
gjaman markmið sin í fagurgala um
mannréttindi. í ráðuneytum heil-
brigðis- og tryggingamála og dóms-
og kirkjumála er litið svo á að þar til
dómur Hæstaréttar liggur fyrir sé
bann við áfengisauglýsingum í fullu
gildi. Hver sem niðurstaða dómsins
verður væri ráð að innlendir fjölmiðl-
ar mörkuðu sér skýra og ábyrga
vímuvamastefnu og virtu manngildi
meira en von um gróða.
Höfundur er framkvæmdasljóri
Áfengis- og vímuvarnaráðs.
Þorgerður
Ragnarsdóttir
Stjórnmálamenn
ráðskast með eign-
ir stéttarfélaga
FYRIR Alþingi ligg-
ur nú frumvarp til laga
þar sem bæta á rétt
þeirra sem lenda í
þeirri ólánsömu stöðu
að eiga rétt á skaðabót-
um frá tryggingafélög-
unum vegna líkams-
tjóns. Hér er á ferðinni
mjög þarft mál og
sannarlega þarft fram-
tak, sem hefði þurft að
framkvæma fyrir
löngu. Margir hafa
tekið eftir því undan-
farið, að nánast enginn
fær bætur frá trygg-
ingafélögum án þess að
höfða gegn þeim mál.
Þær bætur sem svo
hafa fengist em í flestum tilfellum
alltof lágar. Það hefur vakið undrun
og reiði margi-a, að í frumvarps-
drögunum er gert ráð fyrir að ef sá
einstaklingur, sem verður fyrir var-
anlegu tekjutapi vegna slysa, á rétt
Skaðabótalög
Er eitthvað að því,
spyr Guðmundur
Gunnarsson, að ein-
staklingur, sem lendir í
slysi, geti hugsanlega
fengið góðar bætur?
á bótum úr lífeyrissjóði eða úr
sjúkrasjóði stéttarfélags, þá skerðist
réttur hans sem því nemur til skaða-
bóta frá tryggingafélagi!
Hér er m.ö.o. verið að hegna þeim
sem sýna þá fyrirhyggju að vilja
vera í stéttarfélagi. Um er að ræða
uppsöfnuð laun hans, sem eru
geymd í lífeyrissjóði og sjúkrasjóði.
Þetta hefur m.a. verið varið af frum-
varpsflytjendum með því að einstak-
lingurinn geti hugsanlega fengið of-
borgað. Þ.e. að þær skaðabætur sem
hann fær frá tryggingafélaginu að
viðbættum örorkubót-
um frá lífeyrissjóði og
bótum úr sjúkrasjóði
geti orðið hærri en
viðkomandi hafði í laun.
Hagsmuna hvers er hér
verið að gæta? Er eitt-
hvað að því að einstak-
lingur, sem lendir í
slysi, geti hugsanlega •
fengið góðar bætur?
Það er svo einkenni-
legt að það er aftur á
móti talið í lagi af frum-
varpsflytjendum, að
standi viðkomandi utan
stéttarfélags og hafi
keypt sér aukatrygg-
ingu, þá á ekki að draga
þær bætur frá, jafnvel
þó svo viðkomandi geti jafnvel feng-
ið miklu meira en hann hafði í laun
þegar hann var að vinna.
Nú bregður svo við að nokkrir
lögmenn, sem reyndar era þekktir
fyrir margt annað en að vera
þjakaðir af elsku til stéttarfélag-
anna, hamast nú við að gefa út yfir-
lýsingar um að það sé frumhlaup hjá
stéttarfélögunum að mótmæla
þessu. Þeir benda á að viðkomandi
eigi einungis rétt á greiðslum úr
þessum sjóðum stéttarfélaganna, ef
þær greiðslur sem koma frá at-
vinnurekanda eða úr tryggingakerf-
inu eru lægri en launin voru. Hvað
kemur það málinu við? Hvað kemur
það öðrum við en þeim sem era í
viðkomandi stéttarfélagi hvort og þá
hversu mikið sá einstaklingur, sem
kýs að vera í stéttarfélagi, fær úr;
sjóðum þess? Það eru peningar sem'
einstaklingurinn á. Ef það er að
mati framvarpsflytjenda ekkert sem
forkólfar stéttarfélaganna eru að
verja og málið er bara framhlaup af
þeirra hálfu, hvers vegna þurfa
þessi ákvæði þá að vera í lögunum?
Það blasir við að markmið fram-
varpssemjenda og -flytjenda er að
gera veru í stéttarfélagi tortryggi-
lega. Markmiðið er að tryggja að
það sé öragglega enginn hagur af
því fyrir einstaklinginn.
Höfundur er formaður Rafiðnaðar-
sambands íslands.
Guðmundur
Gunnarsson
Speaaaadi aámskeið
fyrir böra framtíðarianar
Ný námskeið hefjast 1. mars nk. og enn er hægt að bæta við nemendum. Skráning fer fram í síma 553 3322.
Opið dagleg® fcá SdnMe&ii 9-17 ©g 27. fekiffi fcá MmMom 10-15.
Á Akureyri fer skráning fram í síma 4613328. Hringdu strax í dag og gefðu baminu forskot á framtíðina.
/
Tilboð
4-680kIÓ
nur
a Þiánudi.
Námskeið Framtíðarbarna, mars - maí 1999
Nemendur leggja sitt af mörkum til að bæta lífsskilyrði á jörðu. Þeir nota töflureikni til að fylgjast með fjölgun dýrategunda í útrýmingarhættu, búa til
litrík línurit sem sýna hve mikinn mat og orku fólk notar og spá um heilbrigði vistkerfis jarðarinnar í framtiðinni.
Hugbúnaðuryngri nemenda: Cruncher (töflureiknir) og Kid Pix Studio.
Hugbúnaður eldri nemenda: Microsoft Excel (töflureiknir), Microsoft Word og Intemet Explorer (vefskoðari).
2. Ákvörðunarstaöir
Til að skrá ævintýraferðir sínar til spennandi ákvörðunarstaða á borð við virk eldfjöll, brennheitar eyðimerkur, gegnblauta regnskóga, hyldýpismyrkur
úthafsins og fjarlægar plánetur, setja bömin saman fræðslukynningar og heimildarkvikmyndir.
Hugbúnaðuryngri nemenda: Kid Pix Studio (myndvinnsla og margmiðlun) og Storybook Weaver (sögugerð ög margmiðiun).
Hugbúnaður eldri nemenda: Microsoft Powerpoint (margmiðlunarforrit) og lntemet Explorer (vefskoðari).
G
Hringdu strax í dag. Síminn er 553 3322
)
* Tllboðsverð gildir fyrir alla klúbbfélaga Landsbanka íslands og áskrifendur Simans Intemet. Miðað er við 3 mánaða námskeið.
SÍHINNinternet
FRAMTÍDARBÖRN
sími 553 3322