Morgunblaðið - 25.02.1999, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 4$
I
I
I
Vatnsmýrin og*
flugvöllurinn
í FRAMHALDI af
umfjöllun Morgun-
blaðsins föstudaginn
19. febrúar um byggð í
Vatnsmýrinni og gerð
flugvallar á landfyll-
ingum í Skerjafirði, í
viðtali Hjálmars Jóns-
sonar við Olaf K. Niel-
sen fuglafræðing, vill
undirritaður koma eft-
irfarandi á fx-amfæri.
Flugvöllur í
Skerjafirði
Margar hugmyndir
hafa litið dagsins ljós
um uppfyllingar með-
fram og við sti'endur
Reykjavíkur. Hvað varðar uppfyll-
ingar úti í Skex-jafirði fyrir flugvöll
hafa ýmsar útfærslur sést. Þetta
er gömul hugmynd að setja völlinn
á grynningarnar við Löngusker og
Hólma og má minna á að verk-
fræðingarnir Steingrímur Her-
mannsson og Guðmundur G. Þór-
arinsson lögðu fram þingsályktun-
artillögu um slíkan flutning 1975.
Þó svo flugvöllurinn hafi í flestum
þessum tillögum verið töiuvei-t frá
landi hafa þær margar gert ráð
fyrir svo og svo miklum fyllingum
við sti'öndina þar sem flugvallar-
vegurinn kemur að landi. Þær
teikningar sem í gangi hafa verið í
fjölmiðlum til þessa sýna slíkar
fyllingar og það er því ekki nema
von að menn ræði um málið á þeim
nótum sem gert er í viðtali Morg-
unblaðsins við Ólaf K. Nielsen.
Þær tillögur sem undirritaður, í
samstai'fi við Islenska aðalverk-
taka, hefur verið að kynna nú und-
anfarið enx frábnxgðnar þessum
eldri útfærslum. Ef þær myndii-
sem fylgja með prentast vel má sjá
legu flugvallarins úti í Skei'jafii'ði.
I tillögu okkar er ströndin látin al-
veg ósnoi'tin nema þar sem flug-
vallarvegui'inn liggur frá strönd-
inni, á 15 til 20 metra kafla. Upp-
fyllingar gerðar með þessum hætti
munu því ekki „gjörbreyta fuglalífi
á svæðinu" eins og skilja má í um-
fjöllun blaðsins að verði raunin.
Flugvöllurinn ekki
gi'iðland fugla
Þá bendir Örn Sig-
urðsson ai’kitekt í
samtali við Morgun-
blaðið 20. febi'úar á að
með tilkomu flugvall-
ar úti í Skerjafirði
yrði til ný 8 kílómeti'a
strandlengja sem
myndi gagnast vel
öllu fuglalífi á svæð-
inu og í'æðir um að
hún þurfi að vera
aflíðandi fyrir fuglana
o.s.frv. Hér þarf ýmis-
legt að árétta og leið-
rétta. Örn Sigurðsson
er ekki talsmaður okkar og er
ekki á okkar vegum, hann er á
vegum „Samtaka um betri byggð“.
Útlínur flugvallarins verða mynd-
aðar með hefðbundnum grjótgarði
Flugvallarmál
Flugmenn geta andað
alveg rólega, segir
Friðrik Hansen Guð-
mundsson, flugvöllur
sem við myndum
byggja úti í Skerjafírði
er ekki hugsaður sem
griðland fyrir fugla.
en fyllt verður milli garðanna með
sjávarefni. Með tilkomu flugvall-
ai-ins verður því ekki til ný 8 km
strönd eins og menn leggja skiln-
ing í hugtakið strönd, heldur 8 km
brimvai'nargarður. Flugmenn
geta andað alveg rólega, flugvöll-
ur sem við myndum byggja úti í
Skerjafii'ði er ekki hugsaður sem
griðland fyi'ir fugla. Fuglar og
rekstur flugvalla fer illa saman.
Fuglar stofna öryggi flugfarþega í
hættu og valda tjóni á flugvélum
og víða ei'u gerðar ráðstafanir til
að reka fugla bui-t frá flugvöllum.
Á Reykjavíkui’flugvelli eru menn
til dæmis byrjaðir að skjóta gæs-
irnar sem halda til í Vatnsmýrinni
á haustin. Flugvöllur í Skei’jafirði
verður ekki byggður þannig að
hann laði að sér fugla og í kring-
um hann á ekki að verða til fjöl-
skrúðugt fuglalíf.
Nauthólsvíkin
vatnaparadís?
Ef gerður yrði flugvöllur í
Skei’jafirði í anda þeiri-a tillagna
sem við höfum lagt firam mun um
helmingur skerjanna við Löngu-
sker og Hólma fara undir malar-
og grjótfyllingar. Þetta eru hins
vegar ekki einu skei’in á Skei’ja-
firðinum og jákvæð áhrif flugvall-
ai’ins yi’ðu mikil á sjólag fyrir inn-
an völlinn, þ.e. í Fossvoginum og í
Nauthólsvíkinni. Það sem staðið
hefur Fossvoginum fyrir þrifum
og hann því ekki orðið sú
vatnaparadís sem marga dreymir
um er að í honum er oft svo mikil
undiralda. Með tilkomu flugvallar-
ins myndi undiraldan í Fossvogin-
um hverfa og aðstæður til sigl-
inga, sjóskíðaiðkunar og margs
konar vatnasports yrði jafnvel
betri í Nauthólsvíkinni en á Pollin-
um á Akureyri. Við og í skjóli
þessa 700 til 800 metra langa veg-
ar út að flugvellinum opnast
einnig möguleikar á lystibátahöfn.
Þá er rétt að nefna að innsigling-
axrennan sem liggur alveg við
land á Álftanesi verður í engu
skert og völlurinn hefur engin
áhrif á siglingar skipa til hafnar í
Kópavogi.
Miðboi’garbyggð í
Vatnsmýrinni
Hvað vax-ðar ummæli Ólafs K.
Nielsen um vatnsbúskap Tjarnar-
innar og fuglalíf í nábýli við þétta
miðborgarbyggð í Vatnsmýi’inni
þarf vissulega að taka tillit til þess
sem hann bendir þar á. Þetta er
eitt af stóru málunum í þessu
mikla dæmi sem við erum að
kynna. Ef til kemur og ríki og
Friðrik Hansen
Guðniundsson
UPPDRÁTTUR af hugmynd að flugvelli í Skerjafirði.
borg ákveða að fela nýju hlutafé-
lagi með breiðri eignaraðild að sjá
um að byggja flugvöll í Skerjafirði
og láta reisa glæsilega miðborgar-
byggð í Vatnsmýrinni, þá mun það
verða ein af þeim forsendum sem
gengið yrði út frá að ekki yrði
hreyft við vatnsstöðu Tjarnarinn-
ar og lífríki hennar látið ósnortið.
Eins og fram hefur komið mun
þetta félag verða umsjónar- og
umsýsluaðili með þessum fram-
kvæmdum, félagið mun bjóða út
allar framkvæmdir, bæði við gerð
flugvallar og síðan byggingar-
framkvæmdir í Vatnsmýrinni.
Efnt verður til samkeppni um
skipulag svæðisins en samkvæmt
þeim skipulagshugmyndum sem
við höfum lagt til grundvallar er
gert ráð fyrir að stækka Tjarnar-
svæðið með grænu belti sem mun
liggja frá Tjörninni að Nauthóls-
vík. Á þessu græna svæði yrðu
Tjarnir með lækjum á milli. Við
viljum fá fuglalífið og endurnar
inn í þetta nýja hverfi, það gerir
hverfið vistlegra og skemmtilegra.
Það sem þetta hverfi hefur upp á
að bjóða umfram mörg önnur
hverfi hér á höfuðborgarsvæðinu
er ekki síst nálægðin við Tjörnina,
Öskjuhlíðina og Nauthólsvík.
Þessar náttúruperlur stendur ekki
til að eyðileggja, þvert á móti.
Vatnsbúskapur Tjarnarinnar
Væntanlega þarf að grípa til
ráðstafana til að viðhalda vatns-
stöðu Tjarnarinnar og verður það
hluti af þeim miklu jarðvinnufram-
kvæmdum sem þarna verður farið ^
í. Hvað nákvæmlega þarf að gera
Uggur ekki fyrir á þessari stundu.
í versta falli þarf að reka niður
stálþil á nokkur hundruð eða kíló-
metra kafla og ramma þannig
Tjörnina inn. Til að tryggja að-
streymi og endurnýjun vatns væri
hægt að safna saman regnvatni af
þökum og jarðvatni á svæðinu og
beina því út í Tjarnirnar á græna
beltinu í miðju hverfisins og þaðan
rynni vatnið í Tjömina. Þetta er
einn möguleiki, en til að leysaf
þetta mál verða fengnir færustu
sérfræðingar, verkfræðingar og
náttúrufræðingar o.fl. Það verður
fundin góð lausn og reynt verður
að auka fuglalíf á þessu svæði ef
eitthvað er. Það vitum við að eignir
í hverfi þar sem verða Tjarnir með
öndum og öðrum fuglum á, þær
eignir munu seljast vel. Hagsmun-
ir okkar sem viljum byggja þétta
miðborgarbyggð í Vatnsmýrinni
og þeirra sem vilja viðhalda h'fríki
Tjarnarinnar fara saman.
Höfundur er verkfræðingur.
4
BETRA UTLIT
AUKIN VELLÍDAN
SNYRTISTOFAN
Gueklain
Óðinsgata 1 • Sími: 562 3220
Fákafeni 9 Reykjavík
Sími 568 2866
Ríkisreknir fjölmiðlar
eru tímaskekkja
í DAG finnst flestum
eðlilegt að einstaklingar
starfræki útvarps- og
sjónvarpsstöðvar. Það
er þó ekki langt síðan
umræða fór fram um
það hvort einstakling-
um væri í raun
treystandi fyrir þessum
rekstri og afnema bæri
einkaleyfi Ríkisútvarps-
ins til útvarpsrekstm-s.
Urðu snarpar umræður
um máhð á Alþingi og
mörg orð látin falla,
sem fæstir vilja kannast
við lengur.
Þótt flestum finnist
eðlilegt að einstakling-
ar sinni þessari þjónustu við lands-
menn nú eru rfldsreknir ljósvaka-
miðlar fyrirferðramiklir á markaðn-
um. Undanfarið hefur verið þó
nokkur umræða um að minnka þessi
umsvif ríkisins og hafa menn viðrað
nokkur sjónarmið því til stuðnings.
Ljóst er að þeim, sem aðhyllast rík-
isrekna fjölmiðla, fer fækkandi og
rök þein’a verða ávallt léttvægari
eftir því sem tíminn líður og tæknin
tekur stórstígari framförum.
Það fyi’sta sem menn nefna er ör-
yggishlutverk Ríkisútvarpsins.
Öryggishlutverkið felst
fyrst og fremst í því
dreifikerfi sem Ríkisút-
vai’pið hefur komið upp
um land allt. Þetta
dreifikerfi verður enn
til staðar þó það verði í
höndum fjálsra fjöl-
miðla. Einnig er dreifi-
kerfi margra fjölmiðla
orðið það víðfemt að
það nær til þorra lands-
manna og sú skylda
hvílir á þeim að sinna
öryggishlutverki ef á
þarf að halda. Tækni-
framfarir á sviði fjar-
skiptamála hafa einnig
dregið úr mikilvægi út-
varpssendinga á hættutímum og
hægt er að miðla upplýsingum með
öðrum leiðum á öruggari hátt en áð-
ur.
Annað sem menn nefna er menn-
ingarhlutverk Ríkisútvapsins. Ég
held að ríkisrekin menning sé ekki
góð menning. Menningin er hvergi
frjórri en í frjálsu samfélagi, sem er
laus við alla miðstýringu. Það hefur
líka sýnt sig með tilkomu frelsis í út-
varps- og sjónvarpssendingum.
Hverjum hefði dottið í hug að hægt
væri að velja á milli sígildrar, klass-
Ríkisrekstur
Frjálsu fjölmiðlarnir,
segir Björgvin Guð-
mundsson, þurfa að lúta
lögmálum markaðarins.
ískrar, kristilegrar, léttrar eða rokk-
aðrar útvarpsstöðva svo fátt eitt sé
nefnt? Svo býður frjálst sjónvarp
okkur uppá kvikmyndir allan sólar-
hringinn, íþróttarás, kristilega rás,
afþreyingarefni svo ekki séu nefnd-
ar erlendu stöðvarnar með sitt fjöl-
breytta úrval. Menningin býr í ein-
staklingunum og þeir eiga að fá
frelsi frá stjórnmálamönnum til að
skapa það sem aðrir vilja sjá og
heyra.
Ónnur rök, sem menn tína til, er
að með ríkisreknum fjölmiðlum sé
lýðræðisleg umfjöllun tryggð. Ef við
lítum í kringum okkur og horfum á
raunveruleikann eins og hann er
fellur þessi röksemd um sjálfa sig.
Frjálsu fjölmiðlamir þurfa að lúta
lögmálum markaðarins. Ef þeir eiga
að seljast og ná eyrum og augum
fólksins í landinu verða þeir að
Björgvin
Guðmundsson
ávinna sér traust þess. Enginm-^
nennti lengur að lesa snepla stjórn-
málaflokkanna, Alþýðublaðið og
Þjóðviljann, sem urðu á endanum að
leggja upp laupana. DV gat ekki
haft Össur Skarphéðinsson lengm’
sem ritstjóra blaðs, sem auglýsti sig
frjálst og óháð. Það gerði blaðið
ótrúverðugt og það átti undir högg
að sækja á fjölmiðlamarkaðnum.
Frjálsir fjölmiðlar eru forsenda lýð-
ræðislegrar umfjöllunar og ríkið
verður að hverfa af þeim markaði
svo einstaklingar fái aukið svigi’úm
til athafna.
Ríkisfjölmiðlar búa ekki við aga
markaðarins. Þeir eru reknir með
nauðungargjöldum hvort sem mönn-
um líkar betur eða verr. Með lygum/ -
og jafnvel ofbeldi, ganga innhemtu-
menn Ríkisútvarpsins inn á heimili
borgaranna og klófesta þá í net inn-
heimtukerfis ríkisins til að standa
undir rekstri stofnunarinnai’. Hinn
máttlausi skattgreiðandi þarf að
punga út meira en þúsund milljón-
um króna í flutning Ríkissjónvarps-
ins upp í Efstaleiti. Þá er ótalinn sá
kostnaður sem fólst í þeirri bygg-
ingu, sem kalla má risavaxinn leg-
stein Ríkisútvarpsins. Gefum ein-
staklingum frelsi og svigrúm til að
athafna sig á fjölmiðlamarkaðnum.
Gefum borgurum frelsi til að kaupa*-
sér viðtæki án þess að eiga það á
hættu að þau verði innsigluð af inn-
heimtumönnum ríkisins. Gefum
neytendum frelsi til að borga til
þeirra fjölmiðla sem þeir kjósa. Rík-
isreknir fjölmiðlar eru tímaskekkja.
Höfundur situr í stjórn HcimdallarifL
FUS.