Morgunblaðið - 25.02.1999, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 47
+ Guðrún Krist-
jánsdóttir fædd-
ist á Voðmúlastöð-
um í Austur-Land-
eyjum 5. október
1915. Hún lést á
heimili sínu, Kirkju-
hvoli á Hvolsvelli,
10. febrúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Sigríð-
ur Guðmundsdóttir,
f. 6.5. 1880, d. 1.10.
1966, og Krislján
Böðvarsson, f. 6.8.
1877, d. 14.7. 1921.
Guðrún ólst upp á
Voðmúlastöðum. Hún var yngst
systkina sinna en þau voru 12.
Atta komust til fullorðinsára,
þijú dóu ung, óskírð: Þórunn, f.
4. júní 1905, d. 21. júní 1905,
Guðmundur, f. 4. júní 1905, d.
23. aprfl 1964, Jón, f. 30. maí
1906, d. 26. 9. 1973, Árni Krist-
inn, f. 28.4. 1909, Bóel, d. 14.
september 1910, Böðvar, f. 29.
febrúar 1912, Sveinn Guðleifur,
f. 3. mars 1913, Marmundur, f.
14. júní 1914, d. 2. ágúst 1972.
Guðrún Kristjánsdóttir lést á
Kirkjuhvoli, Dvalaheimili aldraðra,
Hvolsvelli, 10. febrúar sl. Hún kaus
að flytja þangað, er starfsþrek tók
að bila; Landeyjamai- vom hennar
æskustöðvar og umhverfíð þar
henni mjög kært. Þar átti hún sína
æsku og var frændmörg og gjör-
kunnug öllu samfélaginu. Hún var
að því leytinu komin heim og þar
leið henni vel. Fátt er jafn gæfu- og
gleðiríkt, er hallar að kveldi ævinn-
ar, en að eiga vináttu í samfylgd.
Þeirrar ánægju nutum við Guðrún,
hvor gagnvart hinni; oft var ekki
annað en að taka upp símann og á
þann hátt var bilið brúað þótt vík
væri milli vina hvað fjarlægð
snerti.
Þannig þróuðust kynni okkar
Guðrúnar, aldrei neitt óviðkomandi
hvað viðkom hag hvor annarrar
eða fjölskyldna okkar. Kynnin
hófust er dóttir okkar hjóna,
Ágústa, kynnti einkason Guðrúnar,
Jónas, fyrir okkur sem tilvonandi
tengdason; þau voru þá saman í
tónlistarnámi. Við nánari kynni var
Guðrún tíður gestur á heimili okk-
ar þegar hún gaf sér tíma frá
saumaskap, sem hún stundaði fyrir
verslanir og venslafólk. Mér er í
minni hve vel hún kunni að meta
nýja saumavél, er hún eignaðist og
notaði við sín störf. Hún vann
einnig margskonar handavinnu,
sem hún gaf mér og öðrum og bar
vott um listhneigð hennar.
Þegar við Guðrún vorum eitt
sinn að rifja upp gamla tíma frá
okkar íjölmennu æskuheimilum,
var okkar sameiginlega minning,
sem bar hæst, jólin heima. Það var
mikil hátíð þegar húslesturinn var
lesinn og gjafirnar voru nýir sokk-
ar og sauðskinnsskór og eitt kerti.
Margt fleira væri hægt að segja,
en það verður ekki gert hér.
Mildð var unnið hjá þeim eldri
meðan dagur var, en tómstundim-
ar líka vel notaðar er þær gáfust;
þá vora allir með. Einstök gleði var
að safnast að heimilisorgelinu og
taka lagið, eða leggja við hest og
þeysa úr hlaði í heimsókn til sveit-
unganna, eða í samfylgd á manna-
mót. En þessar minningar voru að-
eins brot af því sem hún upplifði í
æsku.
Foreldrar Guðránar eignuðust
tólf börn; fjögur þeirra létust á
unga aldri. Árið 1921 deyr faðirinn
úr lungnabólgu eftir stutta legu. Þá
er Guðrán yngst, sex ára, en það
elsta fimmtán. Móðir hennar sýndi
mikla hetjulund við þessar aðstæð-
ur; hún hélt áfram búskap að Voð-
múlastöðum og byggði upp bæinn
með hjálp margra góðra nágranna.
Tvær fósturdætur tók hún að sér
sem sínar eigin; börnin voru því
tíu, er hún hafði á framfæri sínu.
Uppeldissystur
Guðrúnar eru Sig-
ríður Guðjónsdótt-
ir, f. 19. október
1925, og Unnur
Helga Svava Júlíus-
dóttir, f. 8. aprfl
1934.
Guðrún giftist
Ingimundi Guðjóns-
syni. Hófu þau bú-
skap á Bergþórs-
hvoli en fluttust síð-
ar til Selfoss. Þau
skildu. Sonur
þeirra er Jónas
Ingimundarson, pí-
anóleikari, f. 30.5. 1944. Kona
hans er Ágústa Hauksdóttir,
tónlistarkennari, f. 29.6. 1945.
Börn þeirra eru: a) Haukur
Ingi, guðfræðingur, f. 9.8. 1966.
b) Gunnar Leifur, ljósmyndari,
f. 16.5. 1971, kvæntur Guðrúnu
Blöndal kennara, f. 1.6. 1970 og
eiga þau einn son, Kristófer
Örn, f. 27.9. 1998. c) Lára Krist-
ín, nemi, f. 23.6. 1981.
Utför Guðrúnar fór fram frá
Voðmúlastöðum 20. febrúar.
Mér er sagt að þessi kona hafi ver-
ið virt og elskuð, alltaf brosmild og
blíð og bætandi hvar sem hún fór.
Guðrán giftist Ingimundi Guð-
jónssyni og hófu þau búskap á
Bergþórshvoli en fluttust síðar á
Selfoss, þar sem þau bjuggu í
nokkur ár. Þau vora nágrannar á
æskudögum og fjölmennar fjöl-
skyldur þehra tengdar miklum
vináttuböndum. Þess naut Guðrán
í ríkum mæli, þótt þeim hjónum
væri ekki skapað nema að skilja.
Sameiginleg var þeirra gæfa og
hamingja, sonurinn Jónas. Hann
erfði kosti þeirra beggja; tónlistar-
hæfileika og ræktarsemi við ætt-
fólk sitt, sem þessari stórfjölskyldu
er svo eðlislæg.
Mér er ógleymanleg samkoma á
heimili okkar Hauks, er boðið var
til bráðkaups Ágústu og Jónasar.
Faðir minn, háaldraður, var á með-
al gesta og tók hann þátt í kór-
söngnum en það var sungið raddað
án nokkurrar samæfingar. Kynnin
voru ný fyrir mörgum, en þau hafa
enst vel og lengi.
Sittu þar sem söngur er í ranni,
söngur er ei til hjá vondum manni.
Við Haukur þökkum vináttu og
kynni við látna heiðurskonu og
biðjum vandamönnum hennar
blessunar Guðs.
Lára Böðvarsdóttir.
Gunna frænka mín hefur kvatt.
Hún fæddist einn haustdag á Voð-
múlastöðum í Landeyjum. Þar rís
Eyjafjallajökull hátt yfir sveit í
austri, sú hin mikla mynd sem
aldrei verður feguiri en á haust-
morgnum þegar veður era kyiT.
Kannski fæddist Gunna móður-
systir mín á slíkum degi. Það sér
ekki til hafs frá Voðmúlastöðum en
rammur söngur Atlantshafsins,
öldunnar á Eyjasandi, berst til
eyrna sé grannt eftir hlustað, eink-
um á útmánaðakvöldum þegar sól-
in slær bjarma á vesturhimin og
gyllir sölnað mýrgresi. Við þennan
söng undiröldu útmánaðanna hefur
Guðrún Kristjánsdóttir frá Voða-
múlastöðum verið borin til hinstu
hvíldar á fæðingarstað sínum.
Ég man ekki fyrr eftir mér en að
Gunna var hluti af lífi mínu. Stund-
um var hún allt í einu komin, gerði
sjaldan boð á undan sér, vatt sér
inn í eldhús eða í fjósið og mynntist
við móður mína. Þá var hún oft kát,
hafði gamanyrði og bros á vöram.
Brosin þau breiddu úr sér til augn-
anna í glettnislegu bliki. Ég var
nýorðinn læs þegar Gunna í einni
af heimsóknum sínum færði mér
Söguna af Albert Schweitzer.
Hann var mikill maður, sagði hún,
þú hefur gott af því að lesa um
hann.
Það vora fleiri stórmenni úr
heimi vísinda og lista sem Gunna
varð fyrst manna til þess að segja
mér frá. Hún hafði skoðanir á þeim
öllum og eyddi ekki mörgum orð-
um á þá sem hanni þóttu ekki mik-
ils virði. En hefði einhver listamað-
ur unnið hjarta hennar var aðdáun
hennai- einlæg. Aldrei heyri ég Jo-
an Sutherland syngja öðravísi en
mér detti hún frænka mín í hug.
Og varla sé ég heldur málverk efth
Kjarval án þess að hún komi upp í
huga mér. Horfðu á myndirnar
hans, sagði hún, þær era þess virði.
Og svo bætti hún við: En hann var
ákaflega sérstakur maður.
Á mótunartíma unglingsáranna
var Gunnu tráað fyrir mér. Vetur-
inn sem ég var sextán ára var oft
kátt og slegið á létt strengi í litla
eldhúsinu hennar á Grettisgötu. Af
kímnigáfu átti þessi móðursystir
mín meira en margur hugði. Það
var létt að vekja henni hlátur. En
eins og augu hennar áttu skær bhk
af glettni þá gátu þau einnig logað
af sorg og særðu stolti, því að lund
Guðránar Kristjánsdóttur var stór
í sniðum. Hún unni öðram heitar
en sjálfri sér, mér býður í gran að
hún hafi skilið boðorðið um ná-
ungakærleikann á þann veg að sér-
hverjum manni bæri að fóma sér
fyrir náunga sinn. Því miður hafði
vandi þess boðorðs ekki valdið mér
heilabrotum þennan vetur sem ég
snæddi mitt daglega brauð í eld-
húsinu litla á Grettisgötunni. Það
hefði verið gaman að ræða inntak
þess við Gunnu á meðan hún var
enn í fullu fjöri og andi hennar
reiðubúinn að takast á við erfiðar
spurningar. I eldhúsinu hennai' var
sem sé ekki bara gantast og gert
að gamni sínu. Glíman við lífið var
einatt upp á teningnum og fátt
undan dregið. Því var það að fyrir
unglinginn var ótrálega auðvelt að
leita til hennar með aðsteðjandi
vanda. Þegar ég á sautjánda ári
tók mína fyrstu afdrifaríku ákvörð-
un upp á eigin spýtur studdi Guð-
rán móðursystir mín mig af djúp-
um skilningi sem ég dáist að. Um
leið gerði hún mér á ljúfan hátt en
af fullri alvöru ljóst að ábyrgðin
var mín. Fyrir þetta er ég framar
öðra þakklátur þegar ég minnist
Gunnu frænku minnar. Hún reynd-
ist vel vaxin þeim vanda að hlúa að
viðkvæmum þroska unglingsins. Af
innsæi sínu vissi hún hvaðs spírar
vora líklegar til að bera ávöxt og
blómgast um síðir, hverjar ekki var
vert að hirða frekar um. Engum
gróðri var þó kippt upp með hörku
þannig að af hlytust sár.
Þennan fyrsta reykvíska vetur
minn eignaðist ég í Guðránu Krist-
jánsdóttur vin fyrir lífstíð. Hún var
ekki allra, en hún bar hag þeirra
sem hún unni mjög fyrir brjósti,
meira en sjálfrar sín. Heimurinn
fór þess á mis að hún skini eins og
sólin sem glitti í bak við augun
hennar bláu. En þótt fall sérhvers
manns sé kannski falið í draumi
hans þá mun þó heimurinn fátæk-
ari án draumsins. Andartak dags-
ins í dag er auðugra fyrir vonir um
morgundaginn sem þá fyrst munu
rætast þegar hindrunum dagsins í
gær er ratt úr vegi.
Þetta vissi Guðrán móðursystir
mín að gilti fyrir aðra. Það fékk ég
að reyna á ungum aldri. Sem títt er
um marga átti hún erfitt með að
lifa eftir sama lögmáli fyrir sjálfa
sig. I sálu hennar yfirgnæfði djúp-
ur bassi undiröldunnar frá Eyja-
sandi oft tæran sópran heiðríkj-
unnar sem berst frá alhvítum tindi
Eyjafjallajökuls. En heiminum gaf
hún mannvænlega afkomendur,
mér vináttu sína og tryggð. Fyrir
það geta báðir verið af hjarta
þakklátir, heimurinn og ég.
Ég þakka Gunnu frænku minni
allar góðar stundir og hlýjan hug í
minn garð og minna. Jónasi syni
hennar og fjölskyldu hans votta ég
samúð mína vegna fráfalls hennar.
Systkinum Guðránar og fóstur-
systram sendi ég einnig samúðar-
kveðjur.
Trausti Olafsson.
GUÐRÚN
KRIS TJÁNSDÓTTIR
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR,
Hellisgötu 33,
Hafnarfirði,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn
19. febrúar.
Jarðsett verður frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
föstudaginn 26. febrúar kl. 13.30.
Steingrímur Atlason,
Einar Steíngrímsson, Steinunn Halldórsdóttir,
Atli Steingrímsson, Erla Ásdís Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, tengdasonur og afi,
ANDRÉS ÓLAFSSON
garðyrkjubóndi,
Laugabóli,
Mosfellsbæ,
sem lést miðvikudaginn 17. febrúar, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn
26. febrúar kl. 15.00.
Valgerður Valgeirsdóttir,
Ásdís Andrésdóttir, Guðjón Guðjónsson,
Ólafur Andrésson,
Ólafía Andrésdóttir,
Sigurður Andrésson, Kolbrún Þorsteinsdóttir,
Halldóra Andrésdóttir, Jón Þór Jónsson,
Valgeir Sigurjónsson
og barnabörn.
+
Eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
SIGURÞÓRA SIGURÞÓRSDÓTTIR,
Rauðafelli 1,
Austur-Eyjafjöllum,
verður jarðsungin frá Eyvindarhólakirkju
laugardaginn 27. febrúar kl. 14.00.
Ástþór Tryggvason,
Sigurþór Skæringsson,
Bergþóra Ástþórsdóttir, Ólafur Steinar Björnsson,
Kristín Ástþórsdóttir, Gísli Valdimarsson,
Tryggvi Ástþórsson, Ragnheiður Högnadóttir,
Sigurþór Ástþórsson
og barnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞÓRLAUG ÓLAFSDÓTTIR
frá Sólheimum,
til heimilis í Víðihlíð,
Grindavík,
verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugar-
daginn 27. febrúar klukkan 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Slysavarnafélag íslands.
Ólafur R. Sigurðsson,
Guðrún Sigurðardóttir, Sigurður Sveinbjörnsson,
Guðjón Sigurðsson, Guðrún Einarsdóttir,
Sóley Þórlaug Sigurðardóttir, Þorgeir Reynisson,
Hrafnhildur Sigurðardóttir, Magnús Högnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ELÍSABET SIGURÐARDÓTTIR
frá Bergi við Suðurlandsbraut,
Grandavegi 47,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 18. febrúar sl., verður
jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 26. febrúar
kl. 15.00.
Páll Þorgeirsson,
Hekla Pálsdóttir, Þorgeir Pálsson,
Björgvin B. B. Schram, Anna Snjólaug Haraldsdóttir,
Brynjólfur Páll Schram, Sigrún Þorgeirsdóttir,
Arnaldur Geir Schram, Brynhildur Þorgeirsdóttir,
Elísabet Þorgeirsdóttir.