Morgunblaðið - 25.02.1999, Side 49

Morgunblaðið - 25.02.1999, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 49 + Hilmar Þor- björnsson fædd- ist í Reykjavík 23. október 1934. Hann lést á heimili sínu 29. janúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Bú- staðakirkju 11. febrúar. Kveðja frá Ármenn- ingum Fallinn er frá fyrir aldur fram Hilmar Þor- bjömsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn, sá frækni íþrótta- maður á árum áður. Hann var félagi í Glímufélaginu Armanni og glæsi- legur keppnismaður félagsins um árabil. Frábærum árangi’i hans hef- ur ekki verið skákað enn í sumum greinum, þótt liðin séu yfir fjörutíu ár frá því Hilmar var að verki. Hiimar Þorbjörnsson var af sinni kynslóð meðalmaður á hæð, snöfur- mannlegur á velli og bjartur yfirlit- um. Hann fór til æfinga og keppni af fullri einurð og kappi og sem af- reksmanna er siður taldi hann sig eiga þar sess fremstan. Árangur hans varð líka með þeim hætti að halda ber á lofti fremur en gert hefur verið enda fótfráasti maður þjóðarinnar og enn þann dag í dag hefur tímans tönn ekki tekist að afmá spor hans í öll- umgreinum. A tímabili átti Hilm- ar Þorbjörnsson Is- landsmet í þremur greinum samtímis, í 100 metra, 200 metra og 300 metra hlaupum. Tvö íslandsmet hans standa í dag og eru í 100 metra hlaupi, 10.3 sek. sett 1957 með þáverandi tíma- tökutækni, og í 4 x 400 metra boð- hlaupi en Hilmar var í sveit Ar- menninga 1958 er hljóp á íslands- meti (3 mín.19,4 sek.) Aðrir í þeirri boðhlaupssveit voru Dagbjartur Stígsson, Guðmundur Lárusson og Þórir Þorsteinsson. Þrátt fyrir hinn gífurlega aðstöðumun til bóta og þróun tækni við iðkun og keppni í íþróttum standa þessi afrek enn- þá á einföldum kvarða tímaeining- ar og leiða hugann að því, hvað slíkum og þvíiíkum mönnum hefði orðið megnugt við númtíma að- stæður. En Hilmar Þorbjömsson keppti ekki eingöngu á heimavelli heldur gerði garðinn frægan víða um lönd. Hann tók þátt í landskeppni og al- þjóðamótum og atti kappi við bestu hlaupara annarra þjóða. Ætla má, að hásalir á ferli hvers íþróttamanns séu að vinna til þátttöku á Ólympíu- leikum. Það gerði Hilmar svo sann- arlega og tvívegis kpppti hann þar, fyrst í Melbourne í Ástralíu 1956 og síðan í Rómaborg á Ítalíu árið 1960. Segir það nokkuð um afreksmann- inn Hilmar Þorbjömsson. Eftir að formlegri keppni í al- þjóðamótum Iauk kom Hilmar oft til liðs við frjálsíþróttamenn félagsins og tók þátt í sveita- og stigakeppni fyrir hönd þess. Hilmar tók einnig þátt í félagsstarfi frjálsíþrótta- manna og sat í stjórn frjálsíþrótta- deildar félagsins í nokkur ár. Hann beitti sér á aðalfundum Glímufélags- ins Armanns og var liðtækur í öðra starfi félagsins. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd aðalstjórnar Glímufélagsins Ár- manns og annarra Ármenninga þakka afreksmanninum og drengn- um Ijúfa, Hilmari Þorbjömssyni, fyrir samfylgd og félagsfestu um áratuga skeið og hafa með atgervi sinu vai-pað ljóma á nafn Glímufé- lagsins Ármanns um ókomna tíð. Fjölskyldu hans og ástvinum em fluttar samúðarkveðjur. Fyrir hönd aðalstjómar Glímufé- lagsins Ármanns, Hörður Gunnarsson. HILMAR ÞORBJÖRNSSON OSKAR ÞÓRÐAR- SON + Óskar Þórðarson var fædd- ur á ísafirði 2. maí 1915. Hann lést á Landspítalanum 12. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskapellu 22. janúar. Ég vil með þessum fáu orðum minnast frænda míns, Óskars Þórð- arsonar, sem lést í byrjun þessa árs, og þakka honum allar samvera- stundirnar og stuðninginn sem hann veitti mér í gegnum tíðina. Einnig vil ég þakka Ingunni og börnum þeirra Óskars fyrir hjálpsemina og vinátt- una sem þau sýndu mér og móður minni, Lovísu Björnsdóttur, sem lést á síðasta ári. Ég kynntist Óskari fyrst á mínum unglingsárum á Seylu í Skagafirði, þar sem hann var tíður gestur. Ósk- ar var mikill náttúruunnandi og hestamaður og naut þess mjög að heimsækja ættingja og vini í Skaga- firði. Síðar var hann einnig tíður gestur á heimili okkai' móður minnar á Sauðárkróki. Frændræknari mann var vart að finna. Ég naut gestrisni Óskars og Ing- unnar í ferðum mínum til Reykjavík- ur og sérstaka hlýju sýndi Öskar mér sumarið 1973 þegar ég þurfti að liggja á sjúkrahúsi vegna veikinda minna. Heimsótti hann mig upp á hvern einasta dag, strax að lokinni sinni vinnu. Alltaf var hann kátur og hress. Mér er líka minnisstæð síðasta heimsókn mín til Óskars og Ingunn- ar í Aflagrandann sl. sumar. Þá vai’ Óskar enn við ágæta heilsu og ók mér um alla borg. Ekki gerði ég mér grein fyrir því þá að ég ætti ekki eft- ir að sjá hann aftur. Góðs frænda og vinar er sárt saknað. Ingunni og börnum þeirra Óskars og fjölskyldum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Eiður B. Guðvinsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við þökkum ykkur öllum fyrir vináttu og samúð við fráfall Magnúsar Óskarssonar Við minnumst þeirrar virðingar sem þið sýnduð honum í orði og verki. Ragnheiður Jónsdóttir Þorbjörn Magnússon Óskar Magnússon Hildur Magnúsdóttir Haukur Magnússon ogfjölskyldur. Fjóla B. Guðnadóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEINGRÍMS SIGURÐSSONAR, áðurtil heimilis í Löngumýri 18, Akureyri. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólkinu á Seli fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTJÁN JÓHANNSSON frá Syðra-Lágafelli, Lyngbrekku 5, Kópavogi, er lést laugardaginn 20. febrúar, verður jarð- sunginn frá Digraneskirkju föstudaginn 26. febrúar kl. 15.00. Svava Sigmundsdóttir, Jóhann M. Kristjánsson, Unnur Arnardóttir, Margrét Kristjánsdóttir, Borghildur J. Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, ARNÓR VALGARÐUR JÓNSSON frá Mýrarlóni, fyrrum bifreiðastjóri ísafirði, sem lést á Landspítalanum fimmtudaginn 18. febrúar, verður jarðsunginn frá Lögmanns- hlíðarkirkju, Akureyri, mánudaginn 1. mars nk. kl. 11.00. Minningarathöfn fer fram frá Foss- vogskirkju föstudaginn 26. febrúar kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna, Inga J. Arnórsdóttir, Jón Viðar Arnórsson, Steinunn K. Arnórsdóttir, Sigurður Jónas Arnórsson, Bjargey Á. Arnórsdóttir, Ágúst Þórður Arnórsson, Laufey Ósk Arnórsdóttir, Sigmundur A. Arnórsson, Sóley Guðfinna Arnórsdóttir, Herdís Skarphéðinsdóttir, Sigrún Briem, Svanur Auðunsson, Unna Guðmundsdóttir, Guðmundur Gunnarson, Sigríður Guðmundsdóttir, Þorlákur Ragnarsson, Gunnar S. Gunnarsson t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANN GUÐMUNDSSON bóndi, Kolsholtshelli, Villingaholtshreppi, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Borgarspítala, að kvöldi föstudagsins 19. febrúar. Útförin fer fram frá Villingaholtskirkju laugardaginn 27. febrúar kl. 13.30. Rútuferð frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11.00. Gyða Oddsdóttir, Halldór S. Jóhannsson, Brynjólfur Þ. Jóhannsson, Guðrún Ó. Jóhannsdóttir, Dagmar Jóhannsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN AÐALHEIÐUR JÚLÍUSDÓTTIR, sem lést á heimili sínu, Dalbæ, Dalvík, þriðju- daginn 16. febrúar sl., verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 27. febrúar nk. kl. 13.30. Júlíus Snorrason, Aðalbjörg Árnadóttir, Snorri Snorrason, Anna Björnsdóttir, María Snorradóttir, Símon Ellertsson, Ingigerður Snorradóttir, Sturla Kristjánsson, Valdimar Snorrason, Ágústína Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okk- ur samúð og hiýhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og bróður, JÓNS F. ARNDAL og vottuðu honum virðingu sína. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á 4. hæð B, Hrafnistu Hafnarfirði, fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Starfsfólk Reykjalundar fær einnig hjálp. Guð veri með ykkur öilum. þakkir fyrir ómetanlega Margrét Jóhannsdóttir, Hlynur Jónsson Arndal, Auður G. Eyjólfsdóttir, ívar Jónsson Arndal, Elín Helga Káradóttir, afabörn og systkini.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.