Morgunblaðið - 25.02.1999, Qupperneq 56
56 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
í DAG
Safnaðarstarf
✓
Afalla-, þroska-
o g lífskreppur -
námskeið fyrir
almenning í
Langholtskirkju
SVALA Sigríður Thomsen, djákni,
stýrir námskeiði í safnaðarheimili
Langholtskirkju fostudaginn 26.
febrúar kl. 18-22 og laugardaginn
27. febrúar kl. 15-19. Par verður
fjallað um hinar margvíslegu tilfinn-
ingar og viðbrögð við missi í sínum
mörgu myndum. Má þar nefna
missi vegna dauðsfalla, slysa, veik-
inda, skilnaðar, atvinnuleysis- og
gjaldþrota. Námskeiðið er í formi
fyrirlestra, hópvinnu, umræðna og
slökunar, og er á vegum Reykjavík-
urdeildar Rauða kross íslands.
Svala Sigríður er leiðbeinandi í sál-
rænni skyndihjálp hjá Rauða krossi
íslands, auk þess að hafa menntun á
sviði sálgæslu. Umíjöllun hennar er
liður í fræðslu Langholtskirkju um
líðan, viðbrögð og úrræði í áföllum,
sorg og sorgarúrvinnslu. Tilgangur-
inn með námskeiðinu er að virkja
þátttakendur og hjálpa þeim að
hjálpa öðrum til sjálfshjálpar.
Námskeiðsgjaldi er haldið eins
lágu og kostur er og verður aðeins
3.500 krónur. Námsgögn og hand-
bók um sálræna skyndihjálp éru
innifalin í verðinu. Langholtskirkja
býður upp á hressingu. Upplýsingar
og skráning á námskeiðið er í Lang-
holtskirkju kl. 10-16 þriðjudaga til
föstudaga í síma: 520 1300. Allir eru
velkomnir.
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs-
hópa kl. 14-17. Biblíulestur kl. 20.30
í safnaðarheimili Áskirkju. Jóhann-
esarbréf lesin og skýrð. Árni Berg-
ur Sigurbjörnsson.
Bústaðakirkja. Foreldramorgnar
kl. 10-12.
Dómkirkjan. Opið hús í safnaðar-
heimilinu kl. 14-16.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Orgelleikur, íhugun, altaris-
ganga. Léttur málsverður í safnað-
arheimili eftir stundina.
Háteigskirkja. Starf fyrir 10-12 ára
börn kl. 17.1 auga stormsins, kyn-ð,
íhugun, bæn, lofsöngur og fræðsla.
Kl. 19.30 innri íhugun. Kirkjan opn-
uð kl. 19.15 til kynningar fyrir þá
sem eru að koma í fyrsta skipti. Kl.
20.15 trúarreynsla - fræðsla, kl. 21
Taizé-messea.
Langholtskirkja. Opið hús fyrir for-
eldra yngri barna kl. 10-12. Passíu-
sálmalestur og bænastund kl. 18.
Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl.
12.10. Gunnar Gunnarsson leikur á
orgel frá kl. 12. Léttur málsverður
að stundinni lokinni.
Selfjarnarneskirkja. Starf fyrir
9-10 ára böm kl. 17-18.15. Passíu-
sálmalestur kl. 12.30.
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Fræðsluerindi í prófastsdæminu
fyrir almenning sem verða í Selja-
kirkju í febrúar og marsmánuði á
fimmtudögum kl. 20.30 og munu
fjalla um: Táknmál kirkjunnar. Sr.
Guðmundur Þorsteinsson dómpró-
fastur flytur erindið í kvöld sem
nefnist: „Skím og ferming". Um-
ræður um efnið og kaffi á eftir.
Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn
á föstudögum kl. 10-12.
Digraneskirkja. Foreldramorgnar
kl. 10-12 í umsjá Fjólu Grímsdóttur
og Bjargar Geirdal. Leikfimi aldr-
aðra kl. 11.15. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 18. Bænarefnum má koma
til sóknarprests eða kirkjuvarðar,
einnig má setja bænarefni í bæna-
kassa í anddyri kirkjunnar.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir
11-12 árakl. 17.
Grafarvogskirkja. Mömmumorgn-
ar kl. 10-12. Áhugaverðir fyrirlestr-
ar, létt spjall og kaffi og djús fyrir
börnin. Kyrrðarstundir í hádegi kl.
12.10. Léttur hádegisverður.
Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. St-
arf fyrir 7-9 ára börn kl. 16.30.
Kópavogskirkja. Starf eldri borg-
ara í dag kl. 14-16 í safnaðarheimil-
inu Borgum. Kyrrðar- og bæna-
stund í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum
má koma til prests eða kirkjuvarð-
ar.
Seljakirkja. Fundur KFUM fyrir
9-12 ára stráka er í dag kl. 17.30.
Fræðslukvöld kl. 20.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
fyrir 10-12 ára börn frá kl. 17-18.30
I safnaðarheimilinu, Linnetsstíg 6.
Æskulýðsfundur kl. 20-22.
Hafnarfjarðarkirkja.
Mömmumorgnar kl. 10-12 í Vonar-
höfn. ÁTN-starf fyrir 8-9 ára ki.
17-18.30 í Vonarhöfn.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Bibl-
íulestur kl. 21.
Víðistaðakirkja. Foreldramorgunn
kl. 10-12. Opið hús fyrir 10-12 ára
börn kl. 17-18.30.
Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl.
18.30.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin kl.
16-18. Starfsfólk verður á sama
tíma í Kirkjulundi. Fræðslustund í
Kirkjulundi kl. 17.30-18.30. Elín
Sigrún Jónsdóttir hdl., forstöðu-
maður Ráðgjafastofu um fjármál
heimilanna, flytur erindi þar sem
hún kynnir starfsemi stofnunarinn-
ar og fjallar um fjármál heimilanna
almennt.
Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl.
14.30 helgistund á sjúkrahúsinu,
dagstofunni 2. hæð. Kl. 17 TTT-
starf 10-12 ára krakka. Leikþáttur-
inn æfður. Kl. 20.30 opið hús ung-
linga í KFUM & K húsinu.
Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 lof-
gjörðarsamkoma í umsjá systr-
anna.
- Gœðavara
Gjafavara — matar oy kaffislell.
Allir verðflokkar. .
Heimsfræqir hönnuóir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
VELVAKAMH
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Mannréttindi
- samviskubit
ÞEGAR dóttir mín var
10-12 ára var mikili
hræðsluáróður um reyk-
ingar í gangi í skólanum
hennar og ég man hve
hrædd hún var um að ég
myndi deyja bráðlega. Eg
sé ekki tilganginn í því að
koma svona ótta inn hjá
börnum.
I Morgunblaðinu 11.
febrúar er auglýsing sem á
að vara fólk við skaðsemi
reykinga gagnvart ófædd-
um börnum, en hún segir
líka fólki sem hefur reykt
og átt hefur börn með
þessi einkenni og þau jafn-
vel dáið, að það sé þeirra
sök. Hvernig haldið þið að
foreldrum líði með það? Að
alhæfa svona hluti er mik-
ill ábyi’gðarhlutur. For-
eldrar reyna alltaf að
kenna sér um ef eitthvað
er að börnunum þeirra og
þarna er komið með stað-
festingu á því. En málið er
ekki svona einfalt því þó að
foreldrar reyki ekki þá
koma þessi tilfeUi samt
upp. Aðgát skal höfð I nær-
veru sálar.
Valdið er mikið og það
er líka ábyrgð sem fylgir
valdi. Það er misjafnt eftir
fólki hvernig það notfærii-
sér það. Tekur það tillit til
allra eða er það bara ein-
hver einstefna sem ræður?
Reykingafólk - reyklaust
fólk. Eiga báðir hóparnir
sinn rétt eða bara annar?
Sunnudaginn 7. febrúar er
grein í Velvakanda þar
sem Þorgrímur Þráinsson
svai-ar Laufeyju, en ég
skrifaði gi'ein miðvikudag-
inn 3. febrúar og óskaði
eftir svai-i frá Tóbaksvarn-
arnefnd eða heiibrigðisráð-
heira, en hef ekkert svar
fengið. I greininni til Lauf-
eyjar skrifar hann: „Fólk
skilgreinir mannréttindi
augljóslega á ólíka vegu -
hættir til að vera með eigin
hagsmuni í huga í stað
heildarinnar." Eg hélt að
skilgreining á mannrétt-
indum væri sú að allir
hefðu sama rétt, t.d. til
vinnu, náms, o.fl. og það
væri einstaklingurinn sem
skipti máli, óháð því hvort
hann reykir, er sjónskert-
ur, hraustur eða reyklaus.
Einnig skrifar hann: „Eg
þekki ekki einn einasta
reykingamann sem vill
skaða aðra ...“ ... og það
geri ég ekki heldur, og
ennfremur „... og sjón-
deildarhringur þeirra virð-
ist ekki ná út fyrir eigin
reykjarmökk." Eg þekki
heldur ekki neinn reyk-
ingamann sem vill vera
háður reykingum og veit
um mai'ga sem árangurs-
laust hafa reynt að hætta
en ekki tekist.
Ennfremur segir:
„Markmið laga um tóbaks-
varnir eru að draga úr tó-
baksneyslu og þar með því
heilsutjóni sem hún veldur
og vernda fólk fyrir áhrif-
um tóbaksreyks." Mér
finnst málefnið gott, en að-
ferðin til að ná markmið-
inu mjög slæm.
Fjórði hver Islendingur
reykir, tekjur af sölu tó-
baks er 5 mflljarðar á ári.
Rúmlega 30 millj. er veitt
tH tóbaksverndar. Tóbak
er ávanabindandi. Notum
fjármunina af sölu tóbaks
betui'.
Eg hef verið að velta því
fyrir mér hvort ég eigi
ekki að fara í mál við ríkið
vegna þess að ég er háð
reykingum. Ef ekki hefði
verið svona auðvelt fyrir
mig að nálgast tóbakið á
sínum tíma hefði ég trú-
lega aldrei byrjað að
reykja. Gott væri að Tó-
baksvarnarnefnd og heil-
brigðisráðherra gætu lesið
grein mína frá 3. febrúar
og ég fengi skýr svör við
báðum greinunum.
Stína.
Óhagstæð lán
I janúai' ‘94 flutti ég í hús
og tók 5 millj. kr. lán. Af
því láni er ég búin að
greiða 2,9 millj. á þessum
stutta tíma sem ég hef bú-
ið í húsinu. Það er aHtaf
verið að tala um að það sé
engin verðbólga og vextir
séu aðeins 6%. Hvernig
stendur þá á því að lánið
stendm- í stað, ég skulda
jafnmikið nú af þessu láni
og fyrir 5 árum síðan?
Lántaki.
Tapað/fundið
Höfuðband úr minka-
skinni týndist
Á bílastæði í Hjallalandi í
Fossvogi týndist um sl.
helgi höfuðband úr minka-
skinni. Finnandi vinsam-
lega hafi samband í síma
581 4258. Fundarlaun.
Lyklakippa í óskilum
LYKLAKII’PA fannst við
Armúla 27. Á kippunni eru
húslyklar og Toyotu-lykill.
Upplýsingar hjá húsverði
eða i síma 550 6432.
íþróttaföt týndust
KRINGUM helgina 6.
febrúar týndist úr bíl
svartur Everlast-nælon-
poki með handklæði og
rauðum og hvítum
Manchester United-bún-
ingi, merktum Árni
Tómas, líklega í Tjarnar-
götu eða við SkautasveUið í
Laugardal. Finnandi vin-
samlegast látið vita í sima
893-4416 eða 565-6224.
Brúnt kvenveski týndist
BRÚNT kvenveski týndist
í íþróttahúsi Bessastaða-
hrepps sl. laugardag.
Finnandi hafi samband í
síma 565 0836.
Gleraugu í óskilum
GLERAUGU, svört hálf-
gleraugu, sterk, fundust
19. febrúar á gangbraut-
inni meðfram Kilnglumýr-
arbraut, Álftamýrarmegin.
Upplýsingar í síma
552 5887.
Gleraugu týndust
GLERAUGU með dökkri
umgjörð týndust í síðustu
viku, líklega á milli
Perlunnar og Kringlunnar.
Finnandi hafi samband í
síma 557 9096.
Dýrahald
Kettlingur óskar
eftir heimili
LJÓSBRÚNN högni, eld-
fjöragur, 10-11 vikna, ósk-
ar eftir góðu heimili. Upp-
lýsingar í síma 588 5930.
SKÁK
llniNjúii Margeii'
Pétursson
Staðan kom upp á stór-
mótinu í Linares sem nú
stendur yfir. Michael Ad-
ams (2.715), Englandi,
hafði hvítt og átti leik gegn
Peter Leko (2.690), Ung-
verjalandi.
20. Rxh6+! - gxh6 21. Rg4!
(Svartur hefur líklega
aðeins reiknað með 21.
Dxf6 - Bg7 en þá tapar
hvítur) 21. - Rxg4 22.
Dxg4+ - Kh7 23. Df5+
- Kg8 24. Df6 - Kh7
25. Dh8+ - Kg6 26.
h5+ og svartur gafst
upp því hann er óverj-
andi mát.
Mótið í Linares hef-
ur farið býsna rólega
af stað. I þremur
fyrstu umferðunum
hafa aðeins tvær skák-
ir unnist en tíu lyktað
með jafntefli. Ka-
sparov vann Ivantsjúk
í annam umferð, en
gerði jafntefli við An-
and í þeirri þriðju.
Staðan: 1.-2. Kasparov
og Adams 2 v., 3.-6.
Svidler, Topalov, An-
and og Krmanik 1 !4 v.,
7.-8. fvantsjúk og
Leko 1 v.
Hvítur leikur
og vinnur
Víkveiji skrifar...
ATHYGLISVERÐ grein birtist
í Morgunblaðinu fyrir
nokkrum dögum um gömlu kirkj-
una á Stöðvarfirði sem hefur verið
afhelguð og þjónar nú sem sumar-
bústaður fyrir eigendur og gistiað-
staða fyrir ferðamenn. Ekki er ólík-
legt að ýmsum, sem eiga minningar
tengdar stað og kirkju, finnist illa
komið fyrir gömlu kirkjunni þeirra.
Skrifari er ekki á þeirri skoðun og
finnst þessi nýting gott dæmi um
„verndun með notkun“ eins og tal-
að er um meðal húsfriðunarfólks.
Reyndar hefur verið fróðlegt að
fylgjast að undanförnu með krafti í
uppbyggingu ferðaþjónustu á
Austurlandi og samvinnu sveitarfé-
laga, einstaklinga og fyrirtækja um
skipulagningu og markaðsmál.
Stofnuð hafa verið samtök aðila í
þessari ört vaxandi atvinnugrein
og virðast þau fara vel af stað.
Ekki veitir Áustfirðingum af öllum
vaxtarbroddum sem þeir geta
fengið inn í atvinnulífið og sannar-
lega á ferðaþjónusta að geta
blómstrað í þessum fallega og veð-
ursæla fjórðungi.
TÆKNI og tímar breytast og í
umræðu um ný hlutverk gam-
alla bygginga hefur skrifari heyrt
talað um að nýta gamlar vita-
byggingar, sem hætt er að nota til
að leiðbeina sjófarendum, sem án-
ingarstaði eða söfn fyrir ferða-
fólk. Áður var minnst á kirkjuna á
Stöðvarfirði og í þessu sambandi
má nefna að gamla kirkjan í
Grindavík er notuð sem barna-
heimili.
Einhvem tímann heyrði skrifari
talað um að gera mætti öðruvísi og
eftirminnilegan veitingastað í
Hegningarhúsinu við Skólavörðu-
stíg. Það hús er reyndar enn í
notkun, en að því hlýtur að koma
að það svari ekki kröfum tímans
um fangelsi.
Möguleikar í þessum efnum
virðast óþrjótandi og svo eitt sé
tekið til viðbótar þá má spyrja
hverjum hefði dottið það í hug á
síðari hluta átjándu aldar að í nýja
tukthúsinu, sem þá var verið að
ljúka við að byggja, yrði einhvern
tímann aðsetur forsætisráðherra
Islands.
ALLT of algengt er að seint sé
svarað í síma hjá ýmsum opin-
beram stofnunum og stórfyrir-
tækjum. Slíkt getur vissulega kom-
ið fyrir á bestu bæjum, en er sem
betur fer yfirleitt eitthvað til-
fallandi. Undanfarið hefur skrifari
ítrekað heyrt kvartað yfir erfiðleik-
um við að ná sambandi á annatíma
á virkum dögum við upplýsinga-
síma Landssímans. Reyndar hefur
hann lent í því sjálfur að hringir út
þegar leitað er aðstoðar stúlkn-
anna í 118, sem þó eru hver annarri
liprari þegar samband næst.
Á mánudag þurfti einn af kunn-
ingjum Víkverja að fá upplýsingar
um símanúmer og það var ekki
fyrr en í þriðju tilraun að hann náði
sambandi. Það rétt hvarflaði að
kunningjanum hvort stúlkurnar á
hinum enda línunnar vissu erindið
því hann vantaði upplýsingar um
símanúmer í þjónustuveri Tals!
Það leiðir aftur hugann að því
hvers vegna í ósköpunum ekki er
hægt að hafa öll símanúmer á Is-
landi í einni skrá.