Morgunblaðið - 25.02.1999, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 25.02.1999, Qupperneq 62
62 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 FÓLK í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ > > Itölsk tónlist- arhátíð hafín ►FRANSKA ofurfyrirsæt- an Laetitia Casta er kynnir á San Remo tónlistarhátíð- inni á Italiu sem hófst sl. þriðjudag-. Hátíðin er ein- göngu ætluð ftölskum söngvurum og hér sést ítalinn Fabio Fazio kyssa hönd Laetitiu við setningu hátíðarinnar. Stevie heiðraður fyrir mannúðarstörf ►SÖNGVARINN vinsæli Stevie Wonder tók lagið er hann var heiðraður sem MusiCare-einstaklingur ársins fyrir störf sín í þágu mannkyns. Verðlaunin voru veitt við kvöldverð Banda- rísku tónlistarakademíunnar, sem er hluti af Grammy-verð- launahátiðinni. Stevie mætti til athafnarinnar, sem haldin var sl. mánudag, með eiginkonu sinni Lulu Hardaway og elstu dóttur sinni Aishu. 15 - Charlie Big Potato Skrnk flitansío 25 - It's Over Now Neve Kvikmyndaði sjálfan sig á 20 stefnumótum MYLES Berkowitz hefur ekki átt sjö dagana sæla sem leikari, leikstjóri, handritshöfundur eða jafnvel sem þjónn. Að auki hef- ur ástarlíf hans verið álika líf- legt og vúlkanans Spock úr Star Trek. Þegar Myles vaknaði upp við þá hörmulegu staðreynd að líf sitt væri misheppnað fékk hann hugmynd. Því ekki að sameina tvo misheppnuðustu þætti lífs síns, ástir og kvikmyndaferil, og gera úr því kvikmynd? Myles, sem hefur verið hafn- að margoft, bæði af konum og kvikmyndafrömuðum, ákvað að fara á 20 stefnumót, taka þau upp á myndband og gera úr því kvikmynd. Hér átti ekki að vera um neina Holywoodmynd að ræða heldur kaldhæðnislega sögu ungs manns sem á lítilli velgengni að fagna. En allt fór á annan veg en My- les hafði ráðgert. Umboðsmaður Myles fékk framleiðandann Elie Samaha til að styrlya gerð myndariimar en það þýddi að breyta þurfti handritinu. Elie vildi kynli'f, bijóstagóðar konur og mikið af nektaratriðum á meðan Myles vildi draga upp raunsæja mynd af ástarlífi sínu. HÉR sjást Myles Berkowitz og Elísabet Wagner í einu atriði myndarinnar „Tuttugu stefnumót“ sem Myles leikstýrir. Myndin fjallar um leit manns að ástinni. Þegar Myles sýndi Elie það sem hann hafði tekið upp sagði hinn síðamefndi furðu lostinn að það gæti ekki verið að neinn væri svona klaufskur við hitt kynið en stefnumótin vora hvert öðra verra. Tvær kvenn- anna kærðu haim þegar þær komust að því að stefnumótið hefði verið kvikmynd- að. Öðrum tókst að gera hann að algeru fífli. En ein þeirra átti eftir að breyta lífi Myles verulega. „Ég hitti drauma- konuna og ætlaði í byrjun aðeins að búa til gamanmynd um stefnumót en allt í einu var ég fariim að kvikmynda rómantíska gaman- sögu sem er auk þess raunveru- leg,“ sagði Myles. „Svo ótrúlega vildi til að Elísabet samþykkti að fara út með mér og enn ótrúlegra var að hún kunni vel við mig og á augabragði urðum við ástfangin og það besta er að þetta er allt til á myndbandi!“ Myndin verður tekin til sýn- inga í kvikmyndahúsum vestan- hafs 26. febrúar og enn gleði- legra er að Myles og unnusta hans Elísabet munu gifta sig í október næstkomandi. „Ég var viss um að útkoman úr þessu öllu saman yrði skemmtileg en ég bjóst aldrei við þessu. Þetta er nokkurs konar Hollywood- endir.“ Ný heimildarmynd Sýningar í febrúar og mars Aoa!sams)£ffsaðili Landsbanki Islands DIVING Rui Horta FLAT SPACE MOVING Rui Horta KÆRA LÓLÓ Hllf Svavarsdöttir DV um Space Moving Spennandi áhorf frá upphafi tit enda." Morgunblaðið um Diving J Fæðubótarefni frá Davina powef Gæða prótein- amínósýrur Króm 1600 ug Kreatin 100 gr-500 gr L-carnitine 500 mg ofl. ofl. Kynning og ráðgjöf í Ingólfsapóteki, Kringlunni föstudag 26/2 kl. 13-17 og laugardag 27/2 kl. 13-16. Umboðsaðili: CETUS, Skipholt 50c, Reykjavík MYNDBÖND N áttúran og Disney Bambi (Bambi) Tciknimyiiil Framleiðsla: Walt Disney. Leikstjórn: David Hand. Handrit: Perce Pearce. Tónlist: Frank Churchill og Edward Plumb. 70 min. Bandarísk. Sam myndbönd, febrúar 1999. Öllum leyfð. NÚ HEFUR „Bambi“, eitt af frægustu og fyrstu meistaraverk- um Disney-fyrirtækisins, verið gef- ið út á myndbandi með íslensku tali. Myndin ber augljós elli- merld, því hún er mjög ólík því fastmótaða formi sem teiknimyndfr í fullri lengd hafa lengst af fylgt. Sagan er til- tölulega raunsæisleg frásögn af hjartarkálfí sem fæðist fallegan vordag, vex úr grasi, kynnist hörðum heimi, eldist og þroskast, uns hann stendur sjálfur í sporum fóðurins. Þetta er ekki ævintýri eins og flestar aðrar teiknimyndir, þótt dýrin í skóginum tali manna- mál. Það er sláandi að sjá hug- myndafræðileg heljarstökk sem vestræn menning hefur tekið síð- an 1942, því boðskapur myndar- innar er ótrúlega gamaldags og úreltur. Myndin er eigi að síður afskaplega falleg og eftirminnileg, enda mörg atriði hennar fræg fyr- ir að sitja lengi fyrir hugskots- sjónum áhorfenda. Guðmundur Ásgeirsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.