Morgunblaðið - 10.03.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.03.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 13 FRÉTTIR Tillögurnar tvær sem hlutu önnur verðlaun í hönnunarsamkeppni um stækkun Leifsstöðvar ÚTLIT hluta viðbyggingarinnar samkvæmt tillögu 16181. Morgunblaðið/Golli GRUNNMYND af 1. hæð í tillögu 16181. Viðræður hefj- ast um hvor til- lagan verður framkvæmd FRAMKVÆMDASÝSLA ríkisins mun hefja viðræður við höfunda verðlaunatillagnanna tveggja sem hlutu 2. verðlaun í hönnunarsam- keppni um stækkun flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. í framhaldi af því ákveður Framkvæmdasýsla rík- isins í samráði við verkkaupa við hvorn aðilann verður samið um hönnun byggingarinnar. Tillögumar tvær hlutu ólíka um- sögn dómnefndar. Tillaga merkt 16181, sem unnin var af ARC-Air- port Research Center, Aachen, Enervision, Aachen, TRIADE-arki- tektum, Diisseldorf, og VisArch, Aachen, þótti koma til móts við ósk- ir dómnefndar á flestum sviðum. Hafði hún þó efasemdir um að sú ákvörðun höfunda að hreyfa ekki við staðsetningu Schengen- og utan- Schengen-rýma væri rétt og að flæði til tvínota hliða væri í lagi. Var byggingin talin glæsileg og að mati arkitekta í dómnefnd höfundum sín- um til sóma. Rúmgóð verslunarsvæði Tillaga 71154 sem einnig hlaut önnur verðlaun og unnin var af Andersen & Sigurðsson I/S, Holm & Grut A/S, þótti í stærra lagi þrátt fyrir að höfundum hefði tekist að minnka hana nokkuð. Flæði innan byggingarinnar var að mati dóm- nefndar mjög gott, verslunarsvæði ÚTLIT viðbyggingarinnar samkvæmt tillögu 71154, rúmgóð og staðsetning flugvéla á flughlaði í lagi. Helstu ókostir tillögunnar taldi dómnefnd vera að form byggingar- innar væri óskýrt og bæta mætti fyrsta áfanga hennar, auk þess sem útlit hennar væri ekki í jafnvægi. I umsögn dómnefndar sagði einnig að höfundum hefði tekist að ná fram flestum þeim sjónarmiðum sem sett voru fram af dómnefnd í umsókn á fyrra þrepi. FBA og Landsbréf kaupa hluti í OZ hf. fyrir 273 milljónir FJÁRFESTINGARBANKI at- vinnulífsins hf. og Landsbréf hf. áttu hæsta tilboðið í nýtt hlutafé í hug- búnaðarfyrirtækið OZ hf., alls 1 milljón bréf, og skrifuðu fyrirtækin undir kaupsamninga í húsnæði OZ á Snorrabraut í gær. Um er að ræða útgáfu nýrra hluta og koma 500 þúsund bréf í hlut hvors aðila. Sölugengi bréfanna er 3,8 doll- arar á hlut og er heildarsöluverð- mætið því um 273 milljónir íslenskra króna. Skúli Mogensen, forstjóri OZ hf., segist í samtali við Morgunblaðið vera mjög ánægður með viðtökur út- boðsins en hann segir að ekki verði um frekari hlutafjáraukningu hér- lendis að ræða áður en fyrirtækið verður skráð á bandarískan hluta- bréfamarkað. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er von á að félagið verði skráð á markað síðar á þessu ári. „Við fórum út í þetta hlutafjárút- boð vegna mikilllar eftirspurnar eftir bréfum í félaginu, auk þess sem okk- ur er mikið í mun að halda OZ hf. í meirihlutaeigu Islendinga. Með hlutabréfaútgáfunni mun OZ treysta fjárhagslega stöðu sína og afla frek- ari fjármagns til frekari vaxtar fé- lagsins," sagði Skúli. Hann sagði að fyrirtækið hefði farið út í lokaðar viðræður við nokkra fjárfestingarbanka og ánægjulegt hefði verið hve góðar undirtektir þeir hefðu fengið. Hann segir að gengið sem hæstbjóðendur buðu, og gengið var að, sé í samræmi við það sem bréf félagsins hafa verið að seljast á undanfarna daga. Skúli er bjartsýnn á framtíð fyrir- tækisins. „Við erum rétt að byrja og eigum von á að vöxtur OZ haldi áfram.“ Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er skipting hlutafjár í OZ nú þannig að um 10% eru í eigu starfs- manna, um 65% í eigu stofnenda fyr- irtækisins, 15% í eigu erlendra aðila og 10% í eigu íslenskra fjárfesta. Sigurður Atli Jónsson hjá Lands- bréfum segir aðspurður að um tölu- verða áhættufjárfestingu sé að ræða með kaupum í félaginu þar sem OZ sé ekki skráð á skipulagðan verð- bréfamarkað. Hann segir að kaupin hafi einkum verið ákveðin vegna mikils áhuga viðskiptavina Lands- bréfa að undanförnu á hlutum í OZ. „Landsbréf, í gegnum íslenska fjársjóðinn, hefur verið að fjárfesta í OZ í nokkur ár og við höfum fylgst vel með félaginu. Þegar okkur stóð til boða að kaupa þessi bréf ákváðum við að nokkuð vel athuguðu máli, að ganga frá kaupunum en að baki þeim eru aðilar í eignastýringu hjá okkur, bæði sjóðir og einstaklingar auk þess sem við höfum upp á síðkastið verið að miðla bréfum í OZ í gegnum kauphöll Landsbréfa á Netinu," sagði Sigurður Atli í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist hafa orðið var við vaxandi áhuga á félaginu og með kaupunum væri í raun verið að mæta þeirri eftirspum. Hann segir að fullyrða megi að eftir samstarfssamning OZ við Ericsson, sem gerður vai- nýlega, hafi áhugi aukist á fyrirtækinu enda um breytingu á þeirra rekstrarfor- sendum að ræða. Höfum trú á félaginu Svanbjöm Thoroddsen hjá FBA segir að bankinn hafi fylgst náið með OZ að undanfómu og sé áhugasamur um það sem er að gerast hjá fyrir- tækinu. „Þeir em að fást við mörg spennandi verkefni og við höfum trú á félaginu. Tilgangur okkar með kaupunum er þó fyrst og fremst að miðla bréfunum áfram til annarra kaupenda," sagði Svanbjöm. Svanbjörn segist gera ráð fyrir að gengi bréfanna muni halda áfram að hækka. „Það hafa verið heilmikil við- skipti með félagið og eftirspurnin meiri en framboðið. Þessi bréf eru kærkomin á íslenska markaðinn.“ Síðasta útboð hér áður en OZ verður skráð í Bandaríkjunum Morgunblaðið/Kristján Pétur Guðnason FRÁ handsali kaupsamningsins. Gunnar Helgi Hálfdánarson forstjóri Landsbréfa tekur í hönd Skúla Mog- ensens forstjóra OZ hf. Lengst til hægri er Svanbjöra Thoroddsen framkvæmdastjóri markaðsviðskipta FBA og Íengst til vinstri er Sigurður Atli Jónsson forstöðumaður eignastýringar hjá Landsbréfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.