Morgunblaðið - 10.03.1999, Page 36

Morgunblaðið - 10.03.1999, Page 36
36 MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ STEINUNN FINNBOGADÓTTIR + Steinunn Finn- bogadóttir fædd- ist í Litlabæ í Skötu- fírði í Ögnrsveit 16. febrúar 1907. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 27. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Finnbogi Pét- ursson og kona hans Soffía Bjarney Þor- steinsdóttir. Þau bjuggn allan sinn ■'W’ búskap á Litlabæ. Steinunn var næstyngst sjö systk- ina, sem upp komust. Hin systk- inin voru í aldursröð: Sara, Pét- ur, Sigríður, Kristján, Jóna og Þorsteinn, en þau eru öll látin. Steinunn fékk sína barna- fræðslu í sveitinni eins og sú kennsla gerðist þá, en fór síðar til náms í alþýðuskólann að Hvítárbakka í Borgarfirði. Þar kynntist hún Jóhannesi Ólafs- syni frá Hofstöðum á Mýrum, sem síðar varð eiginmaður hennar. Jóhannes var fæddur 17. maí 1903 og lést 25. júní 1976. Hann var lengstum skrif- stofustjóri Viðtækjaverslunar rikisins og allt þar til sú stofuun var lögð niður. Þau giftust 17. október 1931 og settust að í Reykjavík og bjuggu þar á ýms- um stöðum og á Seltjarnarnesi þar til þau eignuðust sitt eigið hús á Seltjamarnesi árið 1939 og nefndu það Þrúðvang. Þar bjnggn þau síðan þar til Jó- hannes lést. Stein- unn bjó þar síðan ein til ársins 1987, en þá keypti hún sér íbúð í Hvassa- leiti í húsi því, sem Verslunarmannafé- lag Reykjavíkur reisti fyrir aldraða félagsmenn sína. Fyrir einu ári fékk hún vist í Hjúkrun- arheimilinu Skógar- bæ í Breiðholti. Steinunn vann við verslunarstörf fyrstu ár sín hér fyrir sunnan, en fékkst síðan eingöngu við heimilisstörf þar til börnin vom farin að heiman. Þá fór hún aftur að starfa utan heimilisins og vann hún í mörg ár hjá fslenskum heimilisiðnaði við afgreiðslu í verslun félags- ins. Börn Jóhannesar og Stein- unnar em: 1) Baldur, f. 17. apríl 1932, kvæntur Elínborgu Krist- jánsdóttur og eiga þau þijú börn og sex barnabörn. 2) Gerð- ur, f. 21. apríl 1934, var gift Flemming Thorberg en hann lést 1976. Núverandi eiginmað- ur hennar er Ólafur G. Jónsson. Hún á tvo syni og þrjú barna- börn. 3) Bragi, f. 31. júlí 1935, kvæntur Elísabetu Erlu Gísla- dóttur og eiga þau þrjú börn og sexbarnabörn. Utför Steinunnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30 Steinunn Finnbogadóttir, tengdamóðir mín, er látin 92 ára að aldri. Kallið kom ekki óvænt og var henni kærkomið. Þessi síðasti vet- ur var henni erfiður, en sárast þótti henni að geta ekki verið með fjöl- skyldu sinni um jólin eins og vana- lega. Steinunn var heilsuhraust fram á efri ár og má ef til vill þakka það því, að hún gekk alltaf mikið og rösklega. Einnig hafði hún alla tíð áhuga á heilbrigðu fæði og aðhylltist stefnu náttúrulækn- ingamanna, þótt hún fylgdi henni ekki í öllu. Þegar hún var 86 ára varð hún f'vrir því að lærbrotna og náði aldrei fullum þrótti eftir það. Fram að því hafði hún haldið heim- ili og séð algerlega um sig sjálf. _ ( Þrátt fyrir að hún gæti ekki gengið án göngugrindar síðustu árin dreif hún sig níræð að aldri að heim- sækja Gerði dóttur sína, sem hafði flust til Flórída, og dvaldi hjá henni mánaðartíma. Steinunn var fædd og uppalin á Litlabæ í Skötufirði við Isafjarð- ardjúp og var alltaf stolt af vest- firskum uppruna sínum og rækt- aði ávallt mjög vel samband sitt + ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ við fjölskylduna fyrir vestan. En nú er Litlibær fyrir löngu kominn í eyði eins og aðrir bæir í Skötu- firði. Hún fæddist um hávetur og var aðeins sjö merkur við fæðingu og má það teljast kraftaverk, að hægt var að halda lifi í svo litlu barni við þær aðstæður, en hún var sett í dún og síðan í volgan bakarofn og dafnaði vel og var síð- an heilsugóð mestalla sína löngu ævi. Hún sagði mér oft frá bernsku sinni og uppvexti í sveit- inni, sem hún hafði svo sterkar taugar til alla ævi, en í þessu litla húsi, Litlabæ, bjuggu tvær barn- margar fjölskyldur, svo einhver hafa þrengslin verið. I þröngum fírðinum var skammdegið langt, ekki sást til sólar langan tíma um miðjan vetur og veður gat verið svo vont, að illfært var úr húsi langtímum saman. Fikruðu menn sig eftir kaðli út í peningshúsin til gegninga. Skammdegið og veðrið hafði mikil áhrif á hana og skipti hana alla tíð miklu máli. Fáum dögum fyrir andlát hennar, þegar hún var orðin fársjúk, spurði hún mig um veðrið og hafði á orði að nú væri daginn farið að lengja og farið að styttast í vorið. Þegar ég kynntist tengdafor- eldrum mínum, Steinunni og Jó- hannesi, bjuggu þau á Þrúðvangi á Seltjarnamesi. Þau höfðu búið þar frá 1939 og bjó Steinunn þar sam- fleytt í nær hálfa öld og kenndi sig UTFARARSTOFA OSWALDS simi551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTRÆTI 4B • 101 REYKJAVÍK LÍKKISTUVINNUSTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR ævinlega við þann stað. Steinunn og Jóhannes höfðu mikið yndi af tónlist og sóttu þau tónleika Sin- fóníuhljómsveitar Islands alla tíð, einnig tónleika sem Tónlistarfélag- ið stóð fyrir í Austurbæjarbíói og aðra tónlistarviðburði. Við hjónin eigum ógleymanlegar minningar frá tónleikum, sem við sóttum sam- an. Steinunn hélt tryggð við Sin- fóníuhljómsveit Islands alla tíð og var hún orðin níræð þegar hún komst á tónleika hennar síðast. Einnig sóttu þau Jóhannes mikið málverkasýningar, en hann var mikill áhugamaður um myndlist og góður málari sjálfur, en hann var virkur félagi í Myndlistarklúbbi Seltjarnarness frá stofnun hans til dauðadags. Steinunn vann um ára- bil í Islenskum heimilisiðnaði, en þar naut hún þess að hafa fallegt íslenskt handverk kringum sig. Verslunin var þá á Laufásvegi 2 og gekk hún iðulega í vinnuna og heim aftur. Jóhannes lést 1976 og bjó Stein- unn eftir það ein á Þrúðvangi, þar til hún flutti í ársbyrjun 1987 í eig- in íbúð í Hvassaleiti 58. Þar kom hún sér vel fyrir og undi sér vel í hópi nýrra, góðra vina og félaga, en hún var mjög mannblendin og fljót að kynnast fólki. Þar sótti hún handavinnunámskeið og bjó til mikið af fallegum munum, sem hún svo gaf vinum og fjölskyldu. Einnig bjó hún sjálf til jólakortin, sem hún sendi fjölda vina og ættingja um hver jól, nema þau síðustu. Þótti henni leitt að geta ekki haldið þess- um sið og ræktað þau tengsl, sem voru henni svo mikilvæg. Steinunn fylgdist alla tíð vel með afkomend- um sínum, jafnt barnabörnum sem langömmubörnum, og hafði mikinn áhuga á öllu, sem þau tóku sér fyr- ir hendur, jafnt í námi, starfi og einkalífi. Það varð henni til mikillar gleði að öll börnin okkar gerðu að ævistarfi sínu tónlistina, sem hafði skipað svo háan sess í lífi hennar. Þreyttist hún aldrei á að spyrja um allt, sem þau voru að fást við í tón- listinni, og ræða um framtíð þeirra á því sviði. Siðasta árið dvaldi Steinunn í Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Breiðholti. Starfsfólkið þar annað- ist hana vel og gerði allt sem það gat til að létta henni lífið þetta ár, og eru því færðar þakkir fyrir það. Eg þakka fyrir að hafa eignast Steinunni sem tengdamóður og þakka þá umhyggju sem hún sýndi okkur og fjölskyldu okkar alla tíð. Blessuð sé minning hennar. Erla Gísladóttir. Elsku amma Steinunn. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Elsku amma, ég skil ekki alveg af hverju þú þurftir að fara, en innst inni veit ég hvern- ig lífið virkar og einhvern daginn fer ég líka. Allir fara og nú var komið að þér. Þegar ég fer þá vona ég að ég fari á sömu stund í lífinu og þú, stund, þar sem öllum þykir vænt um mann og allir gráta því að ég er farin. En ég á eftir að gleðj- ast því að þá kem ég til þín, amma mín. Þú varst alltaf svo góð og blíð við allt og alla. Þú fórst og áttir ekkert eftir ógert, en nú ertu hjá afa og ég vona að þér líði vel því að þú átt ekkert minna skilið. Amma, þú varst búin að eiga langa ævi en líf þitt var gott og ég veit að þú ert þakklát fyrir það. Þú varst sko kjarnakona og enginn getur sagt þér annað. En því miður, nú ertu farin, ég trúi því varla enn. Ég og mamma kveðjum þig með þessum sálmi: Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lðgðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Guð geymi þig, elsku amma mín. Birta Brynjarsdóttir. SIGURÐUR BRAGI STEFÁNSSON + Sigurður Bragi Stefánsson var fæddur á Fáskrúðs- firði 26. mars 1925. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þor- gerður Sigurðar- dóttir, húsfreyja og síðar hótelstjóri, f. 18. júlí 1893, d. 12. október 1982, og Stefán Pétur Jak- obsson útgerðar- maður og kaupmað- ur, f. 8. maí 1880, d. 1. júlí 1940. Þorgerður var dóttir hjónanna Sigurðar Steinssonar, bónda í Brúnavík og á Þrándarstöðum í Borgarfirði eystra, og Guðríðar Jónsdóttur frá Stóruvík. For- eldrar Stefáns voru hjónin Jak- ob bóndi Pétursson á Brimnesi í Fáskrúðsfirði og Ólöf Stefáns- dóttir frá Kolfreyjustað. Systkini Sigurðar Braga eru fimm: 1) Ásta, f. 17. október 1916, 2) Baldur, f. 22. ágúst 1920. 3) Laufey, f. 11. júlí 1922. 4) Birgir, f. 11. september 1928. 5) Halla, f. 23. nóvember 1932. Þorgerður og Stefán ólu einnig upp tvö frændsystkini barn- anna, Eggert Eggertsson og Guðríði Hallsteinsdóttur. Sigurður Bragi kvæntist 28. maí 1950 Sigurveigu Jónsdótt- ur, f. í Reykjavík 27. júlí 1926. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Sigurðsson, síðar skipstjóri á Gullfossi, f. 8. júlí 1892, d. 19. nóvember 1973, og kona hans Guðrún Halldóra Sigurðardótt- ir, f. 13. apríl 1889, d. 22. sept- ember 1948. Sigurveigu og Sig- urði Braga varð fimm barna auðið. Þau eru: 1) Jón, húsa- smíðameistari, f. 19. nóyember 1950, kvæntur Sólrúnu Ástþórs- dóttur húsfreyju, f. 15. maí 1953. Sonur þeirra er Jón Rún- ar, f. 29. mars 1989. Synir Jóns af fyrra hjónabandi: Ingi Björn, f. 15. maí 1979, og Ólafur Bragi, f. 15. apríl 1981. Dóttir Sólrún- ar er Þórey Gísladóttir, f. 3. febrúar 1972. 2) Hallsteinn húsasmiður, f. 12. júní 1953. Sambýliskona hans er Erla María Vilhjálms- dóttir, húsfreyja, f. 19. mars 1961. Dæt- ur þeirra eru Hug- rún, f. 28. maí 1989, og Heiðdís, f. 6. október 1993. 3) Þorgerður, kennari, f. 5. september 1955, gift Árna Ólafssyni arkitekt, f. 8. ágúst 1955. Börn þeirra eru Sigurveig stúdent, f. 15. ágúst 1978, og Ólafur Haukur, f. 8. maí 1984. 4) Stefán Bragi húsasmiður, f. 17. nóvem- ber 1963. Hann var kvæntur Jó- hönnu Árnýju Lúthersdóttur, f. 11. október 1965. Börn þeirra eru Sigurður Bragi, f. 29. des- ember 1988, og Sigrún, f. 30. maí 1990. Fyrir átti Jóhanna Árný soninn Hafþór Örn, f. 21. ágúst 1982. 5) Guðrún Halldóra lyíjatæknir, f. 14. nóvember 1965, gift Reyni Ámundasyni húsasmið, f. 21. apríl 1964. Dæt- ur þeirra eru Sigurdís, f. 9. júní 1990, og Særós, f. 18. maí 1994. Ungur stundaði Sigurður Bragi ýmis störf á Hjalteyri og víðar við Eyjafjörð. Hann flutt- ist til Reykjavíkur 1941 og hóf nám í húsasmiði. Sveinsprófi lauk hann 1945 og hlaut meist- araréttindi 1950. Um nokkurt skeið var hann verksfjóri hjá Byggingafélaginu Brú en stofn- aði siðan Byggingafélagið Bæ hf. sem hann rak 1953-1958. Síðan vann hann að ýmsum tré- smíðaverkefnum þar til hann stofnaði Hurðaiðjuna sf. í Kópa- vogi upp úr 1960 og starfrækti hana til 1981 er sonur hans tók við rekstrinum. Sigurður Bragi gegndi ýmsum trúnaðarstörf- um fyrir Trésmíðafélag Reykjavíkur á árunum 1950-1955. Hann var í stjórn Breiðabliks í Kópavogi í nokk- ur ár, m.a. formaður knatt- spyrnudeildar félagsins í tvö ár. Þá starfaði liann í nefndum fyr- ir Kópavogskaupstað. Útför Sigurðar Braga Stef- ánssonar fer fram í dag frá Kópavogskirkju og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Kveðja frá tengdasyni Verkin tala. Segja margt - meira en mörg orð. Samt er margt ósagt. Bragi var framkvæmdamaður. Utsjónarsamur smiður og íhugull, vandvirkur meistari og hugmynda- ríkui'. Honum var betur lagið að segja hlutina í verki en að flíka til- finningum sínum, áhyggjum eða ást. Áhyggjurnar birtust í athafna- semi. Væntumþykjan birtist í „hörðum pökkum“, gjaman raf- knúnum eða brúklegum til ein- hverra framkvæmda, rausn og höfðingsskap. Ástin birtist í stærstu gjöfinni - honum sjálfum - til Sigui'- veigar, myndarlegu stúlkunnar sem nældi í þennan unga mann, sem var svo glæsilegur í kjólfótum, á árshá- tíð trésmiða á Borginni 1949. Ástin stjómaði gerðum hans eftir að Sig- uiveig fékk heilablóðfall með alvar- legum afieiðingum fyrir mörgum árum. Með einbeitni og þrjósku og nánast með handafli tókst honum að fá heilbrigðiskerfið, þetta sameigin- lega öryggisnet okkar sem verður æ lausriðnara, til þess að koma henni til betri heilsu en nokkur hafði þorað að vona. Þegar heilsa hans síðan brást gat Veiga endur- goldið honum umhyggjuna þótt ekki gengi heil til skógar. Djörf áætlun um búsetu hluta úr ári á Spáni gerði þeim báðum gott og margir fengu að njóta aðstöðunnar með þeim þau árin - enda sagði Bragi það sem honum fannst um vini og skyldmenni ekki með orðum heldur með því að veita af því sem hann átti. Þrátt fyrir að lítið væri rætt um vissa hluti var því meira talað um annað. Bragi var sögumaður góður, hafði yndi af því að segja frá at- burðum, ferðalögum og ævintýrum á viðburðaríkri ævi. Ferð í bjartri sumarnótt á pallbíl ofhlöðnum efni- við í Templarann á Hjalteyri, sem Bragi endm'byggði af smekkvísi, var skemmtileg sögustund - ekki um landnámsmenn eða náttúru- fræði, heldur samtímasögu og tíð- aranda eftirstríðsáranna. I hverri heimsókn bættust við fleiri sögur, fleiri bútar í myndina af lífshlaupi, kunningjahópi og umhverfi þeirra hjóna. Sögumaðurinn hefur kvatt. Við sitjum eftir með minningar og myndir. Myndir af dugmiklum at- hafnamanni, myndir af djörfum áætlunum og framkvæmdum og myndir af glöðum hjónum á góðri stund. Myndimar segja margt, meira en mörg orð, enda verður ekki allt sagt með orðum. Bragi hefur lagt upp í ferðina sem við öll eigum vísa - en býr samt áfram með okkur í ánægjulegum og verð- mætum minningum. Megi þær minningar vera Veigu og ástvinum öllum huggun í sorg þeirra. Árni. „Látlaust fas og falslaust hjarta, - finnst ei annað betra skraut (Grímur Thomsen.) Öðlingur er til moldar hniginn. Höfðingi er í val fallinn. Sigurður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.