Morgunblaðið - 10.03.1999, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
IJlfur úlfur
„ERU DAGAR íslensku kýrinn-
ar senn taldir“? Svo spyrja þrír
virtir vísinda- og fræðimenn í
Morgunblaðinu laugardaginn 27.
febrúar sl., þeir Stefán Aðalsteins-
son, Olafur Olafsson og Sigurður
Sigurðai-son. Umhyggja þein-a
fyrir íslenska kúastofninum er
allrar athygli verð og lofsverð og
ég vona að umhyggja
þeirra fyrir mjólkur-
framleiðendum sé ekki
síðri. Þeir gefa í skyn í
X grein sinni að það eigi
að fara að sldpta um
kúastofn á íslandi á
næstu vikum að skilja
má.
Annars virðast þessi
greinarskrif þeirra
þremenninganna
byggjast á grundvall-
armisskilningi. Það
hefur ekki verið farið
fram á annað en heim-
ild til innflutnings á
norskum kúm eða
erfðaefni þeirra til að gera raun-
hæfar rannsóknir á kostum og
göllum nokkurra tuga norskra kúa
■v, í samanburði við þær íslensku. Það
hefur engin ákvörðun verið tekin
um að skipta um kúakyn eða
blanda norska kyninu við það ís-
lenska. Sú ákvörðun er einfaldlega
ekki tímabær. Verði það hins veg-
Kúakyn
Við bændur munum
ekki lifa á því sem gæti
i hugsanlega orðið ein-
hvern tíma í framtíð-
inni, segir Stefán
Magnússon, heldur því
sem hægt er að sýna
fram á að verði í fyrir-
sjáanlegri framtíð.
ar niðurstaðan að loknum þessum
samanburðarrannsóknum að það
sé fýsilegt að skipta um kúakyn
eða blanda við það íslenska þá
verður liðið vel á annan áratug áð-
ur en slíkt fer að hafa einhverja
áhrif í mjólkurframleiðslunni. Mér
þykir furðu sæta að þessir þekktu
vísinda- og fræðimenn skuli vera á
móti rannsóknum og samanburði
af þessu tagi. Eg er þess fullviss
að þessij- ágætu menn hafa allir
stundað vísindastörf og saman-
burðarrannsóknir á sínu sviði,
sambærilegar þeim sem stendur
til að gera á tilraunastöðvum land-
búnaðarins á Möðruvöllum, Stóra-
Armóti og Hvanneyri. Það er ekki
fyrr en að þessum samanburðar-
rannsóknum loknum að hægt
verður að meta kosti og galla nýs
kúastofns og ekki síður að draga
fram kosti íslenskra kúa í þeim
* samanburði. Þá munu liggja íyrir
miklu fleiri svör en nú er hægt að
gefa og ákvörðun um frekari inn-
flutning bíður þess tíma.
Eins og þeir geta um í grein
sinni er ekki mikil áhætta fólgin í
tilraunainnflutningi erfðaefnis,
enda hefur slíkt oft verið gert hér
áður í nautgriparækt með kjöt-
framleiðslugripi Galloway,
Limousine og Aber-
deen Angus. Embætti
yfirdýralæknis setur
reglur um slíkan inn-
flutning og fylgist með
framkvæmd hans
þannig að áhættan er í
lágmarki.
Þeir félagarnir
nefna hugsanlega sér-
stöðu íslensku mjólk-
urinnar. Ef það er til-
fellið að efnasamsetn-
ing í íslenskri kúa-
mjólk hafi sérstöðu á
einhverju sviði sem
geri hana að betra
hráefni og betri sölu-
vöru, jafnvel á erlendum mörkuð-
um, þá verður auðvitað að draga
fram þá þætti og sýna fram á að
þeir séu einhvers virði og að ein-
hver sé tilbúinn að borga fyrir þá.
Við bændur munum ekki lifa á því
sem gæti hugsanlega orðið ein-
hvern tíma í framtíðinni heldur því
sem er og því sem hægt er að sýna
fram á að verði í fyrirsjáanlegri
framtíð. Ef einhverjir góðir menn
gætu sýnt fram á sérstöðu ís-
lenskrar mjólkur og markaðssett
hana er ég ekki í vafa um að slíkt
muni vega þungt í mati á niður-
stöðum samanburðarrannsókn-
anna sem stefnt er að.
Þremenningarnir hafa áhyggjur
af fækkun bænda. Staðreyndin er
sú að mjólkurframleiðendum hefur
verið að fækka í mjög mörg ár, um
að meðaltali eitt bú á viku. Það
lætur nærri að búin séu um 1.200
núna og ég tel ekki ósennilegt að
þau verði 600-800 eftir 6-8 ár.
Þetta er þróun sem hefur ekkert
að gera með innflutning norskra
kúa heldur það að tekjur bænda
eru lágar og vinnutími langur og
því er það val margra framleið-
enda að hætta. Þeir sem eftir
standa hafa þá möguleika á að
auka framleiðslu sína og ná þannig
betri afkomu.
Að lokum. Það á ekki að flytja
inn norskar kýr og farga þeim ís-
lensku. Það á að fara í samanburð-
arrannsóknir á þessum kynjum
svo við fáum svör við þeim fjöl-
mörgu spumingum sem þeir þre-
menningarnir veltu upp ásamt
mörgum öðrum spurningum sem
menn standa frammi fyrir í þessu
samhengi. Það hæfir ekki þessum
heiðursmönnum að standa á torg-
um og hrópa „úlfur úlfur“ gegn
betri vitund. Nær væri fyrir þá að
stuðla að málefnalegri og faglegri
umræðu um þetta málefni. Það
væri fremur í takt við langan vís-
inda- og fræðimannaferil þeirra.
Höfundur er bóndi.
Stefán Magnússon
8
Látnir í umferðarslysum á
Reykjanesbraut 1967-1998
Flokkað eftir slysstöðum
Margir hræðast
Rey kj anesbr autina
Nokkur mjög alvar-
leg umferðarslys á
Reykjanesbraut að
undanförnu eru mér
tilefni til að skrifa
nokkrar línur um um-
ferð og slys á þessari
mikilvægu samgöngu-
æð. Þegar hún var
formlega tekin í notk-
un þann 26. október
1965 nefndu margir
hana ranglega „hrað-
braut“ og því miður
eimir þó nokkuð eftir
enn í dag af þeirri
rangtúlkun. Vissulega
var lagning Reykja-
nesbrautar tímamótaviðburður í
íslenskri umferðarsögu. Hönnun
hennar var miðuð við meiri hraða
en þá tíðkaðist á vegum hér á landi
og hámarkshraði var ákveðinn 80
km/klst. yfir sumarmánuðina (15.
maí til 15. október) en 70 km/klst.
yfir veturinn. Breidd steyptrar ak-
brautar var 7,5 metrar og tveggja
metra breið vegöxl sitt hvorum
megin. Eðlilegt var því að öku-
menn fengju einhverja „hrað-
brautartilfinningu" við akstur á
11,5 metra breiðu vegsvæði, enda
fór það svo að mörgum varð hált á
brautinni, sumum í bókstaflegri
merkingu. Veggjaldið sem menn
greiddu misglaðir fyrstu árin fyrir
afnot af brautinni eru hreinir smá-
aurar miðað við þá gífurlegu fórn
sem við höfum fært með íjölda lát-
inna og mjög alvarlega slasaðra á
Reykjanesbraut, þ.á m. fólki sem
aldrei bíður örlagastundar sinnar
bætur. Við bætist hugarangur
þeirra sem valdið hafa mörgum
þessara slysa og lifa með sektartil-
finningu allt sitt líf og síðast en
ekki síst; þolraun aðstandenda -
sorg þeirra og þjáning er ómælan-
leg.
Frá því að steinsteypt Reykja-
nesbraut, frá Engidal í Hafnarfirði
að Hringbraut í Keflavík, var opn-
uð til almennrar umferðar fyrir
liðlega 33 árum hafa 44 látist í 37
umferðarslysum á þessum vegar-
kafla sem er um 58 kílómetra lang-
ur.
16 á árunum 1967-1976
17 á árunum 1977-1986
11 á árunum 1987-1998
GlcJ.tmirn
iVl ðjWKi'SfetójfFa-
fiulclafeir kif 1700
Alls hafa 26 farist í
árekstrum, fjórtán í
bílveltum eða
útafakstri og fjórir
gangandi vegfarendur
urðu fyrir bfl og lét-
ust. Ellefu af þessum
44 létu lífið í slysum
innan þéttbýlismarka
Hafnai’fjarðar.
Þetta eru skelfileg-
ar tölur. Eins og áður
sagði eru ótaldir hér
allir þeir sem hafa
slasast á ferð sinni um
Reykjanesbraut. Til
mín hefur komið fólk
úr þeim hópi sem
finnst nóg komið af alvarlegum
slysum á þessum slóðum og spyr
hvað það geti gert til þess að koma
í veg fyrir að fleiri hljóti sömu ör-
lög. Að baki býr mikil alvara og
mér kæmi ekki á óvart að fljótlega
heyrðist úr þessum hópi ákall til
fjárveitingavaldsins þess efnis að
ný Reykjanesbraut, við hlið þeirr-
ar gömlu, færist mun framar á for-
gangslista allra þeirra biýnu verk-
Umferðaröryggi
Þrátt fyrir að margt
hafí verið gert til þess
að auka öryggi veg-
farenda á Reykjanes-
braut telur Óli H.
Þórðarson að fólki
standi enn stuggur af
umferð um þessa
annars ágætu braut.
efna sem bíða okkar í vegamálum.
Þetta get ég vel tekið undir og
það vita góðir samstarfsmenn mín-
ir hjá Vegagerðinni, svo oft höfum
við rætt þessi mál. Þeir þurfa auð-
vitað að taka þátt í því með stjórn-
málamönnum eða velja og hafna
þegar verkefnum er raðað í for-
gang. A því hef ég mikinn skilning.
Við höfum hins vegar ekki verið al-
veg á sama máli um eðli þeirrar
umferðar sem fer um Reykjanes-
brautina. I sjálfu sér er umferðin,
liðlega 5.000 bílar á sólarhring,
ekki það mikil að núverandi mann-
virki beri hana ekki að fullu, það er
hins vegar dreifing hennar sem ég
lít fyrst og fremst til. Þar eins og
víða annars staðar eru miklir
álagstoppar í umferðinni. Mjög
árla alla morgna fara um brautina
missyfjaðh- ökumenn, m.a. á leið til
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Sama á svo við síðdegis þar sem
saman fer umferð tengd komu
fólks frá útlöndum og um leið
þeirra sem koma úr báðum áttum
Óli H. Þórðarson
Látnir í umferðarslysum
á Reykjanesbraut
Árekstur Bílvelta/ Ekið á
útafakstur gangandi
vegna atvinnu sinnar. Því miður
verður lögreglan þess oft vör að
sumir ökumenn aka þarna um
heimskulega hratt - hafa greini-
lega ekki gert ráð fyrir að fleiri en
þeir séu á ferð á sama tíma og taka
lífshættulega áhættu í framúr-
akstri, oft með skelfilegum afleið-
ingum.
Þessi ímynd umferðar á Reykja-
nesbraut er mörgu fólki ofarlega í
huga, ekki síst íbúum Suðurnesja.
Þess vegna verðum við hjá Um-
ferðarráði oft vör við angist fólks
sem oft þarf að fara um brautina,
eða á ástvini þar á ferð. Sjálfur hef
ég heyrt fólk segja þegar færð er
slæm: „Veistu, ég þori ekki að fara
brautina í svona veðri." Þetta segir
í raun allt sem segja þarf. Þrátt
fyrir að margt hafi vel verið gert á
liðnum árum til þess að auka ör-
yggi vegfarenda á Reykjanes-
braut, s.s. að stefnugreina gatna-
mót, leggja bundið slitlag á vegaxl-
ir, að ógleymdri lýsingu brautar-
innar, sem gjörbreytt hefur
ástandinu, stendur fólki stuggur af
umferð um þessa annars ágætu
braut.
Við eigum ekkert betra ráð til
ökumanna en að hver og einn aki
um Reykjanesbraut og reyndar
alla vegi með því hugarfari að
ímynda sér að náinn ættingi sé í
hverjum einasta bíl sem þar er á
ferð á sama tíma. Við Islendingar
erum í raun eins og ein stór fjöl-
skylda með mismiklum tengslum
hver við annan. En við skulum
gera allt sem í okkar valdi stendur
til þess að forðast að mynda náin
tengsl við samborgara okkar á
þann hátt að hafa valdið honum
eða einhverjum í fjölskyldu hans
alvarlegum skaða í umferðarslysi.
Slík tengsl eru blandin trega og
eftirsjá sem enginn vill hafa á sam-
viskunni. Fyrir hönd Umferðar-
ráðs votta ég öllum þeim sem^eiga
um sárt að binda vegna umferðar-
slysa einlæga hluttekningu.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Umferðarráðs.