Morgunblaðið - 10.03.1999, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Gunnlaugur
ÞINGPULLTRÚAR Samflots komu alls staðar að af landinu.
Oánægja meðal Samflotsfé-
laga með launakjör
Stykkishólmur - Samflot bæjar-
starfsmanna er félagsskapur starfs-
mannafélaga sveitarfélaga og fer
með samningsmál félagsmanna
sinna. Samtökin semja við launa-
nefnd sveitarfélaga og við samninga-
nefnd ríkisins um kjör. Innan Sam-
flots starfar 21 sjálfstætt starfs-
mannafélag sem eni innan BSRB.
Samflot hélt aðalfund sinn í Stykk-
ishólmi 26.-27. febrúar. Auk venju-
Iegra aðalfundai'starfa var mikið
rætt um kjaramál. Að sögn Elínai'
Bjargar Jónsdóttur, formanns Sam-
flots, er óánægja hjá bæjarstarfs-
mönnum varðandi kjai’amál sín og að
þeirra mati hafa þeir verið skildir
eftir, þai' sem sveitarfélögin hafa
verið að gera mun betur við aðra
starfsmenn sína, sérstaklega kenn-
ara.
I ályktun aðalfundar Samflots í
Stykkishólmi kemur fram að síðustu
kjarasamningar voru Samfloti bæj-
arstarfsmannafélaga dýrkeyptir.
Hin harða launapólitík sveitarfélaga
bitnaði hvað mest á félagsmönnum
Samflotsfélaga. Launanefnd sveitar-
félaga gerði gi-unnkjarasamninga
fyrir hluta starfsmanna sinna með
mismun upp á allt að 16%. Síðan hef-
ur munurinn haldið áfram að aukast
heima í héraði. Ljóst er að átt hefur
sér ákveðinn trúnaðarbrestur á milli
aðila og því verða verulegar breyt-
ingar að verða á samskiptum svo
launanefnd geti talist trúverðug sem
ábyrgur samningsaðili. Krafa fund-
arins er að bætt verði kjör félags-
manna nú þegar til samræmis við
aðra starfsmenn sveitarfélaga, segir
í ályktun aðalfundarins.
Gengið á milli
verslana og
fornra versl-
anastæða
HAFNAGÖNGUHÓPURINN
stendur fyrh' gönguferð úr Kringl-
unni út í Örfirisey í kvöld, miðviku-
dag. Mæting er við Hafnarhúsið að
vestanverðu kl. 20 eða við Verslun-
arskólann, anddyri, kl. 20.30. Prá
Hafnarhúsinu verður farið með
SVR upp í Verslunarskóla. Eftir
stutta heimsókn í skólann verður
farið út í Kringlu og gengið eftir
hitaveitustokkunum vestur að
„Háaleiti“ í skarðinu á milli Öskju-
hlíðanna, en þar litlu sunnar voru
fyiTum mót þjóðleiða að vestan,
norðan, austan og frá Suðurnesjum
til og frá Reykjavík. Frá Háaleiti
verður fornleið fylgt eins og kostur
er norður undir Laugaveg og geng-
ið eftir honum að Bankastræti og
Austurstræti um Kvosina niður í
Grófina að gamla verslunarhúsinu
að Vesturgötu 2. Þaðan verður farið
í gegnum „Bryggjuhúsið" yfir „Ból-
virkið" út á „Duusbryggju“. Að þvi
loknu gengið yfir „Hlíðarhúsasand"
og „Örfiriseyjargranda“ út í Örfiris-
ey og horft til „Gamla hólma“. Þar
verður val um að ganga til baka að
Hafnarhúsinu og upp í Verslunar-
skóla eða fara með SVR. í ferðinni
mun Lýður Björnsson kennari í
Verslunarskólanum kynna starf-
semi skólans og segja frá gömlu
verslununum í Grófinni, Örflrisey
og úti í Grandahólma.
Erindi um fæð-
inguna og hug-
myndafræði
ljósmæðra
ÓLÖF Ásta Ólafsdóttir, lektor í
ljósmóðurfræði, verður með rabb á
vegum Rannsóknastofu í Kvenna-
fræðum í Odda, stofu 201, kl. 12-13,
fimmtudaginn 11. mars. Erindið
kallar hún „Fæðingin, kraftmikið
og skapandi ferli: Hugmyndafræði
ljósmæðra".
í fréttatilkynningu segir: „Arið
1995 fluttist nám ljósmæðra inn í
háskóla á Islandi og sama hreyfing
gerist víða um heim. Ljósmóður-
starfið er eitt hið elsta í heiminum
og á rætur sínar að rekja til sam-
eiginlegrar reynslu mæðra og feðra
af barneignum. Því hefur verið
haldið fram að sögu ljósmæðra og
hvemig staða þeirra hefur verið í
samfélaginu megi líkja við stöðu
kvenna almennt. Framan af var
fæðingarhjálp í höndum kvenna og
söfnuðu þær þekkingu og reynslu
um meðgöngu, fæðingarhjálp og
umönnun sængurkvenna og barna.
Síðar, ekki síst fyrir áhrif læknavís-
indanna (medicalization), glötuðu
konur (ljósmæður) þessari þekk-
ingu og ákveðinni stöðu í samfélag-
inu. Litið var á fæðinguna sem
sjúkdóm en ekki sem náttúrulegan
atburð, kraftmikið og skapandi
ferli. I dag er verið er að endur-
skoða hugmyndagrunn ljósmóður-
fræðinnar og greiria hvaða áhrif
læknavísindin hafa haft á heilbrigði
kvenna og barneignir. í rabbinu
verður fjallað um þessa þessa þætti
og þróuninni lýst með dæmum af
upplifun mæðra og feðra. Hugtökin
samfelld umönnun (continuity of
carer) upplýst val (informed choice)
styrking (empowerment) og stjórn
(control) verða í þessu samhengi
rædd.“
Námstefna um
lausnir fyrir
rekstur upplýs-
ing-akerfa
PLATINUM technology og TÍR -
þekking & lausnir efna til nám-
stefnu, fostudaginn 12. mars kl.
13-17 á Hótel Loftleiðum í þingsal 5.
Tilgangur námstefnunnar er að
kynna ProVision lausnirnar frá
Platinum technology fyrir hag-
kvæman og öruggan rekstur upp-
lýsingakerfa. ProVision er safn
samhæfðra verkfæra fyrir kerfis-
og gagnagrunnsumsjón og neteftir-
lit. Saman mynda verkfærin heild-
arlausn sem unnt er að taka í notk-
un í áföngum allt eftir því á hvaða
sviðum þörfin er brýnust, segir í
fréttatilkynningu.
Fyrirlesarar verða Lars Frigast
Larsen og Lise Nielsen frá Platin-
um technology, Geir Ragnarsson
frá Landssímanum og Páll Björns-
son frá Prentsmiðjunni Odda hf.
Efni námstefnunnar er miðað við
stjórnendur og umsjónarmenn sem
bera ábyrgð á rekstri upplýsinga-
kerfa. Þátttökugjald er 6.000 kr.
Platinum technology er 7.
stærsta fyrirtæki í heimi á sviði
upplýsingatækni og nam velta þess
á árinu 1998 um 70 milljörðum
króna. Platinum technology er al-
þjóðlegt fyrirtæki með höfuðstöðv-
ar í Bandaríkjunum og skrifstofur í
41 landi með yfir 6.000 starfsmenn.
Samstarfsaðilar þess eru m.a. IBM,
Oracle, Microsoft, Hewlett-Packard
ogSAP.
Nánari upplýsingar um nám-
stefnuna veita Ríkarður Ríkarðsson
og Sólmundur Jónsson hjá TÍR -
þekkingu & lausnum.
Myndakvöld
Ferðafélagsins
MYNDAKVÖLD Ferðafélagsins
verður í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30
í Ferðafélagssalnum, Mörkinni 6.
Fyiár hlé sýnir Bergþóra Sigurð-
ardóttir myndir af Austurlandi og
víðar og koma þar forvitnilegar
ferðaslóðir og ferðir við sögu. M.a.
verða sýndar myndir úr Ferðafé-
lagsferðum frá 1975 og 1985 um
svæði sem mikið hafa komið við
sögu undanfarið vegna hugmynda
um virkjanir. Sýndai' verða myndir
frá Herðubreið, Kverkfjöllum, Ha-
frahvammagljúfrum, Snæfelli og
fossaröðinni í Jökulsá á Fljótsdal.
Síðan verður haldið á önnur svæði,
m.a. Klukkugil og Steinafjall í Suð-
ursveit. Þá verða páskaferðimar
kynntar.
Þetta er tækifæri til að kynnast
ferðamöguleikum um landið og
hægt er að fá nýja ferðaáætlun
Ferðafélagsins. Kaffiveitingar
verða. Myndakvöldið er opið öllum
og kostar 500 kr.
Aðalfundur Ferðafélagsins verður
miðvikudagskvöldið 17. mars kl.
20.30 í Ferðafélagssalnum, Mörk-
inni 6.
Skákmót öðl-
inga 1999 í TR
SKÁKMÓT öðlinga 1999 hefst á
morgun, fimmtudag, kl. 19.30. Teflt
verður í félagsheimili Taflfélags
Reykjavíkur, Faxafeni 12.
Tefldar verða sjö umferðir eftir
Monrad-kerfi. Umhugsunartími
verður 1,5 klst. á 30 leiki og 30 mín.
til að ljúka skákinni. Teflt verður
einu sinni í viku, á fimmtudags-
kvöldum, og hefst taflið kl. 19.30 öll
kvöldin. Rétt til þátttöku eiga allir
sem náð hafa 40 ára aldri. Veitt
verða verðlaun fyrir þrjú efstu sæt-
in en auk þess er keppt um vegleg-
an farandbikar.
MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 43
g
f mars er Peter Begg gestur okkar í eldhúsi La Primavera
11.-18. mars). Hann er yfirkokkur á hinum stórvinsæla
veitingastað The River Cafe í London, hjá þeim Rose Gray
a
I
og Ruth Rogers. Tvær nýlegar
bækur um staðinn eru einar
mest seldu kokkabækur sem
út hafa komið í Englandi.
Þær fást hér ofar í götunni, hjá
Eymundsson á sérstöku tilboði.
Peter Begg mun aðeins elda
af matseðli River Cafe.
Verið velkomin.
T H E
R I V E R
C A F E
C O O K
B O O K
|
C A F E
C O O K
B O O K
T W O!
PRIMAVERA
RISTORANTE
AUSTURSTRÆTI 9 - 2 HÆÐ - SÍMI 561 8555