Morgunblaðið - 10.03.1999, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
33. landsfundur SjálfstæSisflokksins
Laugardalshöll 11. ■ 14. mars 1999
Dagskrá
FIMMTUDAGUR 11. MARS
Kl. 14.00 -17.00
Kl. 16.30
Kl. 17.30
Kl.21.00
Opið hús í Laugardalshöll.
Afhending fundargagna.
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur létt lög
í Laugardalshöll.
Setning fundarins.
Blásarakvintett Reykjavíkur.
Kvennakór Reykjavíkur.
Karlakórinn Fóstbræður.
Formaður Sjálfstæðisflokksins,
Davíð Oddsson forsætisráðherra
flytur ræðu.
Kvöldverður fyrir konur á vegum
Landssambands sjálfstæðiskvenna
í Glæsibæ, hátíðasal (jarðhæð)
strax að lokinni fundarsetningu.
Sjálfstæðisstefnan í sjötíu ár
Þrír opnir fundir um Sjálfstæðisflokkinn
og sjálfstæðisstefnuna á Hótel Sögu.
Frelsi og framfarir í sjötíu ár
Frjáls þjóð í frjálsu landi
Sjálfstæðisstefnan í nútíð og framtíð
FÖSTUDAGUR 12. MARS
Kl. 9.00
Kl. 12.00-14.00
Kl. 14.30
Kl. 18.00
Kl. 20.00-21.00
Fyrirspurnartími ráðherra
Sjálfstæðisflokksins.
Sameiginlegir hádegisveróarfundir
landsfundarfulltrúa hvers kjördæmis.
Starfsemi Sjálfstæðisflokksins.
Skýrsla framkvæmdastjóra flokksins.
Framsaga um stjórnmálaályktun.
Starfshóparstarfa.
Fundur Sambands ungra
sjálfstæðismanna með ungu fólki á
landsfundi í sal Kiwanis, Engjateig 11.
Kl. 21.00-01.00 Opið húsfyrir landsfundarfulltrúa í sal
Kiwanis, Engjateig 11.
LAUGARDAGUR 13. MARS
Kl. 9.30-12.00 Starfshópar starfa
Kl. 13.30 Laugardalshöll
Afgreiðsla ályktana.
Umræður.
Kl. 19.30 Landsfundarhóf.
Kvöldverður og dans
að Hótel íslandi.
SUNNUDAGUR 14. MARS
Kl. 10.00-12.00
Kl. 13.00
Kl. 15.00
Afgreiðsla ályktana.
Umræður.
Kosning miðstjórnar
(kosningu lýkur kl. 12.00).
Afgreiðsla ályktana.
Umræður.
Afgreiðsla stjórnmálaályktunar.
Kosning formanns.
Kosning varaformanns.
Fundarslit.
Fundargjald kr. 6.000.
Frekari upplýsingar um landsfundinn er að finna
á heimasiðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is
ERLENT
Deila um afvopnun öfgahópa stendur friðarumleitunum
á Norður-Irlandi fyrir þrifum
Sattafundur Adams og
Trimble árangurslaus
Belfast. Reuters.
ENGIN lausn fannst á deilu um af-
vopnun öfgahópa á Norður-írlandi,
sem sögð er ógna friðarumleitun-
um í héraðinu, á fundi David
Trimble, leiðtoga stærsta flokks
sambandssinna (UUP) og verðandi
forsætisráðherra, og Gerry Adams,
leiðtoga Sinn Féin, stjórnmála-
anns Irska lýðveldishersins (IRA),
í Belfast í gær. Þeir Trimble og
Adams urðu þó ásáttir um að hitt-
ast á nýjan leik til að ræða málin
frekar.
Trimble sagði eftir fundinn að
viðræðumar hefðu verið öllu lág-
stemmdari en til var ætlast þegar
til fundarins var boðað því það var
áður en Mo Mowlam, N-Irlands-
málaráðherra bresku ríkisstjórnar-
innar, tilkynnti að bresk stjórnvöld
hefðu frestað um þrjár vikur fyrir-
ætlunum um að framselja völd sín
á N-írlandi í hendur heimastjóm-
ai-þinginu í Belfast. Er nú stefnt að
valdaframsalinu í upphafi páska-
viku, en á föstudaginn langa verður
eitt ár liðið síðan Belfast-sam-
komulagið um frið á N-íriandi náð-
ist. Deila um afvopnun öfgahópa
stendur valdaframsalinu fyrir þrif-
um því ekki getur af því orðið fyrr
en tíu manna heimastjóm hefur
verið komið á fót. Neita ambands-
sinnar að mynda stjórnina með
fulltrúa Sinn Féin innanborðs fyn-
en IRA hefur byrjað afvopnun.
Trimble og Adams báðir ósáttir
við ákvörðun Mowlam
Bæði Trimble og Adams höfðu í
fyrradag lýst mikilh óánægju með
ákvörðun Mowlam. The Irísh
Times greindi frá því í gær að
Trimble hefði verið „fokillur"
Hafa þrjár vikur
til að finna lausn
Reuters
GERRY Adams við upphaf
fundarins í gær.
vegna frumkvæðis ráðherrans, en
hún sá ekki ástæðu til að ráðfæra
sig við hann áður en hún kynnti
ákvörðun sína. Að sama skapi var
Adams afar ósáttur við ákvörðun
hennar, sagði hana tilkomna vegna
hótana sambandssinna um að
„leggja" friðarferlinu gangi lýð-
veldissinnar ekki að kröfum þeirra
um afvopnun IRA.
Lýðveldissinnar hafa bent á að
sú krafa, að IRA afvopnist áður en
Sinn Féin sé hleypt í stjórn, eigi
sér ekki stoð í friðarsamkomulag-
inu. A hinn bóginn hafa bæði sam-
bandssinnar og bresk stjórnvöld
staðhæft að slík afvopnun sé „í
anda samkomulagsins" og því
þrýst á um afvopnun. Lýðveldis-
sinnar líta hins vegar svo á að verið
sé að svíkja þá um þau réttindi sem
friðarsamkomulagið skilyrðislaust
tryggir þeim. Vekur þetta mikla
reiði í þeirra röðum og óttast
margir að nú, þegar afstaða sam-
bandssinna í afvopnunardeilunni
hefur komið í veg fyrir að valda-
framsal fari fram á fyrirhuguðum
tíma, hugsi róttækir lýðveldissinn-
ar sér til hreyfings og að friðnum í
héraðinu sé um leið mikil hætta bú-
in. Telji þeir fullsannað að hvorki
breskum stjórnvöldum né sam-
bandssinnum á N-írlandi sé
treystandi.
Paisley hyggst nýta sér
Evrópuþingskosningarnar
Mowlam lagði hins vegar áherslu
á það í fyrradag að leysa yrði af-
vopnunardeiluna fyrir páska og
benti á að framundan væri „göngu-
tíðin“ svokallaða, sem ár hvert eyk-
ur mjög spennu í héraðinu, og
einnig kosningar á Evrópuþingið í
júní sem örugglega munu skerpa
andstæður á N-írlandi. Er Ian Pa-
isley, leiðtogi næststærsta stjórn-
málaflokks sambandsinna (DUP),
sem andsnúinn var Belfast-friðar-
samkomulaginu, sagður ætla að
snúa kosningunum upp í aðra þjóð-
aratkvæðagi-eiðslu um samkomu-
lagið, en eins og kunnugt er sýndi
nýleg skoðanakönnun að fylgi með-
al sambandssinna við samkomulag-
ið hefur minnkað mjög frá því í
þjóðaratkvæðagreiðslu í maí á síð-
asta ári.
Clinton heitir Mið-Amer-
íkuríkjum frekari aðstoð
Managna, San Salvador, Posoltega. Reuters.
BILL Clinton, forseti Banda-
ríkjanna, hóf í fyrradag fjög-
urra daga heimsókn til Mið-
Ameríku. Tilgangur heim-
sóknai'innar er að kanna það
uppbyggingarstarf sem hefur
átt sér stað eftir að fellibylur-
inn Mitch dundi yfir i lok síð-
asta árs og varð um 9000
manns að bana. Um tvær
milljónir manna urðu heimilis-
lausar auk þess sem fjár-
hagstjón er talið nema allt að
10 milljörðum dollara.
Embættismenn segja for-
setann leggja áherslu á það í
heimsókn sinni til Níkaragva,
Hondúras, E1 Salvador og
Gvatemala að efla tengsl
Bandaríkjanna við löndin og
hvetja til að komið verði á
stöðugu lýðræðislegu stjórn-
arfari í þessum hluta álfunn-
ar.
Miklar
hörmungar
Ferðin hófst í Níkaragva
þar sem Clinton skoðaði eyði-
leggingu eftir bylinn skammt
frá Pasoltega, þar sem um 2000
manns létust í aurskriðu sem féll í
kjölfar fellibylsins. Níkaragva og
Hondúras era þau lönd sem fóru
hvað verst út úr hörmungunum en
einnig olli Mitch miklum skaða í
Gvatemala og E1 Salvador.
í gær var Clinton í Hondúras,
þar sem hann kynnti sér uppbygg-
ingarstarf sem hópur bandarískra
hjálparliða tekur þátt í, en talið er
en tekist hafði að útiýma
sjúkdómnum tveimur árum
áður.
Aukin fjárhags-
aðstoð
Bandaríkjastjórn hefur lát-
ið um 305 milljónir dollara af
hendi rakna til uppbyggingar-
starfsins á svæðinu og er
stefnt að því að auka verulega
við þá fjárhæð.
Clinton tilkynnti á mánu-
dag að alþjóðlegir þróunar-
sjóðir ætla að gefa 120 millj-
ónir dollara til húsnæðismála,
til uppbyggingar á mennta-
og vegakerfi, til heilbrigðis-
mála auk þess sem fjarlægja
á jarðsprengjur sem grófust
upp í kjölfár aurskrfðna.
Hluti af aðstoð Bandaríkja-
stjómar er að fresta afborg-
unum af skuldum Níkaragva
og Hondúras í tvö ár sem
sparar ríkisstjórnum land-
anna um 54 milljónir dollara í
vaxtakostnað. Einnig hafa
önnur ríki sem löndin standa í
skuld við, verið hvött til að
gera slíkt hið sama eða afskrifa
skuldirnar.
Clinton lýkur heimsókninni í
Gvatemala á fimmtudag og vona
bandarísk stjórnvöld að ferðin
marki vatnaskil í samskiptum
BandaiTkjanna og ríkja Mið-Amer-
íku, sem einkennst hafa af stirð-
leika síðustu ár, vegna hernaðarí-
hlutunar Bandaríkjahers í Mið-
Ameríku.
Reuters
CLINTON er hann lagði blómsveig að gröf
barns, sem fórst af völdum fellibyls-
ins Mitch í Nicaragua.
að tæplega sex þúsund manns hafi
týnt lífi sínu þar. Fjölda manns er
enn saknað og er talið að uppbygg-
ingarstai'fið komi til með að taka
langan tíma.
Ahrif hörmunganna era marg-
vísleg. Til að mynda eyðilögðust að
minnsta kosti 315 skólar í
Hondúras og varð að fresta skóla-
árinu þar um eitt ár. Einnig komu
upp malaríu-tilfelli í kjölfar Mitch
I