Morgunblaðið - 10.03.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.03.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skoðanakannanir Gallup Samfylking og Sjálfstæðis- flokkur jafnstór í Reykjavik FYLGI Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar er nærfellt það sama í Reykjavík, rúm 44%, en Fram- sóknarflokkurinn er með 6,7%. Hins vegar er fylgi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks ólíkt eftir kynjum, en jafnstór hluti karla og kvenna styður Framsóknarflokk- inn, ef marka má niðurstöður skoð- anakannana Gallup, sem gerðar hafa verið að undanfomu. Þannig styðui' liðlega helmingur karlmanna eða 50,6% Sjálfstæðis- flokkinn og 36,9% kvenna. A hinn bóginn styður mun stærra hlutfall kvenna Samfylkinguna eða 45,6%, en einungis 28,3% karla. Sama hlut- fall kvenna og karla styður Fram- sóknarflokkinn eða 13,1%. Fylgi við aðra flokka er hins vegar mun meira meðal karla en kvenna eða 8,0% hjá körlum samanborið við 4,4% hjá konum. Gallup hefur að undanförnu gert tvær stórar kannanir á fylgi stjórn- málaflokkanna og hefur nú greint niðurstöður þeirra eftir gnmn- breytum, svo sem kyni, aldri, tekj- um og starfí, auk þess sem einnig hefur verið birt fylgi flokkanna eft- ir landshlutum, þ.e. í Reykjavík, Reykjanesi og á iandsbyggðinni. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er mest í Reykjanesi 49,4%, 44,6% í Reykjavík og 40,4% á landsbyggð- inni. Samkvæmt könnunum fær Samfylkingin ívið meira fylgi í Reykjavík en Sjálfstæðisflokkur- inn eða 44,8%, í Reykjanesi er fylg- ið 37,8% og minnst er það úti á landsbyggðinni 29,7%. Framsókn- arflokkurinn er hins vegar með minnst fylgi í Reykjavík eða 6,7%, nokkru meira í Reykjanesi eða 9,5% og mest er fylgið úti á lands- byggðinni 20,2%. Vinstri hreyfmg - Grænt framboð er einnig með mest fylgi á landsbyggðinni eða 7,8% en mun minna bæði í Reykja- vík, 2,4%, og í Reykjanesi 1,7%. Frjálslyndi flokkurinn fær 1,3% í Reykjavík og á landsbyggðinni og 1,4% á Reykjanesi og aðrir flokkar eru með 0,2% í Reykjavík og Reykjanesi og 0,5% á landsbyggð- inni. Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi meðal unga fólksins Ef niðurstöður skoðanakannana eru skoðaðar eftir aldri kemur í ljós að fylgi við Sjálfstæðisflokkinn er mest meðal yngstu aldurs- hópanna, 48,2% á meðal þeirra sem eru 25-34 ára og 45,3% í yngsta aldurshópnum, en minnst er það í elsta aldurshópnum, 55-75 ára, 38,5%. Fylgi Samfylkingar er svip- að í þeim hópi, 38,1%, og sama hlutfall fólks styður flokkinn í ald- urshópnum 35-44 ára. Litlu færri styðja síðan flokkinn í yngsta ald- urshópnum, 18-25 ára, eða 37,1%. Fylgi við Framsóknarflokkinn er einnig mest meðal þeirra yngstu eða 15,4%. Það minnkar síðan með aldri niður í 9,8% á meðal þeirra sem eru 35-44 ára en eykst síðan aftm- og er 14% og 14,6% í tveimur elstu aldurshópunum. Aðrir flokk- ar eru með minnsta fylgið í yngstu aldurshópunum, 2,2% og 5,6%, en það vex síðan með aldri og er 8,8% meðal þeirra elstu. Samfylkingin er með mest fylgi allra flokka meðal þeirra sem eru með laun undir 200 þúsund krón- um á mánuði, en Sjálfstæðisflokk- urinn er með mest fylgi meðal þeirra sem eru með hærri tekjur en það. Meira en helmingur allra sem afstöðu taka og eru með tekj- ur undir 100 þúsund krónum á mánuði styður Samfylkinguna eða 54,1%. Hlutfallið fellur síðan jafnt og þétt með hærri tekjum og er lægst 28,7% meðal þeirra sem eru með hærri tekjur en 300 þúsund. Skoðanakönnum Gallup um fylgi stjórnmálaflokka (8. marsi999) . Framsóknar- Aðrir AIIS flokkur Sjálfstæðisflokkur Samfylkingin flokkar/listar i ] 13,1% / j 44,1 % [|gjj-; J 136,5% [fj]6,2% 50,6% Flokkað eftir kyni Karlar [ ] 13,1% Konur ] 113,1% Flokkað eftir aldri 55-75 ára 45-54 ára 35-44 ára 25-34 ára 18-24 ára Flokkað eftir tekjum (þúsund krónur á mánuði) ”"46,7% l 300+ | j 9,5% 200-299 Hi13,9% 100-199 MMMIM 15.1% 0-99 ■■■20,9 Flokkað eftir starfi Verkafólk/þjónustust. F 114,4% Sjómenn og bændur [_ 111,8% Faglærðir iðnaðarm. : j 13,7% Skrifstofufólk |-_ J 9,3% Sérfræðingar S& 8,6% Stjórnendur/atvinnurek. [ |14,6;- Nemar • : 11,4% Heimavinnandi/öryrkjar 19,4 ] 42,1 % ] 35,8% 121,5% 28,3% LJ 8.0% 45,6% pS 4,4% 38,1% 38,1% 128,7% ] 37,8% ] 40,9% □ 6,9% | 15,6% 8 2,2% n 6,2% 154,1 i 3,5% Þar er Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar með mest fylgi eða 46,7%, en fylgið er minnst hjá þeim sem eru undir 100 þúsund krónum í mánað- arlaun eða 21,5%. Fylgi Framsókn- arflokksins meðal hinna lægst launuðu er svipað og Sjálfstæðis- flokksins eða 20,9%, en það fellur síðan jafnt og þétt með hærri tekj- um niður í 9,5% meðal þeirra sem em með meira en 300 þúsund kr. á mánuði. Aðrir flokkar eru með minnst fylgi hjá hinum lægst laun- uðu eða 3,5% en mest í næsta tekjuhópi fyrir ofan, 8,2%. Samfylkingin með mest fylgi meðal verkafólks Ef fylgi flokkanna er loks skoð- að eftir starfí kemur í ljós að fylgi Sjálfstæðisflokksins er mest meðal faglærðra iðnaðarmanna, 48,3%, og stjórnenda og atvinnurekenda, 55,7%. Samfylkingin hefur hins vegar mest fylgi meðal verkafólks og þeirra sem eru í einföldum þjónustustörfum, 43,4%, og meðal skrifstofufólks, 44,5%. Fylgi Framsóknarflokksins er hins veg- ar mest á meðal heimavinnandi fólks og öryrkja, 19,4%, og síðan næst mest á meðal stjórnenda og atvinnurekenda, 14,6%, og verka- fólks, 14,4%. Fylgi annarra flokka eða lista er hins vegar mest á með- al sjómanna og bænda, 13,9%, sem er nærfellt helmingi meira en það fylgi sem þeir fá í þeim hópi þar sem fylgið er næst mest, sem er á meðal heimavinnandi fólks og ör- yrkja, þar sem stuðningurinn er 7,5%. Hærra hlutfall kvenna en karla tók ekki afstöðu í könnuninni eða 29% kvenna samanborið við 19,6% karla. Þá hækkar hlutfall þeirra sem ekki taka afstöðu með lækk- andi launum, þannig að rúmlega 29% þeirra sem eru með lægri tekjur en 100 þúsund taka ekki af- stöðu, en 17,6% þeirra sem eru með 300 þúsund krónur eða meira í heimilistekjur á mánuði. Um er að ræða tvær kannanir sem gerðar voru á tímabilinu 12. febrúar til 4. mars 1999. IJrtakið var 2.750 manns af landinu öllu á aldrinum 18-75 ára. 69% þeirra svöruðu. Þeir sem voru óákveðnir eða neituðu að taka afstöðu voru 24,4% og þeir sem ekld sögðust kjósa eða myndu skila auðu voni 4,7%. • • Ríkisstjórnin semur við Ossur hf. um kaup á stoðtækjum Gervilimir sendir til Bosníu RÍKISSTJÓRNIN hefur samið við Össur hf. um kaup á 400 gervifótum sem gefa á fólki í Bosníu-Her- segóvínu. Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra undirritaði samning- inn fyrir hönd ríkisstjómarinnar á mánudag en hann hljóðar upp á 30 milljónir ki-óna. Samningurinn kemur í framhaldi af samningi sem gerður var árið 1997 en í honum var samið um 600 gervilimi, sem sendir voru til Bosn- íu. Að sögn Huldar Magnúsdóttur, gæðastjóra Össurs, munu Bosníu- mennirnir fá hina 400 nýju gervilimi um næstu mánaðamót. Ibúar þessa stríðshrjáða lands munu þá hafa fengið 1.000 gervilimi að gjöf frá ís- landi, sem þýðir að heildarverðmæti aðstoðar íslendinga við Bosníu nemur um 70 milljónum króna. Mikil eftirspurn Bosníska heilbrigðisráðuneytið mun taka við gervilimunum og dreifa þeim til fimm borga en tilgangurinn er að kenna fólki að verða sjálf- bjarga. Huld sagði að eftirspumin eftir gervilimum væri geysilega mik- il í Bosníu og að fólk hreinlega byði í röðum fyrir utan stoðtækjaverk- stæðin. Áætlað er að um 4.500 manns í landinu þurfi gervifætur, en um 70% af þeim, eða um 3.100 manns, hafa misst fót fyrir neðan hné og það er einmitt þessi hópur sem hjálp íslendinga beinist að. Huld sagði að samstarfið við ut- anríkisráðuneytið hefði gengið mjög vel, sem og samstarfið við yfirvöld og stoðtækjaverkstæði í Bosníu, en ísland er eina ríkið sem gefur stoð- Morgunblaðið/forkell HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra og Jón Sigurðsson, forstjóri Ossurar, skrifuðu undir samning um kaup ríkisstjórnarinnar á 400 gervifótum sem senda á til Bosníu-Hersegóvínu. tæki inn á stærsta stoðtækjaverk- stæðið í Sarajevó. Ekki er aðeins verið að senda gervilimi til Bosníu því hluti af samningnum snýr að þjálfun starfsmanna stoðtækjaverk- stæða þar í landi. í fyrri samningn- um voru starfsmenn í Sarajevo, Mostar og Tuzla þjálfaðir en nú bætast borgii-nar Zenica og Livno við. Huld sagði að starfsmenn frá Össuri færu reglulega í eftirlitsferð- ir til stoðtækjaverkstæðanna til að athuga hvort þjálfun og kennsla starfsmanna þar væri næg og að hún færi væntanlega þangað í apríl eða maí. Keflavíkurflugvöllur Sjö sóttu um stöðu sýslumanns SJÖ umsóknir bárust um embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli en umsóknarfrestur rann út 2. mars sl. Umsækjendur eru: Árni Haukur Björnsson, fulltrúi sýslumannsins í Keflavík, Björn Rögnvaldsson, sýslumaður á Ólafsfirði, Jóhann R. Benediktsson, sendiráðunautur, Kolbrún Sævarsdóttir, fulltrúi lög- reglustjórans í Reykjavík, Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðis- firði, Sigurður Georgsson, hæsta- réttarlögmaður, og Sævar Lýðsson, fulltrúi sýslumannsins á Keflavíkur- flugvelli. --------------- ■ FRÆÐSLUERINDI um ferðalög á hestum og jeppum um hálendi ís- lands verður haldið á aðalfundi Fé- lags landfræðinga í kvöld, miðviku- dag, kl. 20, í stofu 201 í Odda, húsi Félagsvísindadeildar HÍ. Að lokn- um aðalfundarstörfum segja Kristín Ágústsdóttir og Sunna Osk Loga- dóttir frá lokaverkefnum sínum til BS-prófs í landafræði. Báðar fjöll- uðu þær um efni tengt ferða- mennsku á hálendinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.