Morgunblaðið - 10.03.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999
LISTIR
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Himinblár og
vorgrænn heimur
börnum,“ segir ívar Valgarðsson myndlistarmaður.
Myndlistarmaðurinn
*
Ivar Valgarðsson hefur
litað veggi Gallerís Ing-
ólfsstrætis 8 með
vaxlitum, á sýningu
sem þar stendur yfir á
verkum hans. Hann
segir litina hafa sögu
að segja. Þóroddur
Bjarnason rabbaði við
ívar um sýninguna,
fyrri verk hans og
myndlistina almennt.
S
ASÝNINGUNNI gefur að
líta þrjá jafn stóra fleti á
jafn mörgum veggjum, sem
litaðir eru með vaxlitum
eins og böm nota gjarnan við sína
myndsköpun. Verkin bera nöfn
enskra heita litanna, „Spring green“
(vorgrænn), „Sky blue“ (himinblár)
og,,Orange“ (appelsínugult).
Ivar segir að þrjár krítar hafi farið
í hvern flöt og gerð verksins hafi tek-
ið um tvo daga. Verkin séu hins veg-
ar afsprengi alls ferils hans og era í
raun þróun hugmyndaheims hans
allt frá fæðingu.
Þú hefur undanfarin ár notað
byggingarefni í verkin þín, eins og
t.d. timbur, málningu, spartl ogkítti.
Af hverju eru nú farinn að nota
barnavaxliti?
„Eins og verk mín hingað til þá
tengist þetta efninu sem slíku og því
hvaða sögu það segir. Það gefur til
dæmis auga leið að barnalitir segja
áhorfandanum aðra sögu heldur en
t.d. innanhússmálning frá Hörpu,
eins og ég hef einnig notað. Vaxlitir
eru það fyrsta sem börn fá í hend-
urnar til að tjá sig með. Ég hef velt
þessu efni og sambandi þess við böm
mikið fyrir mér, enda er ég svo mikið
með bömum sjálfur, mínum eigin
börnum."
Þú tileinkar líka bömum sýning-
una á blaði sem liggur frammi í sýn-
ingarsalnum
„Já, ég tileinka sýninguna börnum
og því sem við hinir fullorðnu eigum
sameiginlegt með þeim.“
Eiga myndlistarmenn eitthvað
meira sameiginlegt með börnum en
menn úr öðrum atvinnugreinum eða
hópum?
„Ég held að listamenn sem ná ár-
angri eigi margt sameiginlegt með
börnum. Annars erum við öll börn
inni við beinið og viljum vera frjáls
og óheft til að krota á veggina! Við
eram öll óvitar og byrjendur gagn-
vart sköpunarverkinu.“
Það voru ekki síst nöfn vaxlitanna
sem heilluðu ívar. Hann segir þau
hafa fallið vel að inntaki verkanna.
„Litimir bera mjög falleg nöfn.
Spring green (vorgrænn), sky blue
(himinblár) o.s.frv. Þarna er dregin
upp hrein og einföld mynd af veröld-
inni og nöfnin endurspegla vel hug-
arheim barnsins.“
Verk Ivars hafa einfalt yfirbragð
og margir vilja sjálfsagt flokka hann
með hinum „alræmdu“ minimalist-
um, eða naumhyggjumönnum. En er
Ivar minimalisti?
„Nei, það er ég ekki, þó ég sé
vissulega undir góðum áhrifum frá
þeim viðhorfum eins og mörgu öðru.
Minimalisminn var í raun beint
framhald af abstraktlistinni, það var
bara gengið skrefinu lengra. Málar-
inn Ad Reinhardt, einn öflugasti
málsvari abstraktsins, vildi t.d.
sneyða málverkið öllum ytri vísun-
um, málverkið snerist eingöngu um
sjálft sig. A sama hátt höfnuðu
minimalistamir ytri vísunum, en
jafnframt höfnuðu þeir hefðbundnu
málverki og unnu frekar í þrívídd og
notuðu t.d. iðnaðarefni, málma og
jafnvel ljós, auk þess sem sýningar-
rýmið fór að skipta máli. I mínum
verkum skiptir sýningarrýmið og
eðli efnisins mjög miklu máli, en hins
vegar tengjast verkin ytri veruleika
og vísunum út og suður í allar áttir -
ég ræð ekkert við það.“
í Ingólfsstræti 8 ert þú einmitt að
fást við rýmið í og með, stærð verk-
anna tekur mið af rýminu ekki satt.
Hvað ræður stærð litaflatanna á
veggjunum?
„Það voru ýmsar leiðir færar í
þessu, t.d. að lita allan sýningarsal-
inn, en það hefði bara verið svo rosa-
lega mikil vinna,“ segir ívar og bros-
ir, og bætir síðan við: ,Akveðin
stærð af fleti passar fyrir ákveðna
stærð af rými.“
Að svo komnu máli opnar Ivar
möppu og leyfir blaðamanni að skoða
fyrri verk sín. Þar er margt fróðlegt
að sjá, ýmislegt sem undirritaður
hafði ekki séð áður, eins og t.d. Ijós-
myndaverk hans og höggmyndir. í
möppunni voru einnig svipmyndir af
umtalaðri sýningu hans á Kjarvals-
stöðum árið 1991 þar sem hann stillti
upp ýmsu hráefni sem notuð eru í
byggingariðnaði, eins og t.d. gang-
stéttarhellum, furuborðum, málning-
arfótum o.fl. Sýningin heillaði
marga, en vakti hneykslan hjá enn
fleirum.
„Það varð svolítill hasar út af þess-
ari sýningu. í dag eru þessi efni lík-
lega orðinn hluti af ýmsum bygging-
um hér í borg og víðar, en efnin fékk
ég að láni í Byko. í mínum huga er
eitt verk hráefni í það næsta hug-
lægt eða hlutlægt.
Ég hef haft tilhneygingu til þess
að leysa upp listhlutinn, t.d. að mála
beint á veggi og síðan er bara málað
yfir það að sýningu lokinni. List-
sköpun þarf að vera gagnrýnin á við-
teknar hugmyndit- á líðandi stund.
Listaverk mega ekki vera „totem“
steinrunninna viðhorfa, og dýrkun á
listhlutnum sjálfum fmnst mér
hættuleg og villandi."
Ef listin yrði leyst upp jafnóðum
yrði ekkert eftir fyrir komandi kyn-
slóðir til að læra af, auk þess sem
tekjumöguleikar listamannsins yrðu
litlir ef vai-an er engin!
„Jú, það gæti verið, en verkið
hverfur ekki alveg. í dag eru svo góð-
ir möguleikar á hvers kyns heimilda-
skráningu með ljósmyndun, videói og
tölvutækni. Auk þess stundar enginn
list í ábataskyni, að minnsta kosti
ekki sá sem gerir það af alvöru."
Um sýningarhald erlendis segist
ívar ekki hafa haft sig mikið í
frammi. I raun hafi hann ekki sýnt
erlendis síðan Kjai-valsstaðasýningin
var en fyrir þann tíma sýndi hann
m.a. á Ólympíuleikunum í Seoul í
Kóreu.
„Þar var ég með ýmsum frægum
og minna frægum mönnum í
geysistórum skúlptúrgarði. Ég veit í
raun ekki ennþá af hverju mér var
boðið að sýna þarna. Ég fékk bara
bréf með tveggja vikna fyrirvara og
sendi 3 skúlptúra, sem ég átti fyrir-
liggjandi, út í snarhasti og sýndi þá.
Aðstandendur sýningarinnar keyptu
skúlptúrana og þeir standa þarna
enn að því er ég best veit.“
Eru verkin þín í Galleríi Ingólfs-
stræti 8 til sölu og hvernig myndirðu
selja þau? Eða má maður kannski
óska eftir eins og einum vaxlitafer-
metra?
„Jú, það væri kannski hægt, en ég
myndi síðan koma og velja honum
stað og velja rétta litinn. Viðmiðun-
arverð fyrir verkin á sýningunni er
180.000 kr. fyrir flötinn. Það er ekki
mikið. Ég var ekki einungis 2 daga
að vinna verkin heldur liggur gríðar-
leg hugmyndavinna að baki og í raun
25 ára þróunarvinna. Öll mín
starfsævi liggur á bak við þessi
verk.“
Lítur þú á það sem þitt hlutverk
að uppfræða almenning um verk þín
og myndlist almennt?
„Ekki nema ég sé spurður og að
því marki sem ég treysti mér til þess
að svara. Þetta eru flókin mál.“
Þegar hér er komið við sögu verð-
ur okkur litið á klukkuna, það þarf
að sækja börnin á leikskólann og við-
talinu er lokið.
>4vjtt í Ármú 1a
SpÁHíktr $óf<sr
—iHÍtSli
Ármúla 7, sími 553 6540.
Heimasíða: www.mira.is
Þegar orðin
fá vængi
UM þessar mundir
stendur Stóra upp-
lestrarkeppnin í 7.
bekk grunnskóla sem
hæst. Hvarvetna í
skólum á suðvestur-
homi landsins berast
nú ljóð og sögur um
sali í vönduðum upp-
lestri nemenda. Verið
er að velja fulltrúa
skólanna til þátttöku í
lokakeppni einstakra
byggðarlaga og skóla-
hverfa. Dómnefnd vel-
ur bestu lesarana. Það
er spenna í lofti, því
yfirleitt komast ekki
nema tveir eða þrír í
lokaathöfn keppninnar í sínu
byggðarlagi.
Stóra upplestrarkeppnin í 7.
bekk er nú haldin í þriðja sinn.
Markmið hennar er að auka hlut
hins talaða máls, sjálfs framburð-
arins, í skólum landsins og vitund
þjóðarinnar. Keppnin hóf göngu
sína í Hafnarfirði og hefur smám
saman verið að skjóta rótum á suð-
vesturhorni landsins. Að þessu
sinni taka nálægt tvö þúsund nem-
endur í eitt hundrað bekkjardeild-
um þátt í keppninni og ætlunin er
að innan fárra ára nái hún til lands-
ins alls.
Keppnin hófst á degi íslenskrar
tungu, hinn 16. nóvember síðastlið-
inn, og stendur fram í miðjan mars.
Á þessum tíma er lögð sérstök rækt
við vandaðan upplestur og flutning
texta í skólanum. I stað þess að
nemendur lesi lítt undirbúnir úr
sæti sínu er lögð áhersla á að flytja
allt lesmál frá töflu, vel undh-búið,
hátt og snjallt, svo allir megi njóta.
Kennarar leiðbeina nemendum um
vandaðan upplestur og sjálfir læra
nemendur að gera greinai-mun á
góðum og slæmum upplestri.
Samstillt átak skilar árangri
Svo umfangsmikil keppni verður
ekki að veruleika nema með sam-
stilltu átaki fjölda
fólks, góðum stuðningi
ýmissa aðila, velvilja
fræðsluyfirvalda og
síðast en ekki síst
áhuga og eldmóði
kennara og nemenda.
Að keppninni stend-
ur undirbúningsnefnd,
skipuð fulltrúum sex
aðila: Kennaraháskól-
ans, Heimilis og skóla,
Islenska lestrarfélags-
ins, Islenskrar mál-
nefndar, Kennarasam-
bandsins og Samtaka
móðurmálskennara.
Þessir aðilar eiga
þakkir skilið fyrir hafa
stutt við bakið á fulltrúum sínum,
en einkum er þó ástæða til að
þakka Samtökum móðurmálskenn-
Uppiestrarkeppni
Að þessu sinni taka ná-
lægt tvö þúsund nem-
endur, segir Baldur
Sigurðsson, í eitt hund-
rað bekkjardeildum
þátt í lestrarkeppninni.
ara og Heimili og skóla fyrir að
hafa lagt keppninni til sérstaka
fulltrúa á öllum þeim stöðum þar
sem keppnin er haldin. Samtals
vinna um 30 manns að keppninni í
sjálfboðavinnu, foreldrar og kenn-
arar.
Skólaskrifstofur, sem boðin hef-
ur verið þátttaka í keppninni, hafa
veitt henni brautargengi og lagt
henni ómetanlegt lið. Sérstakir
fulltrúar á hverri skrifstoíú hafa
yfirleitt borið hitann og þungann af
skipulagi keppninnar í sínu um-
dæmi eða skólahverfi og verið
tengiliður undirbúningsnefndar og
Baldur
Signrðsson
Hver er lífsýn ör-
yrkja á nýrri öld?
EFTIR fund sem
Sjálfsbjörg hélt
sunnudaginn 28. febr-
úar sl. undir heitinu
„Lífsýn öryrkja á
nýrri öld“ í Ráðhúsinu
getur maður ekki ver-
ið bjartsýnn. Þar
komu fram upplýsing-
ar sem ekki eru til
sóma fyrir íslenskt
þjóðfélag. Meðal ann-
ars kom fram hjá
Hörpu Njáls hjá
hjálparstarfi kirkjunn-
ar að framfærslulíf-
eyrir öryrkja er langt
frá því að vera í takt
við það sem hinn raun-
verulegi framfærslukostnaður er.
Svo að fólk hefur engin önnur ráð
en að leita til þeirra aðila sem gefa
matargjafir til fátækra.
Núverandi upphæðir örorkubóta
eru þannig að í raun gera þær ráð
fyrir að viðkomandi einstaklingur
þurfi á frekai-i aðstoð að halda, t.d.
að búa í sérstöku félagslegu hús-
næði fyrir fatlaða auk hverskonar
fyrirgreiðslu í formi afsláttar á
þjónustu o.s.frv. til að komast af.
Óryrki er með þessu móti settur á
ákveðinn félagslegan bás, fær á sig
sérstakan félagslegan merkimiða,
sem kannski er meiri skerðing á
mannréttindum og sjálfsákvörðun-
arrétti en sjálf örorkan eða fótlun-
in er. Gegn þessari stöðu mála
verðum við berjast.
Á áðumefndum
fundi í Ráðhúsinu fékk
maður einnig á tilfinn-
inguna að sú skipting
sem er á verksviði ríkis
og sveitarfélaga gagn-
vart öryrkjum og fótl-
uðum sé ákveðinn
dragbítur á að bæta
kjör fatlaðra. Sú tog-
streita sem er í gangi á
milli sveitarfélaga og
ríkis um útgjaldaliði og
yfirfærslu verkefna frá
ríki til sveitarfélaga
gerir það að verkum að
hvorugur aðilinn vill
gera nokkuð ef vera
kynni að það drægi úr
framlögum hins. Kom það greini-
lega í ljós í erindi Höi’pu, þar sem
Framfærsluvandi
Sjálfbjarga einstakling-
ur, segir Jdhannes Þór
Guðbjartsson, er lík-
legri til að taka virkan
þátt í samfélaginu.
hún sýndi fram á að hækkun á
grunnlífeyri hafði öll runnið til að
greiða niður bætur frá bæjarfélag-
inu. Allavega virðist þetta vera
undirtónninn.
Jóhannes Þór
Guðbjartsson
!|
i
I