Morgunblaðið - 10.03.1999, Page 35

Morgunblaðið - 10.03.1999, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ GREINARGERÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 35 TVISKINNUNGUR OG FORDÓMAR Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, hefur óskað eftir því við Morgunblaðið að birtar verði skýringar hennar og svör við gagnrýni, sem hún hef- ur orðið fyrir vegna ferðar til Japans. UNDANFARIÐ hefur verið all- mikil umfjöllun í tilteknum fjölmiðl- um um ferð borgai’j'firvalda til Jap- an. Hafa ýmsir orðið til að leggja út af þeirri ferð um tengsl stjórnvalda og fyrirtækja. Það er í sjálfu ser sígilt og þarft umfjöllunarefni. Eg hef samt ekki getað varist þeiiTÍ hugsun að margt, sem sagt hefur verið undanfarna daga, einkennist af tvískinnungshætti og jafnvel for- dómum. Að hafa það sem sannara reynist Allt byrjaði þetta með því að borgaryfirvöld ákváðu að þiggja boð japanska stórfyi-irtækisins, Mitsubishi, um að skipuleggja heimsókn á vegum borgarinnar til Japan. Boðinu var fyrst komið á framfærí sumarið 1997 þegar ég tók á móti stjórnarformanni Mitsu- bishi Heavy Industries í Höfða. Hann var þá staddur hér á landi í tengslum við framkvæmdir á Nesjavöllum en jafnframt til að endurnýja kynni sín af landi og þjóð, en fyrir tæpum aldarfjórðungi vann hann að því að koma upp vél- búnaði Kröfluvirkjunar, þá ungur verkfræðingur. Boðið hefur síðan verið ítrekað nokkrum sinnum, síð- ast með bréfi dags. 14. desember 1998. Taldi ég þá ástæðu til að þekkjast boðið enda íyrirséð að hægt væri að hafa erindi sem erfiði með ferðinni. Þessi ferð hefur valdið nokki-um úlfaþyt - aðallega í DV - og hefur blaðið ýmist haldið þeiiTÍ lygi blákalt að lesendum að ferðin sé á kostnað Mitsubishi, eða að hún hafi a.m.k. átt að vera það allt þar til málið komst í hámæli fyrir tilstuðl- an DV. Þá hafi borgaryfirvöld ákveðið að snúa frá villu síns vegar. I skrifum sínum gefur blaðið lítið fyi’ir sannleiksgildið og leiðrétting sem barst frá mér sunnudaginn 28. febrúar birtist ekki í blaðinu fyrr en fimmtudaginn 4. mars. A meðan mallaði lygin og jafnvel menn eins og Páll Vilhjálmsson tekur hana trúanlega og skiáfar í örgrein í Mbl. hinn 3. mars: „Oddviti Reykjavík- urlistans afsakar lystireisu sína til Japans á reikning Heklu hf. með vísun til hefðarinnar," (leturbreyt- ing mín). Vegna þessara orða verð ég eina ferðina enn að árétta að ferðakostnaður, Jiar með talin far- gjöld, gisting og dagpeningar, er greiddur af Reykjavíkurborg. Æ sér gjöf til gjalda? Ég hef aðeins velt því fyrir mér af hverju það fer svona fyrir brjóstið á einstaka manni að ferðin tengist Mitsubishi. Af hverju menn hafa jafnvel uppi stór orð eins og „mútur“ um málsverði sem boðið er til hjá því fyrirtæki í ferðinni. Astæðan er líklega sú að menn ótt- ast að æ sjái gjöf til gjalda. Að með því að sitja boð hjá fyrirtækinu sé- um við orðin handgengnari því en gott geti talist. En halda menn þá að forsvarsmenn Mitsubishi hafi aldrei notið gestrisni Reykjavíkur- borgar á fjölmörgum ferðum sínum til borgarinnar í tengslum við stærsta viðskiptasamning sem borgin hefur gert í áraraðir? Halda menn að þeir hafi aldrei setið boð eða þegið málsverði hjá viðskipta- aðila sínum, Reykjavíkurborg? Halda menn að opinberir aðilar og fyrirtæki sem gera stóra viðskipta- eða lánasamninga hafi aldrei boðið til málsverðar eða verið boðnir til málsverðar? Eflaust mætti búa til langan lista yfir slíkt ef einhver nennti að elta ólar við það. Ég get þó nefnt eitt dæmi af handahófí a‘f sjálfri mér sem ég man ekki betur en fengi vinsamlega umfjöllun í fjölmiðlum, enda ekki ástæða til annars. Það var þegar ég, ásamt samgönguráðherra og fleiri fyrir- mönnum, fór til Kaupmannahafnar á vegum Flugleiða til að halda upp á að 50 ár voru liðin frá því að tekið var upp reglubundið flug milli Is- lands og Kaupmannahafnar. Þá sat ég líka glæsilega veislu á þeirra vegum. Ég hefði kannski átt að láta það vera? Það má alltaf deila um ferðalög opinbeira aðila, tilgang þeiiTa og það sem út úr þeim kemur. I þeirri umræðu verða þeir sem til hennar stofna að stjórnast af öðrum hvöt- um en pólitískum illvilja og tæki- færismennsku. Vissulega eru ekki allar ferðir til fjár en sumar ferðir gera ágætlega í blóðið sitt, ýmist strax eða þegar fram líða stundir. Ef menn hafa rökstuddan gi-un um að gæslumenn opinbers fjár séu ósparir á það sér og sínum til handa til að geta lifað í vellystingum praktuglega, er sjálfsagt að taka fast á þeim málum. Þegar engu slíku er til að dreifa hlýtur þeim að vera sæmilega treystandi til að leggja mat á hvaða ferðir þeir fara í tengslum við starf sitt og með hverjum þeir borða hveiju sinni. Sauðirnir og hafrarnir I grein sinni gerir Páll aðra ný- lega uppákomu að umtalsefni. Hann skrifar: „Fyrir nokkrum dög- um opnaði borgarstjóri hljómplötu- búð á Laugaveginum. Eigandi búð- arinnar á viðskiptaferil að baki, sem fæstir myndu hreykja sér af. Fágun er ekki hugtak á sporbraut Jóns 01afssonar.“ Mig rak einfald- lega í rogastans þegar ég las þetta. Kemur þar einkum tvennt til. Ann- ars vegar sú vanþekking sem þarna birtist, hins vegar fordómarnir. Jón Ólafsson er ekki nógu „fágaður", að mati greinarhöfundar, til að borg- arstjóri geti blandað við hann geði á opinberum vettvangi. Og hver er það þá? Hvernig eigum við að skilja sauðina frá höfrunum? Er þetta spurning um nýja peninga eða gamla peninga? Jón Ólafsson var að opna endur- bætta og stóra verslun á Laugaveg- inum og flytja þangað höfuðstöðvar Skífunnar. Það skiptir verulegu máli fyrir miðbæinn og þ.a.l. fyrh’ borgina. Ég hef áður mætt við sam- bærilegar uppákomur. Fáein dæmi: Ég mætti hjá Eimskip þegar nýr Brúarfoss kom til landsins. Ég mætti þegar íslenskar sjávarafurð- ir tóku í notkun nýjar og glæsilegar höfuðstöðvar við Engjateig. Ég mætti þegar Fjárfestingarbanki at- vinnulífsins tók til starfa við Suður- landsbraut. Ég komst að vísu ekki á opnun endurbættrar verslunar Eymundsson í Austurstræti en heimsótti verslunina daginn eftir að viðstöddum fjölmiðlum. Ég mætti þegar Tal tók formlega til starfa í Síðumúla og svona mætti áfram telja. Ég reyni einfaldlega að mæta þegar fagnað er áfanga sem skiptir máli fyrir þróun borgarinnar og at- vinnulífið í borginni. I nærveru minni felst engin persónuleg af- staða til forsvarsmanna viðkomandi íyrirtækja heldur viðurkenning á því að starfsemi þeirra skiptir máli fyrir borgarsamfélagið. Um það má deila hversu mikil og náin samskipti opinberra aðila og viðskiptafyrirtækja eiga að vera, en hjá slíkum samskiptum verður aldrei komist. Umræða um þau samskipti má heldur ekki vera með þeim hætti að kylfa eða fordómar ráði kasti. Viðskiptin við Mitsubishi Þeir sem hafa nálgast samskipti borgarinnar og Mitsubishi á mál- efnalegum grundvelli hafa helst séð ferðinni það til foráttu að viðskipti borgarinnar við fyrirtækið hafi sætt gagnrýni hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Slík gagnrýni er ekkert einsdæmi og hún er ekki óyggjandi. í útboðs- og innkaupamálum lýt- ur borgin bæði alþjóðlegum reglum sem og reglum sem hún hefur sjálf sett sér. Það er meira en hægt er að segja um marga aðra opinbera aðila. (Mér er t.d. ekki kunnugt um að Hitaveita Suðurnesja hafi boðið út kaup sín á vélasamstæðu fyrir raforkuverið í Svartsengi.) Þessar reglur eiga að sjá til þess að við- skiptaaðilar borgarinnar sitji við sama borð en ekki síður hitt, að út- svarsgreiðendur hafi tryggingu fyr- h- því að hagstæðasta tilboði sé tek- ið og annarlegir hagsmunir ráði ekki för. Varðandi kaupin á tveimur vélasamstæðum fyrir Nesjavalla- virkjun þá hef ég hvergi séð því haldið fram að hagstæðasta tilboði hafí ekki verið tekið. Það er heldur engin tilviljun að kostnaður við virkjunina var 800 m.kr. undir áætlun og hún komst í gagnið fyrr en áætlað hafði verið. Þar eiga starfsmenn borgarinnar, verktakar og Mitsubishi stærstan hlut að máli. I nóvember sl. var gengið frá viljayfirlýsingu milli borgarinnar og Mitsubishi um kaup á þriðju vélasamstæðunni ef talið er fýsilegt að stækka raforkuverið á Nesja- völlum. Eftirlitsstofnun EFTA hef- ur gert athugasemdir við þetta og óskað frekari skýringa. Af hálfu borgarinnar er því haldið fram að þessi kaup séu í fullu samræmi við tilskipanir EB og fjölmörg fordæmi séu fyrir sambærilegum kaupum. Það sem vegur þyngst í þessu sam- bandi er sú staðreynd að rekstrar- öryggi raforkuversins yrði mun ótryggara með ólíkum vélasam- stæðum, tæknilega yrði erfitt að tengja stjórnbúnað orkuversins þannig að hann gæti samhæft ólík- ar vélasamstæður og síðast en ekki síst yrði að kaupa ólíka varahluti sem hefði í för með sér um tveggja milljóna dollara viðbótarkostnað (um 145 milljónir ísl.kr.) Það er því mat borgarinnar að kaupin á þriðju vélasamstæðunni frá Mitsubishi, ef af frekari virkjunarframkvæmdum verður, séu mjög hagstæð og í þágu þeirra sem kaupa þjónustu Orku- veitu Reykjavíkur. Heldur þú að Kalk sé nóg ? NATEN _____- er nóg I Fréttir á Netinu ® mbl.is /KLLTAf= G/TTH\SA£? A/ÝT7 MINNINGAR EÐALREIN MAGDALENA ÓLAFSDÓTTIR + Eðalrein Magdalena Ólafsdóttir fæddist á Hellissandi 9. maí 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 3. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Jóhannesson og Björg Guðmunds- dóttir. Eftirlifandi eiginmaður Magda- lenu er Arni Hinrik Jónsson. Börn þeirra eru Ólafur Kristófer, Jórunn Helga, Auður Jóna og Ingveld- ur Jóhanna. Magdalena bjó í Keflavík frá 1937 til æviloka. Lengst af á Suðurgötu 44 en síðustu ár bjó hún á Suðurgötu Í4. Útfor Eðalreinar Magdalenu fer fram frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. „Þá er ein af þeim bestu fallin í valinn. Ég ætla ekki að lýsa lífi eða ætt Möggu, ég læt aðra mér færari um það. Ég vil minnast Möggu sem yndislegrar tengdamóður í yfir 20 ár og góðs vinar til dauðadags. Þó svo hjónabandi mínu lyki slitnaði aldrei sambandið við Möggu og Áma. Þau reyndust mér sem foreldrar eftir fráfall minna eigin. Þegai’ tárin þorna koma minningamar upp í hugann: Sumr- in í sumarbústaðnum þegar börnin min voru lítil; berjatínsla á Snæ- fellsnesi og þegar vinkonur Möggu komu í kaffisopa og spáðu í bolla. Þær voru ekki alltaf sammála um hvað sást í bollanum nema með „gleðigloppurnar", ég man að það vom alltaf „gleðigloppur"! Sagði ég að tárin væm þornuð? Ekki alveg. Með hveri-i minningu koma ný tár. Tárin þoma, en minningamar gleymast aldrei. Magga var alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd eða veita tilsögn, hvort sem það var við að sauma fót á börnin eða „bródera" vambir, eins og við kölluðum það í slátúr- gerðinni. Hún kenndi mér margt sem hefur komið sér vel í gegnum árin, sérstaklega við saltkjöts-, rállupylsu- og sláturgerð, sem er árleg hefð hjá mér núna. Þegar dótturdóttir mín Karitas, 8 ára, heyrði um lát langömmu sagði hún: „O, nei, hver eldar nú fyrir aumingja langafa?" Hún kunni að meta góða matinn hjá Möggu ömmu, sem við og öll gerð- um. Oll fjölskylda mín saknar Möggu mikið og þá sérstaklega nafna hennar sem varð að kveðja hana fjórum dögum áður en hún dó, þar sem hún var á forum til Bandaríkj- anna. Elsku Ami, Óli, Jórunn, Auður, Inga og fjölskyldur, við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur og megi Guð leiða ykkur í gegnum þennan erfiða tíma. Magna Guðmundsdóttir Pfeifer, Heyburn, Idaho, Bandaríkjunum. Amma Magga er dáin. Þegar mamma hringdi og sagði mér að þú værir dáin fann ég tómleikatilfinninguna hellast yfir mig. Það sem gaf mér frið í sál- inni var vitneskjan um að nú liði þér vel. Þar sem ég bý erlendis sem stendur, og að- stæður mínar eru þannig að ég kemst ekki heim til að kveðja þig almennilega elsku w amma Magga, langar mig að fá að kveðja þig með þessum fáu örfáu línum. Mig langar að þakka þér fyrir allar góðu sam- verustundirnar sem við höfum átt. Sérstaklega eru mér minnisstæð- ar þær alltof fáu en góðu stundir sem við áttum saman í eldhúsinu hjá þér síðustu árin áður en ég flutti utan. Það var alltaf gott að koma til þín og afa Arna og við vorum alltaf velkomin. Mér var líka alltaf svo hlýtt um hjartað af þeim einlæga áhuga sem þú sýnd- ir mér og fjölskyldu minni í gegn- um tíðina. Hvernig hefur hann pabbi þinn það, Gyða mín? spurðir þú mig oft með hlýju í röddinni og einnig hafðirðu mikinn áhuga á því sem ég var að gera og spurðir mikið um það. Ég gleymi því líka seint, hvernig þú, þegar ég var að vinna með fötluðum, með tungu- taki þinnar kynslóðar talaðir alltaf með mikilli hlýju og virðingu um eymingjana sem þú sagðir að ég væri að hjálpa. Síðasta skiptið sem við hittumst sagðir þú við mig með stolti í röddinni, að þú hefðir * alltaf vitað að mér myndi vegna vel í lífinu. Það hefur ekki alltaf verið auð- velt fyrir mig að vera stjúpbarn. Þrátt fyrir að fólk segi að maður sé hluti af fjölskyldunni sýnir viðmót og atferli stundum allt annað. Þetta fann ég aldrei í þínu fari. Það sem ég fann var að þér var mikið í mun að mismuna okkur barna- börnunum ekki. Þú tókst mér alltaf án skilyrða, sem einu af þínum bamabörnum. Áhugi þinn á því sem ég tók mér fyrir hendur var alltaf einlægur. Einnig er minning mín um þig minning um konu sem, eftir erfið- leika unglingsáranna hjá mér, tókst mér opnum örmum, sýndir skilning og hlýju. Þessari um- hyggju og hlýju mun ég ávallt búa að og hennar vegna mun minning þín ávallt eiga sérstakan stað í hjarta mér. Mín minning um þig mun því alltaf verða um góða og vandaða konu með stórt hjarta. Megi guð blessa og styrkja ykk- ur elsku afi Árni, mamma, Auður, Jórunn, Óli og fjölskyldur ykkar, og þá aði’a sem eiga um sárt að binda vegna andláts ömmu Möggu. Guð blessi minningu þína elsku amma Magga. Gyða Hjartardóttir. f'- © ÚTFARARÞJÓNUSTAN H Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 _ . . . . Runar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson WWW.Utfanr.IS Utfanr@ltn.lS_útfararstjóri útfararstjóri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.