Morgunblaðið - 10.03.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.03.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ETA-for- ingi hand- tekinn FRANSKA lögi-eglan handtók í gær Jose Javier Arizcuren Ruiz en talið er, að hann hafi stjórn- að vopnuðum sveitum ETA, að- skilnaðarhreyfmgar Baska á Spáni. Slapp hann úr höndum Frakka fyrir tveimur árum og hefur verið leitað síðan. Vai- hann handtekinn fyrir utan hót- el í París ásamt tveimur félög- um sínum og voru þeir allir vopnaðir. Jose Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar, vai- í heimsókn í Frakklandi er hand- takan fór fram og þakkaði hann frönskum yfírvöldum fyrir. Talið er, að einn þeirra, sem voru handteknir í gær, hafi komið við sögu er Miguel Angel Blanco, bæjai'stjórnarmaður í Baskalandi, var drepinn 1997 en morðið á honum vakti mikla reiði á Spáni. Loftárásir * á Irak BANDARÍSKAR herþotur réð- ust í gær á loftvamastöðvar í Norður-Irak en slíkar árásh' hafa verið næstum daglegt brauð síðan íraksstjórn ákvað að berjast gegn flugbanninu yf- ir norðui'- og suðurhluta lands- ins. Sögðu talsmenn Banda- ríkjahers, að ráðist hefði verið á stöðvarnar er ratsjárgeisla var beint. að flugvélunum en í til- kynningu Irakshers sagði, að hann hefði stökkt vélunum á flótta. Olykt gegn nauðgurum KYNNT hefur verið í Svíþjóð nýtt tæki, sem konur geta beitt gegn hugsanlegum nauðgurum. Er það borið í festi um hálsinn eða innanklæða og sé það brotið gýs upp þvílíkur óþefur, að fólki liggur við yfirliði. Er fnykurinn líkur þeim, sem skunkarnh- eru frægh' fyrir. Að sjálfsögðu líður konunni ekkert betur en hún ætti þó að sleppa ósködduð. Er þessi búnaður kominn á markað í Kanada og víðar. Plútón frá Sellafíeld NORSK stjórnvöld skýrðu frá því í gær, að fundist hefðu um- merki um plútón í sjónum við strendur landsins og væri það komið frá endurvinnslustöðinni í Sellafield í Bretlandi. Bretar sökktu 200 kg af plútóni í írska hafi á árunum 1960 til 1990 en héldu því fram, að það hefði grafist ofan í sjávarbotninn. Jesper Simonsen, umhverfis- ráðhema Noregs, sagði, að plút- ónfundurinn við Noregsstrend- ur væri mjög alvarlegt mál. Noregur er ekki í Evrópusam- bandinu en norska stjómin ætl- ar þó að taka þetta mál upp við þýsku stjórnina, sem er nú í forsæti í sambandinu. Stórslys í Sierra Leone MEIRA en 100 kaupmenn drukknuðu og annai'ra 100 er saknað eftir að drekkhlaðinn bátur sökk undir þeim í slæmu veðri undan Freetown í Sierra Leone sl. laugardag. Tókst að- eins að bjarga 50 manns. Mohammad Khatami forseti Irans f opinberri heimsókn á Italíu Tímamót í samskiptum íranska klerkaveldisins og Vesturlanda Róm. Reuters. kom þangað árið 1989. Stjórnvöld á Italíu tóku vel á móti Khatami, sem er álit- inn frjálslyndari en foi-verar hans á for- setastóli íslamska lýð- veldisins í Iran. Massimo D’Alema, forsætisráðherra Ital- íu, og Dini utanríkis- ráðherra sögðust mundu leggja að Khatami að bæta stöðu mannréttinda- mála í Iran og hamla gegn útbreiðslu kjarn- orkuvopna. Mohammad Khatami hugar, ekki síst í ljósi úrslita í sveitarstjóm- arkosningunum. Hann sagði þó nauðsynlegt fyrir Bandaríkjastjórn að nálgast íransstjórn varlega, svo stuðning- ur hennar græfi ekki undan stöðu Khatamis heima fyrir, þ.s. hend- ur forsetans eru enn bundnar af harðlínu- mönnum innan klerka- veldisins. Khatami nýtur mikilla vinsælda meðal yngstu kynslóð- arinnar í Iran en 65% landsmanna eru undir 24 ára aldri. Heimsókninni mótmælt PRIGGJA daga opinber heimsókn forseta Irans, Mohammad Khatami, til Italíu hófst í gær. Hún er hin fyrsta sem leiðtogi Irans fer í til Vesturlanda frá því að íslamska byltingin var gerð ár- ið 1979. Hún markar því tímamót í samskiptum klerkaveldisins í Iran við umheiminn. Lokaniðurstöður sveitastjórnarkosninganna í Iran, sem fram fóru í lok febrúar, voru einnig birtar í gær. Þær eru mikill sigur fyrir Khatami og umbóta- sinna í írönskum stjórnmálum. Umbótasinnar náðu 13 af 15 sæt- um í borgarstjórn Teheran og í öðrum borgum unnu fylgismenn Khatamis einnig markverða sigra. Lamberto Dini, utanríkisráð- herra Ítalíu, tók á móti Khatami á Ciampino herflugvellinum, ásamt Tommaso Caputo, prótókollstjóra Vatíkansins. Kamal Kharrazi, ut- anríkisráðherra Irans, er í fóru- neyti Khatamis. Þeir héldu beint til fundar við Oscar Luigi Scalfaro, forseta Italíu, í Quir- inale-forsetahöllinni í Róm. Þúsundir lögreglumanna voru kallaðar til starfa í Róm til að gæta öryggis Iransforseta, en við- búnaður hefur ekki verið meiri vegna opinberrar heimsóknar í höfuðborg Ítalíu frá því Mikhaíl Gorbatsjov, þá forseti Rússlands, Tímabært að aflétta einangrunarstefnu gegn Iran Dini sagði í útvarpsviðtali í gær að Bandaríkjastjóm fylgdist af miklum áhuga með heimsókninni. Samskipti írans og Bandaríkjanna hafa batnað lítillega að undanfórnu en stjómvöld í Washington saka íransstjóm efth' sem áður um stuðning við hryðjuverkamenn og tilraunir til framleiðslu kjamorku- vopna. Dini lýsti því yfir í síðustu viku að tímabært væri að aflétta einangmnarstefnu Vestui-veldanna gagnvart íran og styðja umbóta- stefnu Mohammads Khatami heils- Á meðan Khatami snæddi há- degisverð með Scalfaro, forseta Ítalíu, mótmæltu þúsundir brott- fluttra Irana komu hans í miðborg Rómar. Að sögn formælenda þeirra söfnuðust fimm þúsund manns saman til þess að andmæla komu Iransforseta. Ekki höfðu þó allir komist á leiðarenda, að því er foi-mælandinn sagði, því að lögregl- an á flugvellinum í Róm hefði neit- að írönum frá Þýskalandi og Bret- landi um að koma inn í landið. Sjö íi'anar náðu skrifstofu ítalska ræðismannsins í Amster- dam á sitt vald í stutta stund í gær- dag, en 20-30 til viðbótar efndu til mótmæla vegna heimsóknarinnar fyrii' utan ræðismannsskrifstofuna. Andstæðingar Khatamis segja lítið sem ekkert hafa breyst til betri vegar frá því að hann tók við völdum í Iran árið 1997. Máli sínu til stuðnings nefna þeir að 300 manns hafi verið teknir af lífi opin- berlega og 18 andófsmenn verið myrtir erlendis af útsendunim Iransstjómar. í liðinni viku undirritaði ítalskt stórfyi'irtæki á sviði orkumála, ENI, og franska olíufyrirtækið Elf-Aquitaine samning við Iranska olíufélagið um olíuleit undan ströndum Irans. Samningurinn hljóðar upp á jafnvirði 70 milljarða íslenskra króna, en áætlað er að með samstarfinu aukist olíufram- leiðsla írans um 220.000 þúsund tunnur á dag. Á Ítalíu og í Frakk- landi er gert ráð fyrir því að löndin verði ekki fyrir bai'ðinu á við- skiptabanninu gegn Iran vegna samningsins. „Það getur vel verið að þeim [Bandaríkjastjórn] líki ekki samningurinn, en samt sem áður láta þeir hann yfir sig ganga,“ sagði Dini utanríkisráðherra Ital- íu. : Reuters Sprenging í sýningarsal SPRENGJA sprakk í gær og olli nokkrum skemmdum á sýningu um síðari heimsstyijöldina í Sa- arbriicken í Þýskalandi. Hefur sýningin verið gagnrýnd harð- lega af öfgafullum hægrimönn- um en með henni er þvi haldið fram, að óbreyttir hermenn hafi vitað um og tekið fullan þátt í glæpaverkum nasista. Enginn meiddist er sprengjan sprakk snemma í gærmorgun en um er að ræða farandsýningu, sem kallast „Utrýmingarstríð _ Glæpir þýska hersins 1941- 1944“. Hefur hún verið sett upp víða í Þýskalandi síðustu fjögur ár. Hafa hópar öfgafullra hægri- sinna oft efnt til mótmæla gegn henni en þetta er fyrsta sprengjutilræðið henni tengt. Ekki var vitað hver eða hveijir komu sprengjunni fyrir. Það er félagsvísindastofnunin í Ham- borg, sem setti sýninguna sam- an, en þar er dregin í efa sú við- tekna skoðun, að hermenn í þýska ríkishernum, ólfkt því, sem var með SS-liða Hitlers, hafi ekki tekið þátt í mestu glæpaverkum nasista eða þá að- eins tilneyddir. Fyrir um tveim- ur árum jós nýnasisti málningu á suma sýningargripina og að- standendum sýningarinnar hafa oft borist sprengjuliótanir. Á myndinni má sjá skemmdirnar, sem urðu á sýningarsalnum. Ný fjárlög bresku ríkisstjórnarinnar Brown heitir skattalækkun Reutfirs GORDON Brown, fjármálaráðherra Bret- lands, heldur skjalatöskunni, sem geymir Qárlagaræðu hans, á lofti fyrir blaðaljós- myndara í Lundúnum í gær. Lundúnum. Reuters, Daily Telegraph. GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, hét því að lækka skatta og efla frjálst framtak í fjár- lagaræðu sinni í breska þinginu í gær. Hann sagði ný fjárlög bresku stjórnarinnar miða að því að minnka fátækt, jafnframt því að halda jafnvægi í rík- isfjármálunum. „Kjami þessa fjárlaga- frumvarps felst í hug- myndinni um að hag- sæld framtíðarinnar byggi á frjálsu fram- taki og sanngirni," sagði Brown í ræðu sinni. Ráðherrann lagði í upphafi ræð- unnar áherslu á að gera þyrfti hvort tveggja, stuðla að auknum hagvexti og tryggja jafnari skipt- ingu auðsins á milli þegnanna. Þetta er í þriðja skipti sem stjórn Verkamannaflokksins legg- ur fram fjárlög og í fyrsta sinn í áratug sem lögð em fram hallalaus fjárlög í Bretlandi. Spáð er 1-1,5% hagvexti á þessu ári og 2,25-2,75% hagvexti árið 2000. Sumir írétta- skýrendur telja líklegra að hag- vöxtur nái einungis 0,6% á þessu ári í Bretlandi. Fjármálaráðherr- ann spáir 2,5% verðbólgu á ári næstu þrjú árin. Helsta nýmæli frumvarpsins er að lægsta tekjuskattþrepið verður 10% en hingað til hefur það verið 20%, en lækkunin var eitt aðal- kosningaloforð Verkamannaflokks- ins í kosningunum 1997. Andstæð- ingar stjórnarinnar segja hins veg- ar nær að hækka tekjuskattpró- sentuna eigi að spoma við fátækt í landinu. Hætt við kynningarbækling inn á hvert heimili Gordon Brown hætti við að senda kynningarbækling um fjár- lög þessa árs inn á hvert heimili í Bretlandi, sem era 24 milljónir talsins, vegna mótmæla frá þing- mönnum Ihaldsflokksins og emb- ættismönnum í fjármálaráðuneyt- inu. Þess í stað var ákveðið að 1.250 þúsund bæklingar skyldu liggja frammi á pósthúsum og al- menningsbókasöfnum. I þeim er skýrt út fyrir almenningi hvernig og hvers vegna skattar era inn- heimtir og hvernig ríkisstjórnin ráðstafar því fé sem með þeim fæst í ríkissjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.