Morgunblaðið - 10.03.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 10.03.1999, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ETA-for- ingi hand- tekinn FRANSKA lögi-eglan handtók í gær Jose Javier Arizcuren Ruiz en talið er, að hann hafi stjórn- að vopnuðum sveitum ETA, að- skilnaðarhreyfmgar Baska á Spáni. Slapp hann úr höndum Frakka fyrir tveimur árum og hefur verið leitað síðan. Vai- hann handtekinn fyrir utan hót- el í París ásamt tveimur félög- um sínum og voru þeir allir vopnaðir. Jose Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar, vai- í heimsókn í Frakklandi er hand- takan fór fram og þakkaði hann frönskum yfírvöldum fyrir. Talið er, að einn þeirra, sem voru handteknir í gær, hafi komið við sögu er Miguel Angel Blanco, bæjai'stjórnarmaður í Baskalandi, var drepinn 1997 en morðið á honum vakti mikla reiði á Spáni. Loftárásir * á Irak BANDARÍSKAR herþotur réð- ust í gær á loftvamastöðvar í Norður-Irak en slíkar árásh' hafa verið næstum daglegt brauð síðan íraksstjórn ákvað að berjast gegn flugbanninu yf- ir norðui'- og suðurhluta lands- ins. Sögðu talsmenn Banda- ríkjahers, að ráðist hefði verið á stöðvarnar er ratsjárgeisla var beint. að flugvélunum en í til- kynningu Irakshers sagði, að hann hefði stökkt vélunum á flótta. Olykt gegn nauðgurum KYNNT hefur verið í Svíþjóð nýtt tæki, sem konur geta beitt gegn hugsanlegum nauðgurum. Er það borið í festi um hálsinn eða innanklæða og sé það brotið gýs upp þvílíkur óþefur, að fólki liggur við yfirliði. Er fnykurinn líkur þeim, sem skunkarnh- eru frægh' fyrir. Að sjálfsögðu líður konunni ekkert betur en hún ætti þó að sleppa ósködduð. Er þessi búnaður kominn á markað í Kanada og víðar. Plútón frá Sellafíeld NORSK stjórnvöld skýrðu frá því í gær, að fundist hefðu um- merki um plútón í sjónum við strendur landsins og væri það komið frá endurvinnslustöðinni í Sellafield í Bretlandi. Bretar sökktu 200 kg af plútóni í írska hafi á árunum 1960 til 1990 en héldu því fram, að það hefði grafist ofan í sjávarbotninn. Jesper Simonsen, umhverfis- ráðhema Noregs, sagði, að plút- ónfundurinn við Noregsstrend- ur væri mjög alvarlegt mál. Noregur er ekki í Evrópusam- bandinu en norska stjómin ætl- ar þó að taka þetta mál upp við þýsku stjórnina, sem er nú í forsæti í sambandinu. Stórslys í Sierra Leone MEIRA en 100 kaupmenn drukknuðu og annai'ra 100 er saknað eftir að drekkhlaðinn bátur sökk undir þeim í slæmu veðri undan Freetown í Sierra Leone sl. laugardag. Tókst að- eins að bjarga 50 manns. Mohammad Khatami forseti Irans f opinberri heimsókn á Italíu Tímamót í samskiptum íranska klerkaveldisins og Vesturlanda Róm. Reuters. kom þangað árið 1989. Stjórnvöld á Italíu tóku vel á móti Khatami, sem er álit- inn frjálslyndari en foi-verar hans á for- setastóli íslamska lýð- veldisins í Iran. Massimo D’Alema, forsætisráðherra Ital- íu, og Dini utanríkis- ráðherra sögðust mundu leggja að Khatami að bæta stöðu mannréttinda- mála í Iran og hamla gegn útbreiðslu kjarn- orkuvopna. Mohammad Khatami hugar, ekki síst í ljósi úrslita í sveitarstjóm- arkosningunum. Hann sagði þó nauðsynlegt fyrir Bandaríkjastjórn að nálgast íransstjórn varlega, svo stuðning- ur hennar græfi ekki undan stöðu Khatamis heima fyrir, þ.s. hend- ur forsetans eru enn bundnar af harðlínu- mönnum innan klerka- veldisins. Khatami nýtur mikilla vinsælda meðal yngstu kynslóð- arinnar í Iran en 65% landsmanna eru undir 24 ára aldri. Heimsókninni mótmælt PRIGGJA daga opinber heimsókn forseta Irans, Mohammad Khatami, til Italíu hófst í gær. Hún er hin fyrsta sem leiðtogi Irans fer í til Vesturlanda frá því að íslamska byltingin var gerð ár- ið 1979. Hún markar því tímamót í samskiptum klerkaveldisins í Iran við umheiminn. Lokaniðurstöður sveitastjórnarkosninganna í Iran, sem fram fóru í lok febrúar, voru einnig birtar í gær. Þær eru mikill sigur fyrir Khatami og umbóta- sinna í írönskum stjórnmálum. Umbótasinnar náðu 13 af 15 sæt- um í borgarstjórn Teheran og í öðrum borgum unnu fylgismenn Khatamis einnig markverða sigra. Lamberto Dini, utanríkisráð- herra Ítalíu, tók á móti Khatami á Ciampino herflugvellinum, ásamt Tommaso Caputo, prótókollstjóra Vatíkansins. Kamal Kharrazi, ut- anríkisráðherra Irans, er í fóru- neyti Khatamis. Þeir héldu beint til fundar við Oscar Luigi Scalfaro, forseta Italíu, í Quir- inale-forsetahöllinni í Róm. Þúsundir lögreglumanna voru kallaðar til starfa í Róm til að gæta öryggis Iransforseta, en við- búnaður hefur ekki verið meiri vegna opinberrar heimsóknar í höfuðborg Ítalíu frá því Mikhaíl Gorbatsjov, þá forseti Rússlands, Tímabært að aflétta einangrunarstefnu gegn Iran Dini sagði í útvarpsviðtali í gær að Bandaríkjastjóm fylgdist af miklum áhuga með heimsókninni. Samskipti írans og Bandaríkjanna hafa batnað lítillega að undanfórnu en stjómvöld í Washington saka íransstjóm efth' sem áður um stuðning við hryðjuverkamenn og tilraunir til framleiðslu kjamorku- vopna. Dini lýsti því yfir í síðustu viku að tímabært væri að aflétta einangmnarstefnu Vestui-veldanna gagnvart íran og styðja umbóta- stefnu Mohammads Khatami heils- Á meðan Khatami snæddi há- degisverð með Scalfaro, forseta Ítalíu, mótmæltu þúsundir brott- fluttra Irana komu hans í miðborg Rómar. Að sögn formælenda þeirra söfnuðust fimm þúsund manns saman til þess að andmæla komu Iransforseta. Ekki höfðu þó allir komist á leiðarenda, að því er foi-mælandinn sagði, því að lögregl- an á flugvellinum í Róm hefði neit- að írönum frá Þýskalandi og Bret- landi um að koma inn í landið. Sjö íi'anar náðu skrifstofu ítalska ræðismannsins í Amster- dam á sitt vald í stutta stund í gær- dag, en 20-30 til viðbótar efndu til mótmæla vegna heimsóknarinnar fyrii' utan ræðismannsskrifstofuna. Andstæðingar Khatamis segja lítið sem ekkert hafa breyst til betri vegar frá því að hann tók við völdum í Iran árið 1997. Máli sínu til stuðnings nefna þeir að 300 manns hafi verið teknir af lífi opin- berlega og 18 andófsmenn verið myrtir erlendis af útsendunim Iransstjómar. í liðinni viku undirritaði ítalskt stórfyi'irtæki á sviði orkumála, ENI, og franska olíufyrirtækið Elf-Aquitaine samning við Iranska olíufélagið um olíuleit undan ströndum Irans. Samningurinn hljóðar upp á jafnvirði 70 milljarða íslenskra króna, en áætlað er að með samstarfinu aukist olíufram- leiðsla írans um 220.000 þúsund tunnur á dag. Á Ítalíu og í Frakk- landi er gert ráð fyrir því að löndin verði ekki fyrir bai'ðinu á við- skiptabanninu gegn Iran vegna samningsins. „Það getur vel verið að þeim [Bandaríkjastjórn] líki ekki samningurinn, en samt sem áður láta þeir hann yfir sig ganga,“ sagði Dini utanríkisráðherra Ital- íu. : Reuters Sprenging í sýningarsal SPRENGJA sprakk í gær og olli nokkrum skemmdum á sýningu um síðari heimsstyijöldina í Sa- arbriicken í Þýskalandi. Hefur sýningin verið gagnrýnd harð- lega af öfgafullum hægrimönn- um en með henni er þvi haldið fram, að óbreyttir hermenn hafi vitað um og tekið fullan þátt í glæpaverkum nasista. Enginn meiddist er sprengjan sprakk snemma í gærmorgun en um er að ræða farandsýningu, sem kallast „Utrýmingarstríð _ Glæpir þýska hersins 1941- 1944“. Hefur hún verið sett upp víða í Þýskalandi síðustu fjögur ár. Hafa hópar öfgafullra hægri- sinna oft efnt til mótmæla gegn henni en þetta er fyrsta sprengjutilræðið henni tengt. Ekki var vitað hver eða hveijir komu sprengjunni fyrir. Það er félagsvísindastofnunin í Ham- borg, sem setti sýninguna sam- an, en þar er dregin í efa sú við- tekna skoðun, að hermenn í þýska ríkishernum, ólfkt því, sem var með SS-liða Hitlers, hafi ekki tekið þátt í mestu glæpaverkum nasista eða þá að- eins tilneyddir. Fyrir um tveim- ur árum jós nýnasisti málningu á suma sýningargripina og að- standendum sýningarinnar hafa oft borist sprengjuliótanir. Á myndinni má sjá skemmdirnar, sem urðu á sýningarsalnum. Ný fjárlög bresku ríkisstjórnarinnar Brown heitir skattalækkun Reutfirs GORDON Brown, fjármálaráðherra Bret- lands, heldur skjalatöskunni, sem geymir Qárlagaræðu hans, á lofti fyrir blaðaljós- myndara í Lundúnum í gær. Lundúnum. Reuters, Daily Telegraph. GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, hét því að lækka skatta og efla frjálst framtak í fjár- lagaræðu sinni í breska þinginu í gær. Hann sagði ný fjárlög bresku stjórnarinnar miða að því að minnka fátækt, jafnframt því að halda jafnvægi í rík- isfjármálunum. „Kjami þessa fjárlaga- frumvarps felst í hug- myndinni um að hag- sæld framtíðarinnar byggi á frjálsu fram- taki og sanngirni," sagði Brown í ræðu sinni. Ráðherrann lagði í upphafi ræð- unnar áherslu á að gera þyrfti hvort tveggja, stuðla að auknum hagvexti og tryggja jafnari skipt- ingu auðsins á milli þegnanna. Þetta er í þriðja skipti sem stjórn Verkamannaflokksins legg- ur fram fjárlög og í fyrsta sinn í áratug sem lögð em fram hallalaus fjárlög í Bretlandi. Spáð er 1-1,5% hagvexti á þessu ári og 2,25-2,75% hagvexti árið 2000. Sumir írétta- skýrendur telja líklegra að hag- vöxtur nái einungis 0,6% á þessu ári í Bretlandi. Fjármálaráðherr- ann spáir 2,5% verðbólgu á ári næstu þrjú árin. Helsta nýmæli frumvarpsins er að lægsta tekjuskattþrepið verður 10% en hingað til hefur það verið 20%, en lækkunin var eitt aðal- kosningaloforð Verkamannaflokks- ins í kosningunum 1997. Andstæð- ingar stjórnarinnar segja hins veg- ar nær að hækka tekjuskattpró- sentuna eigi að spoma við fátækt í landinu. Hætt við kynningarbækling inn á hvert heimili Gordon Brown hætti við að senda kynningarbækling um fjár- lög þessa árs inn á hvert heimili í Bretlandi, sem era 24 milljónir talsins, vegna mótmæla frá þing- mönnum Ihaldsflokksins og emb- ættismönnum í fjármálaráðuneyt- inu. Þess í stað var ákveðið að 1.250 þúsund bæklingar skyldu liggja frammi á pósthúsum og al- menningsbókasöfnum. I þeim er skýrt út fyrir almenningi hvernig og hvers vegna skattar era inn- heimtir og hvernig ríkisstjórnin ráðstafar því fé sem með þeim fæst í ríkissjóð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.