Morgunblaðið - 10.03.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.03.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 10. MARZ 1999 15 AKUREYRI Islensk miðlun og Raufarhafnarhreppur stofna hlutafélag Þrettán ný störf í markaðs- og upplýsing'amálum á Raufarhöfn Morgunblaðið/Kristján SVAVAR Kristinsson, framkvæmdastjóri fslenskrar miðlunar, Gunn- laugur Júlíusson, sveitarstjdri á Raufarhöfn, og Reynir Þorsteinsson, oddviti, ásamt Fritz Jörgenssyni, sölumanni hjá Tæknivali, á blaða- mannafundi á Akureyri í gær þar sem kynnt var stofnun dótturfélags Islenskrar miðlunar á Raufarhöfn en þar munu skapast 13 ný mark- aðs- og upplýsingastörf. ÞRETTÁN ný störf á sviði markaðs- og upplýsinga skapast á Raufarhöfn með nýjum samningi milli Islenskra tniðlunar ehf. og Raufarhafnar- hrepps um stofnun dótturfélags í sveitarfélaginu. Starfsmennirnir munu starfa í beinum tengslum við aðalskrifstofu Islenskrar miðlunar í Reykjavík. Fyrirtækið mun opna nýjar leiðir og tækifæri í atvinnu- málum um leið og það flytur nýjustu samskiptatækni og þekkingu til Raufarhafnar. Hafíst verður handa við að setja upp búnað í húsakynnum hins nýja fyrirtækis á Raufarhöfn í næstu viku en stefnt er að því að starfsemin hefjist fljótlega eftir páska. Með víðnetinu er hægt að færa störfin til fólksins Svavar Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Islenskrar miðlunar, sagði tilhlökkunarefni að hefja sam- starf við Raufarhafnarhrepp, en tækniþróun síðustu ára hefði orðið með þeim hætti að nú skipti ekki máli hvort þessi störf væru innt af hendi í Reykjavík eða á Raufarhöfn. Þensla á vinnumarkaði syðra og þar af leiðandi meira rót á starfsfólki hefði m.a. orðið til þess að starfs- stöðin er sett upp á Raufarhöfn, stöðugleikar á vinnumarkaði á landsbyggðinni hefði vegið þungt. Um 30 manns starfa hjá fyrirtækinu og eru þeir 13 starfsmenn sem ráðn- ir verða á Raufarhöfn viðbót við fyr- irtækið. Settar verða upp sex starfsstöðv- ar með tilheyrandi síma- og tölvu- búnaði og verður unnið á tveimur vöktum, dag- og kvöldvöktum. Munu starfsmennirnir á Raufar- höfn taka fullan þátt í þeirri þjón- ustustarfsemi sem íslensk miðlun býður upp á, en fyrirtækið annast í auknum mæli margvísleg markaðs- og sölustörf, tekur að sér simsvör- un fyrir fyrirtæki, út- og innhring- ingar vegna upplýsinga-, markaðs- og söluátaks, markhópavinnslu og gerð spurninga- og markaðskann- ana. Tæknival hf. mun setja upp tölvu- og víðnetsbúnað ásamt símbúnaði frá Smith og Norland, en ein af for- sendum þess að hægt er að flytja stöi-fín til Raufarhafnar er að landið er nú eitt gjaldsvæði. Þá verður sett upp fjarfundarkerfi sem tengt verð- ur skrifstofunni í Reykjavik. Víð- netslausnin felst m.a. í því að unnt er að tengja saman tvo eða fleiri vinnu- staði sem geta starfað saman óháð vegalengdum. Með víðnetinu er þannig hægt að færa störfin til fólks- ins öfugt við það sem áður var þegar fólk varð að flytja þangað sem störf- in voru í boði. Gunnlaugur Júlíusson, sveitar- stjóri á Raufarhöfn, sagði ánægju- legt að störfum fjölgaði og styrkari stoðum væri skotið undir atvinnulífið en ekki væri síður mikilvægt að sjá þá möguleika sem fælust í tækni- framfórum, nýtt fyrirtæki á sviði samskipta kallaði á nýsköpun og aðra hugsun sem væri ómetanleg fyi-ir sjávarpláss þar sem atvinna hefði að mestu snúist um sjávarút- veg. Reynir Þorsteinsson, oddviti Raufarhafnarhrepps, sagði að þau byggðarlög sem byðu ekki upp á fleiri valkosti í atvinnulífi en nú er, þ.e. aðallega á sviði sjávarútvegs, myndu ekki verða til eftir fimm ár, þess vegna yrðu menn að vera vak- andi fyrir þeim möguleikum sem byðust. Karlakór Akureyrar - Geysir Tvennir tón- leikar með Kristjáni Jó- hannssyni KRISTJÁN Jóhannsson stórsöngvari syngur með Karlakór Akureyrar - Geysi á tvennum tónleikum í íþróttaskemmunni á Akur- eyri dagana 30. apríl og 1. maí næstkomandi. Á tónleikunum mun Krist- ján einnig syngja með bræðr- um sínum, Svavari og Jó- hanni Má, en það verður í fyrsta skipti sem þeir bræður koma opinberlega fram sam- an. Auk þess munu systur- synir þeirra bræðra, Örn Við- ar og Stefán Birgissynir, koma fram. Tónleikarnir verða þrí- skiptir. Fyrsti hlutinn sam- anstendur af hefðbundnum íslenskum karlakórslögum, annar verður söngur þeirra bræðra og frænda og sá síð- asti ítölsk óperulög og aríur. Tónleikar Kiistjáns Jóhanns- sonar hafa lengi verið í deigl- unni, en bæði Kristján og fað- ir hans, Jóhann Konráðsson, sungu með karlakórunum á Akureyri sem nú hafa verið sameinaðir. Morgunblaðið/Kristján Þau skemmtu sér á skíðum UM 400 krakkar skemmtu sér konunglega á skíðum í björtu og fögru vetrarveðri í Hlíðarljalli í gær, en þá var útivistardagur hjá tveimur skólum, hjá börnum í 5., 6. og 7. bekk Síðuskóla og 5. til 10. bekk Glerárskóla. Haukur Stefánsson, forstöðumaður Skíðastaða, sagði alla hafa skemmt sér hið besta þótt frost- ið hefði bitið dálítið í kinn en um 7 stiga frost var í íjallinu í gær- morgun. Veður hefur verið ákjósanlegt til skíðaferða að undanfornu og færið eins og best verður á kosið að sögn Hauks. Síðasta helgi var einkar góð, en þá voni fleiri þúsund manns í fjallinu, „að- sóknin stappaði nærrijgóðri páskahelgi," sagði Haukur. „Hér hefur verið fín stemmning, gott færi og fallegt veður síðustu daga og því allir í góðu skapi.“ Jarðgöng í gegnum Vaðlaheiði Kostnaður áætl- aður um 4 millj- arðar árið 1990 TÖLUVERÐ umræða hefur verið um jarðgangagerð hér á landi að undanfórnu og þá helst verið rætt um göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar annars vegar og Reyðarfjarðar og Fáskrúðsíjarðar hins vegar. Jarðgöng í gegnum Vaðlaheiði austan AkiU’eyrar hafa einnig komið til umræðu en sam- göngur um Víkurskarð eru einmitt mikilvægur hlekkur samgangna við Austurland. Þar getur hins veg- ar oft verið þungfært yfir vetrar- mánuðina. Samkvæmt lauslegri úttekt sem Vegagerðin framkvæmdi árið 1990 kemur fram að heildarkostnaður á núverandi verðlagi við tvíbreið 7,2 km löng jarðgöng gegnum Vaðla- heiði er um 4 milljarðar króna. Hreinn Haraldsson, framkvæmda- stjóri rannsóknar- og þróunarsviðs Vegagerðarinnar, sagði að miðað hefði verið við að göngin væru í innan við 100 metra hæð á móts við Akureyri og í rúmlega 100 metra hæð á móts við gömlu brúna yfir í Vaglaskóg í Fnjóskadal. Margir vilja jarðgöng „Ef við miðum við að aðstæður séu svipaðar og í Ólafsfjarðarmúla ættu ekki að vera nein jarðfræðileg vandamál þarna á ferðinni. Þessi framkvæmd er hins vegar ekki komin á dagskrá og það eru margir sem vilja jarðgöng og ekkert skrýt- ið við það. Þetta er samgöngumáti sem hentai- vel í okkar landi. Fjár- magn liggur hins vegar ekki á lausu en nú hillir undir að menn fari að setjast niður og marki ein- hverja stefnu í þessum málum. Hvort Vaðlaheiði verður þar inni er þó ómögulegt að segja til um á þessari stundu,“ sagði Hreinn. Samkvæmt úttekt Vegagerðar- innar fara að meðaltali 600-700 bíl- ar um Víkurskarð á dag og um 1.200 bílar á dag yfir sumarmánuð- ina. -------------- Vinafundur eldri borgara VINAFUNDUR eldri borgara verður í Glerárkirkju á morgun, fimmtudaginn 11. mars, kl. 15. Samveran hefst með stuttri helgi- stund. Gestur fundarins verður sr. Pétur Þórarinsson. Baldvin Kr. Baldvinsson syngur einsöng. Boðið verður upp á veitingar og eru allir velkomnir. .lÆKN^s^o G Skólavörðustíg 35, sími 552 3621. BLUSSUR /SÉR T1L BO O 1990 Innkaupataska Mikið úrval af öðrum töskum Aðeins ALLAR STÆRÐIR • MIKIÐ ÚRVAL / kr. 1290,- Quelle VERSLUN DALVEGI 2 • KÓPAVOGI SÍMI: 564 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.