Morgunblaðið - 10.03.1999, Blaðsíða 29
28 MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
pltrgMmWuMlí
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
AÐALFUNDUR SH
KOSNINGARNAR á aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna í gær marka áreiðanlega ákveðin þáttaskil í við-
skiptalífinu hér. Sölumiðstöðin er eitt af stærstu fyrirtækjum
landsins. Þegar hlutabréfamarkaðurinn hefur þróazt á þann
veg að hægt er að ná yfirráðum í svo stóru fyrirtæki með
hlutabréfakaupum, má ætla að það sama eigi við um nánast
öll fyrirtæki sem skráð eru á verðbréfaþingi. Ljóst er að sala
hlutabréfa Haraldar Böðvarssonar hf. í Sölumiðstöðinni í
gærmorgun var lykillinn að því að Róbert Guðfinnsson og
samherjar hans náðu meirihluta í stjórn fyrirtækisins og
stjórnarformennsku.
Slíkar sviptingar í opnum hlutafélögum eru algengar í öðr-
um löndum, sérstaklega í hinum engilsaxneska heimi. Við-
skiptalífið hér hefur hins vegar verið í föstum skorðum og
mikið um gagnkvæma eignaraðild á milli hlutafélaga, ekki
sízt í sjávarútvegi. Segja má að fyrstu vísbendingar um að
nýir tímar væru í vændum hafí komið á aðalfundi Islands-
banka hf. vorið 1994 þegar Pétur Blöndal birti auglýsingu hér
í blaðinu, þar sem hann hvatti litla hluthafa í bankanum til
þess að veita sér umboð til að fara með atkvæði þeirra við
stjórnarkjör.
Að þessu sinni er ljóst að fyrirtækið Þormóður rammi-Sæ-
berg hf. hefur gengið til leiks með markvissum hætti og fjár-
fest mikið í hlutabréfum í Sölumiðstöðinni bersýnilega með
það í huga að styrkja stöðu sína í æðstu stjórn SH. Ovænt
kaup hlutabréfa, sem koma mönnum í opna skjöldu, eins og
gerðist í gærmorgun eru nýjung hér en algeng t.d. í Banda-
ríkjunum.
Hinn nýi stjórnarformaður Sölumiðstöðvarinnar hefur gef-
ið til kynna að hann muni beita sér fyrir stefnubreytingu í
starfsemi fyrirtækisins. Sú stefnubreyting varðar fyrst og
fremst hluthafa, starfsmenn og viðskiptavini Sölumiðstöðvar-
innar. Það vakti hins vegar athygli að engar umræður urðu á
aðalfundi SH eftir skýrslu fráfarandi stjórnarformanns og
forstjóra. Ætla hefði mátt að úr því að ágreiningur er um
stefnumörkun innan fyrirtækisins hefði hann verið ræddur
fyrir opnum tjöldum. Svo var ekki og veldur það vonbrigðum.
Slík skoðanaskipti eru mikilvæg fyrir smærri hluthafa - og
þeir eru orðnir býsna margir - til þess að þeir geti betur átt-
að sig á stöðu fyrirtækjanna.
En nú þegar það er komið í ljós að hægt er að ná yfirráðum
í fyrirtækjum sem skráð eru á verðbréfaþingi með þessum
hætti má búast við að fleiri vilji láta á þessa aðferð reyna. Við
því var að búast að til þess kæmi fyrr en síðar. Hvort það
verður íslenzku viðskiptalífi til framdráttar á eftir að koma í
Ijós. Hlutabréfamarkaðurinn er harður húsbóndi.
STARFSLAUN
NOKKUR UMRÆÐA verður alltaf um árlega úthlutun
starfslauna listamanna. Þar er margt að athuga. Sumir
telja ekki æskilegt að ríkið úthluti slíkum launum en aðrir sjá
ekki hvernig listalíf á að þrífast í landinu án slíks stuðnings
frá ríkinu. Sagt er að þeim sem sitja í úthlutunarnefndum
sjóðanna séu falin of mikil völd. Þannig er því haldið fram að
smám saman hafi sjóðirnir búið til þann hóp listamanna sem
geta starfað sem listamenn og eru áberandi eða áhrifamiklir
á sínu sviði. Ennfremur eru menn sjaldnast á eitt sáttir um
það hverjir eiga að fá laun í hvert skipti. Hafa menn ekki síst
rætt nokkuð um það hver sé hlutur ungra listamanna í út-
hlutun úr sjóðunum.
í raun þyrfti að fara fram ítarleg umræða um þessi deiluat-
riði, um hlutverk og markmið sjóðanna. Ef úthlutunin að
þessu sinni er skoðuð má til dæmis velta því fyrir sér hvort
sú stefna sem í henni birtist gagnvart ungum listamönnum er
rétt. Úr úthlutuninni má lesa að sjóðirnir séu ekki tilbúnir til
að taka áhættu með því að veðja á unga og efnilega listamenn
með starfslaunum til lengri tíma. I úthlutun úr Launasjóði
rithöfunda eru til dæmis nokkrum svokölluðum ungskáldum
veitt laun í sex mánuði en allir þeir sem hlutu laun til eins árs
eða þriggja eru viðurkenndir höfundar með nokkrar bækur
að baki. Hið sama á við um úthlutun úr öðrum sjóðum. For-
sendan sem úthlutunarnefndirnar vinna út frá virðist því
vera sú að listamenn þurfí að vera búnir að sanna sig, eins og
það heitir, vera almennt viðurkenndir til þess að fá laun til
lengri tíma. Því er hins vegar sjaldnast að heilsa hjá ungum
listamönnum sem hafa þó ef til vill gert góða hluti en eiga
litla möguleika á að þróa list sína áfram nema til komi ytri
stuðningur til langs tíma. Með því að auka áherslu á stuðning
við ungt og efnilegt listafólk væri vissulega verið að taka
ákveðna áhættu en hún gæti líka skilað sér í meiri fjölbreytni
og hugsanlega í frjórri nýsköpun.
Róbert Guðfínnsson kjörinn stjórnarformaður SH í stað Jóns Ingvarssonar
0,7% atkvæða skildu
menn að í formannskjöri
Morgunblaðið/Golli
JON Ingvarsson, fráfarandi stjórnarforniaður, setur atkvæði Granda hf. í formannskjörinu í kjörkassa en hann
situr í stjórn Granda hf. Við hlið hans situr Friðrik Pálsson, forsljóri Sölumiðstöðvarinnar.
KOSNING stjómarfor-
manns var afar tvísýn og
spennandi á aðalfundi
Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna hf. í gær. Róbert Guðfinns-
son var kosinn í stað Jóns Ingvars-
sonar sem verið hefur stjórnarfor-
maður félagsins í fimmtán ár en
munurinn á milli þeima var afar lítill.
Tíu menn gáfu kost á sér í stjóm
Sölumiðstöðvarinnar, einum fleiri en
kjósa átti. Tveir af fyrri stjórnar-
mönnum gáfu ekki kost á sér, Magn-
ús Bjamason, framkvæmdastjóri
Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf., og
Finnbogi Jónsson, fyiTverandi fram-
kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. í
Neskaupstað. í framboði vora aðrir
stjórnarmenn og þrír menn sem ekki
hafa átt sæti í stjóm félagsins en það
era Guðmundur Krístjánsson, fram-
kvæmdastjóri Kristjáns Guðmunds-
sonar hf. á Rifi, Ólafur Marteinsson,
framkvæmdastjóri Þormóðs
ramma - Sæbergs hf. á Siglufirði
og Björgólfur Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. í
Neskaupstað.
Óskað hafði verið eftir margfeldis-
kosningu sem felur í sér að hver
hluthafí ræður yfir atkvæðum sem
samsvai-a nífóldu nafnverði hluta-
bréfa hans og getur greitt einum
manni öll atkvæðin eða skipt þeim á
milli fleiri manna. Töluverðan tíma
tók að telja saman atkvæðin.
Björgólfur fékk flest atkvæði
Niðurstaðan varð sú að Björgólfur
Jóhannsson fékk flest atkvæði, Ró-
bert Guðfinnsson, stjómarformaður
Þoi-móðs ramma - Sæbergs hf.,
næstflest og Jón Ingvarsson, stjóm-
arformaður SH, varð þriðji í röðinni.
Ólafur B. Ólafsson, stjómai-maður í
Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi,
sem átt hefur sæti í stjóm Sölumið-
stöðvarinnar náði ekki kjörí en fyrir-
tækið hafði selt Róbert Guðfinnssyni
og fleiram meginhluta hlutafjáreign-
ar sinnar fyn- um daginn.
Atkvæði féllu þannig: Björgólfur
Jóhannsson 1.706 milljónir atkvæða,
Róbert Guðfinnsson 1.579 milljónir,
Jón Ingvarsson 1.519 milljónir, Guð-
mundur Kristjánsson 1.466 milljónir,
Kristján G. Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Gunnvarar hf. á Isa-
firði, 1.464 milljónir, Guðbrandur
Sigurðsson, framkvæmdastjóri Út-
gerðarfélags Akureyringa, 1.382
milljónir, Rakel Olsen, aðaleigandi
Sigurðar Ágústssonai- hf. í Stykkis-
hólmi, 1.370 milljónir, Ólafur Mar-
teinsson 1.369 milljónir og Brynjólfur
Bjamason, framkvæmdastjóri
Granda hf. í Reykjavík, 1.105 milljón-
ir atkvæða. Ólafur B. Ólafsson fékk
243 milljónir atkvæða og náði ekki
kjöri. Aðrir fengu fáein atkvæði.
Róbert sljómarforniaður
Að svo búnu var gengið til kjörs
stjórnarformanns úr hópi stjórnar-
manna og fór fram um það venjuleg
kosning. Róbert Guðfinnsson var
kosinn stjómarformaður með
734.116.607 atkvæðum eða 50,035%
greiddra atkvæða. Jón Ingvarsson
fráfarandi stjórnarformaður fékk
733.079.089 atkvæði eða 49,965%
greiddra atkvæða. Munaði því liðlega
milljón atkvæðum á fylgi þeirra, eða
0,7%.
Munurinn var það lítill að ef eig-
andi hlutafjár að nafnverði liðlega
500 þúsund kr. hefði greitt Jóni at-
kvæði sitt í stað Róberts, þá hefði
Jón haldið velli. Jón situr eigi að síð-
ur í stjóm félagsins.
Skilur eftir sig sárindi
Strax og niðurstöðurnar lágu fyrir
kvaddi Róbert Guðfinnsson sér
hljóðs og þakkaði hluthöfum Sölu-
miðstöðvarinnar fyrir stuðninginn.
„Jafnframt vil ég þakka Jóni Ingv-
arssyni þau ágætu störf sem hann
hefur unnið fyrir félagið á undan-
fömum áram sem formaður. Það er
alveg ljóst að kosning eins og þessi
skilur eftir sig einhver sárindi en ég
vona að okkur takist að hafa þroska
til að komast yfir þau á skömmum
tíma og ná að keyra félagið inn í
framtíðina og láta það vaxa og dafna
og verða arðbært og gott félag fyrir
ykkur, hluthafar góðir.“
Leitt félagið einstaklega vel
Friðrik Pálsson, forstjóri SH, tók
þá til máls: „Hér hafa orðið talsverð
tíðindi. Ég vil byrja á því að óska Ró-
bert Guðfinnssyni velfamaðar í staifi
og það er mikið starf sem hann tekur
að sér. Ástæðan fyrir því að ég stend
hér upp er nú samt fyrst og fremst
sú að við Jón Ingvarsson eram búnir
að vinna saman sem stjómarformað-
ur og forstjóri í mjög langan tíma og
ég tel ekki hallað á neinn þó ég segi
að með meiri drengskaparmanni hef
ég aldrei unnið. Hann hefur að mínu
mati leitt þetta félag einstaklega vel
inn á þær brautir sem það er á í dag
og ég held að nýkjörin stjóm taki þar
við mjög góðu búi frá honum. Ég skal
vera alveg hreinskilinn með það að
mér hefði fundist það miklu
skemmtilegra ef stjórnarformanns-
kjör hefði getað orðið með öðram
hætti en við þvi er að sjálfsögðu ekk-
ert að segja. Þetta era hluthafar fé-
lagsins og svona era leikreglumar í
lýðræðisþjóðfélagi og það gildir að
sjálfsögðu um hlutafélög eins og önn-
ur félög. En mig langar sérstaklega
til að þakka Jóni fyrir afskaplega
ánægjulegt samstarf á undanfömum
áram og óska honum fyrir mína
hönd, og ég veit að ég tala fyrir hönd
allra starfsmannanna líka, sem hann
hefur unnið mjög náið með lengi,
bæði heima og erlendis, velfamaðar í
þeim störfum sem hann tekur sér
fyrir hendur á næstu áram.“
AÐDRAGANDINN að
þeim deilum innan stjóm-
ar SH og meðal hluthafa,
sem nú hefur leitt til kosn-
ingar nýs stjórnarformanns, nær
aftur fyrir þann tíma er SH var
breytt í hlutafélag fyrir rúmum
tveimur árum. Deilt var um það
hvenær sú breyting yrði gerð og
þótti ákveðnum hópi sú breyting
taka of langan tíma. Jafnframt hafa
þeir haldið því fram að nægilegar
breytingar hafi ekki fylgt í kjölfarið.
Jón Ingvarsson, fráfarandi formað-
ur, hefur á hinn bóginn sagt að ekki
hafi verið fyrir hendi nauðsynleg
samstaða fyrir breytingu SH í
hlutafélag fyi'r en raun bar vitni.
Tilraun til slíkrar breytingar hefði
verið felld ef hún hefði verið gerð
fyrr.
Frá þessum tíma virðast hafa
byggzt upp tvær andstæðar fylking-
ar, sem tekizt hafa á um ýmsa þætti
í rekstri og stefnumörkun SH, fylk-
ing Jóns Ingvarssonar og hans
manna og fylking með þá Róbert
Guðfinnsson, stjórnarformann Þor-
móðs ramma - Sæbergs, og
Brynjólf Bjarnason, forstjóra
Granda, í fararbroddi. Hefur
ági'einingurinn meðal annars komið
SVIPTINGAR Á
SÍÐUSTU STUNDU
Átök innan SH náðu hámarki í sögulegu stjórnarkjöri á aðalfundi fé-
lagsins í gær þar sem Róbert Guðfínnsson frá Siglufirði felldi sitj-
andi formann, Jón Ingvarsson, með 0,7% mun. Hjörtur Gíslason og
Helgi Bjarnason kynntu sér aðdraganda og umgjörð sviptinganna.
fram í því að krafist hefur verið upp-
sagnar Friðriks Pálssonar forstjóra
en Jón ekki léð máls á því. Fylking
Jóns Ingvarssonar hefur haft yfir-
höndina allt þar til nú.
Deilurnar náðu svo hámarki nú er
leið að aðalfundinum og Róbert Guð-
finnsson bauð sig fram til formanns
gegn Jóni Ingvarssyni. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins mun
hann áður hafa gengið á fund Jóns
og krafizt ákveðinna breytinga, en
ekki fengið sínu framgengt. Báðir
aðilar leituðu síðan stuðnings hlut-
hafa félagsins og á mánudag virtist
nokkuð öraggt að Jón Ingvarsson
nyti meiri stuðnings. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins voru
margir stórir hluthafar beggja
blands. Töldu breytingar nauðsyn-
legar en vildu ekki ganga of hratt
eða of harkalega fram til þess.
Miklu máli skipti að framtíðarnefnd
félagsins var að vinna að stefnu-
mótun fyrir félagið og Kaupþing að
vinna að úttekt á rekstri þess. Vildu
þeir bíða með miklar bi-eytingar
þar til þessar tillögur lægju fyrir og
ljóst væri hver stefnan yrði þá.
Dregur til tíðinda
Seint á mánudagskvöld dregur
svo til tíðinda, er stjórn Haraldar
MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 29
Fyrir liggur að móta nýja stefnu, segir nýkjörinn formaður stjórnar SH
Engar breyt-
ingar ákveðnar
Morgunblaðið/Golli
RÓBERT Guðfinnsson, formaður stjórnar SH, stefnir að því að gera
félagið að eftirsóknarverðum fjárfestingarkosti.
FYRSTA verk nýs stjórnar-
formanns verður líklega að
heimsækja höfuðstöðvamar
á morgun og heilsa upp á
starfsfólkið. „Við höfum líka verið að
vinna að stefnumörkun til framtíðar
ásamt ráðgjafarfyrirtæki. Það er ljóst
að sú stefnumörkun verður lögð fyrir
á næstunni og í framhaldi af því mun-
um við vinna úr því sem þar kemur
fram og móta nýja stefnu félagsins.
Markmiðið er að auka veg þess og
vanda, færa það til nútímalegra horfs
og gera það að ákjósanlegum fjárfest-
ingarkosti," segir Róbert Guðfinnsson
í samtali við Morgunblaðið.
Er einhverra breytinga að vænta
nú þegar?
„Það eru engar breytingar ákveðn-
ar nú þegar. Eg held að ég kjósi að-
eins að sitja á mér núna og bíða þess
að geta sezt niður með stjórninni og
farið yfir þessi mál. Það eru svo marg-
ir þættir í rekstri félags eins og SH,
sem þarf langt mál til að skýra. Ég
held að það sé ekki rétt að vera að
fax'a með það í fjölmiðla á þessu stigi.
Ég á von á því að þetta félag muni
breytast og þi'oskast í náinni framtíð,
enda bauð ég mig beinlínis fram til
formanns stjórnar til að ná fram
ákveðnum beytingum. Það er alveg
ljóst að félagið hefur haldið aðeins í
þessi gömlu vinnubrögð se_m tíðkuð-
ust meðan það var samlag. Ég held að
ekki sé hægt að kenna neinum einum
um það, málin hafa einfaldlega þróazt
á þessa leið. Nú er ætlunin að í-eyna
að stilla þessu upp upp á nýtt og sjá
hvert við komumst með félagið.
Ekki við hæfí að nefna
einstök atriði
Ég held að það sé ekki tímabæi-t að
ræða hugsanlegar breytingar á um-
boðssölukerfi félagsins. Eftir að út-
tektin á fyrirtækinu liggur fyrir verð-
ur farið yfir þá þætti og metið hvar
við erum staddir og hvernig við viljum
láta félagið þróast.“
Það hefur verið gagnrýnt að stjóm-
arformaður skuli sitja í stjómum dótt-
urfélaganna, en ekki forstjórinn.
Verður breyting á því nú?
„Ég held að það sé ekki við hæfi að
taka einstök atriði út og segja; við
breytum þessu og við breytum hinu.
Við ætlum að taka heildarstefnuna til
endurskoðunar, við ætlum að taka
stjórnkerfið til endurskoðunar og við
ætlum að skoða hvernig við getum
gert þetta félag betra.“
Hvaðan kom stuðningurinn við þig
fyrst og fremst?
„í raun kom þessi stuðningur mjög
víða að. Ég fann mikinn þrýsting og
stuðning frá minni fjárfestum, lífeyr-
issjóðum og verðbréfasjóðum, vegna
þess hve lítil viðskipti hafa verið með
hlutabréf í félaginu og einnig var um
nokkra stóra hluthafa að ræða sem
vildu fá þessar breytingar. Þá gei'ðu
kaupin á 7% hlut H.B. í SH gæfumun-
inn eins og sjá má á úrslitunum."
Hvenær var ákvörðun tekin um að
bjóða í þessi hlutabréf?
„Sú ákvörðun var tekin seint í gær-
kvöldi og kaupandinn er ég sjálfur og
að baki mér standa nokkrir fjárfestar,
sem hafa txú á því sem ég er að gera
og vilja standa með mér. Kaupverð er
ekki gefið upp enda er það trúnaðar-
mál milli kaupanda og seljanda."
Þarf að auka hlut almennra
fjárfesta í félaginu
Má búast við að félagið verði frekar
hluthafasinnað en ft'amleiðendasinnað
eftir þetta?
„Sú ákvörðun var tekin, þegai' fé-
laginu var breytt í hlutafélag, að fara
að þjóna okkar fjárfestum og eigend-
um. Það er frumskylda hvers félags.
En þetta félag er ekki neitt án þeirra
framleiðenda, sem eru að selja í gegn
um það og kaupenda að vöranum.
Okkur ber því að leggja rækt við
þessa þætti og ég held að þetta eigi
allt góða samleið, verði rétt á haldið.
Það þax-f einnig að auka hlut almennra
fjárfesta í fyrirtækinu. Því miður hafa
þeir verið með mjög lítinn hlut í félag-
inu, en ég bind vonir við það, að með
nýrri stefnu og nýrri framtíð, muni
SH verða eftirsóknai-verður fjárfest-
ingarkostur.“
Er að vænta breytinga á fram-
kvæmdastjóm félagsins?
„Það er mál sem nýkjörin stjórn
mun meta og ákvarða. Slíkt er ekki
eingöngu ákvöi'ðun stjórnarformanns.
Ég vil heldur ekki ræða um framtíð
einstakra starfsmanna félagsins á
þessum vettvangi.“
Hvernig lízt þeir á að starfa með
þessai'i stjórn sem nú hefur verið kos-
in?
„Mér lízt vel á það. í þessari stjórn
hafa verið og era núna margir sterkir
og kröftugir einstaklingar. Ég á ekki
von á öðra en við náum mjög vel sam-
an.“
Afkoman var slök á síðasta ári,
verður ekki eitt af fyi'stu verkefnun-
um að snúa þeirri þiúun við?
„Vissulega þaif að gera það. Menn
verða hins vegar að greina hvar af-
koman var slæm og hvers vegna og
hvað sé hægt að bæta. Það sem gei'ð-
ist í Rússlandi og Bretlandi era uppá-
komur sem alltaf er hægt að eiga von
á í sjávaiútvegi. Þetta er sveiflukennd
atvinnugrein. Það er alveg Ijóst að
þetta félag á í góðu árfei'ði að geta
skilað arði eins og bezt gerist á hluta-
bréfamai'kaðnum og það hlýtur að
vera það, sem við stefnum að,“ segir
Róbert Guðfinnsson.
Jón Ingvarsson, fráfarandi stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna
Vonbrigði að ná ekki settu marki
„ÞAÐ eru alltaf vonbrigði þegar
maður nær ekki settu marki. En
maður verður að sætta sig við það
sem að höndum ber,“ sagði Jón
Ingvarsson þegar leitað var álits
hans á niðurstöðum í kjöri stjórn-
arformanns á aðalfundi SH í gær.
Aðspurður kvaðst hann hafa átt
von á því að ná endurkjöri. „Það
kom mér á óvart hvað þessir aðil-
ar voru tilbúnir að ganga langt til
að seilast til áhrifa í félaginu,“
sagði Jón þegar hann var spurður
hvaða augum hann liti kaup Ró-
berts Guðfínnssonar á 7% eignar-
hlut HB í SH.
Jón vildi ekkert um það segja
hvaða áhrif breytingar á stjórnar-
formennsku hefðu á stjórnun
Sölumiðstöðvarinnar og stefnu,
sajgði að aðrir yrðu að svara því.
„Eg óska nýrri forystusveit vel-
farnaðar í störfum sínum,“ sagði
hann.
Böðvarssonar hf. berst tilboð í
hlutabréf fyi'irtækisins í SH frá Ró-
beif Guðfinnssyni og öðrum fjár-
festum. Róbert vill ekki upplýsa
hvei'jir standi að tilboðinu með hon-
um, en samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins unnu að málinu
þeir Kristján G. Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Gunnvai'ar hf. á Isa-
firði, Guðmundur Kristjánsson,
framkvæmdastjóri Kristjáns Guð-
mundssonar hf. á Rifi, Bi-ynjólfur
Bjarnason, framkvæmdastjói'i
Granda og Björgólfur Jóhannsson,
fi'amkvæmdastjói'i Sfldai'vinnslunn-
ar í Neskaupstað og á síðari stigum
Ólafur Marteinsson, félagi Róberts í
Þoi-móði i'amma - Sæbergi. Allir
náðu þeir kjöi'i í stjórn SH á aðal-
fundinum í gær. HB átti 8% í SH og
hljóðaði tilboð Róberts upp á kaup á
7% hlut og vora tímamörk sett fyrir
hádegi á þriðjudeginum, fundardeg-
inum sjálfum.
HB hefur viljað selja eignir frá
því í haust er fyrirtækið gerði
samninga um kaup tveggja nýri'a
skipa og hefur hlutur félagsins í SH
meðal annars verið boðinn til sölu,
bæði Kaupþingi og Burðarási, en þá
reyndist ekki áhugi þessai-a aðila á
kaupum. Meii'ihluti stjói'nar HB
ákvað kl. 11 í gærmorgun að taka
tilboði Róberts.
Eyjólfur Sveinsson, stjórnai'for-
maður Haraldar Böðvarssonar, seg-
ir að stjómendur fyrirtækisins hafi
verið að hugsa um hagsmuni þess
við söluna enda hefðu þeir ekki leyfi
til annars. „En ég get upplýst að áð-
ur en hlutabréfin vora seld var
stuðningsmönnum Jóns Ingvars-
sonar boðið að skipta hlutabi'éfun-
um til helminga því við höfðum ekki
áhuga á að blandast inn í átök á að-
alfundi SH. Því tilboði var ekki tek-
ið,“ segir Eyjólfur. Stuðningsmenn
Jóns höfnuðu þessari málaleitan
enda munu þeir hafa talið að stjórn-
arformaður HB hefði ekki meiri-
hluta í félaginu fyrir sölunni. Þeir
óskuðu eftir viðræðum en bréfin
vora þá seld. Samkvæmt heimildum
Moi'gunblaðsins var hér meðal ann-
ars um að ræða Burðarás, sem er
eignarhaldsfélag Eimskips, Sigurð
Ágústsson hf. og Jón Ingvarsson.
Meirihluti stjórnar HB í þessu
máli er skipaður Eyjólfi Sveinssyni
stjói'narformanni, Mattheu Ki'. St-
ui'Iaugsdóttur og Þorgeii'i Haralds-
syni. Málið mun hafa verið unnið í
nánu samráði við framkvæmda-
stjóra félagsins og aðstoðarfram-
kvæmdastjóra, Hax-ald og Sturlaug
Stui'laugssyni. Tveir af stærstu
hluthöfum félagsins, Ólafur B. og
Gunnar Þór Ólafssynir, sitja í stjórn
og vora þeir á móti sölunni. Einnig
er talið að fleiri af stærstu hluthöf-
um félagsins hafi verið andvígir söl-
unni, meðal annars Burðarás hf. I
stjóminni sitja einnig fulltiúar
OLÍS og Skeljungs. Þegar ákveðið
var að selja hlutbráf HB í SH á sín-
um tíma, lýstu þeir yfir stuðningi
við söluna og var hún falin formanni
stjómar og framkvæmdastjóra, en
þeir höfðu að öðra leyti engin af-
skipti af því hvei'jum bréfin væru
seld.
470 milljóna kr. sala
Nafnverð 7% eignarhluta HB í
SH er um 105 milljónir kr. Bréfin
vora seld á genginu 4,5 sem þýðir
að söluverð þeirra hefur verið lið-
lega 470 milljónir kr. Er þetta litlu
hæiTa gengi en verið hefur á bréf-
um SH að undanfórnu en á bak við
þau era afar lítil viðskipti.
Spui'ning er hvort það dregur
dilk á eftir sér innan Haraldar
Böðvarssonar að stórir hluthafar
voru andvígir sölunni. Það sem
vakti fyi'ir stjómendum HB, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins,
var að losa fé vegna skipakaupanna
og fjái’festinga á Aki’anesi og í
Sandgerði, en ekki að hafa áhrif á
kjör formanns stjórnar SH.
Tvennt reið baggamuninn
Ljóst er að þessi hlutabréfakaup
breyttu myndinni nánast á svip-
stundu. Hluthafar endurskoðuðu af-
stöðu sína, enda Róbei't þá kominn
með um 23% atkvæða eða tæpan
fjórðung í félaginu og möguleikar
hans miklu meirí en áður. Jafnframt
var talið víst að atkvæði HB hefðu
fallið Jón Ingvarssyni í vil. Stuðn-
ingsmenn Jóns töldu sig þrátt fyrir
það hafa loforð meirihluta hluthafa
fyrir kjöri Jóns. Svo reyndist ekki
vera, þegar talið var upp úr kjör-
kössunum. Róbei't var kosinn
stjórnarformaður með minnsta
mögulegum meii'ihluta. Ljóst er að
hluthafar, sem Jóns menn höfðu
talið á sínu bandi, höfðu greitt Ró-
bert atkvæði sín og er Síldarvinnsl-
an hf. í Neskaupstað nefnd þar til
sögunnar. Segja má að afstaða Sfld-
arvinnslunnar hafi því, eins og
kaupin á hlut HB í SH, riðið bagga-
muninn í þessu tvísýna formanns-
kjöri.