Morgunblaðið - 10.03.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.03.1999, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG VELVAKANÐI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Er þetta rétt, Svanfríður ai- þingismaður? MIG langar að ónáða þig svolítið vegna greinar þinnar í Degi á dögunum (27. febr.) þar sem þú fjall- ar um nauðsyn þess að bæta hag foreldra og barna. Eg er þér innilega sammála, Svanfríður, um að aðgerða er þörf á þessu sviði, ekki eingöngu til að bæta stöðu einstæðra for- eldra heldur einnig til að skjóta styrkari stoðum undir fjölskyldulíf okkar íslendinga. En til að ná ár- angri þurfa menn að sýna hreinskilni, setja fram ákveðnar tillögur; fyrst til umræðu og breytinga, síð- an til stefnumörkunar, baráttu og sigurs. Með þetta í huga langar mig til að spyrja þig tveggja spurninga, Svanfríður. Ég veit að maður á ekki að trúa öllu sem stendur í blöðunum en einhvers staðar las ég að þú hefðir verið á móti því að ein- stæðir foreldrar fengju að draga barnsmeðlög frá skattstofni sínum (með öðrum orðum að þau væru skattfrjáls, hafi ég skilið dæmið rétt). Eftir að hafa lesið áðurnefnda grein þína get ég ekki lagt trún- að á slíka þvælu en vildi gjarnan að þú staðfestir að hér sé um einhvern mis- skilning að ræða. I annan stað langar mig til að spyrja þig eftir af- stöðu Samfylkingarinnar til persónuafsláttarins og þeirrar tilhögunai' að hjón (eða par í sambúð) fá aldrei að nýta hann til fúllnustu ef annað þeirra kýs að vera heimavinn- andi. Þetta er vissulega ekki í þágu fjölskyldunnar, eða hvað? En af hverju, Svanfríður, hefur þessu ekki verið breytt? Fleira í skattalögum okkar er þannig lagað að auðvelt er að fetta fingur út í það. En er það ekki einkennilegt, Svanfríður, að öll umræða um þau þarf alltaf að snúast upp í vand- lætingartal um skattsvik en færri skeyta um það hvort kerfið er réttlátt eða ekki. En kannski meira um það seinna. Vona að þú hafir það gott og að þetta bréfkorn mitt hitti þig fyrir á góðri stund. Kær kveðja, Jón Hjaltason. Grænmeti selt í stykkjatali? Ein verslun í Reykjavík sem telur sig selja ódýr- ustu vöruna verðmerkti grænmeti/ávexti eins og um kílóaverð væri að ræða. Ákvað ég að kaupa nokkur stykki þar sem mér fannst verðið mjög gott. En þegar komið var að kassanum kom í ljós að verðmerkingin hafði verið í stykkjatali. Finnst mér að það þurfi að taka sérstak- lega fram ef varan er verð- merkt miðað við stykkja- tal. Vil ég biðja fólk um að vara sig á þessu. Guðrún. Sýnum sjúklingum tillitssemi ÞAÐ vekur allaf furðu mína þegar fólk sem hggur með manni á stofu á sjúkrahúsi er að fá gesti allt frá morgni til kvölds. Eins að fólki skuh leyft að vera með útvarp og sjón- varp á stofunni. Það gæti einhver legið á sömu stofu sem þyldi ekki þetta ónæði. Ég lá nýlega á sjúkrahúsi þar sem þetta gerðist og neyddist ég til að láta færa mig á aðra stofu vegna ónæðis á minni stofu. Ef fólk er ekki veikara en svo að það geti haldið uppi selskap frá morgni th kvöld á sjúkrahúsi þá á það að vera heima hjá sér. Sjúklingur. Tapað/fundið Gleraugu týndust SVART gleraugnahulstur týndist líklega í Kringlunni sl. laugardag. I hulstrinu eru brún gleraugu og sól- hhf á gleraugun ásamt gul- um klút. Skhvís finnandi hafi samband við Krist- björgu í síma 863 8366. Fundarlaun. Svört hand- taska týndist LÍTIL svört handtaska, með silfruðu handfangi og axlarbandi, var tekin í mis- gripum á LA Café sl. laug- ardag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 587 0051 eftir kl. 19. Svört handtaska týndist SVÖRT handtaska með GSM-síma og _ húslyklum týndist 1 miðbæ Reykjavík- ur laugardaginn 27. janúar. Skhvís finnandi hafi sam- band við EUen í vinnusíma 581 1373. Fundarlaun. tír týndist í miðbænum ÚR týndist í miðbænum sl. föstudagskvöld. Fundar- laun. Skilvís finnandi hafi samband í síma 588 3833. Gleraugu í óskilum GLERAUGU, með svartri umgjörð, Jean LaFont, fundust á homi Baróns- stígs og Eiríksgötu. Upp- lýsingar í síma 552 2875 eða 698 1793. Leðurhulstur af GSM- síma í óskilum LEÐURHULSTUR utan af GSM-síma fannst í Breiðholti. Upplýsingar í síma 557 4197. Dýrahald Gulur páfagauks- ungi týndist Gulur páfagauksungi flaug út um glugga í Smáíbúða- hverfinu, Melgerði. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 568 7135 eða 568 7133. Læða fæst gefins GÆF og barngóð 1 árs gömul læða, hálfsíams, fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 586 1206. Gári týndist í Grafarvogi GÁRI týndist frá Reyr- engi í Grafarvogi sl. sunnudag. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band við Ólöfu í síma 5861171 eða 699-1171. Víkverji skrifar... Safnaðarstarf Föstuguðs- þjónusta í Hall- grímskirkju FÖSTUGUÐSÞJÓNUSTA verður í dag, miðvikudag, í Hallgrímskirkju. Dr. Sigurbjöm Einarsson, biskup, prédikar, en hann prédikar í öllum fóstuguðsþjónustunum í Hallgríms- kirkju á þessari fóstu. Föstuguðs- þjónustumar hafa verið afar vel sóttar, enda sérstakt tækifæri að heyra dr. Sigurbjörn prédika um hugleiðingarefni fóstunnar séx sinn- um í röð. Steinunn Jóhannesdóttir rithöfund- ur mun lesa úr píslarsögunni að þessu sinni og Marta Halldórsdóttir syngur einsöng við undirleik Douglas A. Brotchie. Hópur úr Mótettukór Hah- grímskirkju leiðir almennan safnaðar- söng og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar fyrir altari. Fræðsluerindi í safnaðarheimil- inu í Sandgerði MIÐVIKUDAGINN 10. mars kl. 20.30 flytur Amar Hauksson Dr. med. fæðingar- og kvensjúkdóma- læknir fræðsluerindi í safnaðar- heimilinu í Sandgerði um breyting- arskeið karla og kvenna. Breytingarskeið hefur löngum verið einskorðað við konur og talið taka jrfir tímabilið frá 45-55 ára ald- ur, en þá geta orðið ýmsar breyting- ar bæði líkamlegar og andlegar. Sumum reynist þetta tímabil þægi- legt, meðan aðrar konur líða og þjást á þessum tíma. Karlar hafa hins vegar verið taldir lausir við þennan vanda en svo er aldeilis ekki. Dr. Amar Hauksson fræðir okkur um þetta æviskeið og hvernig góð samvinna einstaklinga og hjóna get- ur gert þetta tímabil að einum ynd- islegasta tíma ævinnar. Boðið verð- ur upp á kaffí og fyrirspumir. Sóknarprestur. Áskirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Föstumessa kl. 20.30. Ámi Bergur Sigurbjömsson. Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldr- aða kl. 13-17. @texti:Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Létt- ur málsverður á kirkjuloftinu á eft- ir. Mæðrafundur kl. 14-15.30 í safn- aðarheimilinu. Starf fyrir 10-12 ára böm kl. 17 í safnaðarheimilinu. Grensáskirkja. Samvemstund eldri borgara kl. 14-16. Biblíulestur, sam- verustund, kaffiveitingar. TTT-starf (10-12 ára) kl. 16.30. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra bama kl. 10-12. Passíu- sálmalestur og orgelleikur kl. 12.15. Starf fyrir 9-10 ára kl. 16.30. Starf fyrir 11-12 ára kl. 18. Föstuguðs- þjónusta kl. 20.30. Dr. theol. Sigur- bjöm Einarsson biskup. Marta Halldórsdóttir syngur. Háteigskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Langholtskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 13-17. Allir velkomnir. Passíusálmalestur og bænastund kl. 18. Laugarneskirkja. Fundur „Kirkjuprakkara" (6-9 ára böm) kl. 14.30. Fundur TTT (10-12 ára) kl. 16. Fundur æskulýðsfélagsins (13-15 ára) kl. 20. Neskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kaffi og spjall. Ungar mæður og feður velkomin. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15-17. Umsjón Kristín Bögeskov, djákni. Kyrrðar- og bænastund kl. 20. Organisti Guð- mundur Sigurðsson. Prestur sr. Halldór Reynisson. Selljarnameskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Passíusálmalestur, söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur há- degisverður í safnaðarheimilinu. St- arf fyrir 11-12 ára böm kl. 17-18.15. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra, opið hús í dag kl. 13.30-16. Handavinna og spil. Fyrirbæna- HALLGRISKERKJ A guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðarins. TTT í Ártúnsskóla kl. 16-17. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir. „Kirkjuprakkar- ar“, starf fyrir 7-9 ára böm, kl. 16. TTT, starf fyrir 10-12 ára, kl. 17.15. Æskulýðsstarf á vegum KFUM og K og kirkjunnar kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára (TTT) kl. 17.45-18.45. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefn- um í kirkjunni og í síma 567 0110. Léttur kvöldverður að bænastund lokinni. Fundur Æskulýðsfélagsins kl. 20. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgistund og spil. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í hádegi í kirkjunni kl. 12-12.30. Æskulýðsstarf, eldri deild kl. 20-22 í minni Hásölum. Kl. 20-21.30 íhug- un og samræður í safnaðarheimilinu í Hafnarfjarðarkirkju. Leiðbeinend- ur Ragnhild Hansen og sr. Gunnþór Ingason. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og bænastund í kirkj- unni kl. 12.10. Samvera í Kirkju- lundi kl. 12.25, djáknasúpa, salat og brauð á vægu verði - allir aldurs- hópar. Alfanámskeið í Kirkjulundi kl. 19. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 10 foreldramorgunn með heima- vinnandi foreldrum og bömum þeirra. Góður staður til vináttu- kynna. Kl. 12.05 kyrrðar- og bæna- stund í hádeginu (20 mín.). Hægt er að leggja fram bænar- eða þakkar- efni hjá prestunum. Kl. 20.30 biblíu- lestur í KFUM og K-húsinu. Jó- hannesarguðspjall áfram til rann- sóknar. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Kl. 18.30 fjölskyldusamvera sem hefst með léttri máltíð á vægu verði. Kl. 19.30 er kennsla og þá er skipt niður í deildir. Allir hjartanlega velkomn- ir. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Spilakvöld aldraðra á morgun, fimmtudag, kl. 20. Safnaðarheimilið í Sandgerði. Fyr- irlestur kl. 20.30. „Skin og skúr skiptast á“ á breytingarskeiði karla og kvenna. Arnar Hauksson doktor med. fæðingar og kvensjúkdóma- læknir flytur fyrirlestur um þetta áhugaverða efni. Boðið verður upp á kaffi og fyrirspurnir. Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 her- mannasamkoma. Ofurstarnir Nor- unn og Roger Rasmussen. Lágafellskirkja. Kyrrðar- og bæna- stundfr alla fimmtudaga kl. 18 í vet- ur. Hóianeskirkja, Skagaströnd. Mömmumorgunn í Fellsborg kl. 10. ASIÐASTA ári sóttu í fyrsta skipti fleiri ferðamenn Reykja- víkurborg heim á lágönn heldur en á háönn. Með öðrum orðum þá komu fleiri ferðamenn til borgar- innar á tímabilinu september til apríl heldur en sumarmánuðina maí til ágúst. Markvisst er unnið að því af hálfu fyrirtækja og stofnana að auka fjölda ferðamanna hingað til lands yfir vetrartímann og greini- legur árangur hefur náðst. Borgin leggur sitt af mörkum í þessu starfi og í nýrri skýrslu sem unnin er af nefnd á vegum Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkur- borgar er fjallað um ferðamál í borginni og hvað betur má fara. Skýrsla þessi er unnin í framhaldi af stefnumótun í ferðaþjónustu í borginni, en það verkefni var kallað Stefnumót 2002. Meðal nýrra verkefna og hug- mynda sem greint er frá í nýju skýrslunni er fyrirhuguð stór sögu- sýning þar sem Reykjavík frá land- námi til vorra daga verða gerð skil. Sýningin verður opnuð árið 2000 og í tengslum við hana verður ýmislegt gert til að vekja athygli á sögu borgarinnar og margar leiðir notað- ar til að koma efninu á framfæri. Þá er þarna að finna hugmynd um að borgaryfirvöld og stofnanir hennar hefjist handa við undirbúning að kynningarmiðstöð náttúrulegi'a orkugjafa. Hvatt er til mánaðarlegra stór- viðburða í menningu, listum og af- þreyingu allan ársins hring og ekki síst utan háannar. Bent er á mögu- leika á aukinni nýtingu hafnarinnar til afþreyingar. Taldir eru ónýttir möguleikar á námskeiðahaldi ýmiss konar hér á landi og sérstaklega er bent á að böm ferðamanna, jafnt innlendra sem erlendra, ættu að geta tekið þátt í sumamámskeiðum á vegum ITR. Margt annarra at- hyglisverðra hugmynda, gamalla og nýrra, er að finna í þessari saman- tekt um ferðaþjónustu. í mati á því sem áunnist hefur í ferðaþjónustu borgarinnar síðustu ár kemur fram í skýrslunni að náðst hefur talsverður árangur. Ljóst er líka að að miklu er að keppa því tekjur af ferðamönnum á höfuð- borgarsvæðinu árið 1997 eru taldar hafa numið um 12,6 milljörðum. Þar af voru tekjur af innlendum ferða- mönnum rúmlega hálfur annar milljarður. KUNNINGI skrifara leggur sér annað slagið hraðfæði ýmiss konar til munns þegar mikið er að gera á vinnustaðnum og ekki tími til að skjótast í mötuneytið eða heim til að borða. Þægilegt getur verið að sporðrenna borgunim, samlokum eða pylsum með tilheyrandi til að seðja hungrið þegar þannig stendui' á í tímahraki og streitu. Eðlilega er varningurinn misjafn eins og gengur, svo ekki sé nú minnst á hollustuna. Um þetta seg- ist kunninginn vera sæmilega með- vitaður og kærir sig kollóttan um kólesteról og þvíumlíkt. Eitt segist hann hins vegar ekki þola og það er þegar pylsum eða öðrum mat er pakkað inn í öskjur utan af vindlingum, öðru nafni sí- garettukarton. Þó svo að ekki finn- ist tóbakslykt af matnum finnst honum þetta gjörsamlega óþolandi sóðaskapur. Hann spyr einnig hvort þetta geti verið löglegt með tilliti til heilbrigðisreglna og tóbakslaga. Ekki getur skrifari svarað þessu með reglur og lög, en tekur heils hugar undfr að þessi meðferð mat- væla er vægast sagt hæpin. Nóg er á kunningjann lagt þótt matnum sé ekki pakkað inn í tóbaksöskjur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.