Morgunblaðið - 10.03.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.03.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 25 Ævintýraóperan Arthúr konungur frumflutt á Islandi ÆFINGAR eru hafnar hjá Kam- merkór Kópavogs á ævintýraóper- unni Arthúr konungi eftir Henry Purcell. Operan, sem var frumsýnd árið 1691, er fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit, en um frumflutning á Islandi verður að ræða á tónleikun- um í Salnum, Tónlistarhúsi Kópa- vogs, 9. og 11. maí nk. Operan fjallar um baráttu Breta og Saxa um yfirráðin á Bretlandi á sjöttu öld. „Inn í atburðarásina fléttast margskonar fyrirbæri ann- ars heims, líkt og andar, draugar, galdramenn, skógardísir, drottnari kalheima og ástarguðinn," segir í fréttatilkynningu frá kórnum. Þar kemur einnig fram að ein- söngvararnir sem taka þátt í flutn- ingnum hafi allir lagt sérstaka rækt við barokktónlist og að hljómsveitin verði skipuð barokkhljóðfærum, þar á meðal lútum, sembal, barokk- strokhljóðfæi’um og blásturshljóð- færum sem sum hver hafi aldrei áð- ur hljómað hér á landi. Einsöng syngja Þjóðverjamir Hans Jörg Mammel tenór og Sibylle Kamp- Sungið en ekki leikið LEIKLIST Freyvangsleikhúsið í Eyjafirði HAMINGJURÁNIÐ söngleikur eftir Bengt Ahlfors í þýð- ingu Þórarins Eldjárns. Leikstjóri: Jón St. Kristjánsson. Tónlistarsijóri: Garðar Karlsson. Leikendur: Heimir Gunnarsson, Auðrún Aðalstcinsdótt- ir, Jóhannes Gislason, Steinþór Þrá- insson, Sara Blandon, Dýrleif Jóns- dóttir, Sigríður Ilulda Arnardóttir, Ásdís Ármannsdóttir. Sunnudaginn 7. mars. SÖNGLEIKIR eru kröfuhart form sem reynir bæði á leik- og sönghæfileika þátttakenda, segir í leikskrá sem fylgir sýningunni. Þeir félagar í Freyvangsleikhúsinu hafa sýnt það og sannað á undanförnum árum, að þeir eru öflugur leikhópur sem er fær um að setja ýmis verk þannig á svið, að eftir er tekið. I þetta sinn kemur á sviðið söng- leikur eftir Bengt Ahlfors sem fjallar um samdrátt pilts og stúlku með pólitískt-guðfræðilegu ívafí. Þrátt fyrir lipra þýðingu hljómar textinn einhvern veginn eins og gömul tugga, enda ekki nema von. Islenskir rithöfundar hafa nú þeg- ar plægt þennan akur niður á klöj>p. I söngleiknum mæðir mest á Heimi Gunnarssyni og Auðrúnu Aðalsteinsdóttur, ungum söngvur- um sem eru að leggja af stað á grýttri braut listarinnar. Þau syngja margt lagið snoturlega, en líða mjög fyrir skort á sviðs- og leikreynslu og því er söngleikurinn sem andvana fæddur. Það er engu líkara en leikstjórinn hafí komið að verkinu með hálfum huga. Sviðs- myndin er eyðileg, dökk og frá- hrindandi, og þrátt fyrir góða til- burði annarra leikara og hljómlist- armannanna hefði átt að finna hæfí- leikum þeirra og þroskaferli annan og heppilegri farveg. Það er kaldhæðnislegt að í leiks- lok skuli birtast mynd á sviðinu eft- ir Chagall, þann mann sem hvað mestu hefur logið um tilfmningar af myndlistarmönnum þessarar aldar. Guðbrandur Gíslason hues alt, Marta Guðrún Halldórs- dóttir sópran, Rannveig Sif Sigurð- ardóttir sópran og John Speight baritón, sem jafnframt verður sögu- maður, sem tengir saman tónlistar- atriðin með frásögn. Kammerkór Kópavogs var stofn- aður snemma árs 1998 og er stjóm- andi hans Gunnsteinn Ólafsson. Kórinn er skipaður söngfólki á aldr- inum frá tvítugu til fertugs og eru kórfélagar nú um 25 talsins. KAMMERKÓR Kópavogs á æfingu. Stjórnandi kórsins er Gunnsteinn Ólafsson. Morgunblaðið/Þorkell Ekkert venjulegt hús! í þessu fallega 6 hœða fjölbýlishúsi að Sóltúni 11-13 eru 2.-4. herbergja íbúðir. Við hönnun á íbúðunum var áhersla lögð á stórt, opið og fallegt rými, sem skiptist í stofu, borðstofu og sjónvarpshol. Tvö lyítuhús em við húsið og er gengið inn í íbúðirnar af svölum sem eru glerjaðar. Aðeins tvœr íbúðir eru á hverjum svalagangi. emí um 119m2 3ja herb. íbúð á 4. hœð svalagangur (lokaöur með gleri) i«jrðstoía ■ Stutt í Laugardallnn og miðbœínn ■ Þvottahús og geymsla í íbúð ■ Aukin hljóðeinangrun ■ Dyrasímakeríi með myndsíma ■ Svalir snúa í suðvestur ■ Bílageymsla undir húsinu öíih t a r o s 8900 www.alftaros.is EIGNAMIÐLUNIN 588 9090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.