Morgunblaðið - 10.03.1999, Page 25

Morgunblaðið - 10.03.1999, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 25 Ævintýraóperan Arthúr konungur frumflutt á Islandi ÆFINGAR eru hafnar hjá Kam- merkór Kópavogs á ævintýraóper- unni Arthúr konungi eftir Henry Purcell. Operan, sem var frumsýnd árið 1691, er fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit, en um frumflutning á Islandi verður að ræða á tónleikun- um í Salnum, Tónlistarhúsi Kópa- vogs, 9. og 11. maí nk. Operan fjallar um baráttu Breta og Saxa um yfirráðin á Bretlandi á sjöttu öld. „Inn í atburðarásina fléttast margskonar fyrirbæri ann- ars heims, líkt og andar, draugar, galdramenn, skógardísir, drottnari kalheima og ástarguðinn," segir í fréttatilkynningu frá kórnum. Þar kemur einnig fram að ein- söngvararnir sem taka þátt í flutn- ingnum hafi allir lagt sérstaka rækt við barokktónlist og að hljómsveitin verði skipuð barokkhljóðfærum, þar á meðal lútum, sembal, barokk- strokhljóðfæi’um og blásturshljóð- færum sem sum hver hafi aldrei áð- ur hljómað hér á landi. Einsöng syngja Þjóðverjamir Hans Jörg Mammel tenór og Sibylle Kamp- Sungið en ekki leikið LEIKLIST Freyvangsleikhúsið í Eyjafirði HAMINGJURÁNIÐ söngleikur eftir Bengt Ahlfors í þýð- ingu Þórarins Eldjárns. Leikstjóri: Jón St. Kristjánsson. Tónlistarsijóri: Garðar Karlsson. Leikendur: Heimir Gunnarsson, Auðrún Aðalstcinsdótt- ir, Jóhannes Gislason, Steinþór Þrá- insson, Sara Blandon, Dýrleif Jóns- dóttir, Sigríður Ilulda Arnardóttir, Ásdís Ármannsdóttir. Sunnudaginn 7. mars. SÖNGLEIKIR eru kröfuhart form sem reynir bæði á leik- og sönghæfileika þátttakenda, segir í leikskrá sem fylgir sýningunni. Þeir félagar í Freyvangsleikhúsinu hafa sýnt það og sannað á undanförnum árum, að þeir eru öflugur leikhópur sem er fær um að setja ýmis verk þannig á svið, að eftir er tekið. I þetta sinn kemur á sviðið söng- leikur eftir Bengt Ahlfors sem fjallar um samdrátt pilts og stúlku með pólitískt-guðfræðilegu ívafí. Þrátt fyrir lipra þýðingu hljómar textinn einhvern veginn eins og gömul tugga, enda ekki nema von. Islenskir rithöfundar hafa nú þeg- ar plægt þennan akur niður á klöj>p. I söngleiknum mæðir mest á Heimi Gunnarssyni og Auðrúnu Aðalsteinsdóttur, ungum söngvur- um sem eru að leggja af stað á grýttri braut listarinnar. Þau syngja margt lagið snoturlega, en líða mjög fyrir skort á sviðs- og leikreynslu og því er söngleikurinn sem andvana fæddur. Það er engu líkara en leikstjórinn hafí komið að verkinu með hálfum huga. Sviðs- myndin er eyðileg, dökk og frá- hrindandi, og þrátt fyrir góða til- burði annarra leikara og hljómlist- armannanna hefði átt að finna hæfí- leikum þeirra og þroskaferli annan og heppilegri farveg. Það er kaldhæðnislegt að í leiks- lok skuli birtast mynd á sviðinu eft- ir Chagall, þann mann sem hvað mestu hefur logið um tilfmningar af myndlistarmönnum þessarar aldar. Guðbrandur Gíslason hues alt, Marta Guðrún Halldórs- dóttir sópran, Rannveig Sif Sigurð- ardóttir sópran og John Speight baritón, sem jafnframt verður sögu- maður, sem tengir saman tónlistar- atriðin með frásögn. Kammerkór Kópavogs var stofn- aður snemma árs 1998 og er stjóm- andi hans Gunnsteinn Ólafsson. Kórinn er skipaður söngfólki á aldr- inum frá tvítugu til fertugs og eru kórfélagar nú um 25 talsins. KAMMERKÓR Kópavogs á æfingu. Stjórnandi kórsins er Gunnsteinn Ólafsson. Morgunblaðið/Þorkell Ekkert venjulegt hús! í þessu fallega 6 hœða fjölbýlishúsi að Sóltúni 11-13 eru 2.-4. herbergja íbúðir. Við hönnun á íbúðunum var áhersla lögð á stórt, opið og fallegt rými, sem skiptist í stofu, borðstofu og sjónvarpshol. Tvö lyítuhús em við húsið og er gengið inn í íbúðirnar af svölum sem eru glerjaðar. Aðeins tvœr íbúðir eru á hverjum svalagangi. emí um 119m2 3ja herb. íbúð á 4. hœð svalagangur (lokaöur með gleri) i«jrðstoía ■ Stutt í Laugardallnn og miðbœínn ■ Þvottahús og geymsla í íbúð ■ Aukin hljóðeinangrun ■ Dyrasímakeríi með myndsíma ■ Svalir snúa í suðvestur ■ Bílageymsla undir húsinu öíih t a r o s 8900 www.alftaros.is EIGNAMIÐLUNIN 588 9090

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.