Morgunblaðið - 10.03.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.03.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 45 Morgunblaðið/Jón Svavarsson GUÐRIJN Saga Jónsdóttir og Samúel Ásgeirsson taka íyrstu skóilustunguna að nýjum leikskóla í Mosfellsbæ. Fyrsta skóflustungan að nýjum leikskóla FYRSTA skóflustungan að nýj- um fjögurra deilda leikskóla í Mosfellsbæ var tekin á mánu- dag. Mosfellsbær hefur gert samning við Byrgi hf. um að reisa skólann og segir í fréttatil- kynningu að hann verði gerður eftir sömu teikningu og leik- skóli, sem reistur hefur verið á Isafirði. Fyrirhugað er að tvær leik- skóladeildir verði teknar í notkun seinni hluta þessa árs og segir í tilkynningunni að gert sé ráð fyrir að það muni nægja til að útrýma biðlistum í bæjarfélaginu eftir leikskóla- plássi. Þá er áætlað að hinar tvær deildirnar verði nýttar sem skólastofur þar til nýr grunnskóli hefur risið á svæð- inu árið 2001. Yigdís Finnboga- dóttir á fundi Alli- ance fran^aise RABBFUNDUR um hvaða áhrif drottnun enskunnar á Netinu hef- ur haft á önnur málssvæði, svo sem hið franska, verður haldinn í Alliance frangaise, Austurstræti 3, á morgun, fímmtudag, klukkan 20.30. Arni Snævarr, forseti Alli- ance frangaise, stýrir umræðum en gestir félagsins eru Vigdís Finn- bogadóttir, fyi-rverandi forseti Is- lands, og rithöfundurinn Sjón. Vig- dís hefur einmitt tekið að sér störf á vegum Unesco sem tengjast þessum málaflokki frá því hún lét af embætti forseta íslands. Þróun Netsins hefur verið mörgum í Frakklandi áhyggjuefni vegna þess hve mjög halloka Frakkar hafa farið. Þeir voru frumkvöðlar í upplýsingatækni á síðasta áratug þegar franski sím- inn kynnti svokallað minitel sem upphaflega var tölvutæk símaskrá. Hún gerði notendum sínum kleift að afla sér ókeypis upplýsinga að heiman í gegnum skjá sem er bein- tengdur við uppiýsingavef frönsku símaþjónustunnar. Nú virðist minitel vera orsök þess að Frakk- ar eru aftarlega í notkun alnetsins. Þar hafa Bandaríkjamenn náð al- gjörri forystu. Afleiðingar þessa verða brotnar til mergjar á fundi Alliance frangaise. Ami SnævaiT mun við þetta til- efni gera Vigdísi Finnbogadóttur að heiðursforseta félagsins. Alkunna er að Vigdís er Frakklandsvinur og hefur átt stóran þátt í að útbreiða franska tungu og menningu á Is- landi. Færri vita hins vegar að hún var á árunum 1975-1976 forseti Alliance frangaise. Þátttakendur í umræðunum munu tala á íslensku en Torfi Tul- inius lektor mun þýða á frönsku eins og þurfa þykir. Aðgangur er öllum heimill svo lengi sem hús- rúm leyfir. Gengið er inn frá Ing- ólfstorgi. á mbl.is SAMBÍ Álfabakka Taktu þátt í léttum leik á mbl.is og þú getur átt von á að vinna Thomson 28“ sjónvarp og Daewoo myndbands- tæki frá BT, eina af 45 gamanmyndum á spólu frá Sam-myndböndum eða miða fyrir tvo á myndina. Gamanmyndin Patch Adams er byggð á sannri sögu Hunter „Patch" Adams, læknanema sem hafði mikla trú á lækningamætti húmors. Robin Williams hlaut tilnefningu til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Bíó til styrktar Barnaspítala Hringsins KVIKMYNDIN Patch Adams með Robin Williams í aðalhlutverki verður sýnd í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30 í Sambíóunum Álfabakka. Miðaverð er 650 krónur og rennur óskipt til Barnaspítala Hringsins. Coca Cola á Islandi stendur að þessari sýningu í samstarfi við Sambíóin, Laugarásbíó og Létt 96,7. Myndin er byggð á sannsöguleg- um atburðum og segir af lækni sem trúir því að hlátur sé besta meðalið. Með það fyiár augum tek- ur hann upp á hinum ýmsu trúðslátum í sjúkrastofunum. Læknir þessi er enn í fullu fjöri, heldur enn uppi ágæti hlátursins, mörgum samstarfsmönnum sínum til armæðu en sjúklingum til góða, segir í fréttatilkynningu. LEIÐRÉTT Skiparekstri hætt í FYRIRSÖGN í Morgunblaðinu fóstudaginn 5. mars sagði að rekstri dótturfélags Eimskip Maras Linija yrði hætt. Þetta er ekki rétt þar sem félagið er ein- göngu að hætta skiparekstri en mun áfram bjóða flutningaþjón- ustu á hafnir í Eystrasaltsríkjun- um og Rússlandi með því að kaupa flutningarými í skipum annarra fyrirtækja. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.z Príonsjúkdómar í FRÉTT í blaðinu í gær um fyr- irlestur um príonsjúkdóma sem Stefanía Þorgeirsdóttir heldur í stofu 101 í Lögbergi klukkan átta í kvöld, var ranglega sagt að fyrir- lesturinn væri á vegum Siðfræðifé- lags Islands. Rétt er að fyrirlestur- inn er á vegum Líffræðifélags Is- lands. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Taktu þátt í leiknum, kannski vinnur þú! vfþmbl.is -T\LLTA/= £ITTH\SA& /VÝTJ—
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.