Morgunblaðið - 10.03.1999, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1999 45
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
GUÐRIJN Saga Jónsdóttir og Samúel Ásgeirsson taka íyrstu
skóilustunguna að nýjum leikskóla í Mosfellsbæ.
Fyrsta skóflustungan
að nýjum leikskóla
FYRSTA skóflustungan að nýj-
um fjögurra deilda leikskóla í
Mosfellsbæ var tekin á mánu-
dag. Mosfellsbær hefur gert
samning við Byrgi hf. um að
reisa skólann og segir í fréttatil-
kynningu að hann verði gerður
eftir sömu teikningu og leik-
skóli, sem reistur hefur verið á
Isafirði.
Fyrirhugað er að tvær leik-
skóladeildir verði teknar í
notkun seinni hluta þessa árs
og segir í tilkynningunni að
gert sé ráð fyrir að það muni
nægja til að útrýma biðlistum í
bæjarfélaginu eftir leikskóla-
plássi. Þá er áætlað að hinar
tvær deildirnar verði nýttar
sem skólastofur þar til nýr
grunnskóli hefur risið á svæð-
inu árið 2001.
Yigdís Finnboga-
dóttir á fundi Alli-
ance fran^aise
RABBFUNDUR um hvaða áhrif
drottnun enskunnar á Netinu hef-
ur haft á önnur málssvæði, svo
sem hið franska, verður haldinn í
Alliance frangaise, Austurstræti 3,
á morgun, fímmtudag, klukkan
20.30. Arni Snævarr, forseti Alli-
ance frangaise, stýrir umræðum en
gestir félagsins eru Vigdís Finn-
bogadóttir, fyi-rverandi forseti Is-
lands, og rithöfundurinn Sjón. Vig-
dís hefur einmitt tekið að sér störf
á vegum Unesco sem tengjast
þessum málaflokki frá því hún lét
af embætti forseta íslands.
Þróun Netsins hefur verið
mörgum í Frakklandi áhyggjuefni
vegna þess hve mjög halloka
Frakkar hafa farið. Þeir voru
frumkvöðlar í upplýsingatækni á
síðasta áratug þegar franski sím-
inn kynnti svokallað minitel sem
upphaflega var tölvutæk símaskrá.
Hún gerði notendum sínum kleift
að afla sér ókeypis upplýsinga að
heiman í gegnum skjá sem er bein-
tengdur við uppiýsingavef frönsku
símaþjónustunnar. Nú virðist
minitel vera orsök þess að Frakk-
ar eru aftarlega í notkun alnetsins.
Þar hafa Bandaríkjamenn náð al-
gjörri forystu. Afleiðingar þessa
verða brotnar til mergjar á fundi
Alliance frangaise.
Ami SnævaiT mun við þetta til-
efni gera Vigdísi Finnbogadóttur að
heiðursforseta félagsins. Alkunna
er að Vigdís er Frakklandsvinur og
hefur átt stóran þátt í að útbreiða
franska tungu og menningu á Is-
landi. Færri vita hins vegar að hún
var á árunum 1975-1976 forseti
Alliance frangaise.
Þátttakendur í umræðunum
munu tala á íslensku en Torfi Tul-
inius lektor mun þýða á frönsku
eins og þurfa þykir. Aðgangur er
öllum heimill svo lengi sem hús-
rúm leyfir. Gengið er inn frá Ing-
ólfstorgi.
á mbl.is
SAMBÍ
Álfabakka
Taktu þátt í léttum leik á mbl.is og þú getur átt von á
að vinna Thomson 28“ sjónvarp og Daewoo myndbands-
tæki frá BT, eina af 45 gamanmyndum á spólu frá
Sam-myndböndum eða miða fyrir tvo á myndina.
Gamanmyndin Patch Adams er byggð á sannri sögu Hunter „Patch" Adams,
læknanema sem hafði mikla trú á lækningamætti húmors. Robin Williams
hlaut tilnefningu til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni.
Bíó til styrktar
Barnaspítala
Hringsins
KVIKMYNDIN Patch Adams með
Robin Williams í aðalhlutverki
verður sýnd í kvöld, miðvikudag,
kl. 20.30 í Sambíóunum Álfabakka.
Miðaverð er 650 krónur og rennur
óskipt til Barnaspítala Hringsins.
Coca Cola á Islandi stendur að
þessari sýningu í samstarfi við
Sambíóin, Laugarásbíó og Létt
96,7.
Myndin er byggð á sannsöguleg-
um atburðum og segir af lækni
sem trúir því að hlátur sé besta
meðalið. Með það fyiár augum tek-
ur hann upp á hinum ýmsu
trúðslátum í sjúkrastofunum.
Læknir þessi er enn í fullu fjöri,
heldur enn uppi ágæti hlátursins,
mörgum samstarfsmönnum sínum
til armæðu en sjúklingum til góða,
segir í fréttatilkynningu.
LEIÐRÉTT
Skiparekstri hætt
í FYRIRSÖGN í Morgunblaðinu
fóstudaginn 5. mars sagði að
rekstri dótturfélags Eimskip
Maras Linija yrði hætt. Þetta er
ekki rétt þar sem félagið er ein-
göngu að hætta skiparekstri en
mun áfram bjóða flutningaþjón-
ustu á hafnir í Eystrasaltsríkjun-
um og Rússlandi með því að kaupa
flutningarými í skipum annarra
fyrirtækja. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.z
Príonsjúkdómar
í FRÉTT í blaðinu í gær um fyr-
irlestur um príonsjúkdóma sem
Stefanía Þorgeirsdóttir heldur í
stofu 101 í Lögbergi klukkan átta í
kvöld, var ranglega sagt að fyrir-
lesturinn væri á vegum Siðfræðifé-
lags Islands. Rétt er að fyrirlestur-
inn er á vegum Líffræðifélags Is-
lands. Beðist er velvirðingar á mis-
tökunum.
Taktu þátt í leiknum, kannski vinnur þú!
vfþmbl.is
-T\LLTA/= £ITTH\SA& /VÝTJ—