Morgunblaðið - 18.03.1999, Page 1
STOFNAÐ 1913
64. TBL. 87. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Ofgahópur
hótar að
hefna morðs
Belfast. Reuters.
Meðlimir framkvæmdastjórnar ESB vilja að ný stjórn verði mynduð án tafar
Segjast ekki taka fleiri
HNATTFLUGSTILRAUNIN
Reuters
KOSOVO-Albanar við jarðsetningu fjögurra íbúa þorpsins Grajkovac í gær. Þeir fundust látnir í nálægum
skógi fyrir þremur dögum. Ekkert lát var á átökum serbneskra öryggissveita og albanskra aðskilnaðar-
sinna í gær og um 7.000 manns flúðu þorp í suðurhluta héraðsins vegna árása Serba.
Sáttasemjarar segja
Serba neita að semja
París. Reuters.
SÁTTASE MJARAR Tengslahóps-
ins svokallaða í viðræðunum um frið
í Kosovo sögðu í gær að Serbar
hefðu neitað að semja um að koma
áætlun um sjálfstjórn héraðsins í
framkvæmd og ekkert benti til þess
að viðræðurnar bæru árangur.
Bandaríkjamenn sögðust hafa mikl-
ar áhyggjur af liðsflutningum Júgó-
slavíuhers til Kosovo og sökuðu
Serba um að undirbúa stríð við Atl-
antshafsbandalagið.
Aðalsáttasemjarinn í viðræðunum
í París, bandaríski sendiherrann
Chris Hill, sagði að fulltrúar Kosovo-
Albana myndu undirrita sjálfstjóm-
aráætlunina áður en viðræðunum
lyki. „Ég vil ekki spá því hvaða dag
en það verður mjög bráðlega."
Hill kvaðst hins vegar ekki telja
að Serbar myndu samþykkja áætl-
unina. Rússneski sáttasemjarinn
Borís Majorskí sagði þó að reynt
yrði til þrautar að leysa deiluna.
Milan Milutinovic, forseti Serbíu,
sakaði sáttasemjarana um að reyna
að knýja fram lausn á deilunni um
framtíð Kosovo „með svikum“.
Sáttasemjarar Tengslahópsins
afhentu fulltrúum Júgóslavíu skrif-
legt svar við kröfum Serba um 20
breytingar á áætluninni um sjálf-
stjórn Kosovo. í svarinu var öllum
efnislegum breytingum hafnað og
aðeins léð máls á nokkrum „tækni-
legum lagfæringum“. Að sögn
serbneskra og vestrænna heimild-
armanna héldu Serbar kröfum sín-
um til streitu.
Bandaríska varnarmálaráðuneyt-
ið sakaði stjórnvöld í Belgrad um að
hafa sent 30-39.000 hermenn til
Kosovo og staða nálægt héraðinu til
að „búa sig undir stríð“. James
Steinberg, aðstoðarþjóðaröryggis-
ráðgjafi Bandaríkjanna, sagði liðs-
flutningana mikið áhyggjuefni.
Drápin í Racak „glæpur
gegn mannkyninu"
Finnski meinafræðingurinn Hel-
ena Ranta kynnti í gær skýrslu um
drápin á 40 albönskum íbúum
þorpsins Racak í janúar og lýsti
þeim sem „glæpi gegn mannkyn-
inu“. Hún neitaði hins vegar að full-
yrða nokkuð um hvort serbneskir
lögreglumenn hefðu verið að verki.
William Walker, yfii-maður al-
þjóðlegu eftirlitssveitanna í Kosovo,
lýsti drápunum sem fjöldamorði
þegar lík Albananna fundust. Dráp-
in urðu til . þess að Atlantshafs-
bandalagið hótaði árásum á
serbnesk skotmörk og friðarviðræð-
urnar hófust.
EIN af skæraliðahreyfingum mót-
mælenda á Norður-írlandi stefndi
friðaramleitunum í frekari hættu í
gærkvöldi með því að hóta að hefna
morðs á fyrrverandi skæruliða,
Frankie Curry, sem var sleppt úr
fangelsi á mánudag.
Curry var skotinn til bana í
Belfast í gær. Skæruliðahreyfmgin
Verðir Rauðu handarinnar, sem
myrti þekktan kaþólskan lögfræðing
á mánudag, kenndi öðram öfgahópi
mótmælenda, Sjálfboðaliðasveit Ul-
ster (UVF), um tilræðið. Hreyfingin
kvaðst ætla að hefna Curry með
árásum á nokkra forystumenn UVF.
pólitískar ákvarðanir
Brussel. Reuters.
FULLTRÚARNIR tuttugu í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins
(ESB), sem sagði öll af sér á mánudagskvöld, sögðust í gær ekki ætla
að taka fleiri pólitískar ákvarðanir og hvöttu til þess að ný fram-
kvæmdastjórn yrði mynduð eins fljótt og auðið væri. Stjórnarmennirn-
ir, sem eiga að starfa áfram til bráðabirgða, sögðu í yfirlýsingu að þeir
hefðu ekki hug á að gegna embættum sínum lengur en nauðsynlegt
væri. Þeir hvöttu til þess að eftirmenn sínir yrðu skipaðir sem fyrst og
sögðust hafa ákveðið að gegna skyldustörfum sínum „á takmarkaðan
hátt“ og takast aðeins á við brýnustu úrlausnarefni.
Meðlimir framkvæmdastjórnar-
innar bentu þó á að stofnsáttmáli
Evrópusambandsins kvæði á um að
þeir yrðu að gegna störfum sínum
þar til ný stjórn yrði mynduð.
Deilt um hvenær tilnefna
eigi eftirmann Santers
Ráðamenn í aðildarríkjum Evr-
ópusambandsins héldu áfram til-
raunum sínum til að ná samkomu-
lagi um lausn vandans. Nokkrir
þeirra hvöttu til þess að eftirmaður
Jacques Santers, forseta fram-
kvæmdastjórnarinnar, yrði til-
nefndur á leiðtogafundi ESB-ríkj-
anna í Berlín á miðvikudag. Pierre
Moscovici, Evrópumálaráðherra
Frakklands, sagði hins vegar að
ekki væri ráðlegt að taka ákvörðun í
málinu þá þar sem leiðtogarnir
myndu eiga fullt í fangi með að
leysa ágreining ríkjanna um upp-
stokkun á fjármálum sambandsins
og umbætur á landbúnaðarstyrkja-
kerfinu.
Gerhard Schröder, kanslari
Þýskalands og starfandi formaður
ráðherraráðs ESB, hélt áfram ferð
sinni milli höfuðborga ESB-ríkj-
anna tfi að tryggja að afsögn fram-
kvæmdastjórnarinnar kæmi ekki í
veg fyrir að árangur næðist í hinum
erfiðu úrlausnarefnum leiðtoga-
fundarins.
Talsmaður þýsku stjórnarinnar
sagði að Schröder vildi að eftirmað-
ur Santers yrði tilnefndur fyrir leið-
togafund ESB í Köln 4. júní, en
Þjóðverjar láta af formennsku í ráð-
herraráðinu í lok þess mánaðar.
Hugsanlegt væri að efnt vrði til
aukaleiðtogafundar um málið fyi'ir
þann tíma.
Tekur Prodi við
af Santers?
Romano Prodi, fyrrverandi for-
sætisráðherra Ítalíu, virtist í gær
vera iíklegastur til að verða fyrir
valinu sem eftirmaður Santers, en
nokkrir aðrir hafa verið nefndir, svo
sem Javier Solana, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins, og
Antonio Guterres, forsætisráðherra
Portúgals.
■ Þjóðverjar reyna/22
Verkfall í Færeyjum
Þórshöfn. Morgunblaðið.
VIÐTÆKT verkfall hefur skollið á í
Færeyjum þar sem stærsta stéttar-
félag landsins, Starfsmannafélagið,
og færeyska landstjórnin hafa ekki
náð samkomulagi í launadeilu sinni.
Allar opinberar skrifstofur eru
lokaðar vegna verkfallsins og starf-
semi landstjórnarinnar hefur því
lamast. Ferjur í eigu ríkisins sigla
ekki lengur milli eyjanna og útvarp-
ið hefur hætt útsendingum, þannig
að Færeyingar geta ekki hlýtt á
fréttir um samningaviðræðurnar.
Sáttasemjarar hafa lagt fram
miðlunartillögu um að launin verði
hækkuð um 2% á næsta ári en
Karsten Hansen fjármálaráðherra
hefur hafnað henni á þeirri for-
sendu að launahækkunin geti rask-
að efnahagslegum stöðugleika í
Færeyjum.
Starfsmannafélagið krefst þess
hins vegar að launin verði hækkuð
um meira en 2% og bendir á að lög-
þingið hefur ákveðið að hækka laun
þingmanna um 50%.
Eiga aðeins
Atlants-
hafið eftir
Genf. Reuters.
BELGFARIÐ Breitling Orbiter
var komið yfir Karíbahaf í gær-
kvöldi og belgfararnir þurfa nú
aðeins að komast yfir Atlantshaf-
ið til að verða fyrstir til að fljúga
f loftbelg umhverfís jörðina án
viðkomu á leiðinni.
Talsmenn stjórnstöðvar belg-
farsins í Genf sögðust þó hafa
áhyggjur af því að talsvert hefði
gengið á eldsneytisbirgðir þess
síðasta sólarhringinn. Belgfai’-
arnir virtust einnig að niðurlot-
um komnir þegar rætt var við þá
fyrr um daginn enda hafa þeir
lent í ýmsum erfiðleikum síðustu
daga. Hitakerfi farsins bilaði og
kalt hefur verið í háloftunum
sem reynir á þrek belgfaranna.
Belgfararnir, Svisslendingur-
inn Bertrand Piccard og Bret-
Heimild: Breitling Orbiter-3
inn Brian Jones, voru í gær-
kvöldi yfir Mexíkóflóa og ef
allt fer að óskum svífa þeir yfir
marklínuna í Máritaníu klukkan
18 að íslenskum tíma á laugar-
dag.
Svissneska belgfarið Breitling Orbiter-3
var í gær komið yfir Karibahaf og hafði
lagt rúmlega 33.000 kílómetra að baki.
Belgfarið átti aðeins eftir um fjórðung
leiðarinnar umhverfis hnöttinn.
Hæð: 11.000 metrar Hraði: 72 km/klst.