Morgunblaðið - 18.03.1999, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Mælingum lokið á virkni varnargarðanna á Flateyri
Garðar standast
mun stærri snjóflóð
Eitt örfárra flóða
sem fallið hafa á
leiðigarð
MÆLINGAR á ummerkjum eftir
snjóflóðið sem féll á Flateyri í
febrúar sl. benda til þess að varn-
argarðarnir ofan við byggðina
muni standast mun stærra flóð,
t.d. flóð sambærilegt því sem féll í
október 1995, samkvæmt fyrstu
niðurstöðum rannsókna á um-
merkjum eftir flóðið, sem unnar
hafa verið af starfsmönnum Veð-
urstofu Islands og Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen hf.
Bent er á að frekari rannsóknir
á flóðum úr Skollahvilft muni
auka skilning manna á flæði snjó-
flóða og gera mögulegt að meta
betur virkni garðanna gagnvart
enn stærri flóðum. Flóðið sem féll
í febrúar er eitt örfárra í heimin-
um sem fallið hafa á leiðigarð og
gefa mælingar því mikilvægar
upplýsingar um virkni slíka
mannvirkja.
Breytti um stefnu
Flóðið virðist hafa fallið sem
tvær eða fleiri aðskildar tungur
með skömmu millibili en útlínur
þess voru mældar með GPS-land-
mælingartæki. Ummerki flóðsins
sýna að það breytti um stefnu við
það að kastast upp í gilbarmana á
þremur mismunandi stöðum á
ferð sinni niður gilið. Á þessum
stöðum virka gilbarmarnir sem
náttúrulegir leiðigarðar og gefa
þessi ummerki vísbendingar um
virkni leiðigarða þegar flóðið er á
meiri hraða en það var á þegar
það lenti á varnargarðinum.
Mikilvægar vísbendingar
Mjög lítið er til af beinum mæl-
ingum á snjóflóðum sem fallið
hafa á leiðigarða eða náttúrulegar
fyrirstöður og eru ummerki flóð-
anna í Skollahvilft meðal merki-
legustu gagna sem til eru í heim-
inum af þessu tagi. Þau gefa mik-
ilvægar vísbendingar um virkni
leiðigarða svo og merkar almenn-
ar upplýsingar um flæðieiginleika
snjóflóða. Samkvæmt mælingun-
um rann flóðið á hörðu hjarnlagi á
upptakasvæðinu, sem var undir
léttari vindpökkuðum snjó brot-
flekans. Mikill hluti af snjónum í
flóðinu barst niður í Skolláhvilft
af hásléttunni norðan Önundar-
fjarðar í skafrenningi í norðlæg-
UMMERKI snjóllóðsins í febrúar séð úr gilkjaftinum ofan við bæinn.
um áttum dagana áður en flóðið
féll.
Flóðið var þykkast um 4 m í gil-
kjaftinum í um 200 m hæð yfír
sjávarmáli en tungan neðan við
efsta hluta varnargarðanna var
víðast 0,5-1 m. Næst garðinum
rann flóðið fram í stríðari streng
og þar var þykkt tungunnar 1-1,5
m. Strengurinn meðfram garðin-
um var 20-30 m breiður fyrstu
100-200 m, sem flóðið flæddi með-
fram garðinum en fór breikkandi
niður með honum og varð 70-80 m
breiður neðst.
Mælingar sýna að stefna meg-
instraums flóðsins er nokkuð
austar en árið 1995 og er það í
samræmi við fyrri reynslu að því
stærri sem snjóflóðin eru úr
Skollahvilft, því lengra til vesturs
leita þau. Ástæðan er stýring gil-
kjaftsins í um 200 m hæð yfir
sjávarmáli, sem hefur fyrst og
fremst áhrif á minni snjóflóð.
Stefna stærri flóða ræðst af
stefnu gilsins ofan við 200 m hæð
yfir sjávarmáli en gilkjafturinn
sjálfur hefur lítil áhrif á slík flóð.
Bent er á að þetta kunni einnig að
skýrast að einhverju leyti af land-
mótun í tengslum við efnistöku í
garðana en henni var hagað
þannig að snjóflóð stefndu síður
til vesturs á varnargarðana.
Ummerki á Ieiðigarðinum
Sjá mátti ummerki flóðsins hátt
upp á leiðigarðinum en flóðið flæddi
meðfram honum á um 400 m löng-
um kafla og um 13 m upp á garðinn
þar sem það fór hæst. Þar vantaði
um 4 m upp á að efstu ummerki
næðu toppi garðsins. Áætlaður
hraði flóðsins árið 1999 er metinn
um 67% af hraða flóðsins árið 1995.
Utreikningar benda tO að sambæri-
legt flóð og féll árið 1995 næði um 7
m hærra upp á garðinn en flóðið í
febrúar en samkvæmt mælingum
vom um 4 m upp á topp garðsins,
þar sem febrúarflóðið náði hæst og
mun því gefa yfir leiðigarðinn í flóði
svipuðu því sem féll árið 1995. Er
það í samræmi við hönnunarfor-
sendur og fyrri líkanreikninga en
gert er ráð fyrir að þvergarðurinn
mOli leiðigarðanna stöðvi snjó sem
gefur yfir þá.
sama stað og aðalbrotlína flóðsins árið 1995. Þessi hluti flóðsins sveigði
þegar hann lenti á gilbanninum innanverðum (A), flæddi síðan svolítið á
ská yfir gilið og tók þar aðra en meiri aflíðandi beygju þegar flóðið
flæddi upp í gilið utanvert (B). Meginflóðið tók stefnu á miðjan varnar-
garðinn þegar út úr gilkjaftinum kom, breytti um stefnu þegar það skall
á garðinum og flæddi meðfram honum alla leið niður í sjó. Annar fleki
brotnaði úr hvilftinni utanverðri og sveigði haim einnig þegar hann
skall á innri gilbarminum (C) með svipuðum hætti og meginflóðið gerði
ofar í giiinu. Síðari flekinn virðist að mestu hafa stöðvast í þykkum
múgum samsíða flóðstefimfnni neðan gilsins.
Kortið yfir úthnur flóðsins í febrúar árið 1999 sýnir einnig áætlaðar
útlínur vestari hluta þess ef garðarnir hefðu ekki verið til staðar. Sam-
kvæmt þvi' hefði flóðið náð niður fyrir efstu hús sem eyðilögðust í flóð-
inu árið 1995 en ekki að núverandi byggð.
Heilbrigðisráðherra vill nýja þjóðarsáttarsamninga
Þjóðarsátt takist um
velferðarsamninga
FERMINGARTILBOÐ
5.580.-
Verð áður 6.980,-
íslensk orðabók fyrir
skóla og skrifstofur
er 1263 blaðsíður og
nákvæmlega eins
og nýjasta útgáfa af
íslenskri orðabók
Menningarsjóðs,
en í minna broti.
INGIBJÖRG Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra ætlar að beita sér
fyrir þjóðarsátt um gerð velferðar-
samninga tO margra ára. Hún seg-
ir að örorkubætur hafi hækkað á
undanfömum árum en ekki nægj-
anlega mikið, að mati ráðuneytis-
ins.
„Við viljum ná tO þeirra sem
mest þurfa á bótum að halda og
þurfum að finna þá hópa. Ég tel að
það eigi að gera þjóðarsáttarsamn-
inga, líkt og gert var 1990 á al-
mennum vinnumarkaði, þ.e. vel-
ferðarsamning til margra ára. Það
þurfa margir að koma að því máli,
þ.e. stjómmálaflokkarnir, Óryrlga-
bandalagið og Félag eldri borg-
ara,“ sagði heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðisráðherra var spurður
að því hvers vegna viðmiðunar-
mörk í peningaeign þeirra sem
njóta frekari uppbótar í trygginga-
kerfinu hafi verið hækkuð og hvers
vegna þau hafi verið hækkuð úr 2,5
milljónum króna í 4 milljónir.
Einnig var ráðherrann spurður
hverju það breytti hvort eign bóta-
þega væri fólgin í fasteign eða pen-
ingum eða verðbréfum en bætur
skerðast ekki séu peningamir
bundnir í fasteign.
Ráðherrann sagði að bætur
væm allar meira eða minna tekju-
tengdar og svo hefði verið um langt
skeið. Eigi bótaþegi íbúð og hafi
ekki tekjur af eigninni skerðist
bætur ekki en um leið og bótaþegi
hafi tekjur af eigninni skerðist
þær. Einnig sé litið svo á að bóta-
þegi með lágar tekjur og lágar
bætur sem eigi engu að síður fast-
eign sem hann búi í, spari ríkissjóði
útgjöld í formi húsaleigubóta. Á
móti komi reyndar greiðslur vaxta-
bóta í sumum tilvikum.
Almannatryggingakerfi
öryggisnet
„Innstæða í banka eða verð-
Framlengingar krafíst
Mál
og menning
Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Siðumúla 7 • Sfmi 510 2500
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI mun í
dag leggja fram kröfu í Héraðsdómi
Reykjavíkur um framlengingu á
gæsluvarðhaldi Nígeríumannsins
sem innleysti falsaðar ávísanir í ís-
landsbanka fyrir á tólftu milljón
króna fyrir tæpum mánuði.
Ekki hafði verið ákveðið af hálfu
embættisins í gær hversu langrar
framlengingar átti að krefjast, en
gæsluvarðhald mannsins rennur út
klukkan 16 í dag.
Annar Nígeríumaður, sem úr-
skurðaður var í gæsluvarðhald í kjöl-
far handtöku hins Nígeríumannsins,
situr í gæsluvarðhaldi til 1. apríl
samkvæmt úrskurði Hæstaréttar á
þriðjudag.
bréfaeign skerðir einungis svokall-
aða frekari uppbót. Þessar bóta-
greiðslur eru öryggisnet til að
greiða þeim bætur sem verða fyrir
sérstökum kostnaði, t.d. lyfja- og
lækniskostnaði o.fl. Eigi einstak-
lingur fjórar milljónir króna í
banka og hjón hugsanlega átta
milljónir króna, er ekki hægt að
segja að þau geti ekki framfleytt
sér og komist ekki af án frekari
uppbótar. Almannatryggingakerfið
er uppbyggt sem öryggisnet og tU
þess að koma til móts við þá sem
minnst hafa. Menn geta svo alltaf
dedt um hvar mörkin eigi að liggja-
Mannanna verk eru ekki öll full-
komin og heldur ekki trygginga-
kerfið. Við töldum að það væri
hægt að tala um að eðlilegur
spamaður væri á bilinu 3-4 millj-
ónir króna áður en skerðingar bóta
kæmu td,“ segir heilbrigðisráð-
herra.
Ráðherra sagði engin sérstök
vísindi liggja á bak við þessa tölu,
þ.e. 4 milljónir króna sem eru við-
miðunarmörkin, fremur en til
dæmis skattleysismörkin, eða
þriggja þúsunda króna þakið í
lækniskostnaði sem öryrkjar
njóta, en eins og kunnugt er fara
öryrkjar og aldraðir á afsláttar-
kjör vegna læknisþjónustu strax
eftir þrjú þúsund króna útgjöld á
ári. Hér ráði sanngimissjónarmið
fremur en vísindalegur útreikning-
ur.