Morgunblaðið - 18.03.1999, Page 19

Morgunblaðið - 18.03.1999, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 19 Stórfelldar matar- sýkingar hafa orðið í slíkum boðum MARGAR fermingarveislur eru framundan og stórfelldustu matar- sýkingar sem komið hafa upp hér á landi hafa verið í tengslum við fermingai'veislur. Rögnvaldur Ingólfsson sviðs- stjóri hjá matvælasviði Heilbrigð- iseftirlits Reykjavíkur segir að full ástæða sé til að brýna fyrir fólki að fara varlega með viðkvæm mat- væli sem eiga að vera á hlaðborð- um í fermingarveislum. Geyma matinn í kæli „Fyrst og fremst þarf fólk að geyma matvæli í kæli ef um er að ræða mat sem á að vera á köldu borði eins og kjöt og smurt brauð. Víða er maturinn útbúinn með eins daga fyrirvara og þá þarf að kæla hann strax og halda honum við 0-4°C þar til hann er borinn fram.“ Hitið að suðu sósur og pottrétti Oft eru heitar sósur á borðum og pottréttir sem gjarnan eru matreiddir daginn áður. Nauð- synlegt er að hita bæði pottrétt- ina og sósurnar í gegn upp að suðu eða að minnsta kosti í 75 °C. Upphitunin getur tekið töluverð- an tíma og það þarf að hræra stöðugt í matnum svo hitunin nái í gegn.“ - Hvað má matur standa lengi á borðum í veislu án þess að hætta sé á fjölgun örvera? „Heilbrigðiseftiriit Reykjavíkur hefur miðað við að matur standi ekki lengur á borðum en í tvær klukkustundir. Pað þýðir að mat- urinn sé borinn fram sem mest jafn óðum en geymdur í kæli eða á hitaplötu fram að því.“ - Er algengt að matarsýkingar komi upp í kringum fermingar? „Einhverjar stórfelldustu matar- sýkingar sem upp hafa komið hefur mátt rekja til matvæla á fermingar- hlaðborðum. I iyi-ra varð til dæmis mikið óhapp þar sem tvö hundruð manns í fímm veislum sýktust af matnum." -Oft verður mikill matur af- gangs. Er ekki í lagi að borða hann daginn eftir? „Það er óráðlegt að neyta mat- arins síðar ef hann hefur staðið á hlaðborði í 2-3 klukkustundir og náð herbergishita. Þetta á sérstak- lega við um kalda rétti sem ekki er hægt að hita að suðu á ný.“ li'yíOiilijiirtíiiui aðráda! I Sólblóma er hátt hlutfall fjölómett- aðrar fitu og lítið af mettaðri. Með því að velja Sólblóma á brauðið dregur þú úr hættu á aukinni blóðfitu (kólesteróli). Fita í 100 g NEYTENDUR Fræðslurit um raflagnir á heimilum Lekastraumsrofi helsta öryggistæki rafkerfísins ÞESSA dagana er verið að dreifa bæklingi um raflagnir og rafmagns- öryggi á hvert heimili á landinu. Með því er verið að vekja fólk til umhugsunar um þá hættu sem get- ur fylgt gömlum raflögnum og hjálpa fólki að meta ástand raf- lagna og rafbúnaðar með einföldu krossaprófi. Birgir Agústsson, deildartækni- fræðingur hjá rafmagnsöryggis- deild Löggildingarstofu, segir að miklar breytingar hafi orðið á regl- um um raflagnir frá því byrjað var að nota rafmagn hér á landi. „Það þarf ekki að vera að gamlar raf- lagnir séu hættulegar en það getur verið nauðsynlegt að fá löggilta raf- verktaka til að gera úttekt á þeim og fara að tillögum um úrbætur.“ Þegar Birgir er spurður hvenær fólk eigi að fara að huga að endur- bótum á raflögnum segir hann að þumalputtaregla sé að láta kanna ástand á raflögnum í húsum sem byggð voru um og fyrir árið 1960 og ekki hafa verið endurnýjaðar. Birgir segir að ýmis atriði geti bent til að gera þurfi endurbætur á raflögnum. „Þegar öryggi fara að springa oft og perur duga skammt í ljósastæði getur það bent til að eitthvað sé ekki sem skyldi. Þá er mikilvægt að endurnýja lélegai' rafmagnstöflur og láta taka út rafmagnið ef leka- straumsrofinn slær oft út án sýni- legrar ástæðu. Við höfum líka lagt mikla áherslu á að benda fólki á að lekastraumsrofi er mikilvægur og allir ættu að hafa hann þótt það sé ekki í öllum tilfellum skylda." - En hvernig er ástand raflagna al- mennt hér á landi? „Ahnennt teljum við að raflagnir sem lagðar voru eftir árið 1960 séu í nokkuð góðu ástandi þó auð- vitað þurfi fólk að vera á varðbergi. Það eru hinsvegar raf- lagnir frá því fyrir 1960 sem við höfum meiri áhyggjur af. „ Reglubundið eftirlit? Er ekkert. opinbert eftirlit með ástandi raflagna? „Fram til ársins 1997 báru raf- veitur ábyrgð á reglubundnum skoðunum á gömlum húsum og sáu Ef skipta þarf oft um perur í einu Ijósastæði getur það bent til bil- unar um þá framkvæmd með sínum eftirlits- mönnum“, segir Sæ- mundur Vilhjálms- son, yfíreftirlitsmaður hjá rafmagnsöryggis- deild Löggildingar- stofu. „Núna er þetta eftirlit á ábyrgð Lög- gildingarstofu sem beitir úrtaksskoðun- um ásamt markvissri fræðslu til almennings um hættur af völdum rafmagns. Þessar breyt- ingar á eftirlitinu eru í takt við það sem gerist í löndunum í kringum okkur, þ.e. að draga úr opinberu eftirliti án þess að það komi niður á öryggi." TILBOÐSDAGAK afsláttur af öllum skartgripum. Guðmundur Andrésson 15-50» Gullsmíðaverslun Laugavegi 50, sími 551 3769. EKKI er gott að hafa mörg orkufrek raftæki tengd í eitt og sama fjöltengið. Afmœtisdagar í SigurBoganum yVE^AINl^URENT Vor- og sumarCitirnir eru Gpmnir Afmælisgjöf til þín fró Sigurboganum: Glæsileg handtaska að eigin vali, ef keyptar eru vörur fró YSL fyrir 6.000 krónur eða meira. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri. Takmarkað magn. verða hjó okkur í dag, d morgun ogó ■nyja Við kynnum: -nýjarvörur ■ nýjan ilm Við ítiÖCfcim tiíað sjá þigl yS*30 G/ o Laugavegi 80, sími 561 1330

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.