Morgunblaðið - 18.03.1999, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
*
Islenska sjávarútvegssýningin 1999
Um 40% umfang's-
meiri en síðast
ÍSLENSKA sjávarútvegssýningin
sem verður haldin í Smáranum í
Kópavogi 1. til 4. september nk.
verður umfangsmeiri en nokkru
sinni fyrr. „Útlitið er mjög gott,
allur undirbúningur virðist vera á
áætlun, að minnsta kosti hvað okk-
ur varðar, og vegna mikillar eftir-
spurnar eftir rými hefur verið
ákveðið að bæta við 1.200 fermetra
skála, en sýningin verður 35 til
40% umfangsmeiri en 1996,“ sagði
John Legate frumkvöðull sýning-
arinnar og framkvæmdastjóri frá
byrjun.
Sýningunni var hleypt af stokkun-
um 1984 og verður nú haldin í sjötta
sinn. T1 þessa hefur hún verið í
Laugardalshöll en verður nú á mun
stærra sýningarsvæði í Smáranum í
Kópavogi; í íþróttahúsinu, Tennis-
höllinni, þremur skálum og á úti-
svæði. „Eftirspurnin eftir plássi er
mun meiri en gert var ráð fyrir og
við erum mjög ánægð með það,“
sagði Legate. „Bæði er að fyrirtæki
vilja meh-a rými en áður og fleiri
hafa bæst við. Síðast voru 699
sýnendur frá 28 löndum en nú stefn-
ir í að fyrirtækin verði vel yfir 800.“
Hann sagði að óskir fyrirtækjanna
væru mismunandi og væri rými
þeirra á sýningunni frá níu fermetr-
um upp í 170 fermetra. Einstaka
þjóðir hefðu pantað mun stærra
svæði, Danir um 250 fermetra og
Norðmenn um 200 fermetra, svo
dæmi væru tekin. „Sýnendur koma
alls staðar að en áberandi er hvað ís-
lenskum fyrirtækjum hefur fjölgað
og er greinilegt að stöðugleiki efna-
hagsástandsins hefur mikið að
segja.“
Legate sagði að eftirspurnin hefði
komið skemmtilega á óvart. „Aldrei
er hægt að vera viss um hvernig
þessi mál þróast en þetta endur-
speglar árangur sýningarinnar 1996
og góðærið.“ Tæplega sex mánuðir
eru til stefnu og sagði hann að allt
yrði tilbúið í tíma. „Nú stendur yfir
vinna við gerð bílastæðis í Smáran-
um og jarðýturnar eru á fullu.
Svæðið í Smáranum er mjög gott,
það er miðsvæðis og þar verða næg
bílastæði."
Gefnir hafa verið út kynningar-
bæklingar vegna sýningarinnar,
annar með umsóknarblaði um sýn-
ingarrými og hinn fyrir gesti.
„Kynningin er farin af stað úti um
allan heim og hótelbókanir eru meiri
en nokkru sinni fyrr sem bendir til
þess að gestum fjölgi í réttu hlutfalli
við aukið umfang sýningarinnar.
Það er líka eðlilegt og því eigum við
von á mjög góðri og vel sóttri sýn-
ingu.“
Morgunblaðið/Kristinn
BJARNl Þór Jónsson umboðsmaður Nexus Media Limited, sem skipu-
leggur Islensku sjávarútvegssýninguna, til vinstri og John Legate
framkvæmdasfjóri og frumkvöðull sýningarinnar skoða nýútgefin
gögn vegna sýningarinnar.
Morgunblaðið/Kristinn
AFLINN ísaður. Sjóli landaði 140 tonnum af blálöngu af Hatton-banka í Hafnarfirði í gær. Aflin var að með-
altali um 17 tonn á sólarhring. Blálangan fór á markaði heima og erlendis.
BSfi
ÍÉÍ
Sjóli HF með 140 tonn
af Hatton-bankanum
TOGARINN Sjóli úr Hafnarfirði
kom í gær til heimahafnar með um
140 tonn af blálöngu af Hatton-
banka, langt suður af landinu. Þetta
er langbezti túr sem íslenzkur tog-
ari hefur gert á þessum slóðum, en
auk Sjóla hefur Ernir reynt fyrir
sér áþessum slóðum nú á útmánuð-
um. Aður hafa tilraunir íslendinga
til veiða á þessu svæði skilað mjög
litlum árangri. Blálangan fer á
markaði innan lands og utan, en
áætla má að aflaverðmæti gæti ver-
ið um 14 milljónir króna. Sjóli fer
aftur á þessi mið að lokinni löndun
og venjubundnu hafnarfríi. Skip-
stjóri á Sjóla er Magnús Guðmunds-
son.
„Við erum með um 140 tonn af
blálöngu, sem gerir um 16 til 17
tonn á sólarhring á miðunum,“ segir
hann. „Það er ekki beint mok, en
þetta er ágætt, sérstaklega þegar
menn hafa ekki kvóta. Þetta er
þriðji túrinn okkar á þessar slóðir
og sá langbezti. Maður er alveg
sáttur við svona fiskirí í þessum
fiski. Hinir túramir tveir gáfu miklu
minna enda var kolvitlaust veður
allan tímann. Við vorum átta daga á
miðunum síðast og þar af var
stormur í sjö daga. Það var því ekki
við neinu að búast.
„Þriðji túrinn og
sá langbezti“
Bezti mánuðurinn á blálöngunni
Nú var veðrið miklu betra og
marzmánuður er venjulega bezti
tíminn á blálöngunni. Hitt er meiri
áhætta. Þetta er mjög stórt svæði,
miklu stærra en maður hafði gert
sér grein fyrir áður. Ætli það séu
ekki einar 200 mílur frá suðri til
norðurs. Nú eru Frakkar og Spán-
verjar byrjaðir veiðar á þessu svæði
og þarna voru líka þrír færeyskir
togarar núna. Eg veit ekkert um
veiði Frakkanna og Spánverjanna,
en Færeyingarnir voru með svipað
og við.
Það var mest karfi, sem við feng-
um í fyrsta túrnum, en þá vorum við
grynnra. Við erum að sækja blá-
lönguna niður á 400 til 500 faðma,
en karfinn fer ekki niður fyiir 400
faðma. Fyrir vikið er þetta eigin-
lega „dræ“ blálanga, aðeins bland af
stinglaxi og skötusel.
Á markaði heima og erlendis
Við setjum blálönguna á markað
hér heima, í Þýzkalandi og eitthvað
fer í frystihús. Síðast sendum við
einn gám til Frakklands og annan
til Þýzkalands. Nú skilst mér að
Frakkarnir fari að setja sína blá-
löngu á fullu á markaðinn þar og þá
lækkar verðið. Hann er mjög við-
kvæmur fyrir miklu framboði og er
fljótur að lækka við þær aðstæður.
Við sendum þetta því á Þýzkaland
núna, þótt við höfum fengið lægra
verð þar en á franska markaðnum
síðast. Þá var verðið um 125 krónur
á kílóið í Þýzkalandi og 10 krónum
hærra í Frakklandi. Nú virðist útlit-
ið á þýzka markaðnum betra. Þegar
ég fór af miðunum voru þrír fransk-
ir togarar á svæðinu, en reiknað var
með að þeir yrðu 10. Því er líklegt
að franski markaðurinn yfirfyllist
með tilheyrandi verðfalli.
Megum hvergi fara
inn fyrir línu
Frakkarnir voru að veiðum að-
eins sunnar en við, innan við brezku
lögsöguna, en þar mátti ég ekki
fara. Þar mega hins vegar allir
veiða svona tegundir, sem ekki eru í
kvóta nema við íslendingar. Við er-
um soddan snillingar í þessu. Við
megum hvergi fara inn fyrir línu.
Færeyingar mega gera það og allar
þjóðir í þessar tegundir,“ segir
Magnús Guðmundsson.
Nýtt upplýsingakerfí frá
Radiomiðun fyrir skip
ÞJÓNUSTUBANKI Radiomiðunar
var kynntur í fyrradag og foimlega
tekinn í notkun af Guðmundi
Bjamasyni umhverfisráðherra.
„Þetta er mikilvægt skref fyrir upp-
lýsingaþjónustuna," sagði hann eft-
ir að hafa klippt á borðann. Hann
óskaði þeim sem stóðu að verkefn-
inu til hamingju með áfangann og
sagði bankann gera siglingar ör-
uggari og árangursríkari. Magnús
Jónsson veðurstofustjóri sagði það
enda markmiðið og bætti við að at-
vinnutæki á sjó ættu að nýtast enn
betur með tÚkomu þjónustubank-
ans.
Um er að ræða tölvukerfi sem
Radiomiðun hefur þróað í þeim til-
gangi að geyma og dreifa upplýs-
ingum til skipstjórnenda. Þar má
nefna fimm daga veðurspá frá Veð-
urstofu íslands, öldudufla-, hafna-
og veðurathugunarstöðvaupplýsing-
ar frá Siglingastofnun íslands og
upplýsingar frá Fiskistofu varðandi
skyndi- og reglugerðarlokanir.
Öll helstu fiskiskip eru búin
tölvubúnaði sem er tengdur sigl-
inga- og fiskileitartækjum um borð
en með honum er hægt að hafa allar
upplýsingar á einum stað. I tölvunni
má t.d. skoða veðurþróunina eins og_
kvikmynd líkt og;í veðurfréttum. í
sjónvarpi.
Veiðigrunnurinn er hluti af Þjón-
ustubankanum og þar eru allar upp-
lýsingar um veiðiferðina en afla-
skýrslu er hægt að senda beint til
Fiskistofu með tölvupósti. Upplýs-
ingamar er hægt að fá í gegnum
NMT-farsímakerfið og Inmarsat C-
gervihnattakerfið.
Kristján Gíslason framkvæmda-
stjóri Radiomiðunar sagði að Radi-
omiðun og Háskóli íslands hefðu
unnið að rannsóknaverkefni sem
hefði verið kallað upplýsingakerfi
skipstjórnenda fiskiskipa. Megin-
markmið verkefnisins hefði verið að
þróa nýjungar í upplýsingakerfi
skipstjóra fiskiskipa. Með það
markmið að leiðarljósi hefði verið
unnin úttekt á stöðu slíkra upplýs-
ingakerfa og heimilda leitað um slík
rannsóknaverkefni á þessu sviði
víðs vegar um heiminn. Uttektin
hefði falið í sér greiningu á ákvarð-
. anatöku og upplýsingum sem skrjS-
stjórn fiskiskipa byggist á. Helsta
niðurstaða greiningarinnar hefði
verið að ákvörðun um val á fiskimið-
um væri þýðingarmikil og flókin og
hefði afgerandi áhrif á afkomu út-
gerðar. Akvörðunin byggðist nú á
reynslu skipstjórnarmanna, nýjustu
upplýsingum um veiðar annarra,
veðurfar og fleira. í framhaldi af út-
tektinni hefðu komið fram margar
hugmyndir um nýsköpun og hefði
ein þeirra verið að útbúa veðurupp-
lýsingar til sjófarenda á myndrænu,
tölvutæku formi. I framhaldi hefði
verið óskað samvinnu við Veður-
stofuna með fyrrgreindum árangri.
Kristján sagði að fyrrnefnt veð-
urupplýsingakerfi hefði verið í þró-
un í um það bil tvö ár. „Það er
stærsti hluturinn í því sem við köll-
Morgunblaðið/Ásdís
GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra tók upplýsingakerfið
formlega í notkun í gær með því að klippa á borða, sem var utan um
tölvuskjá. Kristján Gíslason framkvæmdastjóri hjá Radiomiðun
þakkaði honum fyrir sem og Magnús Jónsson veðurstofustjóri sem
stendur á milli þeirra.
um Þjónustubanka Radiomiðunar.
Hann samanstendur af ýmsum upp-
lýsingum víðs vegar úr kerfinu og
þar vegur veðurspáin langsamlega
þyngst eins og er.“ Hann sagði að
ráðgert væri að bæta miklum upp-
lýsingum við bankann sem menn
geti verið áskrifendur að, „en
heimasíðan, radiomidlun.is/skip,
veitir aðgang að þessum þjónustu-
banka og þar getur skipstjórinn
merkt við þær upplýsingar sem
hann vill fá sendar til sín og hvenær
hann vill fá þær, daglega eða sjaldn-
ar. Þetta verður því internetupplýs-
ingaveita fyrir skipstjórann.“