Morgunblaðið - 18.03.1999, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 21
ERLENT
Mannfall í
eyðimörkinni
ERITREU STJÓRN sýndu frétta-
mönnum í gær lík a.m.k. 300
eþíópískra hermanna, sem þau
segja hafa fallið í orrustu nærri
Asmara, höfuðborg Eritreu.
Sögðu þau herinn hafa eyðilagt
alls 57 skriðdreka Eþíópíumanna.
Eþíópíusijórn vísar fullyrðingun-
um á bug og segir þær áróðurs-
bragð. Ríkin berjast um lítið eyði-
merkursvæði og hafa sáttatil-
raunir engan árangur borið. Hér
eru eritreskir hermenn að grafa
fallinn félaga sinn á vígvellinum.
Reuters
frakar vilja fá að taka þátt í pílagrímaferðum til Mekka
18 þúsund Irakar bíða við
landamæri Sádí-Arabíu
Bagdad. Reuters.
STJÓRNVÖLD í írak hunsuðu í
gær flugbann Vesturveldanna ann-
an daginn í röð þegar þau sendu
flugvél fulla af múhameðstrúar-
mönnum áleiðis til Sádí-Ai'abíu en
þar fer í hönd hámark árlegrar
pílagrímahátíðar, haj. Um átján
jDÚsund Irakar hafa nú safnast fyr-
ir í landamærunum við Sádí-Ai'a-
bíu og saka fulltrúar stjórnvalda
Sameinuðu þjóðirnar um að seinka
áætlunum sínum um fjárhags-
stuðning við ferðir pílagríma til
Mekka.
Rússnesk flugvél af gerðinni
Ilyushin-76 lagði upp með 111 píla-
gríma frá herflugvelh í suðurhluta
Bagdad og sagði Rabaee Mo-
hammed Saleh, yfirmaður ríkis-
flugfélagsins í írak, að fleiri ferðir
væru ráðgerðar á næstu dögum.
Hann þakkaði jafnframt stjórn-
völdum í Sádí-Arabíu íyrir að hafa
leyft fyrstu flugvélinni, sem hafði
innanborðs 110 pílagríma, að lenda
í Sádí-Arabíu á þriðjudag.
Fulltrúi íraskra stjórnvalda
sagði í gær að Irakar hefðu beðið
nefnd á vegum SÞ um leyfi til að
taka út 2000 bandaríkjadali á
mann, til að fjármagna ferðir píla-
grímanna, af reikningi sem Irakar
fá greitt af í samræmi við svokall-
aðan „olíu fyrir mat“-samning, en
skv. honum mega Irakar selja til-
tekinn fjölda olíutunna til að hægt
sé að tryggja íbúum landsins mat-
væli og lyf.
Nefndin hafði hins vegar á á
þriðjudag gefið upp á bátinn til-
raunir til að finna lausn á því
hvernig hægt yi’ði að koma allt að
tuttugu og tvö þúsund Irökum í
hinar ái-legu haj-pílagrímsflugferð-
ir til hinnar heilögu borgar Mekka
án þess að brjóta þær reglur sem
SÞ hafa sett.
Sagði formaður nefndarinnar,
Hollendingurinn Peter van Wals-
um, að reglur SÞ leyfðu ekki að fé
yrði fært inn á reikninga íraka
nema í gegnum þriðja aðila. írakar
hafna þessum rökum og hafa farið
fram á að fá féið milliliðalaust.
„Irak heldur sig við fyrri kröfu í
þeirri fullvissu að markmiðið með
því að blanda þriðja aðila inn í
þetta sé einungis það að koma í veg
fyrir að Irakar uppfylli skyldu sína
sem múslimar, og taki þátt í haj.“
Kaup BskyB á Manchester United
Yfírtakan sögð
stríða gegn al-
mannahagsmunum
London. Reuters.
GENGI hlutabréfa í bresku fjöl-
miðlasamsteypunni BskyB og
knattspyrnufélaginu Manchester
United féll nokkuð í gær vegna
ótta um að samkeppnisyfirvöld
hefðu hafnað fyrirhuguðum kaup-
um BskyB á Manchester United.
Dagblaðið The Daily Telegraph
hafði um morguninn sagst hafa
áreiðanlegar heimildir íyrir því að
breska samkeppnisstofnunin hefði
úrskurðað að yfírtaka BskyB á
Manchester United væri ekki í
þágu almannahagsmuna. Stofnunin
er sögð hafa lokið fimm mánaða
rannsókn sinni á kauptilboði
BskyB í Manchester United og
sent skýi'slu sína til Stephen Byers
viðskiptaráðherra, sem taka mun
endanlega ákvörðun um hvort
kaupin verða leyfð.
Gengi hlutabréfa í Manchester
United hafði fallið um meira en níu
prósent á fjármálamörkuðum um
miðjan dag í gær og gengi bréfa í
BskyB, sem fjölmiðlakóngurinn
Rupert Murdoch á 40% í, um tvö
prósent. Gengi hlutabréfa í öðrum
stærstu knattspyrnufélögunum á
Bretlandi féll einnig. „Markaður-
inn gengur greinilega að því vísu
að frétt blaðsins sé rétt enda virð-
ist hún styðjast við öruggar heim-
ildir,“ sagði Paul Richards, fjár-
málasérfræðingur, í samtali við
Reuters.
Viðskiptaráðuneytið breska vildi
ekkert segja um getgáturnar og
sagði talsmaður ráðuneytisins að
upplýsingar um þetta hefðu enn
ekki verið gerðar opinberar. Gert
er ráð fyrir að Byers muni tilkynna
úrskurð sinn á næstu þremur til
fjórum vikum og þótt ekki sé talið
líklegt að hann gangi gegn ráðlegg-
ingum samkeppnisstofnunar er
honum það þó eigi að síður heimilt.
Umdeilt kauptilboð
Tilboð BskyB í Manchester
United vakti á sínum tíma miklar
umræður á Bretlandi og héldu
margir því fram að of mikil völd
hefðu safnast í hendur BskyB, sem
nú þegar hefur einkarétt á beinum
útsendingum ensku úrvalsdeildar-
innar, fengi félagið að festa kaup á
þessu ríkasta knattspyrnufélagi í
heiminum. Margir áttu einnig bágt
með að sætta sig við að Murdoch,
sem nú þegar á fjögur af þeim dag-
blöðum sem gefin eru út í Bret-
landi, næði yfirráðum í því knatt-
spymuliði sem hefur yfir að ráða
fleiri stuðningsmönnum en önnur
félög á Bretlandi.
Sagði í The Daily Telegraph að
samkeppnisyfirvöld hefðu komist
að niðurstöðu sinni þrátt fyrir að
fulltrúar beggja fyrirtækja hefðu
gert sitt ýtrasta til að fullvissa þau
um að yfirráð BskyB yfir Man Utd
myndu ekki gefa því ósanngjarna
samkeppnisstöðu þegar samið yrði
um réttinn til að sjónvarpa knatt-
spyrnuleikjum.
bækiin?(ífmn er í fullu ?ildi, pakkaður af tilboðum!