Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Mandela í Noregi
Osló. Reuters.
NELSON Mandela, forseti Suð-
ur-Afríku, lofaði Norðurlöndin í
gær fyrir stuðning þeirra í bar-
áttunni gegn aðskilnaðarstefn-
unni á sama tíma og stórveldin
hefðu forðast afskipti af málinu.
Mandela sem nú er á ferð um
Norðurlöndin fagnaði einnig
hvatningarorðum Bill Clintons,
foi'seta Bandaríkjanna, á þriðju-
dag, um að alþjóðlegir lánar-
drottnar ættu að afskrifa um
fímin þúsund milljarða króna
skuldir fátækra ianda. Mandela
sagði slíkar aðgerðir myndu
verða mikla lyftistöng í efna-
hagslegn tilliti fyrir þróunarlönd.
Ríkisstjórnir Noregs og Suð-
ur-Afríka undirrituðu í gær
samning þess efnis að sú fyrr-
nefnda léti rúmlega þijá og hálf-
an milljarð af hendi til þróunar-
mála í Suður-Afríku á næstu
fímm árum.
Kjell Magne Bondevik, forsæt-
isráðherra Noregs, sagði í þessu
sambandi aðdáunarvert hvernig
Mandela hefði stuðlað að lýð-
ræðisþróun í Suður-Afríku með
því að leggja áherslu á að mann-
réttindi yrðu höfð í heiðri. Því
hefði norska ríkisstjórnin ákveð-
ið að halda áfram stuðningi við
landið.
Reuters
700.000 gestir, 1.900 flugvélar, 56.000 flughreyfingar.
Vorhátíðin í bandarísku flugi ^
FLY-IN
J SYMtg V
'Aprííutfí ■ í/tf, iggg
um Internetið
K hér á síðunni
Hópflug 70 Mustang P-51 flugvéla
á 25 ára afmæli Sun'n fun.
lugáhugamenn!
Bjóðið makanum í
þessa fullkomnu
sólarlandaferð- |
SVlunið eftir %
sólgleraugunum,
sólhattinum, M
stuttbuxunum og
strigaskónum.
Flight Safety
International
Heimsókn til stærstu \
flugskólakeðju í heimi. \
38 skólar um allan l
heim er útskrifa 50.0001
nemendur á ári. i
Fyrirmynd allra \
flugskóla.
SlglgilÍBp
Fararetjóri
ga hagstatt
*ar á aðeins
Patty Wagstaff
Frægasta listflug-
kona í heimi, jafn
glæsileg á láði sem
lofti, sýnir magnað en
fágað íistflug. Einu
sinni heimsmeistari í
listflugi og þrefaldur
Bandaríkjameistari.
SöluaSili
FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi
Hópferðadeild, Laugavegi 7
Gunnar Þorsteinsson
á mann m.v. 2 í herb.
Innifalið í verði: Flug, gisting á Colonian Plaza Inn í Orlando, íslensk fararstjórn.
RAÐGREIÐSLUR EUR0 0G VISATIL24. MÁN.
Fljúgandi virki
Gamlir strfðsjálkar til
sýnis. B-17 „Fljúgandi
virki", eina flughæfa
Martin B-26 Marauder
sprengivélin og allar
frægustu gömlu
orrustuflugvélarnar.
Sjón er sögu ríkari!
Piper flugvéla-
smiðjurnar
Heimsókn til einnar
þekktustu smáflug-
vélasmiðju í heimi
sem um þessar nýtur
mikillar velgengni.
Framleiðir nú 8
flugvélagerðir.
UPPLYSINGAR OG BOKANIR
Virka daga og um helgar, frá kl. 9 - kl. 21
Sendum nákvæma prentaða dagskrá með öllum
nauðsynlegum ferðaupplýsingum.
Fantasy of flight
Heimsókn í
athyglisverðasta
flugskemmtisafn í
heimi, draumaverk-
smiðja flugsins.
Árásarferð með B-17,
loftorrusta yfir
Kyrrahafi.
Bob Hoover
Besti flugmaður f heimi
sýnir ögrandi listflug
sem vekja spennu og
fá taugamar til að titra.
Hefur flogið yfir 300
flugvélagerðum og
með meira en 1.000
flugsýningar að baki.
Canaveralhöfði
Ferð til geimflug-
hafnar Bandaríkjanna
með 3.000 geimskot
síðan 1950. Lifandi
staður, fullur af
fróðleikog skemmtan
um geimflug.
Einnig:
Disney-skemmtigarðarnir.
Universal kvikmynda-
skemmtigarðurinn.
Góðir veitingastaðir.
Margt fleira mun koma
á óvart.
FYRSTA FLUGS FÉLAGIÐ
Áhugamannafélag um flugmál
Simar 561 2900 - 899 2900
HOTEL ESJA
Hótel Loftleiðum
HOTEL LOFTLEIÐIR
www.sun-n-tun.com
www.patlywagstal
www.mustangsmustangs.cnm
Landsbanki Islands
Urskurðað
í máli
Pinochets
eftir viku
BRESKA lávarðadeildin mun
kveða upp úrskurð sinn næst-
komandi miðvikudag yfir
Augusto Pinochet, fyrrver-
andi einræðisherra í Chile,
um það hvort hann verði
framseldur til Spánar. Ákveði
lávarðadeildin að framselja
hann ekki mun Pinochet fara
frjáls ferða sinna.
Eiginmaður
Suu Kyi
fársjúkur
MICHAEL Aris, eiginmaður
Aung San Suu Kyi, leiðtoga
stjórnarandstöðunnar í
Búrma, berst nú við krabba-
mein og hefur sótt um vega-
bréfsáritun til að geta heim-
sótt eiginkonu sína í Búrma.
Yfirvöld í Yangon, sem hafa
neitað honum um vegabréfsá-
ritun sl. þrjú ár, eru sögð telja
eðlilegra að hún fari til hans.
Suu Kyi óttast hins vegar að
sér verði ekki hleypt aftur inn
í landið aftur, fari hún þaðan.
Reno snýst
hugur
JANET Reno, dómsmálaráð-
herra Bandaríkjanna, lýsti því
yfir í bandaríska þinginu í
gær að hún væri hlynnt því að
embætti óháðs saksóknara
yrði lagt niður vegna „inn-
byggðra galla“ þess. Þykir yf-
irlýsing hennar sæta tíðindum
þar sem Reno hefur verið
mjög fylgjandi embættinu til
þessa.
Vöid Jeltsíns
minnka
SVO virðist sem völd Borís
Jeltsín, forseta Rússlands,
fari minnkandi, þar sem rúss-
neska Sambandsráðið neitaði
í gær að samþykkja afsögn
Yuri Skuratov, saksóknara.
Jeltsín vildi að hann segði af
sér, en Sambandsráðið var
ekki á sama máli og stóð í vegi
fyrir afsögn hans. Jeltsín hitti
Yevgení Prímakov, forsætis-
ráðhen'a, að máli og kröfðust
þeir þess að Sambandsráðið
endurskoðaði afstöðu sína.
Samkvæmt rússnesku stjórn-
arskránni þarf samþykki
ráðsins, auk forsetans, fyrir
afsögn saksóknara. Allt útlit
er því fyrir að vilja Jeltsíns
verði ekki fylgt eftir.
Tildrög
lestarslyss
könnuð
VERIÐ er að rannsaka til-
drög lestarslyssins sem varð á
mánudag í Chicago, þar sem
13 manns létust og a.m.k. 100
manns slösuðust. I gær hófu
rannsóknarmenn að kanna
hvort ökumaður vörubílsins
sem ók í veg fyrir lestina hefði
ekið framhjá hliði sem koma á
í veg fyrir akstur yfir brautar-
teinana rétt áður en lest kem-
ur.