Morgunblaðið - 18.03.1999, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 25
ERLENT
Reuters
Fáni NATO
dreginn
að húni í
fyrsta sinn
UNGVERSKUR hermaður
dregur að húni fána Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) í
fyrsta sinn við bækistöðvar
ungverska flughersins í Kec-
sekemet í gær. Ungverjaland,
Tékkland og Pólland gerðust
formlega meðlimir NATO við
hátíðlega athöfn 12. mars síð-
astliðinn.
Leiðtogi flokks strangTrúaðra gyðinga sekur um spillingu
Talið styrkja stöðu flokks-
ins fyrir komandi kosningar
Jerúsalem. Reuters.
ARYEH Deri, leiðtogi flokks
strangtrúaðra gyðinga í Israel, var
í gær fundinn sekur um mútu-
þægni og spillingu við lok um-
deildra réttarhalda sem mjög hafa
aukið spennu í aðdraganda þing-
kosninganna, sem fram eiga að
fara 17. maí næstkomandi. Gert er
ráð fyrir að Deri áfrýi dómi hér-
aðsdóms í Jerúsalem til hæstarétt-
ar Israels en hann hefur ítrekað
neitað ákærum um að hafa skotið
undan þúsundum bandaríkjadala.
Svartklæddir áhangendur Deris,
leiðtoga hins áhrifamikla Shas-
flokks, brustu í grát þegar niður-
staða dómara vai- tilkynnt.
Hundruð lögreglumanna stóðu
vörð um dóms-
húsið en margir
stuðningsmanna
Deris höfðu heitið
því að efna til
óeirða yrði hann
fundinn sekm'.
Deri hafði hins
vegar hvatt fylgj-
endur sína til að
sýna stillingu og virða úrskurð
réttarins.
Deri var sýknaður af annarri
ákæru um mútur og um að hafa
falsað ýmis skjöl meðan hann var
saksóknari og síðar ráðherra í inn-
anríkisráðuneytinu. Hann á hins
vegar yfir höfði sér allt að 21 árs
fangelsisvist fyrir þá glæpi sem
hann var fundinn sekur um.
Fréttaskýrendur sögðu þó í gær að
ólíklegt væri að hann hlyti há-
marksrefsingu.
Deri kom fram á sjónarsviðið um
miðjan níunda áratuginn og hefur
oft síðan leikið lykilhlutverk í ríkis-
stjómum í Israel. Flokkur hans,
Shas, er þriðji stærsti flokkur
landsins, á eftir Likud-bandalaginu
og Verkamannaflokknum, og hefur
tíu þingsæti á ísraelska þinginu. A
þingi þar sem 120 fulltrúar sitja
hafa tíu þingmenn Shas ósjaldan
ráðið úrslitum um hvor stóru flokk-
anna, Likud og Verkamannaflokks-
ins, er við stjómvölinn.
Aryeh
Deri
Aðalfundur
íslandsbanka hf.
Aðalfundur íslandsbanka hf. 1999 verður
haldinn í Súlnasal Radisson SAS Saga Hotel
mánudaginn 22. mars 1999 og hefst kl. 14:00.
Dagskrá
1. Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein
samþykkta bankans.
2. Tillaga um heimild til bankaráðs til kaupa á
hlutabréfum í íslandsbanka hf.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða
afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í
íslandsbanka hf., Kirkjusandi, Reykjavík, 3. hæð,
18. og 19. mars frá kl. 9:15 -16:00 og á fundardegi
frá kl. 9:15 -12:00.
Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja
aðgöngumiða og atkvæðaseðla sinna fyrir kl. 12:00
á hádegi fundardags.
9. mars 1999
Bankaráð íslandsbanka hf.
ISLANDSBANKI
Enski boltinn á Netinu ^mbl.is <\LLTAt= eiTTHX/A-Ð ÍMÝTI
Krinqlukast íHeilsuhúsinu
Rífðu úr þér vetrarslenið og taktu
hress á móti vorinu
Gerícomplex inniheldur
helstu vítamín og
steinefni auk Lesitíns
og ginseng-þykknisins
öfluga Ginsana G-115.
Saman auka þessi efni
LíkamLegt og andLegt þrek.
Með hverju stóru glasi af
Gericomplex fylgir handhæg
Töfrataska.
,s4ttd
} ®S0 Originol
CR|S#n^^s
#{(• Original
; Bolso.n
saísam
Silicea balsam styrkir slímhúðina
og hefur góð áhrif á vandamál
tengdum meLtingafærunum svo
sem bijóstsviða, vindgangi,
harðLífi og niðurgangi, auk þess
sem SiLicea baLsam eykur teygjanLeika
og þéttni í bandvef húðar, hárs
og nagLa.
Á Kringlukasti
færð þú 2 fyrir 1
Q-10 er öflugt andoxunarefni
sem nauðsynLegt er fyrir
heilbrigða starfsemi hverrar
einustu frumu Líkamans.
Á Kringlukasti
færð þú 2 fyrir 1
Barna Vit inniheLdur vaLin
bætiefni til að viðhaLda góðri
heiLsu og efLa einbeitingu
hjá kátum krökkum.
Með hverju glasi
af Barna Vít fylgir
eigulegur bakpoki.
Tilboð á Krínglukasti
kr. 615,-
Eilsuhúsið
KRINGLUNNI