Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR PETER Edwards: Seamus Heany. JEAN-Auguste-Dominique Ingres: Frú Philibert Riviére. ALLEN Jones: Darcey Bussell. JEAN-Auguste-Dominique Ingres: Jacques Marguet, barón og lögreglustjóri. Andlit á andlit ofan Ovenjulega fjölbreytt úrval af portrettum gefur að líta við Trafalgartorg í London. Freysteinn Jóhannsson skoðaði skop- teikningar og fleiri portrett frá þessari öld og þeirri síðustu. SKOPTEIKNINGAR eru Bretum í blóð bomar. Dag- blöðin eru iðin við að birta þær og oft fylgja forsíðu- fréttum skopmyndir, sem segja meira en þúsund orð. Til dæmis birti The Times á dögunum skopmynd, sem tengdi saman nýorðna benzín- hækkun og mikil flóð í Mið- Englandi. Teikningin sýndi tvo öku- menn, sem sátu á bflþökunum og bfl- amir með vatn upp á miðjar hliðar. Já, en líttu á björtu hliðamar, mað- ur, sagði annar þeirra. Við spömm heil ósköp í benzíni meðan við sitjum héma! Og ráðamenn og aðrir, sem ber hátt í fréttunum, fara ekki varhluta af háði teiknaranna. Gordon Brown, fjármálaráðherra, gekk aftur á síð- um dagblaðanna, þegar hann lagði fram ijárlagafrumvarp sitt á dögun- um og þá gjaman í gervi töfra- mannsins með kanínumar sínar hvítu. Bretar eiga marga frábæra teikn- ara. Þar fer fremstur Gerald Scarfe. Sýning á nokkmm teikningum hans stendur nú yfir í National Portrait Gallery í London. Og hvflflí veizla! Ég verð að segja alveg eins og er, að sumar teikningar Scarfe finnst mér ekki síðri list en mörg málverkin, sem era til sýnis þarna í safninu. Því miður fer hver að verða síðastur til þess að skoða sýninguna, því henni lýkur 5. apríl. Scarfe komst á blað, þegar hann sigraði í skopmyndakeppni 1952. Síðan hafa myndir hans í Private Eye og The Sunday Times aflað hon- um heimsfrægðar. Og hann er ekki aðeins eftirsóttur listamaður á þessu sviði, heldur hefur hann líka starfað í leikhúsi og kvikmyndum, þ. á m. í nýlegri Disney-mynd um kappann Herkúles. Teikningar Scarfe í National Portrait Galiery era af stjómmála- mönnum, skemmtikröftum og lista- mönnum og svo auðvitað drottning- unni í gervi brezka ljónsins, drottn- ingarmanninum og prinsinum af Wa- les við vatnslitatrönurnar sínar. Þama er MacMillan í öndvegi róm- verskrar svallveizlu eftir Profúmo- málið, en teikningamar af Margaret Thatcher taka öðrum brezkum for- sætisráðherram fram. Og teikningin af henni og John Major, þar sem hún er andi liðinna jóla, er slík sálubót, að fáu öðra er við að jaftia. Nokkrar teikningar era af bandarískum for- setum; John Kennedy er sýndur að störfum í kvenbrjóstaskógi, Nixon mundar byssuna í rússneskri rúl- iettu og Clinton er á brókinni. Þannig klípur ýktur stíll Scarfe ekki aðeins brezka. ráðamenn, heldur svíður menn undan honum í öðrum löndum og álfum. En oss er skemmt. Til ársins 1969 leyfðu reglur National Portrait Gllery ekki að safnið aflaði sér portretta fyrr en 10 áram eftir fráfall viðkom- andi. Þetta þýddi að safnið var 20-30 ár á eftir tímanum. Svo var reglun- um breytt og nú er öldin önnur, eins og sjá má á jarðhæð safhsins. Þar era andlit nútímans í málverkum, ljósmyndum og höggmyndum; sam- an á vegg eru drottningamar tvær, Elízabet II - hluti af drottningaseríu Andy Warhol, og ljósmynd Helmut Newton af Margaret Thatcher. Frá þeim liggur leiðin svo framhjá nokkram stjómmálamönnum, þ á m. styttu William Pye af Douglas Hurd, utanríkisráðherra 1989-95, og mál- verki John Wonnacott af John Ma- jor, forsætisráðherra 1990-97, þar sem Norma eiginkona hans situr í hliðarskálanum. Það er að vonum, að handbragð þessara mynda er jafnfjölbreytt og listamennimir era margir og yfir- bragðið fjölskrúðugt eins og fyrír- myndimar. Þama gefur að líta mál- verk Peter Edwards af knattspymu- kappanum Bobby Charlton, ljós- mynd Ray Richardsson af boxaran- um Lennox Lewis, verk Humphrey Ocean af Paul McCartney og mál- verk Daphne Todd af mezzosópran- söngkonunni Janet Baker og verk Ulisse Sautini af sópransöngkonunni Joan Sutherland. írska nóbelskáldið Seamus Heany mætir okkur í mál- verki Peter Edwards og Harold Pinter, leikritaskáld og leikstjóra, hefúr Justin Mortimer málað. Af vegg horfa við okkur í ljósmyndum nýlátið lárviðarskáld Breta, Ted Hughes, og skáldjöfurinn Wystan Hugh Auden. Þama era líka Arthur Scargill Ieiðtogi námuverkamanna, sem William Bowyer málaði, dans- mærin Darcey Bussel í litum Allen Jones, málverk Tom Phillips af skáldkonunni Iris Murdoch, högg- mynd Elisabeth Frink af kvik- myndaleikaranum Alec Guinness, en kvikmyndaleikarinn Ralph Fiennes og Kate Winslet, aðalleikkona Titan- ic-myndarinnar, era séð gegnum JOHN Everett Miilais: Tvíburasystumar. RUSKIN Spear: Harold Wilson. JOHN Everett Millais: Benjamin Disraeli. STEPHEN Finer: David Bowie. ljósmyndaop Lorenzo Agius. Og auð- vitað era The Spice Girls þama líka, ljósmyndaðar af Harry Borten. Og ekki má ég gleyma að nefna leikkon- una Helen Mirren, en Ishbel Myerscough vann til verðlauna í por- trettsamkeppni í fyrra fyrir málverk sitt. Er ég virkilega að gleyma mál- verki Gerald Kelly af tónskáldinu Vaughan Williams, eða portretti Myfanwan Pavetic af Yehudi Menu- hin, eða ..., eða...? Það myndi æra óstöðugan að ganga mikið lengra í svona upptaln- ingu. En þessi dæmi ættu að nægja til þess að sýna fjölbreytnina - hér hlýtur að vera einhver fyrir alla. Þessi sýning er svo brotin upp með minni sérsýningum í hliðarsöl- um. Þar má nefna 25 ljósmyndir af brezkum nútímalistamönnum (til 25. aprfl ), sem margir hverjir tóku þátt i þeirri frægu sýningu Sensation 1997 - kemur þá engum á óvart, þótt Damien Hurst sé þar á meðal - eða hafa sigrað í Tumer-verðlaunasam- keppni Tate-listasafnsins. I öðrum hliðarsölum er fólk af allt öðru sauðahúsi; fimm kynslóðir kvenna (til 16. maí), sem hafa lokið námi frá Cambridge 1918-1993 og eiga að baki starfsferil í sínu fagi, og vís- indamenn og viðskiptajöfrar. í síðar- talda hópnum er málverk Yolanda Sonnabend af Stephen Hawking, eðl- isfræðingi og höfundi Sögu tímans, einnig málverk eftir Paula McArthur af tvöföldum Nóbelsverðlaunahafa í efnafræði, Frederick Sanger, og por- trett Söra Rossberg af Anitu Rodd- ick stofnanda Body Shop-keðjunnar. Það er varla nokkur Breti á stjái sem ekki er búið að sjá framan í, þegar þessar sýningar hafa verið skoðaðar! Þegar ganginum sleppir, er að- eins yfir einn þröskuld að fara inn í næstu sýningu. En skref- ið það er býsna langt, því við stígum inn í aðra öld. Viðfangsefnin era áfram portrett, en nú er allt með öðram brag. Við eram komin í heim John Everett Millais. John Everett Millais fæddist 1829. Hann sýndi snemma listhæfileika og þar á meðal til portretta, sem hann svo sinnti allan sinn feril. Menn eru ekki á einu máli um listferil Millais. Sammála era menn um, að hann hafi verið óvenju hæfileikaríkur og fram- legur málai'i framan af, en af síðari helmingnum fer tvennum sögum; að Millais hafi verið ókrýndur konung- ur portrettsins og sótt á sem slíkur, eða að peningarnir hafi stjómað penslinum og listfengið hrapað stöðugt niður á við. Veri það sem má. Sýningin á verkum hans stendur til 6. júní. Það er talað um kaflaskipti í list og lífi Millais með kynnum hans af gagnrýnandanum John Ruskin. Þeim varð vel til vina og 1853 ákváðu þeir að fara til Skotlands ásamt bróður Millais, William, og eigin- konu Ruskin, Effie. Og þarna á Skotlandi málaði Millais John og varð ástfanginn af Effie. Það tók hann ár að ljúka við málverkið, sem sýnir gagnrýnandann standa íhugul- an á gneishellu við skozkan fjallalæk. En þótt yfirbragð málverksins sé rósemin sjálf, kraumuðu eldar undir niðri og í hneyksli ársins skildu John og Effie. Hún giftist svo Millais ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.