Morgunblaðið - 18.03.1999, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Tilraunadómstóll fyrir minniháttar afbrot á Manhatt;
Dómarar gerðir át
fyrir lausn vandai
ÞENSLUMERKI í
GÓÐÆRINU
VAXANDI þensla er mesta vandamálið í efnahagslífinu
um þessar mundir að mati Þjóðhagsstofnunar. Leggur
hún til, að stjórnvöld slái á eftirspurn til að koma í veg fyr-
ir röskun á efnahagslegu jafnvægi og dragi úr vexti þjóð-
arútgjalda til að koma á jöfnuði í utanríkisviðskiptum.
Þetta mat Þjóðhagsstofnunar fylgir í kjölfar viðvarana
Seðlabankans í síðasta mánuði um útlánaþenslu í banka-
kerfinu og aðhaldsaðgerða af hálfu bankans. Þá benti
sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á það í febrúarbyrj-
un, að nægilegt aðhald skorti í ríkisfjármálum og á nauð-
syn þess, að tekjuauki ríkissjóðs umfram fjárlög komi fram
í auknum tekjuafgangi en verði ekki jafnóðum varið til
aukinna ríkisútgjalda.
Þjóðhagsstofnun spáir því nú, að verðbólga á árinu 1999
verði 2,5%, sem er umtalsvert meira en verið hefur undan-
farin tvö ár, þegar hún var 1,7-1,8%. í sumum viðskipta-
löndum okkar er verðbólgan mun minni. Þá gerir stofnunin
ráð fyrir, að viðskiptahallinn verði áfram mjög mikill, eða
um 28 milljarðar króna í ár. Slíkt leiðir til erlendrar
skuldasöfnunar þjóðarbúsins og telur Þjóðhagsstofnun, að
í árslok nálgist skuldirnar helming landsframleiðslunnar.
Þá gerir stofnunin ráð fyrir, að hagnaður atvinnuveganna
lækki úr 3,2% af rekstrartekjum á síðasta ári í 2,5% í ár.
Þenslan leiðir hins vegar til þess, að atvinnuleysi minnkar
úr 2,8% á síðasta ári í 2% í ár.
Þessar tölur sýna ljóslega nauðsyn þess, að stjórnvöld
grípi til allra tiltækra ráða til að verja þann stórkostlega
efnahagslega ávinning, sem þjóðarbúið hefur orðið aðnjót-
andi undanfarin ár. íslendingar njóta nú mesta velmegun-
arskeiðs í sögu sinni og horfur eru á, að mati Þjóðhags-
stofnunar, að þetta velmegunarskeið haldi áfram fram yfir
aldamót, þótt nokkuð dragi úr vaxtarhraðanum.
Hagvöxtur í ár verður nokkru minni en Þjóðhagsstofnun
hafði áður spáð, eða 4,8%, og kaupmáttur ráðstöfunar-
tekna eykst um 5,5%. Það er umtalsvert minna en á síðasta
ári, þegar kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 9%, sem
er ótrúlega mikill árangur. Þótt dragi úr hagvexti og kaup-
máttaraukningu í ár verður efnahagslegur ávinningur
þjóðarbúsins og einstaklinganna samt mjög mikill og miklu
meiri en í flestum löndum.
Viðvaranir Þjóðhagsstofnunar, Seðlabanka og annarra
sérfróðra aðila verður þó að taka alvarlega. Það má ekki
gerast, að efnahagsleg velsæld landsmanna brenni upp í
nýrri verðbólguskriðu. Það er hlutverk ríkisstjórnar og
fjármálayfirvalda að sjá til að það gerist ekki.
DONSKUKENN SLA
RANNSOKN á menntun, reynslu og kennsluaðferðum
dönskukennara hefur sýnt, að þessir þættir ásamt við-
horfí kennaranna til kennslunnar hafa mikil áhrif á árang-
ur nemenda í samræmdum prófum. I rannsókninni, sem
Auður Hauksdóttir, lektor í dönsku við Háskóla íslands, er
höfundur að, kom fram að mikill skortur er á fagmenntuð-
um dönskukennurum í skólum landsins. Einungis 19,3%
kennaranna eru með fagmenntun úr Kennaraháskólanum í
faginu en 64,3% hafa enga fagmenntun. Aðeins 26,4%
kennaranna hafa sótt endurmenntunarnámskeið í dönsku
síðastliðin fjögur ár.
Rannsóknin sýndi einnig að kennarar hafa afar mismun-
andi viðhorf til dönskukennslunnar, svo sem til markmiða
hennar, en þar vekur athygli að lítil áhersla er á talmáls-
þjálfun og frjálsa ritun en kennarar telja lesskilning og
skilning á töluðu máli skipta meira máli fyrir íslendinga en
talmál og ritun. Rannsóknin sýndi hins vegar að nemendur
þeirra kennara sem leggja áherslu á talmál náðu marktækt
betri árangri á samræmdum prófum þrátt fyrir að í þeim
sé ekki prófað í talmáli. í þessu samhengi er einnig athygl-
isvert að 61,2% dönskukennara nota málfræði- og þýðing-
araðferðina en sú aðferð á rætur að rekja til kennslu klass-
ísku málanna, einkum latínu, og þykir ekki henta vel til að
kenna lifandi mál.
Niðurstöður Auðar eru afar hnýsilegar, ekki síst í ljósi
þeirrar miklu áherslu sem lögð hefur verið á dönsku-
kennslu í grunnskólum landsins síðastliðna áratugi. Ljóst
má vera að það þarf að finna leiðir til að fjölga fagmennt-
uðum dönskukennurum, bæta menntun þeirra og breyta
kennsluaðferðum.
Julius Lang starfar við
tilraunadómstól á Man-
hattan í New York.
Dómstóllinn hefur það
að markmiði að gera
dómsvaldið ábyrgara
gagnvart lausn vanda-
mála í samfélagi sínu og
umhverfi. Að því er unn-
ið með því að samþætta
starf dómstólsins starfí
lögreglu og félagsþjón-
ustu á nýstárlegan hátt.
Pétur Gunnarsson
ræddi við hann.
JULIUS Lang var nýlega í
heimsókn hér á landi í boði
Upplýsingaþjónustu Banda-
ríkjanna; heimsótti lagadeild
Háskólans og kynnti aðilum í stjórn-
sýslunni starfsemi dómstólsins sem
heitir Samfélagsdómstóll Manhattan
eða Midtown Community Court. Að
dómstólnum standa borgarstjórn
New York-borgar, ríkisstjórn New
York-ríkis og sjálfseignarstofnun,
sem hefur almannaþjónustu en ekki
hagnaðaivon að markmiði.
Julius, sem er lögfræðingur að
mennt og fyrrverandi starfsmanna-
stjóri húsnæðisnefndar borgarinnar,
er starfsmaður þeirrar stofnunar.
Dómstóllinn hefur starfað í fímm ár
og meðhöndlar árlega um 16.000 mál
vegna minniháttar afbrota (misdem-
eanor), þar sem refsingin er vægari
en 1 árs fangelsi eða 1.000 dala sekt.
Þetta eru mál á borð við búðaþjófn-
að, ölvun á almannafæri, veggjakrot,
skemmdarverk og götuvændi.
„Dómstóllinn er tilraunaverkefni.
Hann er sjálfstæður angi af saka-
dómi borgarinnar. Það, sem varð
kveikjan að þessu verkefni, var að
fólki á vesturhluta Manhattan, í
grepnd við Times Square, var ofboð-
ið. í þessu hverfi búa 100.000 manns
en um 1 milljón kemur þangað á degi
hverjum, ýmist til vinnu eða sem
ferðamenn. Svæðið nær yfir þrjú
lögregluumdæmi af 24 umdæmum á
Manhattan en á þessu svæði voru
framin um 43% af þessum smáglæp-
um á Manhattan. Vegna þess hve af-
brot á borð við búðaþjófnað, götu-
vændi, veggjakrot, ölvun á almanna-
færi virtust safnast saman þarna var
ákveðið að reyna ný úrræði. Eins og
ástandið var taldi samfélagið að
dómskerfíð virkaði ekki og væri ekki
í tengslum við það sem fólk sá að
væri að gerast á götunni.
JULIUS Lang lögfræðingur við tilraunadómstólinn i
Julius segir að Samfélagsdóm-
stólnum hafí verið sett þau markmið
að flytja dómstólinn út í samfélagið.
Undir einu þaki starfa m.a. dómari,
lögregla og félagsráðgjafar. Með því
að koma dómaranum í nánari tengsl
við samfélagið fái hann tilfínningu
fyrir vandamálunum, sem þar er við
að eiga, og sé gerður ábyrgur fyrir
að taka þátt í að leysa þau ásamt lög-
reglu, ákæruvaldi, verjendum og
stofnunum samfélagsins. Þá verði
kerfíð mun skilvirkara í stórboi'ginni
þegar dómstóllinn er fluttur nær
vettvangi.
Með dómstólnum starfar ráðgjaf-
arnefnd þar sem fulltrúar samfé-
lagsins, dómstólsins og lögreglunn-
ar hittast reglulega til að ræða mál-
in, hvar vandi brenni á fólki í um-
dæminu og hvernig finna megi nýj-
ar leiðir til að bæta úr. Dómari ráð-
færir sig við fólk á þessum fundum
um almenn vandamál umdæmisins
og leitar lausna en sækir hins vegar
enga utanaðkomandi ráðgjöf varð-
andi einstök mál og er ekki undir
þrýstingi vegna þeirra. „Það skiptir
okkur máli að samfélagið skipti sér
af störfum dómstólsins," segir
hann.
Ráðgjafarstarfsemi
Dæma stór mál og smá
sama daginn
Venjulegir dómstólar
starfa þannig að sömu
dómarar geta verið að
fjalla sama daginn um
stórmál á borð við morð
og nauðganir og
Smámálin
vildu oft detta
nrailli þils og
veggjar
smærri afbrot á
borð við ölvun á almannafæri. I því
andrúmslofti duttu smámálin á milli
þils og veggjar. Dómarar voru oft og
einatt að láta þann tíma, sem leið frá
handtöku þar til menn komu fyrir
dóm, nægja sem refsingu, þ.e. 31-33
klst. Samfélaginu virtist sem ekkert
hefði gerst og smærri afbrotin hefðu
engar afleiðingar fyrir þann seka.
Hann var handtekinn og honum var
sleppt. Þess vegna var ákveðið að
byrja upp á nýtt og reyna að finna
skynsamlegri aðferðir."
Við dómstólinn er einnig rekin
ráðgjafarstofa þar sem fólki gefst
kostur á að setja niður deilur án af-
skipta dómara, sent er út fréttabréf
um starfíð og í réttarsalnum er öll-
um staðreyndum, sem máli skipta,
varpað upp á sjónvarpsskjá fyrir
áhorfendur. Julius segir
þetta gert til að gera sam-
félaginu kleift að fylgjast
með störfum dómstólsins
en í venjulegum réttarsal í
borginni sé það sem fram
fer óskiljanlegt öðrum en
inga og vinna störf á borð við það að
eyða veggjakroti.
Þegar Julius er spurður hvort ver-
ið sé að auka við skömm dæmdra
sakborninga, með því að hafa þá
sýnilega á almannafæri í sérstökum
klæðnaði, segist hann aldrei hafa
heyi’t kvartað undan því í New York,
en hins vegar hafi margir haft orð á
þessu við hann hérlendis og annars
staðar erlendis. Hann segist aldrei
hafa heyrt um að þeir sem sinna
samfélagsþjónustu í borginni hafi
orðið fyrir aðkasti. „Fólk er að vinna
við mikilvæg og vinsæl verkefni til
þess að bæta umhverfi sitt og ég hef
aldrei heyrt að neinn hafí orðið fyrir
aðkasti vegna þess.“
Hann segir að að baki hugmynd-
inni um dómstólinn búi sú hugmynd
að ráðast gegn svokölluðum lífs-
gæðaglæpum, þ.e. hinum minni af-
brotum á borð við þau sem ofan eru
talin. „Þetta eru þeir glæpir sem
hafa áhrif á líf flestra og geta sent
þau skilaboð út í umhverfíð að óreiða
og stjórnleysi séu umborin af við-
komandi samfélagi. Fólk vill ekki
búa, starfa eða dvelja í slíku um-
hverfí. Glæpir af þessu tagi geta því
haft efnahagsleg áhrif og stuðlað að
því að eyðileggja heil hverfí.“
Nýjar leiðir í refsingu
Einn þátturinn í því að leggja
áherslu á nýjar leiðir í refsingu er að
fólk er dæmt til að gangast reglulega
undir lyfjapróf, sem starfsmenn
dómstólsins annast, og er refsingin
endurskoðuð ef niðurstöður prófsins
gefa tilefni til.
Þarna virðist sem farið
sé að ganga á svig við hefð-
bundnar hugmyndir um
þrígreiningu ríkisvaldsins.
Er ekki dómstóllinn farinn
verksvið fram-
Aukin !
lagsþji
er ný
refsii
innvígðum.
Eitt markmið starfsins er að prófa
nýjar leiðir í refsingum. Niðurstaðan
er sú að oftast er beitt samfélags-
þjónustu. Sú leið er valin tvöfalt oft-
ar en við hefðbundna dómstóla og al-
gengast er að fólk sé dæmt til að
sinna slíkri þjónustu í 1-15 daga.
Fangelsi er þeitt ef þörf krefur.
Dómstóllinn stendur nú fyrir 12
verkefnum á sviði samfélagsþjón-
ustu, þar af eru sex unnin á al-
mannafæri þar sem hinir dæmdu eru
klæddir í bláa auðkennda samfest-
ínn a
kvæmdavaldsins og farinn að sinna
skilorðseftirliti og slíku?
„Ein leiðin er að líta þannig á mál-
ið,“ segir Julius, „en önnur leið er að
spyrja hvernig best sé að nota vald
dómara til að leysa vandamálið, sem
við er að etja. Ein leiðin er að nota
þetta vald bara til að afgreiða mál og
ákvarða frelsisskerðingu en önnur
leið er að líta á dómstól sem einstak-
an stað þar sem margt fólk, sem á
við vandamál að stríða, kemur sam-
an undir einu þaki.
Það koma að meðaltali 65 manns á