Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
BRIPS
llmsjón Arnór G.
I! agna rsson
Landslið karla
og kvenna
UM síðustu helgi var spilaður
seinni hluti landsliðskeppninnar í
opnum flokki. Fjórar sveitir tóku
þátt í keppninni. Sveit Jakobs
Kristinssonar sigraði með
nokkrum yfirburðum. Sveitina
skipa: Jakob Kristinsson, Asmund-
ur Pálsson, Anton Haraldsson, Sig-
urbjörn Haraldsson og Magnús
Magnússon. Þeir velja sér sjötta
mann og fyrirliða og skipa landslið
íslands í opnum flokki, sem tekur
þátt í Evrópumótinu á Möltu í
sumar.
Einar Jónsson þjálfari og ein-
valdur í kvennaflokki hefur valið
kvennaliðið, sem er þannig skipað:
Esther Jakobsdóttir, Ljósbrá
Baldursdóttir, Anna ívarsdóttir,
Guðrún Óskarsdóttir, Hjördís Sig-
urjónsdóttir og Ragnheiður Niel-
sen.
Evrópumót í tvímenningi kvenna
verður spilað á Möltu 13.-15.júní.
Þær konur sem hafa áhuga á að
taka þátt í mótinu, eru beðnar að
hafa samband við skrifstofu BSI, s.
587 9360.
Austurlandsmót
í parasveitakeppni
Laugardaginn 13. mars var aust-
urlandsmót í parasveitakeppni spil-
að í Fellaskóla, Fellabæ. Tíu sveitii'
mættu til leiks og voru níu umferðir
spilaðar, sjö spil í umferð. Mót þetta
átti að halda í haust en var aflýst þá
vegna lélegrar þátttöku en þátttaka
nú var með ágætum. Það var
Bridgefélag Fljótsdalshéraðs sem
stóð fyrir mótinu nú. Eftir daglanga
spilamennsku stóð sveit Jóhönnu
Gísiadóttur uppi sem sigurvegari.
Röðin var þessi:
1. sæti sv. Jóhönnu Gísladóttur 183
2. „ Lúvísu Kristinsdóttur 161
3. „ Guðnýjar Kjartansdóttur 160
Sigursveitina skipa auk Jóhönnu,
Vigfús Vigfússon, þau eru frá Nes-
kaupstað. Anna S. Karlsdóttir og
Þorvaldur P. Hjarðar úr Bf.
Sveitina í öðru sæti skipa, auk
Lúvísu, Sigurður . Þórarinnsson,
Þuríður Ingólfsdóttir og Pálmi
Kristmannsson, öll úr Bf.
Þriðja sætið skipa auk Guðnýjar
Sigurður Stefánsson, Guðrún
Hjaltadóttir og Sigurður Agústs-
son, öll úr Bf.
Fyrir veglegum kaffíveitingum
stóð Sigrún Brynjólfsdóttir á
Ekkjufelli og þökkum við henni vel
íyrir.
Bridsfélag Hreyfils
Óskar Sigurðsson og Sigurður
Steingrímsson auka jafnt og þétt
forystu sína í butlertvímenningi fé-
lagsins, en staða efstu para er nú
þessi:
Oskar Sigurðsson - Sigurður Steingrímss. 166
Friðbjörn Guðmundss. - Bjöm Stefánss. 121
Omar Oskarsson - Hlynur Vigfússon 83
Rúnar Gunnarsson - Einar Gunnarsson 75
Birgir Kjartansson - Árni Kristjánsson 74
Anna G. Nielsen - Guðlaugur Nielsen 71
FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 4L
Keppninni verður fram haldið nk.
mánudagskvöld. Þrjátíu pör taka
þátt í keppninni.
Bridsfélag Hafnarfjarðai'
Ekki mættu nógu margir til spila-
mennsku mánudaginn 15. mars til
að hægt væri að byrja á fjögurra
kvölda barometer þannig að lag
væri á. Þess í stað var spilaður eins
kvölds Howell-tvímenningur og
þess freistað hvort ekki mæta fleiri
næsta kvöld.
Úrslit þetta kvöld urðu þannig:
Ásgeir Ásbjömss. - Dröfn Guðmundsd. 185
Gunnlaugur Oskarss. - Þórarinn Sófuss. 177
Jón N. Gíslason - Snjólfur Olafsson 176
Andrés Þórarinsson - Halldór Þórólfsson 171
Bridsfélag Suðurnesja
Um helgina fór fram bæjar-
keppni milli Bridsfélags Suðumesja
og Borgarbyggðar. Á laugardag var
spiluð sveitakeppni á sex borðum,
þrír tólfspilaleikir. Suðurnesin
höfðu betur með 288 stigum gegn
245. Á sunnudag var spilaður tví-
menningur með þátttöku 16 para,
þar urðu úrslit þessi: 1. Karl - Gunnlaugur (Suðurnes) 30
2. Kristján - Alda (Borgarbyggð) 27
3. Arnór - Vignir (Suðumes) 27
4. Jón - Guðmundur (Borgarbyggð) 27
5. Kristján - Gunnar (Suðumes) 25
6. Þorvaldur - Gunnar (Borgarbyggð) 23
Staðan í hraðsveitakeppni félags- '•
ins:
Garðar Garðarsson 1090
Randver Ragnarsson 1071
Karl G. Karlsson 1057
Gunnar Sigmjónsson 917
Bridsfélag Húsavíkur
Aðaltvímenningur Bridsfélags
Húsavíkur hófst mánudagskvöldið
15.3. sl. í boði Vátryggingafélags ís-
lands. 16 pör mættu til leiks. Spilaðar
verða alls 15 umferðir á 4 kvöldum. 7
spil á milli para, með barómeterút-
reikningi. Að loknum 3 fyrstu um-
ferðunum er staða efstu para þannig: r
Þórólfur-Einar 56
Magnús - Þóra 44
Guðjón - Guðni 25
Sveinn - Guðmundur 22
Pétur-Torfí 11
Þróunarvinna
STARFSSVIB
► Hugbúnaðargerð fyrír ýmis rauntímakerfi
► Hönnun samskiptabúnaðar við séríiæfð gagnaflutningsnet
Geroihnattasambönd
VHF gagnasambönd
Ra tsjárgagnakerfi
► Uppbygging ýmissa sértiæfðra staðsetningakerfa
► Þróun sérhæfðra samskiptakerfa (e. Embeded system
development, based on distríbuted architecture)
HÆFNISKRÖFUR
► Verkfræði- eða tölvufræöimenntun
► Reynsla í llnix og/eða PC-Platform umhverfi
nauðsynleg
► Reynsla í ANSIC og/eða C++ hönnun
► Þekking á uppbyggingu nútíma tölvusamskipta
Pekking á TCP/IP samskiptastöðlum
► Góð enskukunnátta nauðsynleg
Einstaklingar sem hafa áhuga á að kynna sér þau verkefni sem Flugkerfi hf. vinna að, eru hvattir
til að mæta á Tæknidaga sem haldnir verða á Hótel Loftleiðum um næstu helgi.
Vegna aukinna verkefna er Flugkerfi hf.
að leita af verkfræðingum og
tölvunarfræðingum.
Flugkerfi hf. var stofnað haustið 1997 og er í
eigu Flugmálastjómar og HÍ. Fyrirtækið hefur
gert samninga um möig langtímaverkefni, bæði
á (slandi og eríendis. Rugkerfi býður upp á
spennandi vinnu við rauntímakerfi til
flugstjómar td. ratsjárkerfi, fluggagnakerfi,
GPS tengd kerfi, samskiptakerfi ofl. Fyrirtækið
leggur metnað sinn í að hlúa vel að starfsfólki,
td. með starfsþjálfun og launahvetjandi kerfi.
Um fleiri en eitt starf er að ræða.
Nánari upplýsingar veitirAgla Sigr. Bjömsdóttir
hjá Gallup. Einungis er tekið við umsóknum hjá Gallup.
Umsókn ásamt mynd þarfað berast
Ráðningarþjónustu Gallup fyrir föstudaginn
26. mars n.k. - merkt „Þróunarvinna -1032".
GALLUP
RÁÐNINGARÞJÓNUSTA
Smiöjuvegi 72, 200 Kópavogi
STmi: 540 ÍOOO Fax: 564 4166
Netfang: r a d n i n g a r @ g a I I u p . I s
Starfsmaður
Vegna aukinna verkefna óskum við eftir að
ráða nýjan starfsmann til verksmiðju okkar.
Sandafl er glerblástur — sandblástur
— málningarfyrirtæki.
Upplýsingar í verksmiðju að Skútahrauni 4
eða í síma 555 1800.
Sandafl ehf.,
Skútahrauni 4, 220 Hafnarfirði.
„Au pair"/ fóstra
Óskum að ráða til okkarfóstru eða „au pair"
fyrir 8 ára telpu. Full ráð og not á bifreið og
sérhúsnæði. Staðurinn er í Jupiter, Flórída,
(21/z klst. keyrsla til Orlando og 2 klst. keyrsla
til Miami, Flórída). Við erum læknir og hjúkrun-
arfræðingur. Svörsendisttil afgreiðslu Mbl.
merktar: „Flórída — 8" sem fyrst.
Traust fyrirtæki
Óskum eftir smið eða mjög handlögnum
manni til starfa hjá rótgrónu og traustu fyrir-
tæki í Reykjavík. Viðkomandi þarf að geta
unnið sjálfstætt og hafa góða framkomu. Bíl-
próf nauðsynlegt þar sem starfið fer fram aðal-
iega utan veggja fýrirtækisins. Viðkomandi
þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Áhugasamir sendi umsóknirtil afgreiðslu Mbl.
merktar: „S — 5109" fyrir 23. mars.
Konditor — Bakari
óskast sem fyrst á Café Konditorí Copenhagen.
Viðkomandi þarf að geta veitt umsjón í brauð-
gerðardeild.
Upplýsingar gefur Þormar í síma 588 1556.
Heilsugæslan í Reykjavík,
stjórnsýsla
Afleysingastaða
læknis við
Heilsugæslustöðina í Fossvogi
Afleysingastaða læknis við Fleilsugæslustöð-
ina í Fossvogi á Sjúkrahúsi Reykjavíkurer laus
til umsóknar.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem
fyrst og hafi sérfræðimenntun í heimilislækn-
ingum, en þó ekki skilyrði.
Umsóknir ásamt upplýsingum um læknis-
menntun og læknisstörf, sendist stjórnsýslu
Heilsugæslunnar í Reykjavík, Barónsstíg 47,
101 Reykjavík, á þartil gerðum eyðublöðum
sem þar fást.
Nánari upplýsingarveitiryfirlæknir Heilsu-
gæslustöðvarinnar í Fossvogi, Katrín Fjeldsted,
í síma 525 1770.
Reykjavík, 15. mars 1999.
Heilsugæslan í Reykjavík,
Barónsstíg 47,
101 Reykjavík.
BHS
Aðstoðar-
skólameistari
Borgarholtsskóli, framhaldsskólinn í Grafar-
vogi, auglýsir starf aðstoðarskólameistara frá
1. ágúst 1999 til fimm ára. Aðstoðarskólameist-
ari er staðgengill skólameistara og vinnur með
honum við daglega stjórn skólans og rekstur.
Umsækjandi skal uppfylla skilyrði í ákvæðum
laga um lögverndun á starfsheiti og starfsrétt-
indumframhaldsskólakennara. Laun eru sam-
kvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og
kennarafélaganna.
Umsóknarfresturertil 7. apríl. Ekki þarf að
sækja um á sérstökum eyðublöðum en í um-
sókn skal greina frá menntun og fyrri störfum.
Umsóknir berist skólameistara Borgarholts-
skóla, Eygló Eyjólfsdóttur, og gefur hún upp-
lýsingar um starfið í síma 586 1400. Öllum um-
sóknum verður svarað.
Útkeyrsla
Heildverslunin Lindá óskar eftir starfsmanni
til útkeyrslu- og lagerstarfa.
Leitum eftir samviskusömum starfsmanni, sem
hefur góða framkomu og á auðvelt með að
umgangast fólk.
Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merktar:
„L - 7766". f