Morgunblaðið - 18.03.1999, Side 44

Morgunblaðið - 18.03.1999, Side 44
■0 FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Kristnihátíðin árið 2000 - þakkarhátíð „ÞAKKLÆTI er ekki aðeins stærst allra dygða heldur og for- eldri allra annarra dygða“ - Cicero. Þessi Þingvallamynd af Alþingis- hátíðinni 1930 hefur lengi verið fyr- ir augum mér, fyrst um árabil á vinnustað mínum erlendis, þar sem yfcún var mér sem innblástur og minnti mig stöðugt á - í velsældinni þar - að ég er og verð íslendingur alla mína daga, og að ég á hlutdeild í hinum ómetanlega arfl þjóðar minnar: (a) „móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka“ (J.H.) sem „geymir í tímans straumi trú og vonir lands- ins sona“ (M. Joch.) og (b) „landinu fagra“, með hinum (ennþá) óspjöll- uðu víðáttum, (c) loftinu tæra og (d) vatninu hreina, sem er að verða einstakt í hinni menguðu veröld vokkar, (e) orkugjöfunum, sem eru fólgnir í fallvötnunum og (f) heita vatninu öllu, (g) fískimiðunum gjöf- ulu, svo og (h) hinum fágætu, sam- felldu bókmenntum, allt frá upphafi byggðar í landinu, og loks (i) hinni senn 1000 ára kristni, sem þjóðin hefur vermt sig við á sama tímaskeiði óg fjölmargar aðrar - þar á meðal hinar fjöl- mennustu - hafa verið án þeirra gæða og mega því miður enn bíða þeirra. Hér heima hefur þessi sögulega Þing- vallamynd nú á seinni árum verið að minna mig á hátíðina góðu, sem við eigum í vænd- um árið 2000, er 1000 ár verða liðin frá kristnitökunni á hinum fornhelga stað, Þing- völlum. Ekki náði ég að vera með í hinum mikla mannfjölda þar á hátíðinni 1930 á 1000 ára afmæli Alþingis, en ég hrífst stöðugt m.a. af snilldar- verki þeirra Davíðs Stefánssonar og Páls Isólfssonar, sem þá varð til: Brennið þið vitar. Þetta magnaða verk ætti stöðugt að vera okkur Is- lendingum það sama og Finlandia Herniann Þorsteinsson Sibeliusar hefur verið Finnum bæði í blíðu og stríðu og magnað þá upp meira en 1000 ræður hefðu gert. A hringferð um ‘landið vort fagra sl. sumar var ég með tvær snældur í bílnum (frá Islandica), með úrvali ísl. þjóðlaga, sunginna og leikinna í svo vönd- uðum flutningi, að stöðugt var unun á að hlíða með ‘fjöll og dal og bláan sand fyrir augum alla leiðina. Og bændagistingarnar á þeirri ferð voru einnig frábærar. Hvílíkur un- aður. Eg hef ferðast víða um hana Veröld okkar, en landið okkar er al- veg sérstakt. Eg skil nú betur út- lendingana mörgu, sem í vaxandi mæli sækja Island heim árlega. Nei, ég náði því miður ekki í Þingvallahátíðina 1930, en hinsveg- ar í þrjár stórhátíðir þar síðan: Fasteignaþjónustan Sími 552 6600 Skúlagötu 30, 101 Reykjavfk Sérbýli óskast til kaups Leitum að góðu sérbýli á höfuðborgarsvæðinu fyrir fjársterkan kaupanda sem búinn er að selja. Lýðveldishátíðina 1944, 11 alda af- mælishátíð Islandsbyggðar 1974 og 50 ára afmælishátíð lýðveldisins Is- lands 1994. Alls þessa naut ég ríku- lega. - Straumur fór um mig á há- tíðinni 1944 við stofnun lýðveldis- ins. Þá var ég mjög meðvitaður um aldirnar nær sjö, sem íslensk þjóð hafði mátt þola erlend yfirráð. Og hvílíkt starfsfjör og framtak í land- inu síðan við urðum aftur alfrjáls. Verkin tala skýru máli. Af mistök- unum lærum við og gleymum síðan. Kristnihátíð Ég hef ferðast víða um hana veröld okkar, segir Hermann Þorsteinsson, en landið okkar er alveg sérstakt. Á hátíðinni 1944 var ég með í hvítklæddum flokki pilta undir stjórn Vignis Andréssonar, hins eldhressa fimleikakennara, sem sýndi ýmsar staðæfingar á palli. Urhellisrigning var meðan sú sýn- ing stóð yfir. I einu atriði æfing- anna settist flokkurinn á pallinn. Svo botnblautir urðum við garparn- ir að úr okkur draup, er við stóðum aftur upp, að kátínu vakti, sérstak- lega hjá ýmsum vinkonum okkar piltanna, sem um árabil höfðu gam- an af að rifja upp þetta ‘blauta at- riði og stríða okkur með þvt Ekki spillti þetta þó frelsisgleðinni þetta sumar. Á skyggði þó að veröldin nær öll logaði í ófriðarbáli um þær ina Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473. mundir. En þá kvað Hulda „Hver á sér fegra fóðurland, með fjöll og dal og bláan sand... svo langt frá heimsins vígaslóð? Geym, drottinn, okkar dýra land, er duna jarðar- stríð.“ Og sú bæn var heyrð. Minn- umst einnig þess - á þakkarhátíð. Þingvallahátíðin 1974 var hins- vegar hreint ekki blaut. Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur var ann- ar framkvæmdastjóri þeirrar há- tíðar. Síðla sumarið það, eftir há- tíðina á Þingvöllum, mættumst við á blíðviðrisdegi fyrir utan vinnu- stað minn í Bankastræti. Eg ávarpaði Skagfirðinginn og sagði: „Indriði, mikið megum við vera Guði þakklátir fyrir allt góðviðrið á þessu hátíða-sumri.“ „Já,“ svar- aði Indriði og gjóaði augum upp til hæða, „það hefur verið litið til með okkur í sumar, Hermann." Eg vona og bið að svo verði einnig sumarið 2000. Kannski ættu þeir ágætu menn, sem undirbúa þakk- arhátíðina á því ári, sem nú er svo skammt undan, að hafa samband við rithöfundinn, Indriða G., til að njóta góðs af reynslu hans? Hóp- urinn góði, sem undirbjó hátíðina ‘94 (lýðveldið 50 ára), hefur líklega ekki gætt þess að hafa samráð við fyrirrennarann ‘74, því eitthvað bjátaði þá víst á með samgöngur og veður. - Það þýðir vissulega að horfa til hæða og tjá hug sinn - og vænta góðs þaðan. Að iðka slíkt, felur í sér fyrirheit. Því ekki að láta á það reyna nú á aðventu kristnihátíðarinnar árið 2000? Sú hátíð þarf að verða sönn þakkarhá- tíð, því íslensk þjóð hefur himna Guði vissulega mikið fyrir að þakka. Hann hefur varðveitt hana í blíðu og stríðu liðinna alda, allt til þeirra gæða, sem hún nýtur nú, við lok þessarar aldar og árþúsunds. Það tekur nokkurn tíma að þakka vel fyrir sig og þessvegna þarf meira en eina stóra skyndihátíð og e.t.v. nokkrar minni. I því sam- bandi hefi ég frá reynslu að segja og ábendingar að gefa, sem ég um nokkurn tíma hef fundið fyrir, að ég ætti að koma á framfæri, hvern- ig sem þeim nú kann að verða tek- ið. Eg hef þá a.m.k. reynt að koma hreyfingu á það, sem kann að leiða til mikils góðs, ef rétt er á haldið. Um það mun síðari grein mín hér fjalla. Höfundur er fyrrvcrandi fnun- k væm dustjóri. Grafarvogur — parhús niðri við voginn Glæsilegt 150 fm parhús á einni hæð með 30 fm innb. bílskúr. 3 svefnherb. Glæsil. eldhús og bað. Hellulögð verönd í suð- vestur. Fallega ræktaður garður. Áhv. byggsj. 3,5 millj. Verð 14,5 millj. 4196 Lækjasmári — 4ra herb. allt sér — bílskýli Glæsil. u.þ.b. 110 fm íbúð á efri hæð ásamt stæði í vönduðu bílskýli. Fallegt eldhús. 3 svefnherb. Parket. Stórar suður- svalir. Verð 10.950. Frábær kaup. 4193 Valhöll, fasteignasala, Sfðumúla 27, sími 588 4477.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.