Morgunblaðið - 18.03.1999, Side 46
FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Regnhlífabúðin
Laugavegi 11, sími 551 3646
Hágæða ullar- og bómullar-
fatnaður, toppar, samfellur
Frábær tilboð
Stendhal
REVLON
umm
£■>
a
Nýjar vorvörur
| fra gardeur
dömubuxur,
3 lengdir,
peysur, bolir,
bermudas,
dragtir.
verzlun v/Nesveg, Seltjarnarnesi,
sími 561 1680.
Dagskráin þín er komin út
17.-30. mars
Spáð í spilin
fyrir afhendingu
Óskarsverðlaunanna.
Oprah
gagnrýnir
samkeppnina.
Dilbert
á skjáinn.
í Dagskrárblaðinu þínu.
í allri sinni mynd!
fþ
Gegn her
í landi
Á ÞESSU ári er liðin hálf öld frá
því að Island gekk í hemaðarbanda-
lagið NATO. Tveimur árum eftir
inngönguna var kominn hingað
bandarískur NATO-her. Það voru
yfirvöldin sem komu þessu í kring.
Þjóðin var aldrei spurð og í hjarta
sínu er hún mótfallin herstöðvunum.
Inngangan í NATO var ákveðin á
þingi 30. mars 1949. Mikill fjöldi
fólks safnaðist saman á Austurvelli
til að mótmæla inngöngunni. Mót-
mælin voru barin niður þá, en ekki
kæfð. Baráttan gegn hernámi Is-
lands, eins og það var kallað, hefur
staðið alla tíð síðan. Oft hefur krafan
um brottför hersins orðið svo sterk
að meirihluti meðal stjómmálaafla
hefur neyðst til að lofa að stefna að
brottfór hersins, þótt þeir hafi svo
brugðist því heiti.
ísland keypt inn í NATO
Það er ekki fjarri lagi að íslensk yf-
irvöld hafi verið keypt til að koma
landinu inn í NATO með hinni svo-
nefndu Marshall-aðstoð, sem gekk til
Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks, eða fyrirtækja sem
voru nátengd þessum flokkum. Flest-
ir íslenskir valdhafar hafa síðan stutt
vem hersins og einnig fyrirtæki sem
höfðu viðskiptavild og ýmist hagræði
af hersetunni. Þessi fyrirtæki hafa
svo stutt þá flokka sem þau telja
heppilega fyrir sig. Þannig hafa
NÁTO-sinnamir fengið fjármagn til
að styrkja baráttu sína og áróður fyr-
ir áframhaldandi hemámi.
Á hinn bóginn var þjóðin stolt af
uppmna sínum og nýfengnu sjálf-
stæði undan veldi Dana. Þótt menn
gerðu sér kannski ekki vel grein fyr-
ir áhrifum hersetunnar óttuðust þeir
áhrif hennar frá upphafi. Það var
líka þessi draumur eftir heimsstyrj-
aldirnar tvær að samskipti þjóða
skyldu ekki vera byggð á vopnaðri
ógnun heldur á friðsemd og sann-
girni. Að manneskjur ættu ekki að
láta etja sér út í að drepa aðrar
manneskjur til hagsbóta fyrir stríðs-
herra, hverjir sem þeir væra. Því
strengdu stjórnmálamenn þau heit í
upphafi að herinn skyldi aðeins vera
hér til skamms tíma. En hjá valdhöf-
um og auðjöfrum varð hungrið í auð
og völd smám saman yfirsterkara
draumnum um frelsi og friðsemd.
Hvers vegna hefur
baráttan Iinast?
Því er ekki að leyna að um skeið
hefur mjög dofnað yfir baráttunni
gegn vem NATO-hersins hér á
landi. Það er ekki af því að nú sé
þjóðin ánægð með hersetuna. Það er
af því mönnum finnst þetta vonlaus
barátta. Stjómmála-
mennirnir svíki alltaf
þegar á hólminn er
komið. A.m.k. tvisvar
lofuðu stjórnmálamenn-
irnir við stjórnarmynd-
un að hernámssamn-
ingnum skyldi sagt upp.
Þetta var 1956 og 1971.
I bæði skiptin fundu
þeir átyllu til að svíkja,
að önnur mál hefðu for-
gang. Af hverju finna
stj órnmálamennirnir
átyllu til að svíkja þjóð-
ina í þessu máli? Það er
af því að það tryggir
þeim völd og áhrif.
Þjóðin hefur aldrei ver-
ið spurð um afstöðu sína til hersins
sérstaklega. Kröfum herstöðvaand-
stæðinga um þjóðaratkvæðagreiðslu
hefur alltaf verið synjað. Atkvæða-
greiðslan sem fram fór á Alþingi Is-
lendinga nýverið er dæmigerð fyrir
hvernig stjórnmálamenn svíkja bar-
áttuna gegn hernum vegna þess sem
þeir telja mikilvægara. Þar lýstu
Herseta
Það er full ástæða,
segír Ragnar
Stefánsson, til að
baráttan gegn
hersetunni geti aftur
risið og orðið sterk.
nokkrir þeirra, sem hafa verið á móti
hernum, stuðningi við hann og
nokkrir aðrir lýstu yfir hlutleysi. Af
hverju? Jú af því þeir vildu opna leið
fyrir sig inn í ríkisstjórn með NATO-
sinnum. Það var mikilvægara en að
hafa sjálfstæða skoðun.
Átyllan fallin
Það er full ástæða til að baráttan
gegn hersetunni geti aftur risið og
orðið sterk. Helsta átyllan fyrir her-
náminu var að okkur stafaði hætta af
Sovétríkjunum. Nú era Sovétríkin
fallin. Hemámssinnar hafa enga
átyllu nú, aðra en þá, að Island gæti
misst af tekjum. Sú ástæða er líka
fólsk. Engin þjóð hagnast til lengdar
á ölmusu. Á hinn bóginn á friðar-
stefna aftur vaxandi fylgi að fagna
og baráttan gegn herstöðvunum hér
er verðugt lóð á vogarskálar friðar-
baráttu. Baráttan fyrir umhverfis-
sjónarmiðum, að við viljum eiga
hreint land og fagurt, er að eflast. Ef
einhver kalblettur er
ljótur á Islandi þá er
það herstöðin. Bæði í
eiginlegri merkingu en
líka í óeiginlegri merk-
ingu. Herstöðin hefur
skapað þeim aðstöðu og
styrk sem vilja byggja
á undirlægju við alþjóð-
legt auðvald fremur en
að hlúa hér að efna-
hagslegu sjálfstæði.
Fáir styðja herinn
í hjarta sínu
Stundum er sagt að
Suðurnesjamenn séu
sérstakir stuðnings-
menn hersetunnar, af
því þeir hafi af henni sérstakan hag.
Þetta er alrangt. Það þekki ég vel.
Það eru vissulega margir harðir
stuðningsmenn hersetunnar á Suð-
urnesjum, sumir segja þeir hörð-
ustu á landinu. En það eru ekki síð-
ur harðir andstæðingar hennar.
Hverjir gera sér betur grein fyrir
spillingunni sem stafar frá herset-
unni, ekki síst hinni efnahagslegu
spillingu? Stundum er sagt að
verkafólk fylgi hersetunni, af ótta
við að missa vinnuna, ef herinn fer.
Þetta er líka rangt. Launafólk veit
vel að þeir sem harðast berjast
gegn kjörum þess eru einmitt þeir,
sem harðast berjast fyrir áfram-
haldandi hersetu.
Grundvöllur nýrrar sóknar
gegn hersetunni
Herinn á fáa stuðningsmenn í orði
en vissulega eitthvað fleiri á borði.
Flestir eru þó í hjarta sínu andvígir
hersetunni. En allt of margir sitja
með hendur í skauti og telja að það
sé enginn möguleiki að losna við her-
inn. En mál er að linni þessu sleni.
Ýmislegt hefur breyst á undan-
förnum áram sem skapar grandvöll
nýrrar sóknar. Það er ekki bara það
að Rússagrýlan sé ónothæf nú til
dags. Vaxandi skilningur á nauðsyn
umhverfisstefnu, og hnattræn sjón-
armið og ábyrgð sem henni fylgja,
sannfæra okkur um að við erum öll
manneskjur sem þurfa að vinna sam-
eiginlega að sköpun og verndun góðs
mannlífs hér á jörð. Því eflist friðar-
stefna og um leið andstaða við hem-
aðarhyggju. Þetta skapar grandvöll
nýrrar sóknar.
Gerum hálfrai- aldar afmæli
NATO á íslandi, 30. mars nk., að
upphafi nýrrar sóknar gegn vera
NÁTO-hersins á Islandi.
Höfundur cr jurðskjálftufræðingur.
Ragnar
Stefánsson
Hafnarfj arðarflugvöllur
AÐ undanförnu hafa
verið töluverðar um-
ræður um framtíð flug-
vallar á Reykjavíkur-
svæðinu og þá gjarnan
verið jirjár hugmyndir
á lofti. I fyrsta lagi að
halda núverandi flug-
vallarstæði í Reykjavík,
í öðra lagi að gera fyll-
ingu fyrir fiugvöll úti í
Skerjafirði og í þriðja
lagi að leggja niður
flugvöllinn í Reykjavík
og nota Keflavíkurflug-
völl fyrii- innanlands-
flug.
Þessar þrjár hug-
myndir hafa bæði kosti
og galla. Núverandi Reykjavíkur-
Herra-
undirföl
vU//
KRINGLUNNI
SÍMI 553 7355 ---
flugvöllur hentar mjög
vel fyrir landsbyggðina
en hamlar skipulagi á
Reylg' avíkursvæðinu.
Nýr flugvöllur á fyll-
ingu í Skerjafirði hefði
þann kost að hann væri
stutt frá miðborginni en
framkvæmdin væri
mjög kostnaðarsöm. Að
nota Keflavíkurfiugvöll
sem innanlandsflugvöll
væri ódýr lausn en
hentaði illa landsbyggð-
arfólki þar sem langt
væri til Reykjavíkur
eftir stutt flug og oft
erfitt á vetram þar sem
bíða þarf hagstæðari
veðurskilyrða á landsbyggðinni sem
geta komið með stuttum fyrirvara.
Þess vegna læt ég mér detta í hug
fjórða kostinn sem er nýr innan-
landsflugvöllur fyrir sunnan Hafnar-
fjörð, t.d. á móts við álverið hinum
megin við Reykjanesbraut. Þessi
staðsetning hefur marga kosti eins
og: flugvöllurinn er alveg við Stór-
Reykjavíkursvæðið jafnframt að
vera nálægt Keflavík og er því þægi-
lega staðsettur fyrir landsbyggðar-
fólk hvort sem það á erindi til
Reykjavíkur eða er á leið til útlanda.
Með þessu skapaðist mikið landrými
til bygginga á besta stað í Reykjavík.
Auk þess sem möguleiki væri að
Helgi S. Helgason
samreka þessa tvo flugvelli.
Það ætti að vera mjög góður kost-
ur að byggja flugvöllinn á hrauninu
fyrir sunnan Hafnarfjörð og kostn-
aður yrði brot af því sem flugvöllur
kostaði ef um fyllingu úti í sjó væri
að ræða eins og rætt er um ef af fyll-
ingu yrði í Skerjafirði. Auk þess þarf
hvort eð er að byggja nýja flugstöð í
Reykjavík.
Flugvallarstæði
Innanlandsflugvöll-
ur, segír Helgi S.
Helgason, gæti verið
við álverið.
Þegar talað er um að nauðsynlegt
sé að flugvöllur sé í Reykjavík verð-
ur að hafa í huga að þeir sem ferðast
um flugvöllinn koma af allri lands-
byggðinni og öllu Stór-Reykjavíkur-
svæðinu og ætti staðsetning fyrir
sunnan Hafnarfjörð að henta ekki
síður en staðsetning í Vatnsmýrinni.
Ég hvet því skipulagsyfirvöld og
flugmálayfirvöld til að athuga þenn-
an kost rækilega áður en aðrar stór-
ar ákvarðanir eru teknar.
Höfundur er frumkvæmdostjóri
Tilraunastöðvarinnar á Keldum.