Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.03.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 53 + Helga Soffía Friðbjörnsdótt- ir fæddist á Króki í Flóa 2. september 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 10. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Stein- unn Guðmundsdótt- ir, f. 5. júlí 1874, d. 10. maí 1938, og Friðbjörn Jónsson, f. 9. janúar 1867, d. 5. október 1941. Fósturforeldrar hennar voru Jón Gíslason, f. 9. júlí 1868, d. 5. maí 1924, og Sigríður Arna- dóttir, f. 13. febrúar 1866, d. 26. október 1934, Eystri-Lofts- stöðum í Gaulverjabæjar- hreppi. Hálfbróðir Helgu var Helgi Guðmundsson en hann lést ungur maður. Hinn 26. maí 1958 giftist Helga Eiríki Skúlasyni frá Mör- tungu á Síðu, f. 5. nóvember 1902, d. 10. mars 1977. Helga eignaðist tvær dæt- ur, Brynhildi, f. 12. september 1933, fað- ir Brynhildar var Jón Gíslason, f. 16. sept- ember 1899, d. 14. október 1953. Fóst- urforeldrar Bryn- hildar voru Bjarnrún Jónsdóttir, f. 4. mars 1885, d. 20. ágúst 1965, og Guðmundur Árnason, f. 3. júní 1879, d. 20. júní 1950, Múla í Landsveit. Eiginmaður Brynhildar er Gunnar S. Björns- son, f. 4. september 1932 og eiga þau íjögur börn og ellefu barna- börn. Yngri dóttir Helgu, sem hún eignaðist með eiginmanni sínum, Eiríki Skúlasyni, er Svala, f. 7. nóvember 1957. Eig- inmaður hennar er Eyjólfur Bergsson, f. 24. september 1954, og eiga þau þrjú börn. Helga ólst upp á Eystri-Lofts- stöðum í skjóli fósturforeldra sinna og móður. Þaðan fluttist hún að Múla í Landssveit þar sem hún var vinnukona í áraraðir. Einnig vann hún á öðrum sveitabæjum á Suður- landi bæði sem vinnukona og einnig var hún eftirsótt til að- stoðar við sængurkonur. Helga ojr Eiríkur hófu síðan búskap á Asmundarstöðum í Ásahreppi árið 1956 og bjuggu þar í tvö ár. Síðan bjuggu þau á Minni- Borg í Grímsnesi í tvö ár en fluttu þá til Reykjavíkur sökum heilsubrests Eiríks og stóð heimili þeirra í Reykjavík eftir það, lengst af á Háaleitisbraut 26. Síðustu tvö árin bjó Helga á Daibraut 27. Helga verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarð- sett verður í Grafarvogskirkju- garði. HELGA SOFFÍA FRIÐBJÖRNSDÓTTIR Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. (Tómas Guðm.) Svona hefst uppáhaldsljóðið hennar mömmu. Mér fannst stund- um hún hafa full mikið dálæti á því en núna geri ég mér grein fyrir að það segir allt um mannsævina. Hún mamma mín var ekki ein af þeim sem mikið fór fyrir hér á jörð- inni, hún gerði ekki kröfur til ann- arra heldur fannst hún aldrei geta gert nógu mikið fyrir fjölskyldu sína og vini. Hún sagði mér stund- um frá því að þegar hún var lítil hafí hún sagt: „Aihr góðir, enginn vondur,“ og þannig vildi hún hafa það. En heimurinn er ekki þannig og það kom sennilega oftar fyrir á lífsleið hennar að hún væri særð af samferðamönnum sínum en ég veit um, hún ræddi það ógjaman. Ég veit að hún færði stórar fómir, fórnir sem fólk í þjóðfélagi dagsins í dag á bágt með að skilja að nokk- ur þurfi að færa. Hún varð ekki bit- ur og sár þannig að það væri öllum augljóst, auðvitað hefur henni oft sárnað en hennar fallega og blíða sál fyrirgaf og skildi. Mamma hafði frá svo mörgu skemmtilegu að segja, hún var lífs- glöð og hlátunnild kona en þó ekki þannig að hún sækti skemmtistaði, stæði upp og héldi ræður eða hlæði hátt, hún hafði enga þörf fyrir að standa í sviðsljósinu. Állt var það á svo hljóðlátan og fágaðan hátt. En eitt má ég til að minnast á og það var hvað hún gat verið stríðin, en aldrei var það gert þannig að það skildi eftir sársauka hjá þeim sem fyrir stríðninni varð heldur var það gert til að búa til létta stemmningu -eða auka á gleðina sem fyrir ríkti. Allt kom þetta beint frá hennar stóra hjarta. Aðeins sólarhring fyrir andlát sitt, og þá var mjög af henni dreg- ið, setti hún sig ekki úr færi að glettast aðeins og á það eftir að lifa með okkur öllum sem urðum vitni að því. Þannig hélt hún sínum að- alsmerkjum, hlýjunni og kímninni, til hinstu stundar. Ævin hennar mömmu var helguð því að hlúa að sínu fólki, dýrum og gróðrinum. Aldrei var neitt of gott fyrir fólkið hennar og var hún óþreytandi að elda mat og gera í ofninn, því það fór sko enginn svangur frá henni mömmu. Verst fannst henni nú síðustu mánuðina sem hún lá á spítalanum að geta ekki einu sinni hellt á könnuna handa okkur. Vettlingarnir og sokkamir sem hún prjónaði handa ástvinum sínum eru fleiri en tölu verði á komið og munu um ókomin ár ylja köldum tásum og puttum, því það sem mamma gerði var gert til að endast. Dýrin fóru ekki varhluta af hlýj- unni hennar, þegar hún flutti til Reykjavíkur úr sveitinni nutu fugl- arnir í borginni þess. Nokkur sum- ur gerði dúfupar sér hreiður á svöl- unum heima og bjuggu þar í skjóli mömmu og pabba hvað sem hver sagði og komu sínum afkvæmum á legg. Þeir voru líka fljótir að átta sig á því þrestimir hvar var að vænta góðgætis þegar mamma flutti á Dalbrautina. Þar fengu þeir korn, smjör og jafnvel bakkelsi. Ef þeim fannst hún æt)a að lúra of lengi frameftir þá gerðu þeir sér lítið fyrir og bönkuðu á gluggann. Það var yndislegt að sjá þetta fal- lega samband, þeir treystu henni fullkomlega. Mikið á ég eftir að sakna hennar mömmu minnar, mér finnst eins og ég eigi aldrei eftir að sætta mig við að hún sé ekki hjá mér lengur. En ég mun eflaust læra að lifa með söknuðinum og hlýja mér á ótelj- andi minningum um samveru- stundir okkar og finna í huganum fallegu mjúku hendurnar hennar strjúka mér um kinnarnar og þerra tárin mín. Hún elskaði mig án skilyrða og þá ást fengu einnig Eyjólfur minn, Anna Sigga, Helgi Eiríkur og Sóley Ósk, hún umvafði okkur öll allt til hinstu stundar og ég veit hún gerir það áfram. Að lokum vil ég færa þakkir öllu því góða fólki sem hlúði að mömmu síðustu ævidaga hennar með svo miklum kærleik að unun var á að horfa. Allt starfsfólk deildar B4 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur á skilið svo miklu meira þakklæti en ég get nokkum tíma fært í orð. Sá mann- kærleikur sem þar ríkir var í anda mömmu. Starfsfólki Dalbrautar 27, þar sem hún bjó síðustu tæpu tvö árin, vil ég einnig færa hjartans þakkir fyrir alla þeirra ástúð og hlýju. Að lokum get ég ekki látið hjá líða að færa sérstakar þakkir til Jóns Högnasonar læknis sem sýndi henni svo mikla hlýju og skilning, þeirra samband minnti fremur á djúpa vináttu en samband læknis og sjúklings. Mamma var óendanlega þakklát ykkur öllum. Guð geymi þig, elsku mamma mín. Þín dóttir, Svala. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku amma, þessa bæn kenndir þú okkur þegar við kúrðum hjá þér. Hún mun alltaf minna okkur á þig og allai- stundimar sem við átt- um saman. Minningin um þig mun lifa með okkur að eilífu. Þín barnabörn, Anna, Ilelgi Eiríkur og Sóley Osk. I dag er kvödd hinstu kveðju kona sem var okkur afar kær. Hún var ekki amma okkar í þeirri merk- ingu orðsins, en þrátt fyrir að vera óskyld okkur var það þannig að frá okkar fyrstu kynnum kölluðum við hana Helgu ömmu. Hún umvafði okkur ætíð elsku sinni, hlýju og kærleika. Helga var einstaklega blíð og þægileg kona og kom okkur ætíð þannig fyrir sjónir að vilja ekki láta hafa mikið fyrii- sér. Við kynntumst í gegnum sam- kvæmisdansana þar sem Helga Huld og Helgi Eiríkur barnabarn hennar voru danspar. I mörg ár var það fastur liður að hafa hana við borðið hjá okkur á danskeppn- um, hún gladdist með okkur þegar vel gekk og hvatti unga fólkið til dáða. Þegar álagið og umstangið sem fylgir þessum keppnum varð of mikið bað hún okkur öll að slaka á og þessi ró og blíða sem ein- kenndi hana kom okkur oft til að sjá hlutina í öðni ljósi. í minning- unni finnst okkur mæðgum að hún hafi með sinni yfirvegun verið kjöl- festan við borðið. En eins og geng- ur og gerist í lífinu tökumst við á við breytingar og Helga amma hætti að geta komið og fylgst með dansinum og seinna hætti danspar- ið að dansa saman en á milli okkar hafði myndast strengur kærleikans og vináttu sem var okkur mæðgun- um mikils virði. Þegar við komum í heimsókn til hennar kom ekki ann- að til greina en að við myndum þiggja veitingar og hún lagði mikið upp úr því að enginn færi svangur úr sínu húsi. Helga var hlédræg en hláturmild kona og hafði sig ekki mikið í frammi, það má því segja að þessi hending hafi átt afar vel við hana: „lítillát, ljúf og kát“. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast svo góðri konu og munum ætíð minnast hennar með hlýhug. Elsku Svölu, Eyjólfi, Önnu Siggu, Helga Eiríki, Sóleyju Ósk og öðrum aðstandendum sendum við samúðarkveðjur. Við kveðjum með þessu fallega kvæði: Við þökkum samfylgd á lífsins leið. Par lýsandi stjömur skína. Og birtan himneska björt og heið. Hún boðar náðina sína. En alfaðir blessar hvert ævinnar skeið. Og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir) Sigurlaug og Helga Huld. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. t*að eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Ástkær systir okkar, MARGRÉT EINARSDÓTTIR frá Hruna á Brunasandi, lést sunnudaginn 7. mars á endurhæfingarstöð Landspítalans í Kópavogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Bestu þakkir fyrir góða umönnun til starfsfólksins í Kópavogi. Jónína Einarsdóttir, Baldvin Einarsson, María Einarsdóttir og aðrir vandamenn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, stjúpfaðir, bróðir og afi, HARALDUR BJARNASON, Birtingakvísl 22, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morg- un, föstudaginn 19. mars, kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hans vinsamlegast láti Karitas, hjúkrunarþjónustu, s. 551 5606, njóta þess. Auður Sigurðardóttir, Jóhann Óskar Haraldsson, Anna Guðmundsdóttir, Páll Ragnar Haraldsson, Rakel Rán Guðjónsdóttir, Lilja Hafdís Guðjónsdóttir, Pálmi Hamilton Lord, Birna Sigurjónsdóttir, Unnur Sigurjónsdóttir, Hilmar Sigurjónsson, Guðný Eggertsdóttir, Bragi Sigurjónsson, Jónas Bjarnason, Bjarni Bjarnason, Fríður Pétursdóttir og barnabörn. + Eiginmaður minn og faðir okkar, STEFÁN SIGFÚSSON, Vogum, Mývatnssveit, lést miðvikudaginn 10. mars. Minningarathöfn verður í Langholtskirkju í dag, fimmtudaginn 18. mars, kl. 13.30. Jarðsett verður frá Reykjahlíðarkirkju laugar- daginn 20. mars kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Orgelsjóð Langholtskirkju eða Reykjahlíðarkirkju. Jóna Jakobína Jónsdóttir, Jón Stefánsson, Steingerður Védfs Stefánsdóttir, Jakob Stefánsson, Ólafur Þröstur Stefánsson, Sólveig Valgerður Stefánsdóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Halldór Torfason, Edda Stefánsdóttir, Gyða Björgvinsdóttir, Jón Pétur Líndal. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKARJÓNSSON fyrrverandi forstjóri, Þiljuvöllum 30, Neskaupstað, sem lést laugardaginn 13. mars, verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 20. mars kl. 14.00. Sigríður Vigfúsdóttir, Guðný Óskarsdóttir, Einar Jóhannsson, Örn Óskarsson, Ólöf Þórarinsdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Guðmundur Guðbjartsson, Svanhildur Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær systir mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET GUÐJÓNSDÓTTIR, Norðurbrún 1, sem lést sunnudaginn 14. mars, verður jarð- sungin frá Aðventistakirkjunni föstudaginn 19. mars kl. 13.30. Karitas Guðjónsdóttir, Rut Sigurðardóttir, Einar Lúthersson, Elísabet Einarsdóttir, Lúther Einarsson, Guðmundur Einarsson, Rakel Einarsdóttir, tengdabörn og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.