Morgunblaðið - 18.03.1999, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 55
MINNINGAR
BJARNVEIG
JAKOBSDÓTTIR
+ Bjarnveig Jak-
obsdóttir fædd-
ist í Unaðsdal á
Snætjallaströnd 8.
desember 1914.
Hún lést í Sunnu-
hlíð í Kópavogi 6.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Símonía
Sigurðardóttir og
Jakob Sigurjón Kol-
beinsson frá Unaðs-
dal. Bjarnveig var
elsta barn þeirra
hjóna. Systkini
hennar eru: María
Jonný, Sigurborg, Asa sem dó
barnung, Guðbjörg Guðrún sem
er látin, Guðjóna sem er látin,
Kolbeinn og Sigurður.
Bjarnveig var gift Kristjáni
Helga Friðbjörnssyni frá Stein-
ólfsstöðum í Yeiðileysufirði í
JökuHjörðum. Börn þeirra
Elskulega amma mín er látin.
Hún er eflaust hvfldinni fegin enda
langt og strangt lífsstarf að baki.
Fólk af hennar kynslóð lifði við
erfiðari kjör og meira vinnuálag en
við yngra fólkið getum gert okkur í
hugarlund. Hún ólst upp á Skarði á
Snæfjallaströnd í hópi stórrar og
hörkuduglegrar fjölskyldu þar sem
vart var hægt að hugsa sér erfiðari
aðstæður til lífsframfæris.
Lengs af bjuggu amma og afi á
ísafirði en fluttu síðan í Kópavog. Á
ísafirði var amma með stórt heimili
og gestagangur mikfll enda frænd-
garðurinn stór. Eftir að þau komu í
Kópavoginn vann hún mikið utan
heimflis, þar af um margra ára skeið
á Læknavaktinni.
Síðustu árin var líkamleg heilsa
orðin léleg og kunni amma því illa að
vera að stórum hluta upp á aðra
komin. Hún var vel gefin, skörp,
hörkudugleg, stjómsöm, hafði skoð-
un á hlutunum og fór sínu fram.
Hún lá ekki á skoðunum sínum,
sagði það sem í brjósti bjó og af-
greiddi þannig málin. Andleg heilsa
og skarpleiki var í fullkomnu lagi
allt fram á síðustu daga. Það var
sama hvað um var rætt, alltaf var
hún amma fyllilega með á nótunum.
Hún fylgdist vel með þjóðmálaum-
ræðunni og bókmenntum og hafði
yndi af lestri ljóða. Þá var hún mjög
áhugasöm um andleg málefni.
Amma var að eigin sögn rík kona,
ekki í þeim skilningi að hún ætti út-
troðnar bankabækur, heldur fannst
henni mest um vert að eiga stóran
og góðan hóp barna, barnabarna,
barnabarnabarna og tengdabarna.
Henni þótti sérlega vænt um þenn-
an hóp og allar heimsóknir, stuttar
sem langar, glöddu hana mikið. Þá
fékk hún alla tíð meira út úr því að
rétta öðrum hjálparhönd en safna í
eigin sjóði.
Ömmu á ég margt að þakka. Ég
var elsta barnabarnið og náði
þannig óskiptri athygli áður en hóp-
urinn fór að stækka. Á menntaskóla-
árunum og fyrstu háskólaárin bjó ég
hjá ömmu á Hlíðarveginum en afi
lést þegar ég var á fyrsta mennta-
skólaárinu. Samkomulag okkar var
alla tíð sérstaklega gott og aldrei
kom til þess að við rifumst eða í
odda skærist þessa sex vetur sem ég
bjó hjá henni. Á margan hátt vorum
við lík í skapi og skoðunum og höfð-
um gaman af því að takast á um
hlutina.
Síðustu skilaboð ömmu voru þau
að jarðarförin skyldi haldin í kyrr-
þey og engar minningargreinar. Ég
er þó sannfærður um að hún fyrir-
gefur mér þessi stuttu kveðjuorð og
læt ég því staðar numið.
Elsku amma. Að lokum kveð ég
þig með söknuði og þakklæti fyrir
samfylgdina. Guð blessi þig, amma
mín.
Kristján Bjarnar Olafsson.
Það er erfitt fyrir litla sál að
skilja þegar einhver deyr sem
manni er kær.
hjóna eru: Ólafur,
Henrý Þór, Páll
Hafstein og Ragn-
ar. Þá ólu þau upp
systurdóttur Bjarn-
veigar, Símoníu El-
len Þórarinsdóttur.
Bjarnveig ólst
upp á Skarði á
Snæfjallaströnd og
fór snemma að
vinna fyrir sér. Hún
gekk í gagnfræða-
skóla og húsmæðra-
skóla á fsafirði og
hóf þar búskap með
Kristjáni Helga,
málarameistara. Árið 1958
fluttust þau í Kópavog og
bjuggu þar til æviloka. Kristján
Helgi lést 23.12. 1972. Bjarn-
veig var síðar sambýliskona
Haraldar Stígssonar frá Horni.
Utför Bjarnveigar fór fram í
kyrrþey.
Ég kynntist þér fyrst fyrir
nokkrum árum þegar þú dvaldir á
heimili ömmu minnar í Kópavogi.
Þá var ég ósköp veik og var mikið á
spítala, en þegar ég kom með
mömmu minni í heimsókn þá stóðu
dyrnar hjá þér ávallt opnar fyrir
mér. Þá var gott að fá að kúra hjá
þér, þar sem þú last heilu ævintýrin
fyrir mig, kenndir mér að telja og
söngst fyrir mig, jafnframt sem þú
aldrei gleymdir að biðja fyrir mér í
bænum þínum.
Þegar mamma sagði mér að þú
værir dáin, horfði ég hissa á hana
og sagði: „Nú eru allir hryggir en
Badda er farin upp til Guðs og
englanna með teppið sitt og þar líð-
ur henni vel.“
Með síðustu góðverkum Böddu
til mín var að finna handa mér ynd-
islega stúlku sem passar mig þegar
mamma mín er að vinna. Það má
með sanni segja að allt sem kom frá
þér til mín var gott.
Ég kveð hér barngóða öðlings-
konu sem í hógværð veitti sam-
ferðamönnum birtu og yl. Hún á
vissulega „góða heimvon".
Þegar við mamma lítum til baka
er okkur ljóst hve mikil forréttindi
það eru að hafa fengið að kynnast
Böddu. Hún snart hjörtu margra
sem munu í dag lúta höfði í virð-
ingu og þökk fyrir að hafa átt hana
að.
Þín litla vinkona,
Vigdís.
Hún amma er dáin. Fréttin um að
Badda amma væri dáin barst okkur
snemma morguns laugardaginn 6.
mars. Södd lífdaga og glöð með að
fá að fara á stað þar sem hún var
viss um að biði sín nýtt líf. Amma
var ein af þeim sem las mikið um
hvað biði sín hinum megin móðunn-
ar og ég held að hún hafi trúað því
að þar væri nýtt líf mun ánægju-
legra en það sem hún lifði í lokin.
Ömmu virtist líða best þegar hún
hafði sem mest að gera, hún vann
lengi á læknavaktinni og þau okkar
sem þangað komu fundu að þar var
hún ánægð. Á meðan amma bjó á
Hlíðarveginum voru ávallt pönnu-
kökur með sykri á boðstólum og
jafnvel kleinur og ástarpungar, ferð
út í sjoppu til að kaupa smá nammi
fylgdi jafnvel í kaupbæti. Það er svo
skrýtið að það eina sem við getum
verið viss um í lífínu er að við höfum
fæðst og að við munum deyja en
samt kemur dauðinn okkur alltaf
jafn mikið á óvart. Við komum öll til
með að sakna Böddu ömmu en
minningin um hana mun lifa með
okkur um ókomin ár.
Unnur, Kristján, Bjarnveig,
Unnur Lea, Viktor og Örn.
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ELSA H0JGAARD EINARSDÓTTIR,
Hamrahlíð 32,
Vopnafirði,
sem lést fimmtudaginn 11. mars, verður jarðsungin frá Vopnafjarðar-
kirkju laugardaginn 20. mars kl. 14.00.
Páll Jónsson,
Einar Einarsson,
Einar Sigurjónsson,
Aðalbjörg Sigurjónsdóttir,
Aðalbjörg Þorsteinsdóttir,
tengdasynir, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns míns, sonar, föður, bróður, afa og langafa,
STEFÁNS KARLS JÓNSSONAR,
Skarðshlíð 26E,
Akureyrt.
Regína Jónsdóttir,
Helga Stefánsdóttir,
Kelga María Stefánsdóttir, Ásmundur Guðjónsson,
Regína Hákonardóttir, Gunnar Sveinarsson,
Ingibjörg Hákonardóttir, Óli Rúnar Ólafsson,
systur, barnabörn og barnabarnabarn.
+
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
SVEINS FRÍMANNS ÁGÚSTS
BÆRINGSSONAR,
áður Hólmgarði 39,
Reykjavfk.
Birgir Sveinsson og synir,
Helga Bæringsdóttir,
Elísabet Brynjólfsdóttir,
Reynir Ásmundsson.
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GARÐAR STEFÁNSSON
frá Kúskerpi,
verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugardaginn 20. mars kl. 14.00.
Jarðsett verður í Höskuldsstaðakirkjugarði.
Guðlaug Sigurðardóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON
frá Viðey,
Vestmannaeyjum,
Árskógum 8,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Landakirkju, Vestmanna-
eyjum, föstudaginn 19. mars kl. 14.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Ragnheiður Björgvinsdóttir, Gunnar St. Jónsson,
Guðmundur Ó. Björgvinsson, Björg Valgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Ástkær bróðir okkar,
JÓN SIGURÐSSON HANSSON,
Aðalstræti 8,
isafirði,
sem andaðist á heimili sínu sunnudaginn 7.
mars sl., verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju
laugardaginn 20. mars nk., kl. 14.00.
Guðrún Hansdóttir,
Ólafur Hansson,
Bjarni Hansson.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUÐBJARGAR JÚLÍÖNU JÓNSDÓTTUR
frá Broddadalsá,
síðast til heimilis
á Hrafnistu, Reykjavík.
Sérstakár þakkir til starfsfólks Hrafnistu, deild E,
fyrir góða umönnun.
Svava Brynjólfsdóttir, Kristinn Á. Guðjónsson,
Viggó Brynjólfsson, Ardís Arelíusdóttir,
Kristjana Brynjólfsdóttir, Gunnar D. Sæmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför móður minnar, tengda-
móður og ömmu,
SIGURVEIGAR JÓHÖNNU ÁRNADÓTTUR,
Hellulandi 1,
Reykjavík.
Finnbogi Finnbogason, Sigríður Hanna Kristinsdóttir
og barnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma
og systir,
GRÓA JÓHANNSDÓTTIR,
Galtarholti,
Borgarhreppi,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstu-
daginn 19. mars kl. 10.30.
Lillý S. Guðmundsdóttir, Sigurður Bjarnason,
Ómar Guðmundsson, Hrafnhildur Karlsdóttir,
Birgir Guðmundsson, María Gísladóttir,
Svanhildur Guðmundsdóttir, Grétar Óskarsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og systkini.
*
i