Morgunblaðið - 18.03.1999, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ
í DAG
Pétur Péturs. ljósmyndast.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 27. júní sl. í Fríkirkj-
unni af sr. Hirti Magna Jó-
hannssyni Aðalheiður Björk
Matthfasdóttir og Jón Ingi
Bjömsson. Heimifi þeirra er
að Tómasarhaga 42, Reykja-
vík.
Pétur Péturs. ljósmyndast.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 20. júní sl. í Fríkirkj-
unni af sr. Gunnari Sigur-
jónssyni Margrét Erlings-
dóttir og Þórður Gíslason.
Heimili þeirra er að Veg-
húsum 25, Reykjavík.
Pétur Péturs. Ijósmyndast.
BRÚÐKAUÚ. Gefin voru
saman 12. september sl. í
Háteigskirkju af sr. Jóni
Þór Eyjólfssyni Sigurbjörg
Jakobsdóttir og Sævar Örn
Gunnlaugsson.
BRIDS
Um.vjdii (iiiðiniiiidiir
Páll Arnarson
SUÐUR spilar fjögur hjörtu
og það verður fljótlega ljóst
að eina viðfangaefnið er að
finna trompdrottninguna.
Norður gefur; enginn á
hættu.
Norður
* K75
V Á53
* ÁDG103
* 82
Suður
A DG4
V KG10G2
♦ K97
*D5
Vestur Norður Austur Suður
ltígull Pass lþjarta
Pass lgrand Pass 2tíglar
Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu
Pass Pass Pass
* Geimkrafa.
Vestur tekur tvo fyrstu
slagina á ÁK í laufi, en skiptir
síðan yfir í spaðatíu, sem
austur drepur með ás. Allt
þetta gerist frekar hratt, en
nú tekur austur sér tima til að
íhuga framhaldið. Eftir
nokkra umhugsun kemur
hann á óvart með því að spila
hjartafjarka! Hvað er í gangi?
Það er óhætt að slá því
föstu að eitthvað annað en
mannkærleikur ráði þessari
vörn austurs. En hvað vakir
fyrir honum? Líklegasta
skýringin er sú að hann haldi
á 98 fjórðu og sé að reyna að
byggja upp trompslag:
Norður
* K75 V Á53 * ÁDG103 * 82
Vestur Austur
* 10982 * Á63
»D V 9874
♦ 862 ♦ 54
♦ ÁK1064 + G973
Suður *DG4 V KG1062 ♦ K97 *D5
Sem heppnast ef suður
freistast til að láta gosa eða tíu
í slaginn. Ef sagnhafi gefur sér
að austur eigi ekki tromp-
drottninguna, er best að hoppa
upp með kónginn. I þessu
tilfelli fellur drottningin undii',
en ef ekki, er næsta skref að
spila gosanum og svína.
En við nánari athugun sést
að sagnhafi getur alls ekki
slegið því fostu að vestur sé
með drottninguna í hjaifa. Það
væri nefnilega fullkomlega
rökrétt vörn að spila smáu
trompi úr austursætinu frá
D984! Ástæðan er þessi: Ef
suðui' er með KGlOxx mun
hann hvort sem er alltaf taka
fyi'st á ásinn, því hann ræður
við fjórlitinn í austur, en ekki
vestur. í því tilfelli væri
blekking besta von austurs um
trompslag. Svo sagnhafi þarf
að hitta í hjartað, þrátt fyrir
allt.
Með morgunkaffinu
Ást er...
... að láta hana ekki
renna þér úr
greipum.
TM R*fl. U.S. Pmt. Ofl — al right* roierved
(c) 1999 Lo* Angele* Time* Syndcate
ÞAÐ var Ieitt að þú skyldir
ekki hafa efni á því að fá
gangráð, en þetta ætti nú
að halda þér gangandi í ein-
hvern tima.
AUÐVITAÐ geta mistök átt
sér stað í banka eins og
annars staðar. Fékkst þú
ekki yfirdráttarheimild?
ÞVÍ miður, mamma. Ef ég
sleppi þér, verð ég líka að
sleppa pabba þegar ég
góma hann við hraðakstur.
ÉG geri það sem ég get til að spara og er núna
að fylla út 5.000 ávísanir í einu.
COSPER
MIG langar að láta breyta nafninu mínu í það sama og
cr á nafnspjaldinu sem ég fann úti á götu.
STJÖRNUSPÁ
eftir Kranecs Ilrake
FISKAR
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert sjálfstæður og dríf-
andi en þarft að gæta þín á
því að vera ekki með of
margt undir í einu.
Hrútur
(21. mai's -19. apríl)
Það er ekki alltaf sólskin á
hverjum degi en vertu þolin-
móður því öll él styttir upp
um síðii' og þá blasir fram-
tíðin við þér.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Farðu þér hægt í að gera
aðra að trúnaðarmönnum
þínum einkum á fjármála-
sviðinu. Flas er sjaldan til
fagnaðar.
Tvíburar ^
(21. maí - 20. júnO ÞÁ
Þú þarft að fá útrás fyrir
sköpunargleði þína og ættir
að geta nýtt hana til þess að
ljúka þeim verkefnum sem
hvíla á þér.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Sýndu sveigjanleika og
sanngirni til að leysa málin.
Hafðu hugfast að sjaldan
veldur einn þá tveir deila.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það er engin ástæða til þess
að láta einhverja smámis-
klíð eyðileggja allt á vinnu-
staðnum. Gakktu beint til
verks og hreinsaðu and-
rúmsloftið.
Mðyja
(23. ágúst - 22. september) vbnL
Þér er brýn nauðsyn á að
sýna hóf á hverjum hlut. Að-
eins þannig verða erfiðleik-
ar yfirstignir og betri tímar
taka við.
(23. sept. - 22. október)
Þú þarft að geta gefið þig
allan að starfi þínu en gættu
þess líka þegar lotunni lýk-
ur að sinna þá vinum og
vandamönnum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Gættu þess vandlega að þú
verðir ekki hlunnfarinn í
viðskiptum. Mundu að ekki
er allt gull sem glóir og að
sígandi lukka er best.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) Hk)
Þér ætti að takast að leysa
stórt verkefni sem þú hefur
tekið að þér ef þú bara gæt-
ir þess að fara að settum
reglum.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) émm!
Þú ættir að hætta því að
taka vandamálin með þér
heim úr vinnunni. Þau á að
leysa á skrifstofunni en ekki
heima fyi'ir.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar)
Það er svo margt sem
brennur á þér þessa dagana.
Gefðu þér tíma til þess að
íhuga málin og gera þær
ráðstafanh' sem nauðsynleg-
ar eru.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þótt þig langi í nýja starfið
sem í boði er skaltu varast
að gi'ípa til örþrifaráða þess
vegna. Þinn tími mun koma.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðai' á traustum
gi-unni vísindalegra staðreynda.
FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1999 61
Kjólar Dragtir Blússur Sundbolir
Náttfatnab ur Inmskór
)méNy-HveÁ\sQbto 50 o Sími 551 5222
KRINGLUKAST
Hettupeysur og buxur
100% bómull. 20% afsláttur.
Vindjakki og buxur
Stærðir 98—146. Kr. 2.900.
POLARN O. PYRET
Kringlunni 8—12, sími 568 1822
LAURA ASHLEY
NÝ SENDING
Dragtir — blússur
kjólar — pils — peysur
Opiö laugardag kl. 10—14
nnm ■ s® leggur línurnar
-- 20% afsláttur af öllum
sokkabuxum fimmtudagínn 18. mars.
Kynníng frá kl. 14-18.