Morgunblaðið - 30.05.1999, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Mannvirki í hafnarborginni Múrmansk
Hvflustaður, endur-
vinnsla og ísbrj ótar
Um DEKKIÐ valsar
kappklæddur maður og
reynir að halda á sér
hita. Með hettu niður
fyrir augu og vopnaður Kalas-
hnikov-riffli gætir hermaðurinn
fleysins. Af þessu má ekki skilja
sem svo að neinum með fullu viti
hugnist að ræna skipinu eða varn-
ingi þess. Skipið heitir Lepse og
varningurinn um borð eru 642
mislöskuð hylki er geyma m.a. úr-
aníum kjarnorkueldsneyti úr
Lenín-ísbrjótnum. í kjölfar of-
hitnunar kjarnakljúfsins í Lenín
árið 1966 var kjarnorkueldsneyti
ísbrjótsins fjarlægt í skyndi og
komið fyrir í Lepse. Vegna hins
gríðarlega hita sem myndaðist
tútnuðu hylkin út og aflöguðust. í
geymsluskipinu hafði verið komið
fyrir hólfum sem rúma áttu hylk-
in. Er á staðinn var komið gátu
verkamenn með engu móti komið
öllum hylkjunum fyrir. í ljósi að-
stæðna var gripið til skyndilausn-
ar. Sleggjur voru nálægar og
hylkjunum var barin leið á „rétt-
an“ stað - að því er flestir full-
yrða. Urganginn er nú ekki hægt
að fjarlægja með hefðbundnum
leiðum.
Lepse, sem var smíðað fyrir
heimsstyrjöldina síðari og var
ætlað að flytja vörur með norður-
strönd Rússlands, er talið geyma
jafnmikið magn geislavirkra efna
og sá kjarnaofn Tsjérnóbýl-kjarn-
orkuversins sem bilaði árið 1986,
er staðsett yst í Múrmansk-höfn.
Um hálf milljón manna býr í 20
km radíus umhverfis skipið og
landamæri Finnlands og Noregs
eru í um 200 km fjarlægð. Örygg-
isgæsla er ströng og ljósmyndun
bönnuð.
„Hryllilegasta farartæki
veraldar"
Opinberlega hefur skipið verið,
síðan 1981, tímabundinn geymslu-
staður fyrir kjarnorkueldsneyti
Atomflot, kjarnorkuísbrjótaflota
Múrmansk skipafélagsins. Manna
á milli er Lepse hins vegar kallað
„hryllilegasta farartæki verald-
ar“. Það er ekki að ósekju því um
60-70% af hylkjunum um borð
eru skemmd og á þeim tíma sem
liðinn er síðan þeim var komið þar
fyrir hefur geislavirknin magnast
margfalt. Urræði eru fá og dýr.
Og ekki er hægt að líta á Lepse
sem einangrað fyrirbrigði kjarn-
orkubúskapar Rússa. Á Kóla-
>•
I Múrmansk höfn liggur
ryðkláfurinn Lepse við
bryggju, hlaðinn kjam-
orkuúrgangi. Andri
Luthersson kynnti sér
þetta „hryllilegasta far-
artæki veraldar“.
STARFSMENN geymslubygging-
ar Múrmansk-skipafélagsins sem
hýsir geislavirkan úrgang í fljót-
andi formi eru orðnir vanir gesta-
komum. Hér beinir einn elsti
starfsmaðurinn gestum leiðina að
sal þeim er geymir áhöld sem
notuð hafa verið við að fjarlægja
kjarnakljúfa úr ísbrjótum.
skaga eru önnur geymslusvæði
yfirfull og oftar en ekki í allhrika-
legu ástandi.
Fjölþjóðlegt verkefni undir
stjórn Norðmanna þar sem að
koma t.d. Bandaríkjamenn og
Frakkar auk alþjóðlegra stofn-
ana, beinist nú að því að koma
varningi Lepse úr skipinu og í ör-
uggari geymslur og e.t.v. endur-
vinnslu á Majak-svæðinu austur í
Uralfjöllum. Ráðgert er að færa
efnið seint á þessu ári eða í upp-
hafi næsta árs, með sérstökum
lestarvögnum sem smíðaðir hafa
verið og verða hylkin fjarlægð úr
skipinu með fjarstýrðum vél-
mennum sem enn eru á tilrauna-
stigi. Kostnaðurinn er talinn
nema um einum milljarði ís-
lenskra króna. Áður höfðu hug-
myndir Rússa einkum beinst að
því að draga Lepse frá höfninni í
Múrmansk til Novaja Zemlya þar
sem skipinu og varningi þess yrði
fundinn varanlegur hvílustaður í
sífreranum. Ekki þótti þó ráðlegt
að taka þá áhættu þar eð förin
sjálf hefði getað stofnað skips-
skrokknum í hættu.
Hlutar skipsins sjálfs eru
einnig taldir vera geislavirkur úr-
gangur sem koma verði í örugga
geymslu eftir að eldsneytishylkin
hafa verið fjarlægð úr skipinu. í
ferð blaðamanns að skipinu vakti
athygli að mannaferðir í og við
skipið eru tíðar og var upplýs-
ingafulltrúi Múrmansk skipafé-
lagsins því spurður um öryggi
þeirra sem skipsins gæta.
„Öryggið er tryggt,“ sagði fulltrú-
inn og bætti því við að í sérsveit-
um þeim sem skipsins gæti hefðu
menn starfað í allt að 25 ár, án
þess að kenna sér meins. Það
kjarnorkueldsneyti sem mest
hætta stafar af hafi verið steypt
fast um borð í skipinu til að
minnka hugsanleg geislavirk áhrif
og auk þess verndi skipskrokkur-
inn menn fyrir geislun.
Innan um fljótandi kjarnorku-
úrgang íklæddur baðslopp
Skammt frá hvílustað kjarn-
orkueldsneytis Leníns sáluga við
höfnina í Múrmansk er bygging
Múrmansk skipafélagsins sem
hefur að geyma geislavirkan úr-
gang ísbrjótaflota Rússa. Til
skamms tíma var þar hægt að
endurvinna um 1.200 rúmmetra af
geislavirkum úrgangi í fljótandi
formi en með aðstoð Norðmanna
og Bandaríkjamanna hafa afköst
endurvinnslunnar verið aukin í
um 5.000 rúmmetra. Ekki er van-
þörf á þar sem byggingin hefur
alls ekki annað öllu því efni sem
til fellur frá hinum sjö kjarn-
orkuknúnu ísbrjótum fyrirtækis-
ins. Hugmyndir eru nú uppi um
það að nota mannvirkið til að end-
urvinna hluta þess úrgangs sem
fyrir er við kafbátahafnir Norður-
flotans - jafnvel þótt afkastageta
vinnslunnar sé aðeins dropi í hafið
ef tekið er mið af öllum þeim úr-
gangi sem nauðsynlegt væri að
geyma á öruggum stað.
Höfuðmarkmiðið með endur-
bótum byggingarinnar er sá að
með fullbúinni endurvinnslu geta
Rússar gengist formlega undir
skilmála Lundúna-sáttmálans
sem kveður á um bann við losun
geislavirkra efna í sjó. Svipað
verkefni hefur verið í undirbún-
ingi í Vladivostok-héraði í austur-
hluta Rússlands og þar með
dyggri aðstoð japanskra stjórn-
valda. Kostnaður endurbótanna í
Múrmansk er talinn nema um
hálfum milljarði ísl. króna og hef-
ur norska ríkisstjórnin veitt u.þ.b.
einum þriðja hluta fjármagnsins í
verkið.
Eftir örstuttan blaðamanna-
fund með upplýsingafulltrúa og
framkvæmdastjóra Múrmansk
skipafélagsins var blaðamanni
Morgunblaðsins gefinn kostur á
að skoða króka og kima bygging-
arinnar. Með rússneska geislun-
armæla að vopni, íklæddur næfur-
þunnum slopp úr baðmull, var
ráðist til inngöngu í dimma bygg-
inguna. Samferðamaður hafði á
orði að þótt erfitt kynni að reyn-
ast að finna lyktina af úrgangin-
um,_þá mætti e.t.v. heyra í honum
Halló krakkar!
Afi veröur á
Mallorca í lok júní
BóUun»r5*
(n>ín"eI:
_ ioto
Samvinnuferðir
Landsýn
Á verði fyrir þigl
.. Morgunblaðið/Andri
HÖFNIN í Múrmansk. Horft úr brúnni á Jamal, yngsta kjarn-
orkuknúna ísbrjót Rússa, á kjarnorkuísbrjótana Lenín og Arktika,
þann elsta og næstelsta.
UM BORÐ í Lepse er geymt kjarnorkueldsneyti sem til féll er
kjarnakljúfur ísbrjótsins Lenfns bilaði árið 1966. Ef grannt er skoðað
sjást tvær rauðar merkingar á byrðingi skipsins. Milli þeirra eru
geymslurýmin.
brakið. Þau orð rættust sem betur
fer ekki.
76.000 hestafla ísbrjótar þjóna
japönskum ferðamönnum
í ísbrjótaflota Múrmansk
skipafélagsins eru alls sjö kjarn-
orkuknúnir ísbrjótar auk eins
kjarnorkuknúins vöruflutninga-
skips, hins eina sinnar tegundar í
veröldinni. Rússneska ríkið á
skipin en skipafélagið sér um
rekstur þeirra og viðhald. Fimm
skip ísbrjótaflotans eru ætluð til
siglinga um Norður-Ishafið og hin
tvö til ísbrots á minna dýpi.
Lenín, fyrsti kjarnorknúni ís-
brjótur Rússa, var smíðaður fýrir
42 árum og er því rík hefð í
Múrmansk fyrir öflugum ísbrjót-
um. Líta heimamenn stoltir til
flotans.
Jamal, nýjasti ísbrjótur flotans
búinn tveimur kjarnaofnum sem
framleiða 32.000 hestöfl hvor, var
tekinn í notkun árið 1993 og hefur
Andrei Smimov, skipstjóri
Jamals, alls siglt ellefu sinnum á
Norðurpólinn, þar af sjö sinnum á
Jamal. Að sögn Smirnovs er meg-
intilgangur ísbrjótanna að halda
skipaleiðum opnum meðfram
norðurströnd Rússlands og um
heimskautasvæðið. Stærri skipin
geti brotið ís sem sé allt að 2,5
metrar á þykkt, án þess að nema
staðar. Minni skipin sem rista
grynnra séu síðan notuð til þess
að halda skipaleiðum á ám opnum.
Síðan árið 1990 hefur Múrm-
ansk skipafélagið haldið uppi
ferðum til Norðurpólsins fyrir út-
lendinga með ævintýraþrá. En
ævintýraþrá er ekki það eina sem
menn þurfa að hafa í farteskinu,
nóttin á ódýrasta farrými kostar
um 70.000 ísl. krónur og ferðin í
heild sinni getur tekið allt upp í
mánuð. Að sögn Smirnovs hafa
Rússar ekki efni á ferðinni. Flest-
ir hafi ferðalangarnir verið Japan-
ar. Fyrsti heimamaðurinn sem
farið hefur sem ferðamaður til
Norðurpólsins á vegum Múrm-
ansk skipafélagsins fór ekki fyrr
en sl. ár. Nýrússi að sögn túlks-
ins.
Hvort sem Norðurpólsferðimar
eru tímanna tákn eða örþrifaráð
skipafélags sem berst í bökkum, er
ekki hægt að verjast þeirri hugsun
að ísbrjótar Atomflot - stolt Norð-
urhafanna - megi muna sinn fífíl
fegri.