Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUN NUDAGUR 30. MAÍ 1999 11
í VOTLENDI Vatnaheiðar, Straumfjarðará t.v. Stikur Vegagerðarinnar greinilegar til hægri við göngufólkið.
Náttúruvernd ríkis-
ins telur að miðað
við þau gögn sem
lögð eru fram í
frummatsskýrslu
hafi ekki verið sýnt
fram á svo óyggj-
andi sé að vegur
yfir Vatnaheiði sé
mun betri kostur í
veðurfarslegu
tilliti en vegur yfir
Kerlingarskarð
semdum stofnunarinnar eru helstu
ástæðumar tíundaðar: - Sam-
tökin leggjast alfarið gegn hug-
myndum um nýjan veg yfír Vatna-
heiði. Hið fyrirhugaða vegarstæði
er eitt stærsta ósnortna náttúru-
svæði á Snæfellsnesi. Um er að
ræða gróskumikið votlendi, sem er
að hluta á náttúruminjaskrá, prýtt
fágætum og einstaklega fógrum
jarðmyndunum (Berserkjahraun
og gígamir Grákúla og Rauðkúla).
Umrætt svæði er nú vinsælt úti-
vistarsvæði.
Mikilvægi þess að hlífa náttúra-
gæðum sem þessum eykst stöðugt.
Slík náttúragæði verða jafnan ekki
endurheimt heldur eyðilögð um
alla framtíð sé hróflað við þeim
með meiriháttar mannvirkjagerð,
jarðefnavinnslu og umbroti á landi.
Samtökin gagnrýna, að náttúra-
og útivistargildi svæðisins er stór-
lega vanmetið í frammatsskýrsl-
unni. Vegagerð þar stríðir bæði
gegn ákvæðum nýrra náttúru-
vemdarlaga um sérstaka vemd
landslagsgerða, sem eru einkenn-
andi fyrir Island, og skuldbinding-
um íslands gagnvart sáttmála Sa-
meinuðu þjóðanna um líffræðilega
fjölbreytni (7. grein) sem sam-
þykktur var í Ríó 1992. Þá telur
Náttúravernd ríkisins að meintur
vegtæknilegur ávinningur sé um-
deilanlegur, enda skorti rannsókn-
ir þar að lútandi.
Náttúravemd ríkisins telur end-
urbætur á núverandi leið um Kerl-
ingarskarð (Kostur B) mun væn-
legri kost. Þó ber að huga að út-
færslu þeirrar leiðar. Einkanlega
að norðanverðu þar sem sam-
gönguvandamálin era. Stofnunin
telur óviðunandi að fórna náttúra-
gæðum Vatnsheiðar og Berserkja-
Fjallvegir á Snæfellsnesi
Hellissandur Rjf
' * Ólafsvík
Stykkishólmur.
Mörgum spurningum
er ósvarað
VIÐ hjónin erum nú ekki
mjög spennt með það að
vegstæðið um daiinn verði
valið,“ sagði Ástþór Jóhannsson,
ábúandi í Dal í Miklaholtshreppi,
en Vatnaheiðarvegur mun liggja
þvert yfir lendur hans og Katrrn-
ar Ævarsdóttur eiginkonu hans.
Þau Ástþór og Katrín keyptu
jörðina í fyrrasumar og voru
vart búin að hreiðra um sig er
starfsmenn Vegagerðarinnar
hófu störf við lagningu marka-
línu vegstæðisins.
Ástþór sagðist skilja mjög þörf
íbúa á Snæfellsnesi og annara
íbúa landsins fyrir veg- og sam-
göngubótum, en mörgum spurn-
ingum væri þó ósvarað, t.d. varð-
andi aðra valkosti heldur en
Vatnaheiðarveg.
„Varðandi það að Vatnaheiðar-
ieiðin sé ódýrari kostur þá er það
bara eins og hver annar útreikn-
ingur. Huglægt mat á hvers virði
ósnert land er í framtíðinni hlýt-
ur að vakna nú við aldamótin.
Hvernig höfum við Islendingar
gengið um landið okkar síðastlið-
ið árþúsund. Við upphaf nýs ár-
þúsunds eru forsendur allt aðrar.
Ég tel að nýr vegur um Dufg-
usdal einn sér muni ekki gera út-
slagið á bústetuþróun til eða frá
á Nesinu. Að minnsta kosti ekki
úr þessu. Þjóðfélagsþróunin í
dag gerir kröfú til fleiri þátta og
þá vaknar jafnvel sú spuming
hveijir em að hagnast meira á
þessum vegi, almenningur, eða
þeir sem hafa eingöngu hag af
því að koma burtu fiski af svæð-
inu?
Nú eru tímar að breytast.
Ósnortin landsvæði eru orðin
verðmæt fyrir það eitt að vera
ósnert. I því liggja verðmætin,
að mannshöndin er ekki búin að
sefja mark sitt á þau um alla ei-
lífð. Slíkum svæðum fækkar ört
og á sama tíma sækist fólk í
auknum mæli eftir að njóta
þeirra sem útivistarsvæða. Með
lagningu vegar um Dufgusdal er
ekki aðeins spillt einu sérstæð-
asta dalverpi á sunnanverðu
Snæfellsnesi auk annarra sér-
stæðra jarðfræðimyndana norð-
ar á heiðinni, heldur dregur sú
framkvæmd úr verðmætum alls
svæðisins. Því með veglagningu
hverfur eitt sfðasta aðgengilega
svæði Nessins á skilgreindu lág-
lendi, sem enn er að mestu
ósnert af mannavöldum. Eyði-
Iagt um alla framtíð sem útivist-
arsvæði, vegna umferðar. Úti-
vistarmöguleikar dalsins, svo
sem silungsveiði, eða útreiðar
verða að engu gerðar vegna legu
vegarins með þungri umferð,
víðast í aðeins fáeinum arm-
lengdum frá efri hluta Straum-
fjarðarár. Þá fara undir veginn
grösugustu hagarnir í upp-
rekstrarlandi sveitarinnar þar
sem fé hefur hafst við yfir sum-
artímann.
Varðandi þau rök, að vetrar-
leiðin sé greiðfærari um Vatna-
heiði heldur en Kerlingarskarð
þá hafa farið fram litlar rann-
sóknir á snjóalögum þarna og því
óvíst með öllu hvort leiðin upp
dalinn sé á nokkurn hátt snjólétt-
ari þegar skefur af fjöllunum á
báða vegu niður í hlíðarnar undir
vegstæðinu nýja. Það verður
varla minna heldur en á endur-
bættum og uppbyggðum Kerling-
arskarðsvegi, enda vísar gróður-
far í Dufgusdal til snjóþyngsla á
vetrum. Þá er óbærilegt að sjá
stærsta og fallegasta hluta lands
okkar, eyðilagðan með fyrirhug-
uðum framkvæmdum sem að
auki setur skorður á allar hugs-
anlegar framtíðaráætlanir okkar
um hagnýtingu dalsins, sem fyrst
og síðast ganga út á að það sem
gert verði samrýmist þeim kröf-
um sem telst til skynsamlegrar
landnýtingar í takt við nútímann.
Því viljum við að gamla vegstæð-
ið yfir Kerlingarskarð verði end-
urunnið í stað þess að ryðja fyrir
nýju. Við erum eþss fullviss að
íbúarnir á Nesinu og aðrir gestir
svæðisins mundu fagna þeim
málalokum í framtíðinni, ef sú
verður raunin,“ sagði Ástþór.
hrauns vegna farartálma sem upp
kemur endram og sinnum á mjög
takmörkuðum vegkafla að vetrar-
lagi.“
Sé litið ögn nánar á samantekt
Náttúravemdar ríkisins kemur í
ljós að á svæðinu sem um ræðir
hafi fundist m.a. tvær sjaldgæfar
háplöntutegundir, sóldögg og
burkninn skollakambur og athygl-
isverða mosaflóra sé einnig að
finna í votlendi á jörðinni Dal og
þar vaxi m.a. tvær sjaldgæfar teg-
undir, flekkulápur og hómosi.
Þessar tegundir þola alls ekki að
mýrin sé þurrkuð. Þá vitna athuga-
semdimar í það álit sérfræðinga
Náttúrufræðistofnunai’ að straum-
andarvarpið við ofanverða Straum-
íjarðará gæti raskast við aukna
umferð um svæðið.
Varðandi votlendið segir eftir-
farandi í bréfi Náttúravemdar rík-
isins: - I frummatsskýrslunni
kemur m.a. fram að gert er ráð fyr-
ir að lagður verði fljótandi vegur
yfir votlendissvæðin á Vatnaheiði.
Votlendinu í nágrenni vegar verði
því ekki raskað né votlendisjarð-
vegi undir veginum. Náttúravemd
ríkisins telur að forðast eigi að
leggja vegi yfir óraskað votlendi
enda hefur gengið mjög á mýrlendi
á þessari öld vegna framræslu.
Nauðsynlegt er að vernda það sem
eftir er ósnert, m.a. vegna fuglalífs.
Þá er röskun á votlendi ekki í sam-
ræmi við stefnu yfirvalda en í riti
umhverfisráðuneytis, „Sjálfbær
þróun í íslensku samfé-
lagi - Framkvæmdaáætlun til
aldamóta", segir m.a. um ástand
umhverfismála á íslandi: „Fá
óspillt votlendissvæði á láglendi
era eftir á íslandi og nauðsynlegt
er að varðveita þau og önnur inn-
lend vistkerfi gegn röskun og end-
urheimta þau eftir því sem kostur
er.“
Síðar stendur þetta: - Að mati
Náttúruvemdar ríkisins er fyrir-
huguð lagning vegar yfir votlendi á
Vatnaheiði í ósamræmi við stefnu
yfirvalda hvað varðar verndun vot-
lendis. Jafnframt er slík vegarlagn-
ing í ósamræmi við nýsamþykkt
lög nr. 44/1999 um náttúravemd
sem taka gildi l.júlí nk. en sam-
kvæmt 37. grein þeirra laga skulu
mýrar og flóar, 3 hektarar að
stærð eða stærri, njóta sérstakrar
vemdar og skal forðast röskun
þeirra eins og kostur er. Þá má
benda á að í greinargerð Náttúra-
fræðistofnunar íslands kemur
fram að votlendið á Mýram og
Vesturlandi er gróskumikið og teg-
undaauðugt og hefur mikið gildi á
landsvísu og era mýramar á
Vatnaheiðarleið hluti af því. Sam-
kvæmt frammatsskýrslu er fyrir-
hugað að leggja fljótandi veg yfir
mýrlendið. Náttúravemd ríkisins
bendir á að hér á landi hafa ekki
farið fram rannsóknir á áhrifum
slíkrar vegalagningar á votlendi,
t.d. hvort breytingar verði á gróðri
í nágrenni vegarins. Því era í raun
engin gögn fyrir hendi sem styðja
þær fullyrðingar að lagning fljót-
andi vegar hafi ekki neikvæð áhrif
á vatnsbúskap og gróður í vot-
lendi.“
Og varðandi veðurfar segir m.a.:
- Náttúravemd ríkisins telur að
miðað við þau gögn sem lögð era
fram í frummatsskýrslu hafi ekki
verið sýnt fram á svo óyggjandi sé
að vegur yfir Vatnaheiði sé mun
betri kostur í veðurfarslegu tilliti
en vegur yfir Kerlingarskarð. í því
sambandi má einnig benda á að
veðurmælingar á Vatnaheiði hafa
staðið mjög stutt yfir en fyrsta veð-
urstöðin var sett upp á Vatnaheið-
arleið 18,desember 1998. Kemur
fram í frammatsskýrslu að athygli
veki hve mikill munur er á tíðni
ófærðar eftir áram og sýni það
mikilvægi þess að hafa sem flest ár
til grandvallar við könnun á veður-
fari af þessu tagi. Þá vekur Nátt-
úravernd ríkisins athygli á að
gróður á Vatnaheiði bendir ein-
dregið til þess að um snjóþungt
svæði sé að ræða og er það í sam-
ræmi við heimildir um mikla snjó-
söfnun í Dufgusdal. Þrátt fyrir
þessar vísbendingar hafa ekki farið
fram mælingai- á snjóalögum á
svæðinu.“